Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967. Tóbaksbúð Tómasa? á Laugavegi 62 Tómas trá London opnar sérverzfun „Ég fékk allan minn skóla í London.“ „Jæja, varstu í Englandi?" „Nei, London á horni Austur- strætis og Pósthússtrætis. og ALLIR þekkja. Nei, London er sérverzlun með tóbaksvörur, ámóta þeirri verzlun, sem ég er er nú að opna á Laugavegi 62. „Ef þér fellur illa við að kalla það, að ég hafi gengið í skóla í London, máttu kalla það, hvað sem þú villt, máske ég hafi aðeins „heyjað“ mér reynslu þar.“ Þannig mælir Tómas Sigurðs- son, se|?i nýlega opnaði nýja sérverzlun með tóbak og tóbaksvörur á Laugavegi 62, en það er hornið á Laugavegi og Vitastíg. Við hittum Tómas og konu hans frú Erlu Sandholt að máli, sama daginn og þau sögðu okkur frekar frá þessari verzlun. „Ég var verzlunarstjóri í London í 6 ár, svo að á því sérðu, að ég hlýt að kunna eitthvað til að segja um þennan varning. Og þar lærði ég margt hjá Katli Axelssyni. Nú er það meining mín að verzla með þessar nauðsynjavör- ur karlmanna, en auk þess er © INNLENT LAN RIKISSJOÐS ÍSLANDS1967, l.Fl VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI Sala spariskírteina ríkissjóðs 1967, 1. fl., stendur nú yfir. Skírteinin eru til sölu í viðskiptabönkum, bankaútibúum, stærri sparisjóðum og hjá eftirfarandi verðbréfasölum í Reykjavík Ágústi Fjaldsted og Benedikt Blöndal, Lækjargötu 2, málflutningsskrifstofu Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Pétursson- ar, Aðalstræti 6, Gunnari J. Möller, Suðurgötu 4, Kauphöllinni Lækjargötu 2 og Lögmönnum, Tryggvagötu 8. Skírteinin eru einnig seld í afgreiðslu Seðlabankans, Hafnarstræti 14. 'r v . % s. xV^st*AV SEÐLABANKI ÍSLANDS ■*'1' 'VS SUMARKÁPUR NVTT LRVAL Austurstræti STRIGASKOR Austurstræti REYKJANESKJÖRDÆMI Svæðafundir atvinnustéttanna: Frambjóðendur Sjálfstæðisflok ksins 1 Reykjaneskjör<4r~'mi boða til fundar um VERZLU NAR M ÁL á þriðjudagskvöld kl. 8.30 í Aða’veri, Keflavík. Þátttakendur: Vatnsleysuströnd, Vogar, Grindavík, Hafnir, Njarðvíkur, Keflavík, Garðar, Sandgerði. Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk D-Iistans, úr öðrum hlutum kjördæmisins er velkomið á fun lina á meðan húsrúm leyfir. Sérstaklega eru launþegar og at vinnurekendur í verzlun og við- skiptum hvattir til að fjölmenna. FRAMBJÓÐENDUR. ég með allskonar gjafavörur fyr- ir karlmenn, fyrir utan smávegis „gotterí“ sem ekki ætti að spilla. Við hjónin munum skiptagt á að standa i búðinni, og hlökkum mikið til að hitta væntanlega viðskiptavini.“ Sá blaðamaður, sem þetta skrifar, er sérlega hrifinn af píp- um, og er ekki að undra, og bað Tómas um að fylgja sér um pípudeildina. Kom þá i ljós hið makalausasta úrval, en þó eink- anlega frá fyrirtækinu GBD, en þær eru enskar og í nokkuð háu verði, en það eru góðar pípur allajafna. „Hvað á svo barnið að heita?“ spurðum við. „Tóbaksverzlun Tómasar, stutt og laggott. Allt fæst hjá Tomma, en þar er undir skilið, allt, sem viðkemur tóbaki og reykingum." Nú var svo mál með vexti, að blaðamaður sá, sem naut þeirrar ánægju að heimsækja Tomma á Laygavegi 62, er pípureykinga- maður. Byrjaði raunar að reykja pípu seint á árinu 1946. Labbaði niður til Steina í Bristol og keypti ódýra, en góða pípu á tí- kall. En allt um það, keypti hann sér mjög dýrt tóbak, í plotum, og hét Old English. Spurði síðan nýja kaupmann- inn, Tómas á Laugavegi 62, hvort hann hefði Old English til sölu? „Jú, ekki ber á öðru, og annað- hvort væri,“ sagði Tómas. „Þetta er sérverzlun með tóbak, og ég vil, að allir viðskiptavinir mín- ir verði ánægðir, og fari tottandi sina pípu héðan út frá mér, eða sinn „sígar“, og auk þess hef ég margt, sem hentar herrum, en það er nú önnur saga og flókn- ari.“ Og við kvöddum þau hjónin, Tómas og Erlu, fullvissir um það, að í Tóbaksbúð Tómasar ættum við erindi aftur. — Fr.S. Sæmdur finnsku Ljónsorðunni FORSETI Finnlands hefur ný- lega sæmt Agnar Kl. Jónsson, ráðuneytisstjóra, stórkrossi hinn ar finnsku Ljónsorðu. Herra Ahti Karjalainen, utan- ríkisráðherra Finnlands, afhenti ráðuneytisstjóranum örðuna, er hann var hér staddur á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda. Viðstaddir afhendinguna voru ambassador Finnlands á íslandi herra Pentti Suomela og nokkr- ir fleiri gestir. ÚTSÖLUSTAÐIR: Kaupfélögin og S.Í.S.! Austurstræti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.