Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 12
1 12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967. Sveinn Benedikfsson: Síldarverksmiðjurnar á Norður- og Austurlandi 1966 Síldveiðin fyrir Norðurlandi ög Austfjörðum hófst, að þessu sinni, fyrr en nokkurntíma áður. Eins og árinu áður aflaðist fyrsta síldin á m/s Jón Kjart- ansson, skipstjóri Þorsteinn Gíslason. Fékk skipið 160 tonn hinn 12. maí um 160 sjómílur SAS af Seley. Var sildin frekar smá og mögur og talin hafa gengið frá Færeyjasvæðinu. A útleið í öðrum túr fékk skipið góðan afla 80 sjómílur frá landi l sömu stefnu, var sú síld miklu etærri og fallegri en síldin í fyrri túrnum. Gangan, sem fyrsta veiðin fékkst úr, virtist mjög öflug og ganga alla leið norður undix Jan-Mayen og ekki koma aftur á Austfjarðamiðin sunn- anverð fyrr en komið var langt fram á haust. Heildaraflinn 1966 var í há- marki, þrátt fyrir það, að þrjá fyrstu mánuði veiðitímans varð að sækja meginhluta aflans á eveiðisvæði 100—200 sjómílur A og NA af landinu og alla leið til Jan-Mayen um 360 sjómílna leið. Veður spillti veiði haust- og vetrarmánuðina í október—des- ember. Engin veiði var fyrir Norður- landi s.L sumar, en ágæt veiði fyrir Austfjörðum frá því í miðj- um ágúst fram í miðjan nóvem- ber, að mjög dró úr veiðinni, sökum veðurs og minnkandi þátttöku. Skipin hættu öll veiðum nokkru fyrir jól. í byrjun veiðitímans var síld- In að mestu leyti mjög mögur og erfið til vinnslu, en fitnaði þeg- •r kom fram á sumarið. Hélzt fitumagnið hátt fram á haustið, en þá fór það minnkandi að yanda. Miklu meira magn veiddist af stórri, gamalli og feitri síld en búizt hafði verið við, einkum í júní og frá síðari hluta ágúst- mánaðar fram í nóvembermán- uð, en eftir það var síldin mjög blönduð smærri síld. Talið er, að síldarárgangar, 10 ára og eldri, hafi numið um 22,6% af heildarmagninu miðað við þyngd, þar af tæpur helm- ingur 16 ára árgangur frá árinu 3950. Meðalþyngd pr. stk. var 496 grömm á 16 ára síld og með- ellengd 37,3 cm. Áætlað er að 7 ára árgangur hafi numið um helming aflans og 6 ára árgangur 18,5%, með- ellengd fyrrnefnda árgangsins var 33,4 cm. og þyngd 360 grömm og hins síðarnefnda 32,5 cm. og 330 grömm. Mun þetta vera þyngri síld, miðað við aldur, en kunnugt er um áður. Stóra síldin virtist, að sumra áliti koma, að verulegu leyti austan frá Bjarnareyjarsvæðinu. Verð á bræðslusíldarafurðum, síldarlýsi og síldarmjöli, fór ört fallandi, þegar fram á sumarið kom, einkum á lýsinu. Kom þetta verðfall mjög hart niður á síldarverksmíðjunum vegna þess að hráefnisverðið hafði ver- ið ákveðið fyrir tímabilið frá 10. júní til 30. september miðað við miklu hærra afurðaverð en raun varð á. Af þessum sökum voru síldar- verksmiðjurnar flestar reknar með tapi s.l. ár. Saltsíld til útflutnings tókst að selja fyrirfram með nokkru hærra verði en árinu áður, og hækkaði hráefnisverð saltsíldar úr kr. 350.00, uppsöltuð tunna í kr. 378.00. Talsverðar skemmdir komu fram á verkaðri síld og varð af- koma söltunarstöðvanna m. a. af þeim sökum mjög misjöfn. Einstök síldveiðiskip fengu meiri afla en áður hafði þekkzt og einnig varð meðalaflinn hærri en nokkumtíma áður, en mjög var afkoma síldveiðiskipanna misjöfn og tilkostnaður mikill. Bræðslusíldarverðið Bræðslusíldarverðið hafði und- anfarin ár verið ákveðið, miðað við hvert mál síldar. 150 lítra en ef síldin var vegin reikn- aðist málið 135 kíló. Misræmi var á milli mælingar og vigtun- ar, sem olli mikilli óánægju. Samkvæmt tilmælum ríkis- stjórnarinnar tóku allar síldar- verksmiðjur upp vigtun sumarið 1966. Talið er að heildarkostn- aður við þá breytingu hafi num- ið um 25 millj. króna. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað bræðslusíldarverðið kr. 1.15 pr. kg. fyrir tímabilið frá 1. maí til 31. maí og kr. 1,34 pr. kg. fyrir tímabilið frá 1. júni til 9. júní. Ekki náðist samkomulag um verðið frá 10. júní til 30 sept- ember 1966 og var það því ákveðið með úrskurði yfiraefnd- ar Verðlagsráðsins kr. 1.71 hvert kíló og heimilt að greiða kr. 0.22 lægra pr. kg. fyrir bræðslu- síld sem tekin væri í flutninga- skip utan hafna. Þetta verð var samþykkt með atkvæðum síldarseljenda (sjó- manna og útgerðarmanna) og oddamanns, gegn atkvæðum kaupenda (síldarverksmiðjanna). Samkomulag varð í Verðlags- ráði um bræðslusíldarverðið í október kr. 1.37 pr. kg. og var verðið síðan framlengt til og með 5. nóvember. Verðið fyrir bræðslusíldina frá 6. nóvember til ársloka var ákveðið með úrskurði meirihluta yfirnefndar gegn atkvæðum selj- enda kr. 1.37 frá og með 6. nóv. til og með 15. nóv. og kr. 1.20 frá og með 16. nóv. til áramóta. Fer hér á eftir yfiriit um það hversu mikið sildarmagn var móttekið til bræðslu á hverju verði fyrir sig: Tonn Kr. pr. kg. 12/5 —31/5 28.400 1.15 1/6 — 9/6 24.100 1.34 10/6 —30/9 352.353 1.71 1/10—15/11 145.572 1.37 16/11—31/12 60.552 1.20 Samt. tonn 610.977*) Styrkleikahlutföll íslenzku og norsku síldarinnar í skýrslu Hafrannsóknarstofn- unarinnar, undirritaðri 10. apríl s.l. af Jakob Jakobssyni, segir svo m. a.: „Styrkleikahlutföll norsku og íslenzku síldarinnar í aflanum norðanlands og austan 1966 vora í beinu framhaldi þeirrar þróun- ar, sem hófst eftir 1962. Hlutur íslenzku síldarinnar minnkaði enn og var nú aðeins 3%, en 97% aflans var síld sif norskum uppruna. Ár fsl. síld Norsk síld 1962 53% 47% *) Um 5.300 tonnum af þessari síld var landað beint úr vf " skipunum sunnanlands og v an. Afsláttur var gefinn á um 77.568 tonnum, sem landað var beint í flutningaskip, kr. 0.22 pr. kíló. 1963 29% 71% 1964 13% 87% 1965 6,5% 93,5% 1966 3% 97% nsóknir okkar á stærð ís- lenzku síldarstofnanna benda eindregið til þess, að þeir hafi enn rýrnað og má því öruggt telja, að 1967 verði svo til öll síld, sem veiðist norðanlands og austan, norsk síld.“ Þátttaka í veiðunum Alls tóku þátt í veiðunum 186 skip á móti 210 skipum 1965. Auk þess voru 19 skip á síldveið- um, sem eingöngu stunduðu veiðar við Suðurland. Alls stund- uðu því síldveiðar 205 skip, þar af lönduðu 57 skip á báðum stöðum. Heildarsíldveiðin Hér er talin síld sem landað var á höfnum frá Bolungavík norður um land til Djúpavogs og bræðslusíld flutt með m/s Síldinni til Reykjavíkur. Síld flutt í veiðiskipunum til SV- lands er talin sérstaklega, en hliðstæð síld er ekki meðtalin í yfirlitinu vegna áranna 1964 og 1965. Ár: 1964 1965 1966 í bræðslu tonn 386.680 544.551 605.677*) Uppsaltaðar tunnur 362.905 403.961 382.794 Uppsaltaðar tunnur autan- lands vegna Suðurlands- samninga 10.304 f frystingu uppm. tn. 51.289 57.892 51.428 Útflutt ísað uppm. tn. 22.263 7.917 Flutt með bátum til SV-lands stökum verksmiðjum árið 1966 frá Austfjörðum 25.491 tonn. talin í tonnum: Móttekin bræðslusild hjá ein- $, Síldarverbsmiðjur rikisins: S.R. Siglufirði 19.221 1) tonn S.R. Húsavík 3.694 — S.R. Raufarhöfn 45.748 — S.R. Seyðisfirði 101.421 — S.R. Reyðarfirði 35.474 — 205.558 tonn S.R. Skagaströnd (1.110 tonn**) Rauðka, Siglufirði 3.342 tonn 'Hraðfrystihús Ólafsfjarðar 4.961 — Kveldúlfur h/f, Hjalteyri 6.042 2) — Sildarverksmiðja Ákureyrarkaupst., Krossanesi 16.335 3) Síldarverksmiðjan Þórshöfn 2.040 Oddafell h/f, Bakkafirði 1-358 Síldarverksmiðjan h/f, Vopnafirði 35.334 Síldarverksmiðjan Borgarfirði eystra 7.481 Hafsíld h/f, Seyðisfirði 52.740 Síldarvinnslan h/f, Neskaupstað 98.599 Hraðfrystihús Eskifirði h/f 70.034 Fiskimjölsverksmiðjan Fáskrúðsfirði 29.440 Saxa h/f, Stöðvarfirði 9.694 Síldariðjan h/f, Breiðdalsvík 7.810 — Búlandstindur h/f, Djúpavogi 11.220 — Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan, Rvík 36.482 4) — Einar Guðfinnsson, Bolungarvík 7.200 5) — Samtals: 605.676 tonn 1) Þar af flutt með m/s Haferninui.i 16.447 tonn 2) — — — — m/s Askita 4.740 — 3) — — — — m/s Sirion 13.504 — 4) — — — — m/s Síldin 36.482 — 5) — — — — m/s Dagstjörnunni 6.392 — Samtals; 77.568 tonn & Afurðir Áætlað hefur verið að úr bræðslusíld sem landað var á Norðurlandi, Austfjörðum eða umskipað var í flutningaskip, hafi fengizt þessar afurðir: Um 112.000 tonn af síldarlýsi og um 123.500 tonn af síldarmjöli. Framleiðslan sunnanlands og vestan nam um 7.000 tonnum af síldarlýsi og um 12.000 tonnum af mjöli. Alls voru framleidd í landinu um 119.000 tonn af sildarlýsi og 3.500 tonn af öðru lýsi og af síldarmjöli um 135.500 tonn, af karfamjöli 4.500 tonn, af loðnu- mjöli 19.000 tonn og af þorsk- mjöli 19.000 tonn, eða alls af fisbmjöli um 178.000 tonn. Heildar-fob-verðmæti bræðslu- síldarafurðanna norðan- og aust- anlands er talið hafa numið laus- lega áætlað um 1520 milljónum króna eða aðeins um 15 milljón- um króna meira en í fyrra, þótt móttekin bræðslusíld væri nú *) Af erlendum skipum var auk þessa landað í bræðslu 4.687 tonnum. **) Frá Seyðisfirði til Skaga- strandar voru flutt 1.110 tonn á leiguskipi S.R., sem einnig var notað til síldarmjölsflutninga til Bretlands. um 66 þúsund tonnum meiri lýs- isframleiðslan lun 32 þúsund tpnnum meiri og mjölframleiðsl- an 13 þúsund tonnum meiri. Sunnan- og vestanlands höfðu verið framleidd 1965 18 þúsund tonn af lýsi og 32 þúsund tonn af síldarmjöli, en 1966 nam þessi framleiðsla aðeins 7 þúsund tonnum af lýsi og 12 þúsund tonnum af síldarmjöli. Verð á síldarlýsi og síldarmjöli í árslok 1965 var verð á síldar- lýsi um £ 70-0-0 tonnið cif, en fór síðan ört hækkandi fram í miðjan febrúarmánuð, að það komst upp í £ 80-0-0 tonnið á takmörkuðu magni. Síðan tregð- aðist eftirspurnin. Allar birgðir af íslenzku síldarlýsi frá fyrra ári höfðu verið seldar í byrjun maímánaðar. Höfðu þá alls verið seld fyrirfram um 10.000 tonn af lýsi fyrir £ 76-0-0 til £ 80-0-0 tonnið cif. Verðið á lýsinu fór ört lækk- andi, er kom fram í maímánuð og sölur frá íslandi stöðvuðust að mestu. Verð á síldarmjöli fór einnig ört lækkandi. Þegar yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins (meirihluti nefndarinnar) ákvað verðið fyr- ir tímabilið frá 10. júní til 30. september var verðið á lýsinu áætlað £ 70-10-0 fyrir tonnið cif og á mjölinu var verðið áætlað 19 shillingar og 6 pence fyrir proteineiningu í 1000 kg af mjöli cif. Þegar kom fram á sumarið tók svo að segja alveg fyrir sölur á síldarlýsi þar til í miðjum ágúst, að seld voru 10—12 þúsund tonn á £ 60 til 61 tonnið cif. í sept- ember féll verðið niður 1 £ 51-10-0 og í október niður 1 £ 50-0-0. . Verðfallið var talið stafa af aukinni lýsisframleiðslu í Perú, Noregi, Danmörku, íslandi og fleiri löndum og af miklu og skipulagslausu framboði Perú- manna á sílækkandi verði. Síðari hluta októbermánaðar var sjáanlegt, að framhald á hinn: gífurlegu framleiðslu aðal- fiskveiðiþjóðanna, Perúmanna og Norðmanna, á lýsi og einnig á fiskmjöli myndi valda algjöru verðhruni á þessum afurðum á heimsmarkaðnum. Verð á lýsi var þá fallið frá því í miðjum febrúar 1966 um 37%% og mjöl- verðið um nærri 25%. (Verð- fallið frá því verði sem lagt hafði verið til grundvallar bræðslusíldarverðinu frá 10. júni til 30. september nam um 29% á lýsinu og 15% á mjölverðinu). Þegar svona var komið ákváðu Norðmenn að banna vinnslu á síld og makríl til bræðslu í Nor- egi frá byrjun nóvember til árs- loka, enda voru þá flestar þrær og geymslur hjá þeim fullar. 1 Perú skall á verkfall vegna ágreinings um hráefnisverð i byrjun nóvember. Var ekki vitað í byrjun, hvort stöðvun veiðanna þar myndi verða langvinn. Gífurlegar birgðir voru af fisk- mjöli í Perú eða yfir 400 þús. tonn og Norðmenn áttu og mikl- ar birgðir síldarmjöls. Þá áttu lýsiskaupendur einnig miklaLT lýsisbirgðir. Veiðistöðvanir Norðmanna og Perúmanna, ásamt minni fram- leiðslu í USA af sojabaunum en vænzt hafði verið, urðu til þess, að verðfall afurðanna stöðvaðist, en vegna hinna miklu birgða hækkaði verðið ekki fyrst í stað, en upp úr 20. nóvember, þegar séð varð að stöðvunin á veiðun- um í Perú myndi standa lengur en búizt hafði verið við, hækk- aði lýsisverðið smám saman úr um £ 50-0-0 tonnið cif upp í 65-0-0 10.—13. desember, en stóð þó ekki í þvi verði nema 3—4 daga. Um miðjan desember hófu Perúmenn veiðar að nýju og féll þá verðið á lýsinu á nokkr- um dögum um nálægt £ 15-0-0 tonnið cif, en hækkaði síðan aft- ur um nokkur sterlingspund, en lækkaði í marzmánuði 1967 nið- ur í um £ 50-0-0 pr. tonn cif. Verð á síldarmjöli hækkaði aftur úr 16 sh. og 6 pence pro- teineiningin í tonni cif, sem það hafði fallið niður í, uppí 16/9 til 17 sh. og 3 pence í desember. f marzlok 1967 var verðið um 16 sh. og 6 pence proteineiningin í tonni. Síldarverksmiðjum ríkisins tókst að selja miklar birgðir af síldarlýsi og talsverðar birgðir af síldarmjöli • á þeim skamm- vinna tíma, sem þessi hækkun afurðaverðsins varaði og bætti það hag S.R. um rúmlega 30 milljónir króna, miðað við það lága verð, sem verið hafði í okt- óbermánuði og fyrri hluta nóv- Framh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.