Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967.
Leikfélag Reykjavíkur:
álssóknin
André Gide og Jean-Louis Barrault
gerZu eftir skáldsögu Franz Kafka
Leikstjóri: Helgi Skúlason
Leikmyndir: Magnús Pálsson
„YDUR er brátt í brók að axla
sem flest af mínum verkefnum“.
Þannig hljóðar ein af setningum
aðalpersónunnar, Jósefs K. í
þýðingu Bjarna Benediktssonar.
Ef tekinn er að láni þessi sér-
stæði tjáningarstíll, má segja, að
Leikfélagi Reykjavíkur hafi
verið fullbrátt í brók og alls ekki
tekizt að axla síðasta verkefni
sitt, leikhúsverk það, sem André
Gide og Jean-Louis Barrault
gerðu úr „Málssókninni" eftir
Franz Kafka. Sýningin er
óskiljanlega illa úr garði gerð,
uppsetningin flaustursleg og
stefnulaus, leikur í flestum hlut-
verkum langt undir þeim kröf-
um, sem meðal annars L.R. hef-
úr á síðustu árum vanið fólk á
að gera.
f grein um verkefnaval leik-
húsanna í Morgunblaðinu í jan-
úar sl. leyfði ég mér að benda
á það, að leikrit dynja ekki yfir
leikhús eins og einhver óum-
flýjanleg ógæfa eða náttúru-
hamfarir, þannig að allir, sem
vettlingi geta valdið, séu kvadd-
ir til að bjarga því, sem bjargað
verði. Leikfélagið hefur verið
að ráðgera sviðsetningu á Máls-
sókninni um nokkurra ára skeið
og er undarlegt. að forráðamenn
leikhússins skuli ekki hafa not-
að þann tíma betur en raun ber
vitni til að kynnast verkefninu
eða starfskröftum sínum.
Tékkneski gyðingurinn Franz
Kafka fæddist i Prag 1883. Hann
lagði í fyrstu stund á bókmennt-
ir og læknisfræði, en lauk dokt-
orsprófi í lögum og vann eftir
það um hríð við tryggingastarf-
semi, þar til hann sneri baki við
borgaralegu streði, fluttist til
Berlínar og tók að skrifa. Kafka
átti stuttan starfsaldur sem rit-
höfundur, þjáðist af berklum.
Hann dó 1924. Ekkert af meiri
háttar verkum hans hafði þá
verið gefið út, enda hafði hann
ekki hirt um að fullgera þau,
heldur lagt svo fyrir að handrit
skáldsagnanna „Málsóknin",
„Kastalinn" og „Ameríka“ jrrðu
brennd að honum látnum.
Vinur Kafka, Max Brod,
hafði þó þessi fyrirmæli að
engu, bjó handritin til prent-
unar og sá um útgáfu á þeim á
næstu árum (1926-’27).
Það er vafasamt, að nokkur
rithöfundur þessarar aldar hafi
haft dýpri áhrif á nútímaleikrit-
un og bókmenntir í Vesturálfu
en Kafka. Vitað er, að hann
hafði mikinn áhuga á leiklist, en
í fórum hans fundust þó aðeins
drög að einu leikriti, „Der
Gruftwachter“. f smásögum sín-
um og ófullgerðum skáldsögum
lýsti Kafka vonlausri baráttu
mannsins við að átta sig á
venjum og reglum samfélágsins.
sem stundum virðast á óskiljan-
legum rökum reistar („Die Liige
wird zur Weltordnung gemacht“
— eða „Veraldarskipanin er
byggð á lygi“, segir Jósef K. í 9.
kafla Málssóknarinnar), og
óvissu, martröð og óljósum, er
áleitnum hugsunum tilfinninga-
næmra mannvera, sem eru ráð-
villtar í vanaþrælkun og tillits-
leysi heimsins. Það, sem Kafka
fæst við að túlka: tilfinningin
um sambandsleysi við raunveru-
leikann og sektarkennd vegna
þessarar þokukenndu vitundar
(martröð Jósefs K. sem er
ákærður fyrir brot á óþekktum
lögum, fyrir óþekktum dómstóli
og er loks drepinn eins og hund-
ur; og örvænting hins K. sem
stefnt hefur verið til kastala,
sem hann getur ekki með nokkru
móti komizt inn í) hefur orðið
aðalviðfangsefni flestra verka,
sem fjalla um hlutskipti nú-
tímamannsins. Ionesco segir svo
í. ritgerð sinni um Kafka „Dans
les armes de la Ville“: Höfuð-
inntak verka Kafkas er lýsing-
in á manninum villtum í völ-
undarhúsi án nokkurs leiðar-
ljóss. Hafi maðurinn ekkert
leiðarljós, er það samt vegna
þess, að hann kýs ekki lengur að
hafa það. Af þessu stafar tilfinn-
ing hans um sekt, óvissu og
fáranleik mannkynssögunnar".
Margir höfundar hafa fyrr og
síðar freistazt til að búa ýmis
verk Kafka til sviðsflutnings, en
árið 1947 gerðu franski rithöf-
undurinn André Gide og leik-
húsmaðurinn Jean-Louis Barr-
ault eins konar leikrit úr Máls-
sókninni. Sýning þessi í Marigny-
leikhúsinu markaði tímamót,
ekki vegna þess að menn kynnt-
ust allt í einu Kafka, heldur hins
að Barrault notaði mjög nýstár-
legar aðferðir í uppfærslu sinni,
sambland af trúðaleik, mímu,
„bull“-skáldskap, draum-bók-
menntum og líkingum. Málssókn
Barraults var undanfari absúrd-
ista nrútímans, enda eru þeir
komnir í beinan karllegg af
Kafka í viðfangsefnum sínum og
lífsviðhorfi, og í vinnuibrögðum
m.a. af vini og læriföður Barr-
aults, Antonin Artaud, spámanni
„leikhúss grimmdarinnar“. Þá
hóf Barrault á þessari sýningu
að nota ýmislegt eftir fyrir-
mynd „þöglu myndanna" (eink-
um Chaplins) eins og Ionesco
o. fl. tóku að gera síðar.
Það, sem Kafka liggur á
hjarta, birtist ekki samandregið
í beinum yfirlýsingum persóna
Málssóknarinnar eða skoðana-
skiptum um ástandið í veröld-
inni, eins og boðskapur margra
annarra merkishöfunda t.d.
Bernhards Shaw. Þótt samtals-
texti Kafka sé uppistaða leik-
ritsins eins og það kemur fyrir
í handriti, er hann einskis virði
án hins seiðmagnaða riglureiðar-
ramma atburðalýsinga Kafkas,
enda er tilgangur Barraults sá,
að sýna þennan ramma á lifandi
og myndrænan hátt. Ef þessi ár-
angur á að nást, verður í fyrsta
lagi að vera fyrir hendi skilning-
ur á verki Kafkas og í öðru lagi
kunnátta, smekkur, hugkvæmni
og hæfir leikarar til að vinna
verkið í ströngum anda þessa
skilnings. Sýningin í Iðnó ber
ekki vott um neitt af þessu og er
ekki einu sinni sæmilega æfð.
Mér er það óskiljanlegt, hvernig
leikhússtjórinn getur fengið af
sér að bjóða upp á þessa sýn-
ingu næst á eftir hinni frábæru
uppfærslu sinni á „Tangó“.
Helgi Skúlason hefur aldrei
sýnt sömu afburðahæfileika í
leikstjórn sem í leik, þótt hann
hafi annars sett á svið nokkrar
snyrtilega og^ fagmannlega unn-
ar sýningar. f þetta sinni virðist
hann ekki hafa annað leiðarljós
í uppsetningu sinni en stikkorð-
ið: Martröð. Það heppnast þó
aldrei fullkomlega að koma
martraðaráhrifunum til skila,
einkum vegna þess að yfirleikn-
ar skopstælingar í flestum hlut-
verkunum missa svo marks, að
persónurnar verða hvorki ógn-
vekjandi, eins og vakti fyrir
Kafka og Barrault í flestum til-
fellum, né fyndnar eins og virð-
ist vaka fyrir leikstjóranum. Og
í því tilfelli sem beint liggur
við að leggja megináherzlu á
hreina fyndni (í vinnstofu
Títorellís) gera takmarkanir
aðalleikendanna atriðið næstum
dapurlegt.
Myndrænt skyn leikstjórans
bregst honum hjns vegar ekki.
Uppstillingar hans og leikmynd
Magnúsar Pálssonar eru listrænt
framlag sýningarinnar. Sviðið í
Iðnó er auðvitað alltof þröngt
fyrir slíka uppfærslu, en leik-
tjaldamálarinn og leikstjórinn
gera margt mjög vel til að draga
úr áhrifum þessa, en hinn síðar-
nefndi gengur að vísu feti of
langt, er hann lætur leikendur
hafa að engu ósýnilegan vegg
herbergis Jósefs K. einkum þeg-
ar þess er gætt að K. hefur tals-
vert fyrir því að krækja fyrir
vegginn gegnt þessum, þótt hann
sé engu sýnilegri.
Barrault lék sjálfur Jósef K.
í uppfærslu verksins árið 1947.
Hann beitti hinu fræga Chapl-
inska afbrigði af þeirri grein
leiklistar, látbragðsleik, sem er
ævaforn, en hefur kannski náð
hámarki sínu í Barrault og
tveim samlöndum hans og sam-
tímamönnum, þeim Etienne
Decroux og Marcel Marceau.
Málssóknin er saga Jósefs K.
eins. Allir atburðir leiksins bein-
ast að honum og augu áhorf-
enda því einnig. Hlutverkið er
burðarás verksins, önnur hlut-
verk hjálparmeðöl.
Ungum leikara, Pétri Einars-
syni, er falið hlutverk K. Pétur
hefur staðið sig vel í öðrum sýn-
ingum á þessum vetri, svo sem
í hlutverki Arnesar í „Fjalla-
Eyvindi" og Edda í „Tangó“, en
K. er honum gersamlega ofviða,
og það hefði forráðamönnum
leikhússins átt að vera ljóst bæði
fyrir og eftir að æfingar hófust.
Það er frágangssök að setja
leikritið á svið án afburðaleik-
ara í hlutverk K. Eins og Barr-
ault hefur „lagt“ hlutverkið, út-
heimtir það t.d. látbragðstækni,
sem er aðeins á örfárra færi.
Leikstjórinn og leikarinn reyna
að vísu að útfæra hlutverkið
Iramatiskt, en það kemur hvorki
Pétri né verkinu í heild. 1
handriti eru gefnar beinar
ráðleggingar um Chaplinskan
látbragðsleik, en þær eru hafðar
að engu af augljósum ástæðum
og hvorki Chaplinskur né annar
látbragðsleikur viðhafður, held-
ur notuð sama forskrift og í
sálmabókinni: Með sínu lagi.
f fáum sýningum upp á síð-
kastið þykir mér hafa komið eins
berlega i ljós, hve hörmulega
slæman tæknilegan undirbún-
ing leikskólarnir hér veita fólki.
Ungir leikarar, sem margir hafa
sjálfsagt talsverða hæfileika frá
náttúrunnar hendi, eru að glíma
við tækniörðugleika í lægstu
undirstöðuatriðum, löngu eftir
að þeir eru útskrifaðir úr leik-
skólunum og farnir að leika mik-
ilvæg hlutverk í atvinnuleikhús-
um. Þarna á ég alls ekki við
Pétur einan. Næstum allir yngri
leikararnir í Málssókninni fara
þannig með texta sinn, að vart
er hægt að tala um framsögn í
því sambandi. Fyrst þarf að losa
fólk við almenna talgalla, síðan
er hægt að reyna að fá fólkið
til að skilja textann og gæða
hann einhverjum bræbrigðum.
Einnig er mjög hvimleitt, er
leikarar hætta í miðri setningu
og byrja á henni aftur, annað
hvort vegna þess að þeim verður
fótaskortur á tungunni eða að
þeir kunna ekki hlutverk sitt,
eins og kom oftar fyrir á þessari
sýningu en ég man dærni til í
seinni tið. Þá skortir mjög á það,
að margir leikaranna geti fram-
kvæmt algengustu hreyfingar,
svo sem að ganga eða klæða sig,
á eðlilegan hátt, — hvað þá að
nota hreyfingar sem tjáningar-
meðal.
Skylt er að geta þess, þótt
sýningin missti í heild marks, að
Helga Bachmann (þvottakona)
og Guðmundur Pálsson (Huld
lögfræðingur) sýndu út af fyrir
sig prýðilegan leik og eru auð-
vitað langt hafin yfir þetta
tæknispjall mitt hér að framan.
Þau gáfu einmitt til kynna með
leik sínum, á hvaða hátt
hefði mátt vinna sviðsetn-
inguna. Þá skilaði Þóra Borg
hlutverki frú Grubach vand-
virknislega. Aftur á móti
var Leni mjög yfirleikinn
af Guðrúnu Ásmundsdóttur, og
Block kaupmaður afburða-
ósmekklega túlkaður af Borgari
Garðarssyni af sömu orsökum.
Bjarni Steingrímssoir lék
rannsóknarfulltrúann þokkalega,
en náði engu valdi á Albert
frænda. Leifur Ivarsson var
einna- versta dæmið um slæman
talanda. Dálítið skár en hann
stóðu sig þeir Sigurður Karls-
son og Kjartan Ragnarsson (m.a.
presturinn í Dómkirkjuatriðinu).
Jóni Aðils varð heldur lítið úr
bráðskemmtilegu hlutverki
sömuleiðis úr hlutverki ungfrú
Biirstner.
Sum leikrit eru þannig, að
hafa má af þeim nokkra ánægju,
þótt sýningar þeirra séu heldur
illa gerðar. Svo er ekki um Máls-
sóknina. Það er því valið af
meira kappi en forsjá fyrir þessa
starfskrafta að spreyta sig á.
Ömólfur Árnason.
Athugasemd:
í grein minni um a'bsúrdista-
leikhús í Morgunblaðinu sl.
sunnudag stóð sú villa, að leik-
ritið „La Putain Respectueuse'*
væri eftir Albert Camus. Rétt er
málsgreinin svona: T.d. Le
Diable et le Bon Dieu“ og „Le
Putain Respectueuse“ eftir
Sartre og „Caligula“ og „Le
Malentendu“ eftir Camus.
Ö. Á.
Helga Bachmann og Pétur Einarsson í hlutverkum sínum.