Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967. Sðgulegur kjarni ■ þó listamaður fjaliaði um efnið Rætt við Marco Scovazzi prófessor í Mílanó MARCO Scovazzi, prófessor í germönskum málum við Há skólana í Mílanó, hefur dvalizt hér á landi undan- farna daga. Var prófessorinn boðinn hingað til lands í sam bandi við ítölsku sýninguna, sem enn stendur yfir og sl. föstudag flutti hann fyrirlest- ur í Háskóla íslands um ítölsk og íslenzk menningar- samskipti. Prófessor Scovazzi hefur fyrr komið hingað til lands, haustið 1956 dvaldist hann hér um hríð í boði Há- skóla íslands og flutti fyrir- lestra. Hann hefur einnig rit- að mikið um fornnorræn og forníslenzk fræði og í þeim ritum fjallað um Landnáma- bók og einstakar íslendinga- sögur. Blaðmaður Mbl. hitti prófessor Scavazzi að máli fyrir helgina og átti við hann samtal. Barst talið fyrst að fyrirlestri hans í Háskólan- um: — Fyrirlestur minn fjallaði um menningarsamskipti ís- lands og Ítalíu, og ég verð að játa, að það var dálítið erfitt fyrir mig að finna tengi liði í menningu þessara tveggja landa. En er ég fór að vinna að þessu rifjaðisl brátt upp fyrir mér, að eitt sinn hafði ég verið að lesa Alfræði íslenzk og þar rek- izt á frásagnir Nikulásar munks frá Þverá, sem segir frá ítalíuför sem hann fór um 1150. Nikuls skýrir nákvæm- lega frá ferð sinni eftir að hann kemur suður fyrir Alpa fjöll. Hann hefur fyrst farið til Siena, sem um þessar mundir var mikil peninga- og viðskiptamiðstöð. Þaðan fór Nikulás síðan alla leið til Sikileyjar. Það er mjög at- hyglisvert að lesa þessa' frá- sögn Nikulásar og ýmislegt kemur þar fram, sem annars væri gleymt um aldur. Hann segir t.d. frá því á einum stað, að skammt frá borg- inni Ileni sé ormagarðurinn, sem Gunnari var kastað i forðum. Engar sagnir hafa varðveizt á ftalíu um þennan garð, svo að þarna hefur ítölsk arfsögn varðveizt í ís- lenzku riti eingöngu. Þá er einnig athyglisvert að sjá hvernig Nikulás lýsir því, sem fyrir augu bar, Siena segir hann að sé fögur borg með glæsilegum kirkjum og hon- um hefur þótt mikið til þess koma, er fyrir augu bar i Róm. Á Sikiley lýsir hann eldfjöllum og heitum upp- sprettum, sem hann segir að svipi til þess, sem sé á ís- landi. Loks fer Nikulás nokkr um orðum um konurnar á ftalíu, sem hann segir að séu fegurstu konur í heimi. Ég gerði svo aftur saman- burð á þessari frásögn Niku- lásar og frásögn Halldórs Lax ness i Skáldatíma, en þar lýs- ir hann dvöl sinni á Ítalíu er Vefarinn frá Kasmír var i smíðum. Laxness var einnig á Sikiley og hann lýsir því vel hve hjartanlegrar um- hyggju hann naut þar. Þeg- ar hann þurfti að bíða í sex mánuði eftir peningasendingu að heiman átti hann hvar- vetna vinum að mæta, sem gerðu honum kleift að fleyta sér yfir þetta tímabil, eins og mönnum hér mun í fersku minni. ítalir hafa hins vegar ekki skrifað mikið um ísland. Þó hefur einn ftalí, Giacomo Leopardi, ritað samtalsþátt, þar sem fslendingur ræðir við náttúruna sem er harð- brjósta og miskunnarlaus. í þessu riti Leopardis er ís- lands í fyrsta skipti getið á ftalíu. En þetta átti eftir að breytast og á síðustu fjöru- tíu árum hefur áhugi á is- lenzkri menningu aukizt mik ið á ítalíu. Sæmundar-Edda var þýdd á ítölsku árið 1951 og nokkrar af íslendingasög- unum hafa einnig verið þýdd ar. Við erum því á góðri leið með að tileinka okkur þau menningarverðmæti, sem ís- land hefur að bjóða, en hér á íslandi hefur verið lagður grundvöllur að miklum menn ingarverðmætum. — Mig langar til að spyrja um yðar eigin rit um islenzk efni. Þér hafið ritað um Hrafnkels-sögu, þér vilduð ef til vill segja i örfáum orðum um tildrög þeirrar rannsókn- ar og helztu niðurstöður. — Ástæðan til þess að ég fór að rannsaka Hrafnkels sögu, var sú, að ég hafði les- ið ritgerð Sigurðar Nordals, Hrafnkötlu, en seinna las ég svo söguna sjálfa. Umræð- urnar um bókfestukenning- una leituðu á hugann, og ég fór að rannsaka þetta. Ég held, að Sigurður Nordal, og þó einkum Walter Bæetke, hafi ekki gert sér rétta grein fyrir þessu vandamáli. Þeir hafa gert of lítið úr gildi arf- sagnanna. Maður verður að vera dálítið íhaldssamur í þessum efnum. Það er alltaf um að ræða sögulegan kjarna, enda þótt listamaður hafi fjallað um efnið. En það er ékki heldur rétt, sem Andreas Heusler heldur fram, að sög- urnar hafi mótazt í munn- legri meðferð og varðveizt síðan lítið sem ekkert breytt- ar unz þær voru ritaðar nið- ur. Þessu fer auðvitað víðs fjarri. En þar fyrir má maður ekki vera svo róttækur að segja að þetta sé allt verk höfundarins. Og ef við leggjum fyrir okk ur þá spurningu, hvers vegna höfunda íslendingasagna sé ekki getið, verður svar mitt á þá leið, að það stafi af því að þeir hafi fremur verið ritstjórar en höfundar. Ef það væri rétt, sem Bæetke held- ur fram hefðu verið tíu af- burðaritlhöfundar á fslandi á 13. öld, sem allir eru óþekkt- ir. Það væri dálítið undar- legt ef við þekktum ekki nafn neins þessara manna, ef þeir hefðu verið eins mikil stór- skáld og Bæetke gefur í skyn. Nei, hér verður að fara gæti- lega og má ekki leggja of mikla áherzlu á hugmynda- flugið. Það er ekki nóg að segja, að það haf verið til höfundur með mikið hug- myndaflug. Þetta finnst mér of langt gengið, en hitt er annað mál, að samkvæmt mín um skilningi hafa höfundar sagnanna aukið og bætt við þær afsagnir, sem þeir unnu úr. Og til þes að rannsaka sög urnar eins og unnt er, verð- ur að greina á milli þess, sem fylgt hefur sögunni frá upp- hafi og hins, sem fellt hefur verið inn í hana síðar. Ef vel tekst til getur maður ef til vill með ýtarlegri rann- sókn fundið, hvað er uppruni og hvað er viðbót frá samtíð höfundar. Hér hefur Einar Ól. Sveinsson tekið skynsam- lega afstöðu og gert sér rétta grein fyrir vandamálinu eins og það er, en hann er miklu gætnari en Sigurður Nordal og Walter Bæetke. — Hafið þér rannskað fleiri sögur en Hrafnkels sögu með sérstöku tilliti til skáldskapar og arfsagna? — Ég er að vinna við Kjal nesingasögu, en hún hefur af mörgum fræðimönnum verið talin skáldskapur að miklu leyti. En mín niðurstaða er sú, að einnig hér séu réttar arfsagnir blandaðar skáld- skaparefninu og þannig hygg ég t.d. að þrír til fjórir fyrstu kaflarnir geymi nokkuð af trúverðugu efni. Þetta efni hefur mikið gildi fyrir sögu- legar og trúarlegar rannsókn ir, ef hægt er að gera ráð fyrir að það hafi umtalsvert heimildargildi. — Þá hef ég einnig ritað um Landnámu fjrrir nokkrum árum, II diritto islandese vella Landnámsbók, sem kom út í Mílanó 1961. Ég reyndi að gera mér grein fyrir því rétt arsamfélagi, sem myndað var á íslandi, en samkvæmt nið- urstöðum mínum. koma ýmis eldri atriði fram í íslenzka þjóðfélaginu heldur en í því norska. íslenzku landnáms- mennirnir virðast hafa lagt kapp á það, þegar þeir stofn uðu nýja ríkið að viðhalda gömlum norskum og ger- mönskum erfðum. Á þetta við um ýmis atriði persónu- stéttar, t.d. með tilliti til hjú- skapar. Þar eru tekin upp ým is ákvæði, sem ekki voru lengur í gildi í Noregi. fslend- ingar vildu í senn stofna nýtt ríki og viðhalda gömlum hefð um. í sEimbandi við þessar Landnámurannsóknir hafði ég um eitt skeið samband við Ólaf Lárusson, prófessor, og naut leiðsagnar hans í mörg- um atriðum. — Þér hafið ritað um eið- stafinn forna, svá hjálpi mér Freyr ok Njörðr ok inn al- máttki ás og þar komizt að niðurstöðum, sem eru nokk- uð frábrugðnar niðurstöðum flestra annara fræðimanna. Viljið þér gera svo vel að skýra frá þeim niðurstöðum í fáum orðum: — Samkvæmt mínum nið- urstöðum er „almáttki áss“ Týr, en margir hafa viljað túlka eiðstafinn þannig, að ,þar sé átt við Þór eða óðin Rökfærsla mín er í stuttu máli á þessa leið: Týr er að flestra dómi yngri mynd af Tiwaz, sem hefur verið talið merkja sama og deus á latínu. día á fornírsku og deva á sanskrit, en er aftur sama og tívar, guðir. Týr merkir því sama og „goð“ eða „guð“ og hefur verið notað um himin- guð Forn-Germana. f Ger- maniu Tacítusar segir frá því í 39. kapitula. að Semónar í Þýzkalandi dýrki frá fornu fari himinguð í heilögum lundi. Dýrkendur guðsins ganga í þennan lund fjötr- aðir og ef þeir falla, mega þeir ekki rísa á fætur, heldur verða að velta sér út úr lund inum. Sá guð, sem þarna var dýrkaður, regnator omnium deus, tel ég að hafi verið Tiwaz, sem verður svo Týr. Prókopios talar einnig um mikinn guð, sem Skandinavar dýrki, sem öllu ráði á himni og jörðu. Það held ég líka að hafi verið sami guðinn. Get- ur verið, að hann hafi verið svo helgur í augum þeirra, sem dýrkuðu hann, að þeir hafi ekki mátt nefna nafnið og því hafi hann verið nefnd ur „almáttki áss“. — Hvað vilduð þér að lok um segja um menningarsam- skipti fslands og ftalíu? — Ég hef haft mikla á- nægju af að koma hingað til íslands bæði að þessu sinni og eins þegar ég var hér i fyrra skiptið. Hér hef ég eignazt marga góða vini, Ár- mann Snævarr, háskólarekt- or, Einar Ól. Sveinsson, sem er minn mikli meistari, Bjarna Guðnason og fl. En mitt hjartans áhugamál er að fá íslenzkan sendikennara til Mílanó. Þar eru nú danskur sendikennari og norsikur, en sænskur maður væntanlegur á næstunni. fslenzki sendi- kennarinn þyrfti að geta kennt siðari tíma bókmennt- ir íslendinga frá Jónasi Hall- grímssyni til Laxness. Þar er mikill fjársjóður, sem við höf um ekki enn kynnst á ftalíu. Við lesum hins vegar dálítið i fornsögunum. Að undan- förnu hef ég t.d. verið að fara yfir Hænsna- Þóris sögu. j.h.a. Prófessor Marco Scavazzi og trú. \ — Áætlunin Framh. af bls. 17 á íslenzku. f henni er nákvæm lýsing á öllum aðstæðum á Vestfjörðum á sviði atvinnu- mála, menningarmála o. sv. mála, menningarmála og s. frv. Eru þar gerðar tillögur og ábendingar um víðtækar framkvæmdir á fjölmörgum sviðum. Hér er með öðrum orðum um að ræða ramma- áætlun um alhliða uppbygg- ingu á Vestfjarðarsvæðinu. Þá liggur einnig fyrir, eins og áður er sagt, skýrsla um Húnaflóasvæðið, sem felur í sér drög að Norðurlandsáætl- un, þar á meðal um ýmis- legar aðgerðir í atvinnu- og félagsmálum í Strandasýslu. í þessu sambandi má geta þess, að hinn 18. apríl s.l. flutti ég tillögu um það í stjórn At- vinnujöfnunarsjóðs, að lokið yrði í sumar fullnaðarfram- kvæmdaáætlun um atvinnulífs- uppbyggingu á Vestfjörðum. Var þeirri tillögu vel tekið og gert ráð fyrir að hún komi til fram- kvæmda innan skamms. Kemur úr hörðustu átt Þetta er þá sannleikurinn um þessi mál. Geta menn svo borið þær staðreyndir, sem hér hafa verið raktar saman við fullyrð- ingar og sleggjudóma stjórnar- andstöðunnar um Vestfjarða- áætlun. Er nánast óskiljanleg sú andúð, sem komið hefur fram gagnvart þessari merku byggða- áætlun af hálfu einstakra þing- manna úr stjórnarandstöðulið- inu. Má segja að það komi úr hörðustu átt, þegar jafnvel Vest- fjarðaþingmenn ganga fram fyrir skjöldu með rangfærslur og sleggjudóma um þessi þýð- ingarmiklu mál. Ástæða þess getur naumast verið önnur en sú, að þeir öfundi ríkisstjórnina og stjórnarstuðningsmenn á Vestfjörðum af þeirri forustu, sem þeir hafa haft um þetta nýmæli. Ekki er sú afstaða stórmannleg. En kjarni málsins er sá, að nokkur hluti Vestfjarðaáætl- unarinnar, það er að segja, samgöngumálaþátturinn, er kominn í framkvæmd eða verður lokið á næstu tveimur til þremur árum. Ramma- áætlun iiggur fyrir um við- tækari framkvæmdaáætlun. Fullnaðaráætlun á grundvelli hennar er væntanleg inn- an skamms. Ber að sjálf- sögðu brýna nauðsyn til að hraða gerð þeirrar áætlunar. Mun það verða gert eftir því sem frekast er kostur á, vestfirskum byggð- um og fólki til gagns en nöld urskjóðunum í Framsókn og Alþýðubandalagi til hreil- ingar og ergelsis. Sigurður Bjarnason frá Vigur. 4ra herbergja íbúð til leigu. Uppl. ekki í síma. Eiríkur KetiEsson Vatnsstíg 3. Tómar glerkistur til sölu ódýrt GLERSLÍPUN & SPEGLAGERÐ H.F. Klapparstíg 16 ( innkeyrsla frá Smiðju- stíg).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.