Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ». MAÍ 1967.
m
>
Engin ný meðierð á
lcffabbanseinssjúhlsng
um fi Aberdeen
FYRIR nokkru birtist hér í blað-
inn grein um krabbameinsrann-
sóknir við Royal Infirmary í
Aberdeen og vakti hún mikla
athyglL Greinin var eins og
skýrt var frá hér í bLaðinu úr
News og bhe World, sem er út-
breiddasta blað í heimi. íslenzk-
ur læknir hefur skrifað út til
sjúkrahússins fyrir Morgunblað-
ið og spurzt fyrir um rannsókn-
ir þessar og hvort sjúkrahúsið
hefði tekið upp nýja meðferð á
krabbaimeinssjúklingum. — Af
svarbréfi stofnunarinnar kemur
IVfálm- og skípa
smiðir gera
verkfall i dag
FIMM félög innan Málm- og
skipasmíðasambandsins gera
verkfall i dag og næstkomandi
fimmtndag. Stendur verkfallið í
einn sólarhring í hvort skipti.
Félögin, sem gera verkföllin,
eru Félag járniðnaðarmanna,
Félag bifvéiavirkja, Félag blikk
smiða, Sveinafélag skipasmiða,
Sveinafélag járniðnaðarmanna,
Akureyri, og Járniðnaðarmanna
félag Árnessýslu, Selfossi.
Félögin gerðu einnig verkfall
þann 25. og þann 2f7. april síðast-
liðinn.
í ljós, að rannsóknirnar eru á
algeru frumstigi og allt of
snemmt að segja fýrir um til
hvers þær muni leiða og auk
þess kemur fram, að sjúkrahúsið
hefur ekki tekið upp neina nýja
meðferð á krabbameinssjúkling-
um. Til að koma í veg fyrir frek-
ari misskilning í jafn viðkvæmu
máii og þessu þykir Morgun-
blaðinu rétt að birta bréfið frá
Royal Infirmary í heild sinni.
í>að hljóðar svo:
„Blaðafréttin, sem birtist ný-
lega, var því miður algerlega
villandi og ónákvæm og það er
enginn grundvöllur fyrir þeirri
fullyrðingu að rannsóknimir
kunni að leiða til byitingar í
meðferð krabbameins.
Ritari sjúkrahúsráðsins Kefur
nú gefið út eftirfarandi tilkynn-
ingu til blaðanna:
„Vegna ótímabærra frétta í
sunnudagsblaði um ákveðnor
krabbameinsrannsóknir í Aber-
deen hefur fólk fengið villandi
hugmyndir um, að þar sé nú
unnt að fá læknismeðferð fyrir
þá sem þjást af sjúkdómi þess-
um. Þetta hefur því miður leitt
til þess, að hópur fólks hefur
óskað eftir því að leggjast inn
i Royal Infirmary sjúkrahúsið.
Það er ekki unnt að leggja of
ríka áherzLu á, að ekki er unnt
að veita nýja læknismeðferð,
þar sem rannsóknirnar, s«n
minnzt hefur verið á, eru á al-
gjöru frumstigi."
Ánægjulegur iundur Sjállstæðis-
félugsins í Súðuvík
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Súðavík
ur boðaði til almenns stjórnmála
fundar í Súðavik sl. sunnudag.
Hófst hann kl. 3 e.h. Kristján
Sveinbjörnsson, formaður félags
ins, setti fundinn og stjórnaði
honum.
Síðan flutti Matthías Bjarna-
son, alþm., framsöguræðu. þar
sem hann ræddi félagsmál og
stjórnmáiaviðhorfið. Var ræðu
hans ágætlega tekið.
Miklar umræður urðu & fund-
inum og tóku þessir til máls:
Bjarni Guðnason .sjómaður,
Halldór Magnússon, oddviti og
Kristján Sveinbjörnsson, vél-
stjóri.
Að lokum svaraði Matthias
Bjarnason ýmsum fyrirspurnum,
sem fram höfðu komið.
Fundurinn var vel sóttur og
fór í öllu hið bezta fram.
Hvað ætlar Fram-
sókn að gera?
— spurði Framsóknarbóndi í Helga-
fellssveit, en Eysteinn jbagði
ÞAÐ bar til tíðinda á fundl,
sem Framsóknarmenn efndu
til í Stykkishólmi sl. laugar-
dag, að Björn Jónsson, bóndi
að Kóngsbakka i Helgafells-
sveit, stóð npp og spurði Ey-
stein Jónsson, formann Fram-
sóknarflokksins, hvað hann
(þ.e. Björn) ætti að segja
væntanlegum kjósendum þeg
ar hann kæmi heim, að Fram
sóknarflokkurinn mundi gera,
ef hann kæmist í valdaað-
stöðu. Hann kvaðst sjálfur
vera Framsóknarmaður, en
flokksforustan yrði að segja
til um það, hvað hún ætlað-
ist fyrir að afloknum kosning
um, ef til íiennar kasta kæmi
að taka þátt í stjórnarmynd-
un. Eysteinn Jónsson svaraði
þessari fyrirspurn engu, en
Halldór E. Sigurðsson lýsti
þvi yfir, að Framóknarflokk-
urinn mundl stjórna alveg
eins og hann hefði stjórnað
áður! og stefnuna þekktu all-
ir!
Fnnd þennar sóttu sex
efstu menn á framboðslista
Framsóknarflokksins í Vest-
urlandskjördæml, svo og Ey-
steinn Jónsson, formaður
flokksins og gerðist ekkert
markvert á fundinum framan
af, nema ræður forsprakk-
anna háru þess merki ,að þeir
komu hvergi auga á þá vel-
megnn, sem með þjóðinni rík-
ir. Hins vegar vakti það
mikla athygli á fundinum,
þegar Björn Jónsson beindi
fyrrnefndri fyrirspurn til
Framsóknarforustunnar og
ekki siður vakti það athygli,
að Eysteinn Jónsson sá sér
ekki fært að svara fyrirspurn
inni, en Halldór E. Sigurðs-
son lýsti því yfir, að Fram-
sókn mundi stjórna eins og
alltaf áðnr! Það kom hins veg
ar ekki beint fram hjá Hall-
dóri, hvort hún mundi held-
ur stjórna eins og hún gerði
á kreppuárunum 1934—1939,
eða á hörmungartímum
vinstri stjórnarlnnar 1956—
1958. En það gildir víst einu.
IðnþróuiB
rœdd á Akureyri
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Ak-
ureyri efna til almenns fundar
á Akureyri n.k. miðvikudags-
kvöld, 10. maí i Sjálfstæðishús-
inu og hefst fundurinn kl. 20.30.
Jóhann Hafstein, iðnaðarmála
VesUíarðaltjördæmi
AÐALKOSNIN G ASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum er að Uppsölum, ísafirði, sími 323. Skrifstof-
an veitir allar upplýsingar í sambandi við utankjörstaða-
atkvæðagreiðslu og annað er að kosningunum lýtur.
VESTFIRÐINGAR
Hafið samband við kosningaskrifstofuna. Þeir, sem verða
fjarstaddir á kjördegi, eru beðnir að kjósa í tæka tíð, strax
og það er leyfilegt, og senda atkvæði sin.
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN A VESTFJÖRÐUM
ó Íslandi
ráðherra, maétir á fundinum og
flytur ræðu um Iðnþróun á ís-
landL
öllum er heimill aðgangur og
eru Akureyringar hvattir til þess
að fjölmenna á fundinn ekki sízt
þeir sem við iðnað og iðju
starfa.
- ENNÞÁ ÁTÖK
Framhald af bls. 1.
ingar Maos handtóku nokkra for
ystumenn Rauðu varðliðanna
þar, — og 2.500 varðliðar hafi
farið í hungurverkfall til að mót
mæla handtökunum. 1 sömu
frétt segir, að tvö hundruð Mao-
sinnar og varðliðar hafi drukkn-
að er bátur, hlaðinn andstæðing
um Maos, sökkti ferju þeirra á
' Jangtze-fljótL
Ráðstefnan um vinnslu
sjávarafurða hófst í gœr
RÁÐSTEFNA um vlnnslu sjávar I umræður að fyrirlestrinum lokn
afurða var sett kl. 9:15 í gær-
morgun í Súlnasal Hótel Sögu,
en ráðstefnan er haldin á veg-
um Verkfræðingafélags Islands.
Mun hún standa í þrjá daga og
veriða þar fluttir fjölmargir
fyrirlestrar og umræður fara
fram.
Ráðstefnan var opnuð af dr.
Þórði Þorbarnarsyni, sem flutti
ávarp, en hann er jafnframt
fundarstjóri. Að þvi búnu var
fyrsti fyrirlesturinn fluttur af
Jóni Jónssyni, fiskifræðingi, og
netfndist hann: „Helztu fiskistofn
ar á fslandsmiðum og áhrií veið
anna á þá“. Jónaz Haralz, hag-
fræðingur, flutti fyrirlesturinn
,,Staða sjávarútvegsins 1 is-
lenzku efnahagslífi." Guðlaugur
Hannesson, gerlafræðingur,
flutti fyrirlesturinn „Hreinlæti í
freðfiskframleiðslu" og því næst
fóru fram umræður.
Þá flutti Haraldur Ásgeirsson,
verkfræðingur, fyrirlesturinn
„Um síldarflutninga" og Hjalti
Einarsson, verkfræðingur, fyrir-
lesturinn „Geymsla og meðferð
á hráefni fiskiiðnaðarins" og að
því búnu fóru fram umhræður
fram til kl. 12, en þá var fyrir-
lesturinn „Geymsla og meðferð
á hráefni fiskiðnaðarins" og að
þvi búnu fóru fram umræður
til kl. 12:00, en þá var há-
degisverður að Hótel Sögu.
Kl. 2 siðdegis flutti Mr. Lave-
ty fyrirlestur eftir Dr. R.M. Love,
sem gat ekki mætt á ráðstefn-
unni. Þeir Lavety og Love eru
samstarfsmenn. Fyrirlesturinn
nefndist „Changes in frozen fish
during storage" og fóru fram
SJÁLFSTÆÐISMENN í Vestur-
landskjördæmi efna til kjósenda
fundar í Félagsheimili Templara
á Akranesi n.k. miðvikudag 10.
maí og hefst fundurinn kl. 20.30.
Bjarni Benediktsson, forsætis-
ráðherra, flytur ræðu á fundin-
um, en auk hans tala þrír efstu
menn á framboðslista Sjálfstæð-
Því næst flutti Begtrup Han-
sen fyrirlestur eftir samstarfs-
mann sinn dr. Ettrup Peter-
sen, sem ekki gat heldur mætt
til ráðstetfnunnar. Fyrirlestur
hans nefnist „Achievements of
the freezedrying industry". Um
ræður fóru fram á eftir og einnig
á eftir öðrum fyrirlestrum í
gær.
f gær fluttu Helgi G .Þórðar-
son, verkfræðingur, og Ólafur
Gunnarsson, verkfræðingur,
fyrirlesturinn „Hagræðing I
vinnslu sjávarafurða-kaupauka-
kerfi", Sigurður B. Haraldsson,
verkfræðingur, fyrirlesturinn
„Frysting um borð í fiskiskipum"
og dr. Sigurður H. Pétursson,
gerlafræðingur, fyrirlesturinn
„Niðursuða og niðurlagning".
Ráðstefnunni veður haldið
áfram í dag.
Kl. 9:15 flytur Loftur Lotfts-
son, verkfræðingur, erindi um
saltfiskiðnað íslendinga, Sigurð-
ur B. Haraldsson, verkfræðing-
ur, um skreiðarverkun, Jóhann
Guðmundsson, efnaverkfræðing-
ur, um síldarsöltun og Vilhjálm-
SJ ÁLFSTÆÐISFÉLÖ GIN á
Snæfellsnesi héldu almennan
stjórnmálafund í samkomuhús-
inu í Stykkishólmi sl. sunnudag.
Framsöguræður 4 fundinum
isflokksins í Vesturlandskjör-
dæmi, þeir Jón Árnason, alþm.,
Friðjón Þórðarson, sýslumaður,
og Ásgeir Pétursson sýslumaður.
Kjósendur í Vesturlandskjör-
dæmi og þá sérstaklega Akranesi
og nágrenni eru hvattir tii þess
að fjölmenna.
ur Guðmundsson, verkfræðing-
ur, um þróun fiskimjöls- og bol-
lýsistframleiðslunnar. KL 14:00
ræðir dr. Þórður Þorbjarnarson
um þorskalýsi og þorskalifrar-
bræðslu, Páll Ólafsson verktfræð
ingur um hreinsun og herzlu
og Geir Arnesen, verktfræðing-
ur, um nýtingu lýsis. Kl. 16:00
tala Geir Arnesen, verkfræðing-
ur og Hjalti Einarsson, verkfræð
ingur, um nýtingu á slógi, dr.
Þórður Þorbjarnarson flytur er-
indi um loðnu, sandsíli og spær-
ling sem bræðsluhráefni og Þór-
oddur Th. Sigurðsson, verk-
fræðingur, um bestun í sildar-
iðnaði og síldveiðum.
Lík finnst
SKIPVERJAR á v.b. Jökli frá
Reykjavík, tilkynntu til lög-
reglunnar I Reykjavfk aðfara-
nótt mánudags, að þeir hefðu
fundið mikið skaddað lík af
karlmanni á reki 1 sjónum út
af Hafnarbjargi. Ekki hefur enn
tekizt að upplýsa um hvaða
mann er hér að ræða.
fluttu Jóhann Hafstein, dóms-
málaráðherra, Jón Árnason, al-
þm., Friðjón Þórðarson, sýslum.
og Ásgeir Pétursson, sýslum.
Mikið fjölmenni var á fundin-
um og var samkomuhúsið full-
setið.
Að loknum framsöguræðunum
tóku til máls Höskuldur Páls-
son, Stykkishólmi, Halldór Finns
son, oddviti, Grafarnesi og Guð-
mundur Guðjónsson, Saurum,
Helgafellssveit.
Fundur þessi var í alla staði
hinn ánægjulegasti og ríkti mik-
ill einhugur fundarmanna um að
efla fylgi Sjálfstæðisflokksins 1
komandi kosningum.
Leiðrétting
í GREIN í aukablaði Morgun-
blaðsins sl. sunnudag um Húna-
vöku á Blönduósi misritaðist
nafn greinarhöfundar, er var frú
Hulda Á. Stefánsdóttir, skóla-
stjóri Kvennaskólans á Blöndu-
ósL Undir greininni áttu að
standa upphafsstafir hennar,
H.Á.S. Er höfundur greinarinn-
ar hér með beðinn afsökunar á
þessum mistökum.
Kiósendaffundur
á Akranesi
Clæssleffur tundur
á Sn ælellsn esi