Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967. \
21
rÁttrœð í dag:
Vilborg Jónsdóttir
frá Hlemmiskeiði
f GÖMLUM þjóðsögum er sagt
frá merkilegum kjörgripum, sem
eru kölluð fjöregg. Eigendur
þeirra gátu geymt þau þar, sem
enginn náði til þeirra, og síðan
verið sjálfir í alls konar hættum
og háska, ef til vill orðið sárir
og illa leiknir, en þeir lifðu alltaf
góðu lífi, meðan fjöreggið var
heilt á sínum stað. Það eru mik-
il sannindi í þessari hugmynd
eins og mörgu öðru í þjóðsög-
unum. Það er til fólk, sem á sér
sína dýrmætustu fjársjóði, hvort
sem það er nú trú, von eða ást
eða eitthvað annað; geymt í
heimi fyrir ofan storma og hríð-
ar, þar sem ekkert getur grand-
að þeirn. Eigendur slíkra fjár-
sjóða eru alltaf lifandi mann-
eskjur, þó að margt geti orðið
þeim erfitt. Einn þeirra fágætu
eigenda slíkra fjársjóða er frú
Vilborg Jónsdóttir frá Hlemmi-
skeiði. í dag sendir sóHn geisla
sína henni áttræðri til heiðurs.
Saga frú Vilborgar er saga
lifandi verka, eldmóðs og áhuga,
þreks og reglusemi, umhyggju
og ábyrgðar. Frá barnsaldri hef-
ur hún unnið hörðum höndum
og heilum vilja, stefnt sleitu-
laust að hinu hæsta í lífsheim-
speki sinni, sem þrungin er
sterkri tilfinningu fyrir hinu
fagra, sanna og góða. Hún er
vitur kona, skörungur í skap-
lyndi og framkvæmdum og hef-
ur hvorki vikizt undan örðug-
leikum né látið skilningsleysi og
andblástur sveigja sig frá hin-
um þyngstu kröfum. Fyrir því
getur hún i dag notið þeirrar
hamingju að horfa til baka yfir
óvenjulega svipmikinn og per-
sónulegan lífsferU.
Sína mestu gæfu telur frú Vil-
borg hafa verið, er hún valdi
sér lífsförunaut, Þorgeir Þor-
steinsson frá Reykjum. Fjölþætt
ir hæfileikar þeir-ra hjóna, sam-
tvinnaðir gáfum þeirra beggja
og staðfestu, gerðu lífsstarf og
heimili þeirra minnisstætt öll-
um er því kynntust. Fagrar list-
ir og bókmenntir voru iðkaðar
og í hávegum hafðar á Hlemmi-
skeiði og eftir lát eiginmanns
síns hefur sá andi menningar og
manngöfgi fylgt frú Vilborgu og
heimili hennar, sem hún hefur
búið sér í Reykjavík.
Jafnframt hlutverki sínu sem
eiginkona, átta barna móðir og
húsfreyja á stóru heimili, stund
aði frú Vilborg kennslustörf.
Sex af börnum þeirra Þor-
geirs fetuðu í fótspor móður
sinnar og gerðust kennarar, og
má af því marka, hve hugstætt
kennslu- og uppeldisstarfið er
henni.
Frú Vilborg býr yfir óvenju-
legri bjartsýni og óbilandi trú
á það, sem bezt er og göfugast í
þessu lífi; að veita öðrum ljós
og Mð. Hún á þá gleði, sem er
friður, aldrei annað, friður í
hugsun, friður í hjarta, friður
samvizku og sálar við Guð. Það
er hennar fjöregg, sem ekkert
fær grandað.
Lífið í grósku sinni og gleði
hlær við hækkandi sól, sem
varpar geislum sínum inn um
gluggann. Stofan angar af mild-
um blómailmi; friðsæld og feg-
urð hvílir yfir öllu. Tignarleg
og fíngerð situr frú Vil'borg og
leikur á orgelið sitt. Fuglarnir
hafa búið sér hreiður i garðin-
um hennar og krókusar gægjast
upp úr moldinni. Litlu barna-
börnin hennar hrjúfra sig bros-
andi upp að hennL í hennar ná-
vist er allt þrungið lífi og gleði
T.
í smíðum — 4ra herb.
Höfum til sölu 4ra herb. íbúðarhæðir
(110 fm.) við Hraunbæ. Seljast tilbúnar
undir tréverk og málningu. Teikningar
og nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Skíp og fasteigniftsalðn
Kirkjuhvoli.
ROLLS-ROYCE
Gariar Cislason hf.
Hverfisgötu 4 og 6.
hvers vegna
PARKET
*
Meðal annors af eftírtöldum óstæðum: 1) Verðið er
hagstætt 2) Áferðin er falleg 3) Þrif afar auðveld
4) Fer vel með fætur.
Parket mó negla ó grínd, líma eða „leggja fljótandi"
á pappa.
Höfum fyrlrliggjandl parket úr beykr,eik og álml.
(R-EGILL ÁRNASON
SLIPPFÉLAGSHÚSINU SÍMI 1431,0
VORUAFGREIÐSLAjSKEIFAN 3 SIMI38870
íbúð til sölu
Til sölu er 3ja herb. íbúð á efri hæð við Hrísateig.
Teppi, tvöfalt gler, sérhitaveita. Ræktuð lóð.
Verð 700.000. — útborgun 350—400 þús. Laus strax.
Sími 33118.
Sjómenn
Vélstjóra, stýrimann eða vanan neta-
mann vantar nú þegar á togbát, sem
gerður er út frá Þorlákshöfn.
Upplýsingar í síma 99 1459.
Nauðungaruppboð
Samkvæmt kröfu Jóhanns Ragnarssonar hdl.
Reykjavík, og að undangengnu fjárnámi hinn 3.
nóv. ’66 verður Steinbeck gaffal-lyftari, eign
Norðurvarar h.f. Þorlákshöfn, boðinn upp og seld-
ur á opinberu uppboði sem haldið verður í fiskhúsi
hlutafélagsins í Þorlákshöfn miðvikud. 17. maí ’67
kl. 2 e.h. Uppboðið fer fram til lúkningar fjár-
námskröfu að fjárhæð kr. 51.810.— ásamt vöxt-
um og kostnaði.
Sýslumaðurinn í Árnessýslu.
/C
-ARROW-
SKYRTUR
eru frægar fyrir
falleg efni, fram
úrskarandi gott
snið og vandað
asta frágang
sem þekkist.
—ARROW—
skapar
skyrtutízkuna
ÚTSÖLUSTAÐIR í Reykjavík:
HERRAHÚSID
Aðalstræti.
E. JACOBSEN
Austurstræti.