Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967.
Lárus Hinriksson
bóndi — Minning
Lárus Hinriksson var fædd-
ur að Orrastöðum á Ásum í
Húnaþingi 18. dag maímánaðar
árið 1888 og andaðist 20. marz
sL Foreldrar hans voru hjónin
Sólveig Eysteinsdóttir og Hin-
rik Magnússon, smiður og bóndi.
Árið 1904 fór Lárus í bænda-
skólann á Hólum og lauk það-
an prófi vorið 1906, en dvald-
ist sumarið eftir í Gróðrastöð
Akureyrar og vann þar undir
stjórn hins ágæta búnaðarfröm
uðar Sigurðar Sigurðssonar, síð
ar býnaðarmálastjóra. Þessa
sumars var Lárusi jafnan ljúft
t
Dr Jón Dúason
andaðist á Vífilsstöðum 5.
þessa mánaðar.
Vandamenn.
t
Frænka mín
María Sigurjónsdóttir
Urðarstíg 9,
lézt laugardaginn 6. maí í
Borgarsjúkrahúsinu.
Fyrir hönd ættingja.
Sigurlaug Vigfúsdóttir.
t
Faðir minn
Björn Gíslason
andaðist að Hrafnistu sunnu-
daginn 7. þ.m. Jarðarförin
ákveðin síðar.
Gunnlaugur Scheving.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og
afi
Gísli SigurSsson
járnsmiður,
Aðalgötu 5, Keflavík,
verður jarðsunginn frá Kefla-
víkurkirkju fknmtudaginn 11.
maí og hefst kl. 2 e.h.
Bílferð verður fic B.S.f. kl.
12,45.
Börn, tengdabörn
Og barnabörn.
t
Útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa
Hannesar Júlíussonar
skósmiðs, Laugalæk 1,
fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 10. maí kl.
13,30 e.h.
Börn, tengdabörn, barna-
börn og barnabarnabörn
að minnast, bæði kynna sinna
við Sigurð og starfsins við að
planta og rótfesta hinn verð-
andi skóg, sem nú skýlir og
skreytir höfuðstað norðurlands.
Að lokinni sumardvöl sinni í
Gróðrastöð Akureyrar fór Lár-
us heim til foreldrá sinna og
vann að mestu á búi þeirra
næstu sex árin, eða þar til hann
kaupir Kurf, sem er smájörð
með samliggjandi tún við Ör-
lygsstaði og þar var hann ein-
búi úr því, eða í fjörutíu og
sex ár. Hann rak þar smábú til
ársins 1947 að fjárskipti urðu.
þá tók hann ekki kindur aftur
og var skepnulaus eftir það.
Tók hann nú upp farfuglahætti
og fór suður til Reykjavíkur á
haustin og dvaldist á heimili Mar
grétar systur sinnar, yfir vet-
urinn, á meðan hún lifði, en
eftir lát hennar, var Reykjavík-
urdvöl hans á vegum sona henn
ar, sem sáu svo um, að alltaf
beið hans herbergi og aðhlynn-
ing, þegar hann vildi þar vera.
Þetta er þá slóð mannsins,
sem ég vildi minnast, hún er
ekki merkileg eða óvenjuleg á
neinn hátt, en þó tel ég að mað-
urinn sem fór hana hafi verið
t
Þökkurn innilega auðsýnda
samúð og vinátu við andlát
og jarðarför móður okkar,
tengdamóður, systur og
ömmu,
Sigurbjargar Sigfúsdóttur
frá Framnesi í Glerárhverfi.
Baldur Sveinsson,
Arndís Þórðardóttir,
Hallur Sveinsson,
Elsa Vestmann,
Jóhann Sveinsson,
Anna Ólafsdótir,
Sigurveig Sigfúsdóttir
og barnabörn.
t
öllum þeim mörgu sem
heiðrað hafa minningu
Mörtu J. Magnúsdóttur
og veit henni aðstoð á marg-
an hátt, vottum við okkar
innilegasta þakklæti. Hug-
stæðast verður okkur ein-
lægni og góðvild hjónanna
Guðrúnar Auðunsdóttur og
Konráðs Bjarnasonar.
Halldóra Magnúsdóttir
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir færum við
öllum þeim er auðsýndu
samúð og vináttu við andlát
og jarðarför
Gunnars Runólfssonar
hreppstjóra
á Syðri-Rauðalæk.
Sérstakar þakkir skulu
færðar sveitungum hans fyrir
veitta virðingu.
Lára Pálsdóttir,
Haraldur Halldórsson.
-
merkilegur og óvenjulegur að
mörgu leyti. Lárus var dverg-
hagur á smíðar og vandvirkur
að sama skapi og það, sem hann
smíðaði, var bæði traust og á-
ferðafallegt, þó það væri unn-
ið með fábrotnum tækjum, en
hve langur tími fór til að vinna
það var alveg aukaatriði, því
Lárus þurfti aldrei að flýta sér
og ys og hraði hinnar tuttug-
ustu aldar brotnaði á honum
líkt og straumþungt fljót á
strandbergi. Hann hélt sínum
háttum hvað sem aðrir sögðu
og gerðu og engum manni hefi
ég kynnst, sem ég tel ólíklegri
til að verða „múgsál." Það
þýddi ekki að segja við hann
að þetta væri rétt og annað
rangt, því þá kom spurningin,
því er það rétt og því hitt rangt
og þar til rökin lágu fyrir ljós
og skýr, þá var þetta eða hitt
bara mas. Hann laut engum,
tignaði engan, hann var éngum
manni líkur nema sjálfum sér,
hann var ekki bergmál af nein-
um öðrum og fyrir það munu
samferðamenn hans virða hann
mest og muna hann lengst.
Hann kom venjulega norður
um líkt leyti og lóan. Nú hefir
hún ekki lengur samfylgd hans
og munu þess margir sakna, því
með þessum fágaða og dagfar-
prúða manni var gott að blanda
geði. Lárus var margfróður, en
það hygg ég að íslenzk tunga
hafi verið það viðfangsefni, er
hann braut rækilegast til mergj
ar, og þegar hann sat við út-
varpið heyrðist hann stundum
segja lágt við sjálfan sig: „Ekki
hefði Snorri orðað þetta þann-
ig“
Ekki get ég skilist svo við
þetta efni að minnast ekki á
trjálundinn, sesn hann plantaði
sunnan undir lágreista bænum
sínum. Það hafa margir gert til-
raun til trjáræktar hér á strönd
inni, en engum gengið vel, en
þó Lárusi lang bezt, enda var
umhirðan og nostrið alveg frá-
bært. Og oft var tommustokk-
urinn tekinn upp og vöxturinn
mældur og þegar hæsta plant-
an náði 3ja álna hæð, fannst
mér ánægja hans líkjast gleði
þeirra foreldra, sem hafa náð
þeim áfanga í uppeldi efnilegra
barna sinna, að þau voru fermd.
Nú er skógarlundurinn hans orð
inn það vaxinn að hann er að
því kominn að sjá yfir mæninn
á bænum er hefir veitt hon-
um vaxtarskjól og tekur enn af
honum sárustu norðannepjuna,
sem gustar þó inn i skjólið svo
hann drjúpir nú krónum sín-
um, eða er hann nú lotlegur
af því, að eðlisávísun hans
skynji, að í vor eigi hann ekki
von á neinum nærfærnum
höndum er losi moldina við ræt-
ur hans um leið og þær færa
öllum vinum mínum, frænd
fólki og tengdafóiki sem með
hlýjum kveðjum, heillaóskum
og mörgum rausnargjöfum
sýndu mér vinátu á sextugs-
afmæli mínu 24. apríl s.l.
þakka ég- innilega og sendi
mínar beztu kveðjur með ósk
um gæfu og gengi í lífi og
starfi.
Óðinn S. Geirdal
AkranesL
henni frjóvgun.
Um leið og ég kveð og þakka
fimmtíu ára samfylgd, þá óska
ég þess, að þegar við samferða-
menn Lárusar Hinrikssonar er-
um grafnir og gleymdir, þá
verði sunnan undir litla stein-
húsinu í Kurfi hávaxinn trjá-
lundur, sem minni á, að þar bjó
eitt sinn hæglátur maður, er
mat mannvit og andleg verð-
mæti meir en þau efni sem möl-
ur og ryð fá grandað.
Á síðasta vetrardag 1967.
Sigurður Björnsson.
— Verksmiðjui
Framh. af bls. 12
embermánaðar og varð síðar,
þegar verðfallið skall yfir á ný.
Afkoma verksmiðjanna
Á árinu 1965 var hagnaður
S.R. kr. 8.391.968,00 og höfðu þá
verið færðar til gjalda fymingar
kr. 31.150.258,00 en á árinu 1966
skortir skv. bráðabirgða rekstr-
aryfirliti um kr. 23.000.000,00 til
þess að hægt sé að standa straum
af fyrningum á verksmiðjum S.R.
og m/s Haferninum, því að að-
eins eru fyrir hendi um 15 milj-
ónir krónar upp í 38 milljóna
króna fyrningar.
Þótt bræðslusíldaraflinn væri
árið 1966 um 66 þúsund tonnum
meiri en árinu áður og nýting
hráefnisins betri þá urðu síldar-
verksmiðjurnar flestar samt fyrir
miklu tapi. Stafaði tapið fyrst
og fremst af hinu gífurlega verð-
falli á síldarlýsi og síldarmjöli
og að hráefnisverðið var miðað
við miklu hærra afurðaverð en
afurðirnar seldust fyrir, hráefnið
dreifðist á fleiri verksmiðjur og
kaupgjald og annar kostnaður
fór vaxandi.
Þá varð mjög léleg nýting og
tap á þeirri síld, sem fyrst veidd-
ist, þrátt fyrir miklu lægra
bræðslusíldarverð.
Innflutningstollar
í Bretlandi _________
Það kemur mjög þungt niður
á fslendingum, að þeir verða að
greiða 10% innflutningstoll á
síldarlýsinu í aðalmarkaðsland-
inu, Bretlandi, en keppinautar
þeirra, Norðmenn og Danir,
sleppa við að greiða þennan toll,
þar sem þeir eru meðlimir í frí-
verzlunarbandalaginu (EFTA).
Sama toll verður að greiða í
Englandi af íslenzku þorskmjöli,
karfamjöli og loðnumjöli, svo og
af ísuðum fiski og hraðfrystum
fiski.
Síldarflutningaskip
I byrjun júnímánaðar festu
S.R. kaup á tankskipi til flutn-
inga á bræðslusíld.
Skipið, sem verið hafði 1 eigu
norsks útgerðarfélags, hét áður
m/s Lönn og hafði fyrir einum
mánuði komið úr 8 ára „klöss-
un“, Hafði það verið byggt í
Haugasundi árið 1957. Sumar
„dead weight“ er 3.700 tonn.
Lengd 330’,7”* breidd 44’,7”,
djúprista 18’,9V2”. Skipið er með
2100 hestafla Burmeister & Wain
dieselvél og lestar um 3400/3500
tonn. Ganghraði þess er 12 sjó-
mílur á klst. Áhöfn skipsins er
22. menn.
Kaupverð skipsins var n. kr.
6.000.000,— eða ísl kr. 36.130.800,
—•, þar að auki bættust ýmsir
varahlutir og birgðir kr. 1.560.-
000,—. Ýmsar breytingar, sem
gera þurfti á skipinu, ásamt los-
unar- og löndunartækjum, kost-
uðu um kr. 15.500.000,—. Kostn-
aðaryerð skipsins nam alls ísl.
kr. 53.190.800,—. Hafa S. R. lagt
fram af því kr. 8.093.000,—, en
kr. 45.097.500,— voru greiddar af
láni, sem S.R. tóku erlendis til
kaupanna með ábyrgð ríkissjóðs
skv. heimild í bráðabirgðalögum,
sem gefin voru út skv. ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar til þess að
greiða fyrir kaupunum. Var lán-
ið affallalaust og skyldi endur-
greiðast að fullu eftir sex ár
frá lántökudegi með jöfnum ár-
legum afborgunum. Vextir voru
7y2 pr. anno.
Síldarflutningaskipið hlaut
nafnið Haförninn og kom til
landsins í byrjun ágústmánaðar.
Alk flutti skipið 16.447 tonn til
Siglufjarðar á tímabilinu frá því
í byrjun ágúst til 1. desember.
Eftir 1. okt. flutti skipið aðeins
um 4.000 tonn vegna rysjótts
veðurs og erfiðleika á umskipun
í skipið á hafi úti í stormi og
miklum öldugangi.
Nú í vor verður settur út-
búnaður í skipið til þess að auð-
velda umsikipun á síldinni úr
veiðiskipunum við erfið skilyrðL
Önnur ástæða fyrir því, hversu
lítið var flutt af bræðslusíld frá
veiðiskipunum með flutninga-
skipunum s.l. haust var sú, að
veiðin var oftastnær ekki meiri
en svo, að ekki urðu langar biðir
eftir löndun hjá síldarverksmiðj-
unum á Austfjörðum, vegna þess
að óhagstæð veðrátta dró mjög
úr veiðinni.
Frá jólum 1966 til marzloka
1967 fór m/s Haförninn 6 ferðir
með lýsi til ýmsra hafna í Evr-
ópu og flutti 3.300 til 3.500 tonn
í ferð.
Þótt mikið tap hafi orðið á
rekstrLm/s Hafarnarins á s.l. ári,
standa vonir til þess, að skipið
geti sinnt hlutverki sínu með
góðum árangri fyrir alla aðila á
komandi árum.
Eins og áður segir voru alls
flutt á flutningaskipum 77.568
tonn. sem umskipað var á hafi
úti. Komu flutningarnir síld-
veiðiflotanum að góðu gagni
einkum fyrrihluta vertíðarinnar
meðan lengst var að sækja.
Hinsvegar urðu haust- og vetr-
arflutningar á bræðslusíld miklu
minni en árinu áður. Að þessu
sinni urðu flutningarnir mjög
kostnaðarsamir fyrir verksmiðj-
urnar, en engu að siður eru þeir
nauðsynlegir til þess að gera
veiðisvæði síldveiðiflotans sem
víðfeðmast.
Afkastageta verksmiðjanna
Á árinu 1966 voru afköst síld-
arevrksmiðjanna á Norðaustur-
landi og Austfjörðum aukin um
nálægt 33%. Eru afköstin þá
komin upp í um 6.200 tonn
bræðslusíldar á sólarhring hjá
síldarverksmiðjunum á svæðinu
frá Raúfarhöfn til Djúpavogs.
Tvær nýjar síldarverksmiðiur
eru í byggingu, Fjarðasíld h/f á
Seyðisfirði og Rauðubjörg h/f í
Neskaupstað. Munu afköst þess-
ara verksmiðja vera áætluð sam-
tals um 600/700 tonn bræðslu-
síldar á sólarhring. Sólarhrings-
afköst síldarverksmiðjanna á
Norðurlandi, að frátalinni Rauf-
arhöfn, nema um 6.000 tonnum
bræðslusíldar á sólarhring og
álíkrt miklu sunnan- og vestan-
lands.
Horfur
Horfur um verðlag á bræðslu-
síldarafurðum, síldarlýsi og síld-
armjöli, eru með allra lakasta
móti. Hefur heimsmarkaðsverð á
þessum vörum farið hríðlækk-
andi frá því í fyrravor eins og
frá er greint í kaflanum um verð
á síldarlýsi og síldarmjöli, að
undanteknum þeim blota, sem
varð á verðfallinu um þriggja
vikna tíma í lok nóvember og
fram í desembermánuð.
Oft hefur verið sagt „að svip-
ull væri sjávarafli" og þó eink-
um síldveiðin. Ekki á það síður
við verðlag afurðanna en aflann
sjálfen.
Nú er sjáanlegt, að örðugleik-
ar eru framundan í síldarútveg-
inum, þeim atvinnuvegi, sem
mesta björg hefur fært í bú á
undanförnum árum.
Vér íslendingar verðum að
mæta þessum örðugleikum, sem
bezt vér getum, minnugir þess,
að vér erum betur búnir, að
ýmsu leyti, til þess að mæta and-
streyminu, en vér höfum verið
nokkurntíma áður, þegar hlið-
stæðan vanda hefur borið að
höndum.