Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967. 5 Myndin er úr einu atriði revíunnar — Barnaheimilinu. Talið frá vinstri: Sigurður Karlsson, Oktavía Stefánsdóttir, Nína Sveinsdóttir, Bjarni Steingrímson og Sverrir Guðmunds.son. Ur heiðskíru íotti 144 revía í Austurbœjarbíói ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI, — revía með nýstárlegu sniði — verður frumsýnd í Austurbæj arbíói miðvikudaginn 10. maí kl. 11.30 e.h. Höfundur reví- unnar, jafnt texta sem tónlist- ar er Jón Sigurðsson, auk fleiri sem komið hafa þar við sögu. Leikstjóri er Kevin Palmer, sem nú er orðinn leik húsgestum að góðu kunnur fyrir mörg verk, sem hann hefur sett á svið sl. vetur í Þjóðleikhúsinu og Lindarbæ með góðum árangri. Á blaðamannafundi með höfundi og þrem leikenda, Arnari Jónssyni, Bjarna Steingrímssyni og Þórhildi Þorleifsdóttur, kom í Ijós, að revían verður ekki eingöngu sýnd í Austurbæjarbíói held- ur einnig í stærstu samkomu- húsum í nágrenni Reykjavík- ur, þannig að öðrum en reyk- vískum borgurum gefst kost- ur á að sjá revíuna, sem er þakkarvert, þar sem þess hátt ar skemmtiatriði er ekki svo oft á boðstólum. Verður næsta sýning í Stapa í Njarð víkum, föstudaginn 12. maí nk. Á annan i hvítasunnu verður revían aftur flutt í Austurbæjarbíói ,og sögðu leikararnir að vænta mætti þess, að sýningar á revíunni yrðu í Austurbaejarbíói um helgar, en aftur á mánudags- kvöldum utan höfuðborgar- innar. Revíuatriðin eru 14, öll í léttum dúr. Um 12 lög eru leikin og sungin. Þátttakend- ur eru fjórir auk þeirra sem að ofan getur; Nína Sveins- dpttir, Oktavía Stefánsdóttir, Sigurður Karlsson og Sverrir Guðmundsson. Búninga og tjöld hefur Una Collins gert, en dansatriði Þórhildur Þor- leifsdóttir. Hljómsveitina skipa: Jón Sigurðsson, Leifur Benediktsson, Sigurður T. Magnússon og Snæbjörn Kristjánsson. : i Alþjóða siglingamálastofnu nin (IMCO) kom saman í London á uppstigningardag til að ræða Torrey Canyon skýrsluna frá Líberíu. Hér eru þrír fulltrúar úr stjórn samtakanna á fundinum, þeir Jean Roullier frá Frakklandi, Gaston Bertrand frá Belgíu og Coliu Goad frá Bretlandi. - TORREY Framb. af bls. 1 RATSJÁIN Þótt Rugiati hefði tekið vesturleiðina lengdi hún ekki siglinguna nema um 29 mín., og hann hefði haft nægan tíma til að ná flóði í Milford Haven. í skýrslunni er sagt að strandið sé ein mesta ógæfa siglingasögunnar. Torrey Canyon var meðal stærstu skipa heims, var í fyrsta flokks ástandi, og tæki þess öll ei-ns og bezt verður á kos- ið. Tímasetur rannsóknar- nefndin strandið og aðdrag- anda þess sem hér segir: 17. mars. Stefna Torrey Canyon ákveðin þannig að skipið sigldi vestan við Scilly-eyjar. 18. marz. KI. 02,40. Rugiati skipstjóri gengur til náða eftir að hafa gefið fyrirmæli um að láta kalla i sig þegar Scilly-eyjar sjást í ratsjánni. 05,00. Skiptð siglir með 15,75 hnúta ferð. Kveikt á rat sjánni. 06,30. Scilly-eyjar sjást í ratsjánni í 24 mílna fjarlægð á bakborða. Sér þá Silvano Bonfiglia yfirstýrimaður að skipið stefnir austur fyrir Scilly-eyjar, en ekki vestan. Hafði straumurinn borið skip ið úr leið. 06,55. Bogfiglia breytir um stefnu. Svo hringir hann til skipstjóra og segir honum að óbreytt stefna hefði fært skipið austur fyrir eyjarnar. Skipstjórinn gefur honum fyrirmæli um að halda áður ákveðinni stefnu. 07,00. Skipstjórinn mætir á stjórnpalli. 08,18. Skipstjórinn breytir stefnu ti'l að sigla milli Sjö- Steina rifs og St. Martin’s. Sjálfstýring er virk, og sam- kvæmt því er hugsanleg 3 gráðu skekkja á stefnunni. 08,40. Vitinn á Sjö-Steina rifi í 4,8 mílna fjarlægð. Skip stjórinn kemst að raun um það, að skipið er nær rifinu en ætlað var, eða um 2% mílu frá því. 08,48. Skipstjórinn sér að skipið er hættulega nálægt rifinu, kallar í háseta á stýr- isvakt og skipar honum að Sextugur í gœr: Ragnar Lárusson SEXTUGSAFMÆLI átti í gær Ragnar Lárusson, forstöðu- maður Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hann er víðkunnur fyrir marghátituð af- skipti af félagsmálum, ékki sízt á sviði stjórnmá'la og íþrótta- mála. Ragnar var kjörinn í stjórn landismálafélagsins „Varðar“ ár- ið 1938 og átti sæti í stjórn þess töluvert á annan áratug; gegndi formennsku í félaginu á tíma- bilinu 1946—’52. Þá var hann í framboði fyrir Sjálfsfæðisflokk- inn í Strandasýslu og hefur unn ið margvísleg önnur trúnaðar- störf fyrir flokkinn. Nú síðasf hefur hann um árabil verið full- trúi hans í Húsnæðismálastjórn. Á vettvangi íþróttamála hefur Ragnar einnig látið mikið að sér kveða. Hann var t.d. for- maður Knattspyrnufélagsins „Fram“ á árunum 1939—’42, og hefur síðan átt sæti í stjórn Knattspyrnusambands íslands í hálfan annan áratug. Á löngum starfsferli hjá Reykjavíkurborg vann Ragnar m.a. um árabil að framfærslu- málum — og hefur öðlazt mikla þekkingu og reynslu á sviði fé- lagsmála hins opinbera. Ragnar Lárusson er hinn stanf hæfasti maður og mesta Ijúf- menni. Munu margir hugsa hlýtt til hans í tilefni afmælis- ins. Morgunblaðið sendir Ragn- ari beztu áranaðaróskir á þess- um .tímamótum í ævi hans. snúa hart á bakborða. Skipið breytir ekki stefnu. Maðurinn við stýrið kallar til skipstjórans, sem kom hlaup- andi að stýrinu og sá að það var stillt á sjálfstýringu og svaraði ekki. Hann tekur sjálf stýringuna úr sambandi, og skipið tekur að snúa á bak- borða. 08,50. Skipið siglir á rifið á fullri ferð. AÐV ÖRUN ARMERKI Áhöfnin á Torrey Canyon heldur því fram að hún hafi ekki séð aðvörunarblys og ljósmerki frá vitaskipinu, sem var þarna rétt hjá. Segir rannsóknarnefndin að skips- höfnin hafi ekki vitað um nein aðvörunarmerki fyrr en 20 mínútum eftir að skipið strandaði. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 1. ársfjórð- ung 1967 svo og nýlagðar hækkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi innan mánaðar frá gjalddaga, sem var 15. apríl sl. Dráttarvextir eru 1 fyrir hvern byrjaðan mánuð frá gjalddaga. Eru því lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ.m. Sérstök athygli er vakin á því, að þar sem 15. þ.m. er annar í hvítasunnu og skrifstofan verður þá lokuð, verður síðasti dagur, sem tekið er á móti söluskattinum án vaxta laugardagurinn 13. þ.m. Hinn 16. þ.m. hefst án frekari fyrirvara stöðvun atvinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Reykjavík, 8. maí 1967. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN, Arnarhvoli. Rugiati skipstjóri er frá Genúa, hefur haft ítölsk skip stjórnarréttindi frá 1936, og verið til sjós frá 1927. Að þessu sinni þykir þó rann- sóknarnefndinni hann ekki hafa reynzt dómbær á hætt- una framundan, né hafa sýnt mikla skipstjórnarhæfileika. Það var óforsjálni, að dómi nefndarinnar að sigla eystri leiðina í stað þeirrar vestari. f skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar er lagt til að áhættu- slóðum sem þessum verði siglingaleiðir ákvarðaðar nán- ar. JAKL JONSSON lögg endurskoðandi Holtagerði 22. Kópavogi. Sími 15209 SÖHOLM borðlampar eru stílhreinir og smekklegir. Danskir borðlampaskermar — falleg og vel unnin vara. mJLz.UKLJh&L. Laugaveg 10 — Sími 20-301.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.