Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967. +—---- UNDIR VERND Hún var lögð af stað yfir göt- unna, þegar hún kom auga á hann. Hún starði á hann, í ein- hverju ráðleysi og gleymdi meira að segja að stíga upp á gangstéttina aftur. Andartaki seinna, datt hún í götuna í yfir- liði og var næstum orðin undir bílnum. Hún heyrði ekki þegar hann hemlaði snöggt, og heldur ekki visisi hún af því, er hann tók hana í fang sér og bar hana yfir götuna og inn í leikfangabúðina. 18. kafli. Davíð laut yfir hana, er hún opnaði augun, en hún sá ekki andlitið á honum nema eins og í þoku. — Davíð! sagði hún í hálfum hljóðum. — Hvað var þetta? HVers vegna ertu hérna? Ég hélt að ég mundi aldrei sjá þig fram- ar. Augu hennar lokuðust og hún sagði án þess að vita, hvað hún var að segja: — Þetta hefur verið svo hræðilegt. Ég hef ver- ið svo hræðilega einmana og óhamingjusöm, Davíð. — Náið í glas af vatni, sagði Davíð hás við Marjorie, sem stóð hinumegin við Paulu. — í guðs bænum, getið þér ekki hafzt eitt hvað að? — Hm! sagði Marjorie. — Þér virðist sjálfur hafa hafzt nóg að. Látið yður ekki nægja að eftir Maysie Greig: gera veslings stúlkuna óham- ingjusama, heldur þurfið þér að aka yfir hana í þokkabót. — Mér hefur aldrei orðið meir hverft við en þegar ég sá hana á gangstéttinni, sagði hann. — Og þó var það verra þegar ég sá hann detta. En svo er guði fyrir að þakka, að hemlarnir á bílnum mínum eru góðir. — Já, það má víst vera þakk- látur fyrir það, sagði Marjorie og fór svo fram til að ná í vatn- ið. Davíð neyddi einhverju af vatninu ofan í Paulu og hún raknaði við og komst til fullrar meðvitundar. — Davíð! Hún starði á hann. — Ég skil ekkert í þessu...... Jú, nú man ég það. Þú varst að aka eftir götunni í bílnum þínum....... En hvað gerðist? Hún rak upp ofurlítinn vand- ræðalegan hlátur. — En ég er víst ósködduð, svo að þú getur ekki hafa ekið yfir mig. Hvernig gekk þetta til? — Það leið yfir þig, sagði hann. — Til allrar hamingju gat ég stöðvað bílinn í tæka tíð. Svo tók ég þig upp og bar þig hing- að inn. — Ó! Hún lá á legubekk í bakherberginu. Hún var með höfuðverk. Kannski hafði hún rekið það í þegar hún datt, en það gat nú verið sama. Það var sama um allt í heiminum nema það, að Davíð stóð þarna yfir henni og hélt öðriim handleggn um um herðar hennar, að hún var hjá honum aftur og hann horfði framan í hana brosandi og það bros var blíðara en hún hafði nokkurntíma áður séð. Hún reyndi að setjast upp. — Ég held ég sé orðin góð aftur, Davíð, þakka þér fyrir. Hún hló ofurlítið og bætti við: — Ég veit ekki, hversvegna það fór að líða yfir mig. Það ...... það hefur aldrei komið fyrir mig áður. — Ég er feginn, að það leið yfir þig, sagði hann alvarlega. — Veiztu, Paula, að rétt þegar þú varst að rakna við, sagðirðu .....jseja......þú sagðir nokk- uð...... æ, ég get varla sagt þér, hvað þú sagðir, lauk hann setningunni, hálfringlaður. Hún fann roðann stíga upp í andlit sér. Hana hitaði í andlit- ið og hún leit undan, til þess að hann sæi ekki tárin, sem voru að brjótast fram í augu hennar. — Paula, hélt hann áfram og röddin var blíðleg en þó ein- beitt. — Ég verð að segja þér, hvað þú sagðir. Ég vil vita, hvort það er satt. Þú sagðist hafa verið einmana síðan við skild- um. Er það satt? — Kannski, sagði hún og nú gat hún ekki lengur haft hemil á tárunum. — Ó, Paula, sagði_ hann og röddin var hálfkæfð. Ég hef líka verið einmana og mér hefuT lið- ið illa. Ég elska þig! Og á næsta andartaki var hún í faðmi hans, en hann kyssti burt tárin og strauk hárið á henni frá enninu. — Elskan mín, sagði hann. Mik- ill bjáni hef ég verið að valda okkur báðum svona mikilli sorg. Þvi að ekkert skiptir neinu máli nema ást okkar hvors á öðru. Vitanlega þykir mér vænt um krakkana og ég er þakklátur Mavis, og mér líkar vel, hvernig séð er um heimilið mitt, en það er allt einskisvirði samanborið við þetta. Ég vissi það í dag, þegar ég sá þig á götunni. Þá vissi ég, hversvegna ég hef ver ið svo niðurdreginn og óánægð- ur undanfarnar vikur. Þá vissi ég, hvernig mér var jafnvel far- ið að leiðast starfið mitt, í stað- inn fyrir að hafa ánægju af því. Paula, elskan mín. Ég elska þig! — Og ég elska þig líka, Davíð. Hún lagði arminn um hálsinn á honum. Hún fann kossa han's á vörum sér, jafnindæla kossa og hann hafði gefið henni um kvöld ið, eftir að þau höfðu verið í næturklúbbnum, og ennþá indælli vegna þeirrar þjáningar, sem hún var búin að þola síðan. — Þú virðist hafa haft got.t af þessu yfirliði þínu, Paula, sagði Mariorie, sem var komin í dyrnar. — Ég hef aldrei séð þig svona vel útlítandi vikum sam- an. Paula hló. Hún var staðin upp af legubekknum og var að laga á sér hárið með greiðu fyrir framan spegilinn. Dav'ið stóð hjá og hafði ekki augun af henni. — Væri þér sama, Marjorie, þó ég færi heldur í fyrra lagi í dag, sagði hún. — Davíð ætlar að aka mér heim. — Já, það væri rétt af þér að fara, svaraði hin. — Farið þér með hana heim, hr. Hankin, en í herrans nafni verið þér góður við hana núna. Annað fer ég ekki fram á. Laglega andlitið á Davíð roðn aði. — Já, en...... sagði hann og hló síðan vandræðalega. — Hvað átti hún við með þessu að vera góður við þig? sagði Davíð, skömmu seinna, er þau sátu saman í framsætinu i bílnum. —- Það......það veit ég ekki, tamaði hún. — Veit hún nokkuð um......... það sem gerðist síðast þegar við hittumst? spurði hann vandræða lega. — Ekki hef ég sagt henni það, en hún kann að hafa getið sér þess til. — Ef hún hefur bara getið sér þess til, sagði hann og bætti síðan við: — Ég er hlédrægur maður, Paula, og mér er mein- illa við, að fólk tali um einka- mál mín. — Já, en ég mundi aldrei fara að tala um okkur við óviðkom- andi fólk, sagði hún og móðgað- ist við dylgjurnar, sem í orðun- um lágu. Hann leit við og brosti til henn- ar. — Vitanlega færirðu aldrei til þess. Hann tók aðra hönd- ina af stýrinu og greip um hönd- ina á henni. — Fyrirgefðu, ef ég hef verið eitthvað snöggur í bragði. Ég er hamingjusamur, og ert þú það ekki líka? Og ég er viss um, að við verðum ham- ingjusöm þegar við erum gift — það er ekki eins og við höfum hlaupið í þetta í einhverju bráð ræði, er það? Ég á við, að við gáfum sjálfum okkur góðan um- hugsunartíma, og eftir að hafa verið aðskilin svona lengi, finn- um við enn, að við elskum hvort annað, og það þýðir sama sem, a hjónabandið okkar verður hamingjusamt. Það skein ofurlítil undrun úr bláum augum hennar. Var hon- um alvara, að halda, að þessar kvalafullu vikur hefðu sannað ást þeirra, hvors til annars. Hélt hann virkilega, að hægt væri að sanna ástina, prófa hana með ein hverri tilraun, ef svo mætti segja? — Ég veit ekki, hvað hefur gengið að mér, Paula. Mér hefur liðið fjandalega. Þú veizt, bætti hann við með feimnislegum hlátri, — að ég hef farið hérna framhjá húsinu, aftur og aftur, í þeirri einu von að sjá þér bregða fyrir. — En þér datt aldrei í hug að koma upp og hringja dyra- bjöllunni? — Nú.......höfðum við ekki ákveðið að gera enda á þessu? sagði hann og roðnaði. — Ég á við, að við komum okkur víst saman um það þá? — En hvað hefur breytzt síð- an? — Það hefur ekkert breytzt, sagði hann, — nema hvað við vit um núna, að við elskum raun- verulega hvort annað. Áður hefði þetta bara getað verið skot. — Ég skil, hvíslaði hún. Hún vætti þurrar varirnar. Húi vissi ekki aimennilega, hvað koni henni til að segja: — Og hún Mavis? Verður hún sannfærð um, að þetta sé einlæg ást hjá okkur? — Það verður hún að vera, sagði hann. — Þetta er okkar mál, og henni algjörlega óvið- komandi. En enda þótt hann reyndi að vera einbeittur, tók hún eftir, að hann var ofurlítið skjálfraddað- ur. Hann bætti við: — Ég verð segja henni það. Ég ætla að fara heim og segja henni það strax 1 kvöld. Allt f einu var hún farin að vorkenna honum. Hin ákafa ást, sem hafði gripið hana fyrir skammri stundu, var orðin að einhverri móðurlegri tilfinningu. Henni fannst hann vera eins og einhver hræddur smástrákur, sem hefði verið sagt að fara heim og játa einhverja yfirsjón fyrir henni mömmu sinni. Hún lagði ósjálfrátt höndina á arm hans. — Við skulum fara bæði og segja Mavis frá þessu, Davíð. Ég held, að ef við færum bæði sam- an, yrði það auðveldara. Þú skil- ur, að þá mundi hún sjá, að okk ur er alvara. Hún heyrði, að honum létti. — Þetta er gott ráð, Paula, það er miklu betra, að við segj- um henni það bæði saman. Hann hafði verið að fara í ein- hverju viðskiptaerindi, þegar hann hitti hana í Bondstræti. En nú, eftir nokkrar klukkustundir, virtist hann fyrst muna eftir þvi. — Það er bara viðtal við annan málfærslumann. Ég ætla að hringja hann upp heima frá þér, ef ég má. Ef hann getur tal- að við mig núna, ætla ég að Einföld í byggingu, en býr yfir samt dásamlegum eigin- leikum. Hún saumar blindfald, hún „appliqucrer“, saumar hnappagöt og fcstir á tölur; stoppar í sokka og bróderar án hjóls. SJÁLFVIRK ÚTSAUMSHJÓL 15 hjól fyrir mismunandi útsaum fylgja vélinni. Öllum sporum, er stjórnað frá sama stað á vélinni. STAÐSETNING NÁLARINNAR ER TIL VINSTRI. Þér munuð bezt finna þægindi þess að hafa nálina vinstra megin þegar þér eruð að sauma hnappagöt og festa á tölur. INNBYGGT LJÓS, SEM LÝSIR Á SPORIÐ. Gefur góða birtu við vinnuna. SJÁLFVIRK SPÓLA, HRAÐVIRK OG ÖRUGG. Verð kr. 6.195,oo. (Með 4ra tíma ókeypis kennslu). Sími 11687 21240 Tfekla Laugavegi 170-172 •V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.