Morgunblaðið - 09.05.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967.
13
Skátastarf á
Akureyrí 50 ára
HátíðahöBd í vor og sumar
HINN 27. maí nk. eru liðin 50
ár, frá því að skátastarf hófst
á Akureyri, og hafa skátafélögin
í bænum í hyggju að minnast
þessa afmælis með ýmsu móti,
bæði í kringum afmælisdaginn
sjálfan og síðar í sumar. 1 af-
mælisnefndinni eiga sæti þau
Ingólfur Ármannsson, form.,
Guðný Stefánsdóttir, Kristín
Tómasdóttir, Due Björnsson og
Valgarður Frímann.
Á sjálfan afmælisdaginn
kemur út sérstakt hátíðarrit og
verður ristjóri þess Einar Har-
aldsson. Þann sama dag verður
reistUr mikill turn miðsvæðis í
bænum, og þar verður eitthvað
að gerast allan daginn. Um
kvöldið verður farin skrúðganga
um bæinn, og deginum lýkur
nieð varðeldi.
Sunnudaginn 4. júní verður
haldin mikil hátíð hjá Glerá,
en' þar'er talið, að slegið hafi
verið tjöldum í fyrstu skátaúti-
legunni. Þar verður sýning frá
starfi skátanna hér í hálfa öld,
kynnings á skátastarfi í dag,
fjölleikahús o. fl. til fróðleiks
og skemmtunar.
Til þessara hátíðahalda hefir
verið boðið hingað frá Dan-
mörku Viggo Öfjord og konu
hans, en hann var á sínum tíma
aðalstofnandi og fyrsti félags-
foringi skátahreyfingarinnar
hér. Þau hjónin starfa enn að
málefnum skáta í heimalandi
sínu. (Þess má geta, að V. Ö.
hét Viggo Hansen, meðan hann
dvaldist hér, en tók upp ættar-
nafnið Öfjord, þegar hann kom
heim til Danmerkur aftur. Slíku
ástfóstri tók hann við Eyja-
fjörð).
Fyrstu helgina í júli gangast
skátafélögin á Akureyri fyrir
afmælismóti fyrir Norðurland
í Vaglaskógi. Mótstjóri verður
Due Björnsson. Þar verða m. a.
sérstakar tjaldbúðir fyrir for-
eldra skátanna og eldri skáta.
Til mótsins verður boðið
drengjaskátum frá vinabæ Akur
eyrar í Noregi, Álasundi, og
Stakir jakkar
danskir og enskir
sérstaklega fallegir, einnig
Terelynebuxur
mjög fallegar.
Nýkomið.
<3
Fatadeildin.
lœkjartorgi & vesturveri
einnig grænlenzkum skátastúlk-
um.
Skátastarf er nú öflugt á
Akureyri sem jafnan áður. Til
marks um það má nefna, að ný-
lega fóru héðan 14 drengjaskát-
ar og 3 kvenskátar suður að
Bessastöðum til að veita við-
töku forsetamerkinu, en það er
æðsta viðurkenning skátahreyf-
ingarinnar fyrir vel unnin
skátastörf og fyrirmyndarfram-
komu í hvívetna. Til þess að
öðlast þetta merki þarf mjög
fjölbreytt starf einstaklinga og
sveita. Akureyrarskátar, sem
fengið hafa þetta merki, eru nú
hartnær 50. — Fyrsta námskeið-
ið í vetrarskátun var haldið hér
á s.l. vetri.
afnot af húsinu til starfsemi
sinnar, en um það mál er ekki
fullsamið. Form. húsnefndar er
Einar Sigurðsson.
Nýlega hafa skátaskálarnir
Valhöll og Fálkafell verið end-
urbyggðir, og í sumar verða
Skíðastaðir endurbyggðir á sama
hátt.
Á sumardaginn fyrsta gerðust
sóknarprestarnir á Akureyri, sr.
Pétur Sigurgeirsson og sr. Birg-
ir Snæbjörnsson, verndarar
Nýlega hafa skátafélögin veitt
viðtöku Amtmannshúsinu (Hafn
arstræti 49), sem þau fengu að
gjöf frá Akureyrarbæ árið 1962.
Húsið þarf mikilla lagfæringa
og breytinga við, áður en það
verður tekið í notkun, og þær
framkvæmdir munu kosta um
1,5 millj. kr. Ýmsar fjáröflun-
arleiðir eru á döfinni, m. a. svo-
kölluð skátaskinn, sem mönnum
gefst kostur á að rita nöfn sín
á til varðveizlu í húsinu gegn
50 kr. lágmarksgjaldi. Hámarks-
gjald er hins vegar ekkert.
Á efstu hæð hússins verður
húsvarðaríbúð, stórt fundaher-
bergi og skjalageymsla, á mið-
hæð 60 fermetra salur, 2 funda-
herbergi, eldhús óg snyrtingar,
I kjallara ýmis tómstundastarfs-
herbergi og geymslur. Til mála
hefir komið, að æskulýðsráð fái
skátafélaganna hér, en þau eru
þrjú, Skátafélag Akureyrar,
Skátafélagið Valkyrjan og St.
Georgs gildið. St. Georgsskátar
gáfu öllum félögunum nýlega
forkunnarfagra félagsfána úr
hreindýraskinni og hrosshúð,
teiknaða af -Valgarði Frímann,
en saumaða af Ríkharði Þórólfs-
syni og frú hans. Félagsforingjar
eru Tryggvi Þorsteinsson og
Margrét Hallgrímsdóttir.
— Sv. .P
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgötu 8 II. h.
Sími 24940.
Bjarni Beinteinssom
LÖGFRÆÐÍNGUR
AUSTURSTRÆTI 17 (silli a vald*
SfMI 135 36
pumn
0G BOLTINN
LIGGUfí í NETINU
Hinn heimsfrægi knattspyrnumaður Eusebio
skoraði flest mörk einstakra leikmanna í
heimsmeistarakeppninni á sl. sumri. Hann
lék á PUMA knattspyrnuskóm. — PUMA
knattspyrnuskór eru langvinsælastir hér á
landi, og flestir knattspyrnumenn okkar, er
leika í 1. deild, nota PUMA knattspyrnuskó.
Ný sending er komin, verzlið
meðan úrvalið er mest —
barna-, unglinga- og fullorð-
insstærðir.
SPORTVÖRUVERZLUN
Kristins Benediktssonar,
Óðinsgötu 1, sími 38344