Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1967. Sextugur: Dr. Sigurður Pétursson Nemo est casu bonus. Seneca. Einn af þeim mönnum, sem lagt hafa grundvöll að íslandi fainu nýja, er sextugur í dag. Dr. Sigurður Pétursson, gerla- fræðingur, hefur nú í rúma þrjá áratugi beitt hinni miklu og stað- góðu sérþekkingu sinni í þágu atvinnuvega vorra og fram- Jeiðslu. Hann hefur á margan hátt staðið framarlega í fylkingu íslenzkra raunvísindamanna, sem með hljóðlátu starfi hafa rennt styrkustu stoðunum undir til- veru og þróun þeirra þjóðfélags- hátta, er vér eigum nú við að búa á landi hér. Hitt er svo ann- að mál, að launin og þakkirnar, sem vísindamenn þessir uppskera fyrir allt sitt mikla erfiði, eru oftsinnis í öfugu hlutíalli við gildi þeirra. Dr. Sigurður Pétursson er góð- nr fulltrúi hinna mörgu, fram- sæknu æskumanna, sem ólust upp í sveitum landsins á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þeim brann óslökkvandi þrá til menn- ingar og mennta í brjósti. Mátti jafnvel oft svo að orði komast, að þeir ryddu sér braut til lær- dóms og frama í trássi við guð og menn. Dr. Sigurður Pétursson er Rangæingur að ætt og uppruna. Að loknu burtfararprófi frá Ak- ureyrarskóla, sem þá var aðeins gagnfræðaskóli, settist hann í 4. bekk Menntaskólans í Reykja- vik haustið 1926. Oss, sem þar vorum fyrir, gat ekki lengi dul- izt, hve gáfaður piltur og ein- beittur Sigurður var. Að hverju viðfangsefni gekk hann heils faugar og linnti ekki, fyrr en því voru gerð fullnægjandi skil. Þeim starfsháttum hygg ég, að Sigurður hafi haldið æ síðan. Sigurður valdi stærðfræði- deildina, enda mun hugur hans *nemma hafa hneigzt að þeim fræðum, er þar voru kennd. Að k>knu stúdentprófi hélt Sigurður til Þýzkalands, eins og margir íslenzkir stúdentar gerðu um þær mundir. Hóf hann nám í tekn- iskri gerlafræði og grasafræði við háskólann í Leipzig. Nam hann þau fræði einnig síðar við háskólana í Kiel og Kaupmanna- faöfn. Við háskólann í Kiel lauk hann doktorsprófi árið 1935. Frá árinu 1937 hefur dr. Sig- urður verið starfandi sem gerla- fræðingur við Atvinnudeild Há- skólans. En auk þess mikilvæga embættis hefur hann gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa, sem of langt yrði upp að telja. Má segja, að hann hafi verið óþreytandi við að fræða landa «ína og leiðbeina þeim bæði í ræðu og riti, einkum á ýmsum aviðum matvælaframleiðslunnar. Eftir hann liggur mikill fjöldi ritgerða bæði i ínnlendum blöð- um og tímaritum, svo og í er- lendum vísindaritum. En hér átti ekki að fara að rekja í einstökum atriðum hinn merka starfsferil dr. Sigurðar, faeldur vildum vér, sambekking- ar hans, aðeins senda honum, faans ágætu konu, dr. Selmu Jónsdóttur, listfræðingi, svo og ellri fjölskyldu hans árnaðar- óskir á þessum tímamótum. Sigurður Pétursson varð oss þegar í skóla minnisstæður fyrir margra hluta sakir, en eigi sízt fyrir hinn eldlega áhuga og ólg- andi fjör. Honum fylgdi hress- andi gustur, hvar sem hann fór. Þeim, sem þessar línur ritar, mun seint úr minni líða heim- sókn íslenzku stúdentanna i Leipzig á páskum 1930 til Ber- línar. Var þá margt skoðað, margt skrafað og skeggrætt. Sig- urður var þá gagntekinn af heimspeki Schopenhauers, enda faefur „der alte Kater“ margan gáfumanninn heillað með rök- Cmi sinni og ritsnilld. Á samkomum vorum, bekkjar- systkinanna, hefur Sigurður jafnan verið hrókur alls fagnað- ar og „hvergi smeykur hjörs í þrá.“ Nú, á sextugsafmælinu, virðast allar líkur benda til, að hinn forni þróttur og lífsfjör brenni afmælisbaminu enn í æðum. Auðvitað hefur dr. Sigurður Pét- ursson hlotið miklar og góðar gáfur í vöggugjöf. Hitt varðar þó eigi síður miklu, hve vel hann hefur ávaxtað sitt pund í námi og starfi. „Nemo est casu bonus“, segir Seneca, enginn er af til- viljun góður maður og gegn. Og hann heldur áfram: „dis- cenda virtus est“, þ. e. a. s. manndóm og menningarbrag verðum vér að tileinka oss með námi. Hvað sem Sigurður kann að segja um klassíkina, þá geri ég ráð fyrir, að hann geti samsinnt hinum forna spekingi í þessu at- riði. Að minnsta kosti fæ ég ekki betur séð en að hann hafi hagað lífi sínu í samræmi við þessa kenningu. Að endingu óskum vér þess allir, sambekkingarnir, að dr. Sigurði Péturssyni megi endast óskert heilsa og andlegt fjör næstu áratugina, svo að honum auðnist enn um langan aldur að vinna þjóð vorri margt til gagns og sóma, svo sem hann hefur hingað til gert. Jón Gíslason. DR. SIGURÐUR H. Pétursson, gerlafræðingur, er fæddur hinn 19. maí 1907 að Skammbeins- stöðum í Rangárvallasýslu og er því sextugur í dag. Hann er Rangæingur að ætt, sonur Péturs Jónssonar, bónda á Stokkalaek, Rang., og konu hans Guðnýjar Kristjánsdóttur, en ólst upp hjá móðurforeldr- um sínum, að Árgilsstöðum í Hvolhreppi. Sigurður lauk stúdentsprófi 1929 og doktorsprófi í tækni- legri gerlafræði frá háskólanum í Kiel 1935, en hefir starfað hér á landi síðan. Það er erfitt fyrir þá, sem nú eru að ljúka skólagöngu, að ímynda sér þær aðstæður, sem hér ríktu, þegar dr. Sigurður og við jafnaldrar hans, sem lagt höfðum úit í tækni- og vísinda- nám, voru að hefja störf 1935. Kreppan var þá í algleymingi, atvinnuleysi mikið og aðstaða til rannsókna- og tilraunastarfsemi í Tauninni engin. En að einu leyti vorum við öfundsverðir. Erfiðlei'karnir höfðu opnað augu þjóðarinnar fyrir nauðsyninni á því að kanna nýjar leiðir 1 at- vinnumálum, og frá tækni- og vísindalegu sjónarmiði voru at- vinnuvegir þjóðarinnar lítt plægður akur. Þegar litið er til baka er lika ijóst, að á þessum áruim hófst mesta aitvinnubylting í sögu þjóðarinnar og stendur hún raunar enn. Dr. Sigurður tók virkan þátt i þessari bylt- ingu og er hlutdeild hans í henni bæði mikil og augljós. Hann starfaði sem gerlafræð- ingur í iðnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans frá stofnun hennar 1937 til 1960. Var deild- arstjóri gerladeildar Rannsókna stofu Fiskifélags fslands frá 1960 til 1966 og hefir siðan gegnt sama starfi í Rannsóknasitofnun fiskiðnaðarins. Hann hefir því byggt upp og mótað þá gerla- fræðilegu þjónustu, sem það op- inbera starfrækir í þágu fiskiðn- aðarins og annars matvælaiðn- aðar í landinu, en hún er ein af megin stoðunum, sem þessi iðn- aður byggist á. Sigurði hefir, eins og vænta mátti, verið sýndur margvísleg- ur trúnaður af hálfu þess opin- bera og hefir t.d. verið fulltrúi landsins á fjölmörgum aliþjóða ráðstefnum um matvælaiðnað. Störf dr. Sigurður í þágu mat- vælaiðnaðarins hér á landi eru svo margþætt, að ógerlegt er að gera þeim nein viðhlitandi skil í stuttri blaðagrein. Ekki verð- ur þó hjá því komizt að nefna stötrf hans í þágu niðursuðuiðn- aðarins. Má raunar segja, að þetta olhbogabarn íslenzks fisk- iðnaðar hafi verið óskabarn dr. Sigurðar í nær tvo áratugi. Hann hefir ekki einasta stutit þennan iðnað með ráðum og dáð sem vísindamaður, helduir hefir hann einnig verið einn skeleggasti áróðursmaður hans bæði í ræðu og riti. Flestir hefðum við látið okk- Hann er fæddur á KaJastöð- um á Hvalfjarðarströnd 19. maí 1887, og á því áttræðisafmæli í dag. Á hann sér að baki merk- an og margbrotinn æviferil og verður hugstæður vinum sín- um og samtíð. Þegar hann var um tvítugt fór hann í Flensborgarskólann og útskrifaðist þaðan 1908. Eftir það gerðist hann starfsmaður hjá Birni Jónssyni, ritstjóra Isa foldar og vann þar aðallega við bókaútgáfuna. Munu þeir menn fáir, sem hann dáir meira en Börn, fyrir gáfur og drengskap. Varð honum sú viðkynning góð ur skóli, og þar hygg ég að fyrst hafi vaknað áhugi hans fyrir bókaútgáfu og skilningur hans á því, hve vandasamt og ábyrgðar mikið er hlutverk bókaútgefandans í þjóðlífinu; og jafnframt hafi þá mótast sú ást á ferðatungunni er fylgt hef- ir honum síðan. Eftir þetta fór hann til Lond- on og stundaði nám í Labour Central College um tveggja ára skeið. Lengur dvaldist hann þar, eða sjö ár alls, og komst þá 1 kynni við ýmsa merka menn, sem höfðu þau áhrif á hann, að hann festi órofa tryggð við hina ensku þjóð, hugarfar hennar og menningu, sem hann taldi að ætti að vera fyrirmynd annarra þjóða, og þá ekki sízt íslend- inga, sem varla höfðu kynnzt öðru en danskri menningu. Fannst honum sem vér gætum orðið menn með mönnum, ef vér vildum læra sem mest af Englendingum, og frá þeirri skoðun hefir hann aldrei hvik- að, hvað sem á hefir gengið og þrátt fyrir hernám og þorska- stríð. Hefir hann þar verið víð- sýnni mörgum og ekki reiknað í árum, en öldum. Þegar hann kom hingað heim aftur gerðist hann skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku, og svo setti hann á fót bóka- verzlun, sem hann kallaði „The English Bookshop" og bendir það nafn til að hann vildi kynna enskar bókmenntir hér á landi. Var hann og sjálfur orðinn þeim bókmenntum svo handgenginn, að hann gat leiðbeint öllum við- skiptavinum sínum um bókaval. Þetta var hans framlag til að kynna hér enska menningu, 'og sýndi hann þannig trú sína 1 ur þetta nægja, en ekki dr. Sig- urður. Fyrir þrem árum stofnaði hann Niðursuðuverksmiðju Borg arfjarðar h.f. í Borgnarnesi, svona rétt til að sýna að hugur fylgdi máli, og hefir veitt henni forstöðu síðan. ílg hefi þek’kt Sigurð frá því við vorum bekkjarbræður í 6. bekk í menntaskóla. Síðan hög- uðu atvkin því þannig, að við höfum verið nánir samstarfs- menn um nær 20 ára skeið. Hann var ágætur námsmaður og afkastamikill að hverju sem “hann gekk, enda sístarfandi. Það liggur því þegar eftir hann ótrú- lega mikið verk. Það fer ekki milli mála, að enginn maður hér á landi hefir sikrifað meira um matvælaiðnað eða betur en hann. Getur hver sem er sannfærzt um það með þvi að fletta upp í rit- inu Verkfræðingatal. Hann er líka ágætlega ritfær og er sér- ■lega lagið að setja fram flókið efni á skilmerkilegan hátt. Rangt væri að gefa í skyn, að Sigurður hafi einskorðað ritverk in við matvælaiðnað. Eftir hann liggja fjölmargar ritsmíðar um annað efni og ekki allt náttúru- fræðilegs efnis. Honum hefir líka verið sýndur margháttaður trúnaður á þessu sviði, var t.d. ritsfjóri Tímarits Verkfræðinga- félags fslands og Náttúrufræð- ingsins um tíma og formaður verki. Jafnframt hóf hann bóka útgáfu og varð mikilvirkur og velvirkur bókaútgefandi, því að hann lagði metnað sinn í að gefa út úrvalsbækur. Samtímis kappkostaði hann að gera bæk- ur sínar svo vel úr garði að til fyrirmyndar mætti telja, bæði um prentun og band. Var hon- uim það sérstakt hjartans mád að vinna að því, að íslenzkar bæk- uir stæði ekki að baki bókum hjá öðrum þjóðum um frágang allan og vandvirkni. Ritaði hann fjölda greina um þetta efni, st’undum í viðurkenningar- skyni, en oftar þó sem álas fyr- ir hroðvirkni og smekkleysur. Sjálfum fannst honum þetta sem að klappa harðan steininn, svo væri hroðvirknisvaninn orðinn rótgróinn. En þegar hann lítur nú yfir framvinduna í bókagerð hér á landi um hálfrar aldar skeið, trúi ég ekki öðru en hon- um sýnist hún hafa tekið þó nokkrum stakkaskiftum til hins betra, og er það engum manni fremur að þakka en honum. Þó hægt hafi miðað, hefir miðað í rétta átt. Annars hefir Snæbjörn ritað mikið um ævina og alltaf af innri þörf þegar honum þótti eitthvað við liggja. Stíll hans var jafnan auðþekktur, svo þótt Hins íslenzka náttúrufræðafélags í mörg ár. Sigurður er meiri skapbrigða- maður en almennt er um íslend- inga. Mér hefir oft dottið í hug, að hann hafi hlotið í vöggugjöf stærri skerf af því keltneska blóði, sem er arfleifð okkar allra, en almennt er. Hann er hrókur alls fagnaðar á mannamótum og 'hjá honum vottar ekki fyrir þeim norræna þunga, sem ein- kennir lund margra íslendinga. Hann er líka bardagamaður, þeg ar því er að skipta. Mér er ekki grunlaust, að hann hafi á sínum tíma haft af því meiri ánægju að kl'jást við Rannsóknaráð hið eldra og kveða Lýsenkó hinn rússneska í kútinn en skrifa fræðilega ritgjörð um krækling- inn í Hvalfirði, og veiit ég þó, að hann er eitt af hans hjartans málum. Dr. Sigurður á þrjú mann- vænleg börn af fyrra hjónabandi og eru þau öll uppkomin. Hin síðari ár hefir hann og kona hans dr. Selma Jónsdóttir, list- fræðingur, átt glæsilegt heimili að Ægissíðu, einum fegursta stað í þessum bæ. Um leið og ég óska honum og fjölskyldu hans til hamingju með afmælið vona ég, að Skerjafjörðurinn skarti sínu fegursta í tilefni dagsins. Áttræður hann léti ekki nafns síns getið, þá gengu fæstir að því grufl- andi úr hvaða horni það hljóð kom, eða eins og hann kvað eitt sinn: Jafnan þekktist þar hver færi þegar ég orð á torgið bar, fangamarkið mitt þó væri •margoft ekki að finna þar. Slíkir menn ná til fjöldans, og menn leggja eyru við hvað þeir hafi til brunns að bera. En ekki hafa allir orðið jafn ánægðir, því að Snæbjörn tal- aði jafnan af hreinskilni og sagði það sem honum bjó 5 brjósti, bæði til lofs og lasts. Að því leyti batt hann ekki bagga sína sömu hnútum og sam ferðamenn, en hann var aldrei út 1 urð hrakinn þess vegna, því að hann fór aldrei með staðlausa stafi. Hann hefir sjálfur sagt: „Því fer fjarri að ég hafi talið mér skylt að þegja við öllu röngu, né heldur vildi ég þegja um það, er ég sá að var þjóð minni til tjóns eða vansæmdar. Þess vegna hefi ég ritað ádeil- ur“. En þótt margt af þessu kæmi við kaun og undan sviði, þá má óhætt um hann segja það, sem skáldið kvað: „hann hjó i hel með hjartans bezta þel“. Greindum mönnum þóttu rit smíðar Snæbjarnar svo merki- legar, að þær mætti ekki vera fólgnar á víð og dreif. Var það svo að tilhlutan dr. Finns Sig- mundssonar, landsbókavarðar, að hafin var útgáfa á greina- safni hans, og kom fyrsta bók- in, „Vörður og Vinarkveðjur" út 1963. Önnur bókin, „Mis- vindi“, kom út 1964, og þriðja bókin, „Lokasjóður", kom út 1965. Ekki hefir nema nokkuir hluti af ritsmíðum Snæbjarnar komizt fyrir í þessum bókum, og fátt er þar um ádeilugreinr ar, en þeim mun meiira af þvl, sem heldur uppi hróðri margra ágætra manna og kvenna, sem hann hafði haft mætur á, og er það sérstakt framlag til íslenzkr ar þjóðmenningarsögu. Dóm- greind höfundar um hvað er sagna bezt, kemur þar glöggt 1 ljós, og því mun sennilega lengi til þeirra ritgerða vitnað. Eins og aðrir góðir „alda- mótamenn“ hefir Snæbjörn haft mikið yndi af skáldskap, og Framhald á 23 Þórður Þorbjarnarson. Snæbjörn Jónsson sali og rithöfundur -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.