Morgunblaðið - 19.05.1967, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.05.1967, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1967. Ragnheiður Jónsdóttir - Skáld- kona — inning ÞEGAR ég fór fyrst að lesa bækur og hafa áhuga á íslenzk- um skáldskap, hafði Torfhildur Hólm í áratugi verið hinn eini áberandi fulltrúi íslenzkra kvenna á sviði bókmenntanna — og í rauninni sá einasti frá upphafi íslandsbyggðar, sem skrifað hafði sögur og orðið al- þjóð kunn af bókum. Af rímuðu máli kvenna var ekkert alkunn- ugt í mínum átthögum nema vísur Vatnsenda-Rósu, en um þetta leyti kynntust ýmsir vís- um og kvæðum eftir Ólöfu frá Hlöðum, en ekki hafði hún þá og raunar ekki heldur síðar vakið þá athygli, sem hún var verð, svo vel sem hún orti og oft sérkennilega. Þá voru þær og að verða kunnar, Theódóra Thoroddsen fyrir þulur sínar og Hulda, sem aðeins 26 ára göm- ul sendi frá sér myndarlega ljóðabók. Sú bók tryggði henni þegar í stað fyrstri íslenzkra krvenna veglegt sæti á skálda- bekk, og stóðu þar að meðal annara stórskáldin Þorsteinn Erl' ingsson og Einar Benediktsson. Hún hélt síðan sætinu sem merk asti fulltrúi sinna kynsystra í hópi íslenzkra ljóðskálda allt til æviloka. Hulda var uppalin á heimili og í héraði, þar sem segja má að ríkt hafi bók- menntaleg vakning, og hún kynntist á bernsku- og unglings árum sínum ekki aðeins ís- lenzkum bókmenntum, heldur og erlendum. en næstu athyglis- verðir fulltrúar íslenzkra kvenna á vettvangi bókmennt- anna voru þrjár sjálfmenntaðar alþýðukonur, systurnar breið- firzku, Herdís og Ólína Andrés- dætur, og hin eyfirzka bónda- kona, Kristín Sigfúsdóttir, er fyrst af íslenzkum konum skrif aði skáldrit í óbundnu máli, sem veigur er í, leikritið Tengda- mömmu, sem leikið var bæði á Akureyri og í Reykjavík og síð- an víða um landið, og smásagna- safnið Sveitasögur og skáldsög- una Gestir. Virðist mér, að hljóðara hafi verið um afrek slíkra kvenna en vert væri, ef nokkurs skal meta gildi íslenzkr ar alþýðumenningar í framtíð- inni. Þær konur, sem nú hafa verið nefndar, eru sem skáldkonur brautryðjendúr og að nokkru vegvísar þess mikla fjölda skáld kvenna, sem birt hafa hér ljóð, sögur og leikrit á síðustu fjór- um áratugum. f þeim hópi ber hátt — ekki sízt fyrir sakir smekkvísi, vandvirkni og kunn- áttusemi — Ragnheiði Jónsdótt- ur, sem lézt 9. þessa mánaðar og jarðsungin er í dag. Raghheiður Jónsdóttir fæddist á Stokkseyri 9. apríl árið 1895. Foreldrar hennar voru Jón Sig- urðsson, kennari í Stokkseyrar- hreppi, og kona hans, Guð- rún Magnúsdóttir. Ragnheiður ólst upp í foreldrahúsum og naut þar mikils ástríkis og skiln ings. Hún var tilfinningarík, við kvæm, spurul, gædd ríku ímynd unarafli og lék sér tíðum þann- ig, að hún bjó sjálf til leiki sína, og var þeim oft svo hátt- að, að hún gat ekki látið önn- ur börn taka þátt í þeim. Hún varð mjög snemma læs og tók brátt að lesa allt, sem hún á náði, jafnt í bundnu máli sem óbundnu. Hún var námsfús, og þó að hún færi ekki í skcla að lokinni fermingu, hélt hún áfram námi með leiðsögn föður síns, og aðeins 19 ára gömul var hún ráðin til barnakennslu 1 Gaulverjabæjarhreppi. Haust- ið 1916 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Guðjóni Guðjóns- syni. Næsta vetur var hann kennari við barnaskólann í Vestmannaeyjum, og Ragnheið- ur varð þá heimilskennari í Vík þar í kaupstaðnum. Næstu tvö ár var Guðjón skólastjóri á Stokkseyri og Ragnheiður kenndi þar, en síðar fluttust þau hjónin til Reykjavíkur og voru þar allt til 1930. Vorið 1923 tók Ragnheiður kennarapróf og kenndi síðan í barnaskólum í Reykjavík í sjö ár. En haustið 1930 varð Guðjón skólastjóri barnaskólans í Hafnarfirði, og þar bjuggu þau hjónin síðan til ársins 1957, en þá fluttu þau í hús það við Laugarásveg í Reykjavík, sem þau hafa búið í síðan í sambýli við dóttur sína og tengdason, Þau RagnheiðuT og Guðjón eignuðust tvö börn, Jón Ragnar, sem á heima í Boston og er þar stýrimaður á togara, og Sigrúnu, sem er gift Gesti Þorgrímssyni. kennara við Kennaraskóla ís- lands. Þau hjón eru bæði bók- vís og listfeng, vel skapi far- in og skemmtileg, og hefur sam- býlið á Laugarásvegi 7 verið ástríkt og ánægjulegt. Svo sem áður getur, var Ragnheiður á bernsku- og ung- lingsárum gædd ríkri lestrar- og fróðleiksfýsn, og alla sína ævi las hún mjög mikið, kynnti sér islenzkar og erlendar bók- menntir og las einnig margt um uppeldis- og félagsmál. Bóndi hennar hefur jafnan verið henni ástríkur og nærfærinn, og hann er mjög bókfróður og gæddur óvenju heilbrigðum og næmum smekk á mál og stíl og alla gerð bóka, og hafa þau hjónin rætt bókmenntir og önnur menn ingarmál frá fyrstu kynnum. Hann hefur og jafnan lagt áherzlu á, að Ragnheiði gæfist sem bezt færi á að stunda rit- störf og að hún gæti kynnzt er- lendum bákmenntum og menn- ingarlífi. Hún dvaldist sumar- langt á Englandi árið 1929, kynnti sér þar smábarna- kennslu, en einnig enskar bók- menntir og menningarhætti, og 18 árum síðar fór hún til Norð- urlanda og var þar rúmt ár. Þar vann hún að ritstörfum og lagði mikla rækt við að kynna sér hinar nýrri bókmenntir og listir frændþjóðanna. Loks dvaldi hún um hríð í Bandaríkj- unum árið 1953 og notaði tím- ann til menningalegra kynna eins vel og aðstæður leyfðu. Þá er þess að geta, að þar eð þau hjónin hafa verið mjög gest- risin og kunnað vel að fagna gestum, hefur margt áhuga- manna um bókmenntir og listir komið á heimili þeirra og Ragn- heiður þá átt þess kost að ræða slík mál og annað það, sem mik- ils er um vert í menningarlífi hverrar þjóðar. Ragnheiður var lengstum heilsuveil, og fyrir þær sakir vann hún lítið utan heimilis, eftir að þau hjón fluttust til Hafnarfjarðar, og hafði minni afskipti af félagsmálum en ella hefði orðið. Hún var þó um skeið í barnaverndarnefnd bæj arins, enda bar hún mjög fyrir brjósti líðan barna og unglinga og aðstöðu þeirra til menning- ar og manndómsþroska. Hún tók og nokkurn virkan þátt í samtökum íslenzkra rithöfunda, og fyrir nokkrum árum var hún formaður Rithöfundafélags fs- lands. Opinberlega hafði hún engin afskipti af þjóðmálum og trúmálum, en fylgdist mjög vel með því, sem efst var á baugi í þeim efnum hér á landi og er- lendis, var víðsýn, frjálslynd og laus við öfgar og æsifirrur. Þrátt fyrir stundum langvar- andi heilsuleysi var hún ávallt andlega vökul, og hin veila heilsa hennar náði aldrei að draga úr ástríki hennar gagn- vart börnum sínum og umhyggj únni fyrir þeim. Ragnheiður var vitur kona, íhugul og glöggskyggn. Hún var að eðlisfari jákvæð og bjartsýn, en lokaði ekki augunum fyrir veilum og vanköntum mann- anna og miskunnarleysi tilver- unnar. Eins og áður hefur verið að vikið, var hún tilfinningarík og viðkvæm, og hún átti sér djarfar þrár og dásamlega drauma, unni fegurð og góðleik umfram allt annað, en sá og fann, hve andstæður þessa voru margar, reginssterkar og válega viðsjálar. Og í allri sinni viðkvæmni skalf hún oft fyrir ógnun eyðingarmáttar myrkurs og heljar í urtagarði mannlegs lífs, og ef til vill þess vegna var hún í rauninni alla ævi dul og hlédræg, þó að hún væri ræðin og glöð í hópi góðra vina — og þá helzt innan veggja síns á<”Dfa heimilis. Hún var sérlesa vinföst, en átti ekki marga nána vini, þó að hún ætti hins veg- ar sívaxandi vinahóp meðal þjóðar sinnar — og þá ekki sízt barna og unglinga. Ragnheiður bar í brjósti allt frá bernskudögum ríka þrá til að túlka tilfinningar sinar, lífs- reynslu. og viðhorf í skáldlegu formi. En hún las jafnan svo margt bókmennta og um bók- menntir og bar á þessi efni svo glöggt skyn, að hún vantreysti því lengi vel, að hún gæti sent frá sér nokkuð það, sem þess væri virði, að það kæmi fyrir sjónir almennings. Þess vegna var hún komin fast að fertugu, þegar hún sendi frá sér fyrstu bók sína, Ævintýraleiki. Hún birti síðan nokkrar smásögur á víð og dreif, en sjö ár liðu, unz næsta bók hennar, skáldsag an Arfur, kom út. En úr því kom hver bókin af annarri — og alls urðu bækur hennar milli tuttugu og þrjátíu. Sög- urnar um Hörð og Helgu eru meðal þess allra bezta, sem hér hefur verið skrifað handa börnum, og bækurnar um Dóru og Kötlu eru betur gerðar og skemmtilegri en flestar aðrar, sem hér hafa komið út og einkum eru ætlaSar telpum, sem eru að komast á hinn viðsjála unglings aldur. Er þar gripið á ýmsum þeim vandamálum, sem oft hafa reynzt ærið örlagaþrungin. Öll gerð bóka Ragnheiðar handa börnum og unglingum vitnar ium vandvirkni og þekkingu, og svo er og um skáldsögur hennar, sem ætlaðar eru full- þroska fólki, en af þeim er Mín liljan fríð, sem kom út fyrir fáum árum, veigamest og eftir- minnilegust, enda er hún að mínum dómi ein af merkari skáldsögum, sem hér hafa kom- ið út nú um langa hríð. Og sannarlega var Ragnheiður verðug þeirra rithöfundarlauna, sem hún naut hin síðari ár æv- innar. Ég kynntist Ragnheiði Jóns- dóttur, heimili hennar og störf- um fyrir rúmum þremur ára- tugum, og hafa kynnin haldizt síðan, þó að stundum hafi ver- ið langt á milli samfunda. Þau hafa ávallt verið mér Ijúf og ánægjúleg. Ég og kona mín sökn um Ragnheiðar, þökkum henni velvild og vináttu og þá gleði, sem bækur hennar hafa veitt okkur, og við vottum hennar nánustu einlæga samúð okkar. Og íslenzku þjóðinni óskum við þess, að hún megi eignast sem flesta skáld- og rithöfunda, sem leggi jafn ríka og einlæga rækt við ritverk sín og Ragnheiður gerði frá því fyrsta til þess síð- asta. Guðmundur Gíslason Ilagalín. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. (Einar Ben.) Þessi ljóðlína skáldsins hefur ekki horfið úr huga mér, síðan ég frétti andlát Ragnheiðar Jóndóttur, enda vitnaði hún sjálf oft til hennar, bæði í skáldskap og einkalífi. Sjálf vildi hún enga sál særa, sérstak- lega ekki lítilmagnann, og hún myndi mörgum sinnum heldur hafa viljað þola órétt, en að gera öðrum hann. Að hinu leyt- inu var hún sjálf viðkvæm sal, sem þoldi illa kuldanæðinga og hörku. Hún minnti mig oft á fagurt, viðkvæmt blóm, sem breiðir úr blöðunum gegn sólargeislun-umr en lokar krón- unni og drúpir höfði við kulda og regni. En Ragnheiður var sannar- lega hamingjusöm kona, og þess skal minnst hér, það veit ég að hún myndi vilja. Hún átti ynd- islegt bernsku- og æskuheimili, sem hún hefur oft sagt frá í sög- um sínum. Sérstaklega var sam- band hennar og föður hennar óvenjulegt og heillandi. Af hon- um hefur hún gert ógleyman- lega mynd í sögunni um Hörð og Helgu, manni finnst að mað- ur hafi sjálfur þekkt þennan frábæra skólastjóra og mann. Ung giftist Ragnheiður manni, sem hún elskaði, og sem varð henni hinn ástríkasti og um- hyggjusamasti ævifélagi þau 50 ár, sem síðan eru liðin. Þessum manni er helguð litla sagan hennar í fyrstu bókinni af: „Því gleymi ég aldrei“, verðlauna- saga Ríkisútvarpsins frá 1961 „Hverf er haustgríma". Ég sá Ragnheiði í síðasta sinn tveim- ur eða þremur dögum áður en hún dó. Dauðinn hafði þá sett merki sitt á fallega andlitið, en við rúmið sat æskuunnustinn og hélt um mögru, þróttlausu höndina, sem hún hafði rétt hon um. Mér fannst ég stödd á heilögum stað, þar sem tími og rúm hvarf in í eilífðina. Þungbært varð það Ragnheiði eins og nærri má geta, að einkasonurinn, sem stundað hafði nám í fjarlægu landi gift- ist þarlendri konu og, settist þar að lokum að fyrir fullt og allt. Böndin milli móður og sonar slitnuðu þó ekki, og í banaleg- unni kom hann heim til hennar, svo að augu hennar fengju að hvíla á honum um stund, áður en yfir lykL Dýrasta gjöfin, sem lífið gaf henni, var þó kannske dóttirin, sem hún fékk að hafa hjá sér svo að segja frá því hún fædd- ist og ti-1 hinztu stundar. Dótt- irin, sem skildi hana líklega betur en allir aðrir, og sem gat veitt móður sinni þann stuðn- ing góðrar heilsu og líkams- krafta, sem hana hafði alltaf skort. Og allt var það látið í té af einskærri elsku fremur en skyldurækni. Þar við bættist að tengd^sonurinn, sem hún færði foreldrum sínum varð þeim eins og sonur, og barnabörnin, vel gefin og yndisleg yljuðu bæði heimilin með barnslegri glað- værð og trúnaðartrausti. Heimilislíf og fjölskyldubond hefðu þó aldrei fullnægt Ragn- heiði eða gefið lífi hennar þá fyllingu, sem hún þráði. Ég held að hún hafi verið svo mikið skáld, að hún hefði aldrei get- að lifað án þess að skrifa. Hún hefði visnað og dáið. Hún var kennari að menntun og innræti og sál hennar var alltaf mjög bundin börnunum. Hún var um árabil kennari við barnaskólann hér í Reykjavík og við vorum þá vel kunnugar. Ragnheiður var enginn venjulegur kennari. Hún hafði hvað mestan áhuga fyrir þeim börnum, sem voru erfið eða áttu við bágar kring-. umstæður að búa. Hún vildi fyrst og fremst vera sálufélagi barnanna og leysa úr vanda- málum þeirra við námið á þann hátt. Og ég held að hún hafi náð árangri á þessu sviði. En þegar maður hennar varð skóla- stjóri í Hafnarfirði og þau hjón fluttu þangað gat hún ekki sinnt kennslu lengur. Þá fór hún að skrifa fyrir alvöru og viðfangsefni hennar varð fyrst og fremst heimur barnsins. Hún skrifaði sögur og leikrit fyrir börn og hún og tengdason- urinn hjálpuðust að við að setja þau á svið í Hafnarfirði. En Ragnheiður hafði alltaf mjög viðkvæma heilsu og var oft sjúklingur tímunum saman. Þó hélt hún áfram að skrifa í rúm- inu er hún treysti sér ekki að hafa fótavist. Auk barnabók- anna hefur hún einnig skrifað smásögur og nokkrar stærri skáldsögur, en alltaf mun barn- ið og örlög þess hafa staðið hjarta hennar næst. Ég hef nýlega lesið merka bók, einskonar hugleiðingar um andlega leit höfundarins og nið- urstöður þéirrar leitar. Þar stendur þessi eftirtektarverða setning: „Sannarlega kristilegt líf er ekki fyrst og fremst fólg- ið í góðverkum, heldur í gcð- vild“. Ragnheiður Jónsdóttir mundi hafa viljað leggja stóran skerf tii góðverka og líknar- mála, en til þess að helga sig sliku starfi hafði hún aldrei líkamskrafta eða heilsu. En hún átti góðvild í svo ríkum mælL að hún vildi öllum vel, mönnum og málleysingjum, lika þeim sem höfðu gert á hluta hennar eða sýnt henhi skilningsleysi. Ég hef í raun og veru aldrei heyrt hana tala illa um nokkurn mann. Ætti heimurinn marga, yfirgnæfandi fjölda slíkra manna, yrði friðvænlegra í heim inum en nú er. Aðalbjörg Sigurðardóttir. „Enn þá skortir mig orðin, er á ég þig að kveðja of margs er að minnast of mik-ið að þakka. Ilm úr grasi, angan frá sænum fyrir vitin bregður. Vertu blessaður.“ Við tímamót leitar hugurinn til þess liðna og ókomna, við hinztu kveðju til fyrstu kynna, við andlátið til lífsins, við þögn- ina miklu til orðs og tóna. Og því var það, þegar ég kom heim frá síðustu heimsókn minni til frú Ragnheiðar Jónsdóttur, þar sem þögnin mikla ríkti við hinztu hvílu hennar, að ég leitaði á vit tækninnar til þess að færa mér aftur málróm hennar — og orð, sem hún mælti til mín við tímamót í ævi minni fyrir nokkr- um árum, og ég set hér sem upp- haf sundurlausra minninga um alúðarvin frá bernskudögum til síðustu stundar. Kynni okkar Ragnheiðar hóf- ust fyrir mitt minni, því að hún gætti mín meðan ég var óvita barn. Síðan hefur hún fylgzt með viðleitni minni til vaxtar og manndóms af áhuga, hjálpsemi, og skilningi á því, sem mis- heppnaðist og aflaga fór. En þótt viðhorf hennar til mín væri vermt grómla-usri vináttu og tryggð, veit ég að einn sterkasti þátturinn í eðlishneigð hennar var að hjálpa öllum til meiri vaxtar og þroska, fegurra og full- komnara lífs. Þetta sjá að vísu allir, sem bækur hennar lesa, en við, sem þekktum hana vit- um, að hún var ekki síður trú þessari hugsjón í lífi sínu en skáldskap. Það er ekki ætlun mín að rekja hér ítarlega ævi og ætt Ragn- heiðar, það munu aðrir gera, h-eldur aðeins að líta yfir nokkr- ar myndir úr albúmi minning- anna eftir því, sem þær koma fram í hugann á kveðjustund. Ragnheiður er fædd og upp- alin á Stokkseyri, litlu þorpi á lágri strönd, þar sem útsærinn teygir sig móti suðri, lengra en augað eygir, en fjarlæg fjöll af- marka sjónarhringinn í öðrum áttum. Virðist mér sem þessar óravíddir hafi haft áhrif á skap- höfn Ragnheiðar og skáldskap. Á uppvaxtarárum hennar var lífsbarátta þjóðarinnar mjög hörð, og börn látin hjálpa til að vinna fyrir sér, eftir því sem kraftar levfðu og stundum rúm- Framhald á 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.