Morgunblaðið - 19.05.1967, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1967.
19
Nemendasamhands
Verzlunarskólans
AÐ VENJU efndi Nemendasam
band V.í. til veglegs samkvaem-
is 30. apríl, að þessu sinni að
Hótel Sögu. Var hóf þetta mjög
fjölmennt og hinn bezti mann-
fagnaður.
Formaður Nemendasambands
V.Í., Þorvaldur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri, setti hófið
með ræðu og stýrði því. Bauð
hann gesti velkomna og þá
fyrst og fremst heiðursgestin-
a, sem voru þau hjónin Grím-
ur Jónsson, fyrrum útvegsbóndi
og kaupmaður í Súðavík, og frú
Þuríður Magnúsdóttir. Var
Grímur einn í hópi þeirra nem-
enda, er brautskráðust fyrir 60
árum, þ.e.a.s. árið 1907, er
fyrstu nemendur skólans luku
burtfararprófi. í þeim hópi voru
8 piltar og 2 stúlkur. Áf þeim
eu nú aðeins á lífi þeir Gímur
Jónsson frá Súðavík og Gunnar
nafni 25 ára nemenda. Kvað
hann þeim félögum vel hafa
enzt það veganesti,, er skólinn
hefði þeim í té látið. Færðu
þeir félagar skólanum að gjöf
kr. 42.000 til tækjakaupa.
Einar H. Ásgrímsson hafði
orð fyrir 20 ára nemendum.
Höfðu þeir félagar áður, við
skólauppsögn, fært skólanum
IBM rafmagnsritvél að gjöf.
Af hálfu 15 ára nemnda tal-
aði Othar Hansson. Höfðu þeir
daginn áður við skólaslit afhent
skólanum að gjöf myndvarpa.
Ellert Schram hafði orð fyr-
ir þeim nemendum, er braut-
skráðust fyrir 10 árum. Kvað
hann þann árgang vera hinn
fyrsta, er verið hafði öll sín ár
í V.í. undir stjórn núverandi
skúlastjóra, dr. Jóns Gíslasonar.
Við skólauppsögn hafði Kristj-
Grímur Jónsson og frú. Grím
og færði skólanum nú gjafir.
Þorsteinsson, starfsmaður á Víf
ilsstöðum.
í veizlunni voru margar ræð-
ur fluttar. Grímur Jónsson
flutti á'gæta ræðu og rifjaði
upp ýmislegt frá fyrstu árum
skólans. Þótti honum hafa orðið
mikil og heillavænleg þróun í
skólanum á þessu sextíu ára
tímabili. Fór hann einkar hlýj-
um orðum um starf fyrsta
skólastjórans, Ólafs G. Eyjólfs-
sonar, og kennaranna. Að lok-
um árnaði hann skól-
anum heilla og bless-
unar um alla framtíð. Færði
hann peningagjafir bæði Nem-
endasjóði og sjálfseignarstofnun
inni Verzlunarskóla íslands,
samtals kr. 5000.00.
Hallur Þorleifsson hafði orð
fyrir nemendum, er brautskráð-
ust fyrir 55 árum. Fór hann
miklum viðurkenningarorðum
um starf skólans bæði fyrr og
nú. — Veizlustjóri vakti á því
athygli, að í samkvæminu væru
þrír ættliðir, er allir hefðu
stundað nám og lokið burtfar-
arprófi frá V.í. Hallur Þorleifs-
son, sonur hans Kristín, óperu-
söngvari, og dóttir Kristins,
Guðrún, sem væri í hópi þeirra,
er brautskráðust á þessu vori.
Bað hann menn að rísa úr sæt-
um og hylla þessa ágætu nem-
endur.
1 nafni 50 ára nemenda tal-
aði Jón Gunnarsson, skrifstofu-
stjóri. Rakti hann að nokkru
þróun skólans, sem hann var
ánægður með. Færði hann skól
anum að gjöf kr. 10.000 frá
þeim félögum til tækjakaupa.
Af hálfu 35 ára nemenda tal-
aði Ásmundur Olsen. Rakti
hann ýmsar minningar úr skóla
lífinu. Til tækjakaupa gáfu þeir
félagar skólanum kr. 10.000.
Orð fyrir 30 ára nemendur
hafði Guðmundur Sigurjónsson
Fór hann viðurkenningarorðum
um starf skólans, flutti þakkir
þeirra félaga, er gáfu kr. 30.000
til tækjakaupa.
, Ingvar N. Fálsson talaði í
ur brautskráðist fyrir 60 árum
án Ól. Ragnarsson afhent frá
þeim félögum kr. 25.000, er
verja skyldi til að styrkja út-
gáfu nýrra kennslubóka.
Jón Sigurðsson hafði orð fyr
ir nemendur, er brautskráðust
fyrir 5 árum. Árnaði hann skól
anum heilla og afhenti frá þeim
félögum kr. 15.000 til tækja-
kaupa.
Að lokum talið skólastjórinn,
dr. Jón Gíslason, og bar fram
þakkir í nafni skólans fyrir
hinar rausnarlegu gjafir, er skól
anum hefðu verið færðar við
þetta tækifæri. Þær væru vissu
lega mikils virði .og kæmu í
góðar þarfir. Þó væri sá vinar-
hugur, er þær bæru vott um,
enn mikilvægari. Væri að hon-
um mikil hvatning fyrir alla þá,
er störfuðu við skólann og fyr-
ir hann.
Að lokum mælti skólastjóri:
„Ég vil óska þess, að hinir
ungu menn og konur, sem
brautskráð voru í gær úr 4.
bekk, verði jafnstyrk á líkama
og sál og fulltrúi fyrsta árgangs
ins, Grímur Jónsson frá Súða-
vík, er nú á sextíu ára braut-
skráningarafmæli sínu. Árið
2027 gæti þá einhver ræðumað-
ur úr þeirra hópi sagt eitthvað
á þessa leið: Fyrir sextiu árum,
þegar ég var brautskráður, ár-
ið 1967, var hylltur í hófi Nem-
endasambands V.í. fulltrúi
fyrsta árgangsins. Því má segja
að handtak mitt spanni meira
en öld: — Þannig skilar hver
kynslóð kyndli lífs og sögu í
hendur hinnar næstu. Vér skul-
um vona, að kyndill V.í. brenni
jafnan glatt og beri góða birtu.
Mun svo verða, ef þróttmiklar
hendur framtakssamra atorku-
manna halda honum hátt á loft,
Veizlustjóri, Þorvaldur Þor-
steinsson, sæmdi heiðursgestina
Grím Jónsson og frú Þuríði
Magnúsdóttur, gjöf sem er veg-
leg blómakarfa. Einnig þakkaði
hann fráfarandi formanni Nem-
endasambands V.I. Sigurbirni
Þorbjörnssyni, ríkisskattstjóra,
ágæt störf og færði honum
blómagjöf sem lítinn þakk-
lætisvott.
Að borðhaldi loknu var dans
stiginn af miklu fjöri. Þótti
þessi samkoma hafa tekizt með
miklum ágætum og verið hafa
öllum hlutaðeigendum til
ánægju og sóma.
SjúkraliSair með Ingibjörgu M agnúsdóttur forstöðukonu, Guð-
mundi Karli Péturssyni yfirlæk ni og deildarhjúkrunarkonum.
17 sjnbruliðar frá Akureyri
FRÁ Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri voru brautskráðir 17
sjúkraliðar þ. 10. maí sl.
Forstöðukona Ingibjörg R.
Magnúsdóttir sleit námskeiðinu
og afhenti nemendum prófskír-
teini.
Námskeiðið stóð yfir í 8 mán-
uði. Nemendur luku skriflegum
prófum í líkamsfræði og heilsu-
■ fræði og verklegu prófi í hjúkr-
un. Verklegt nám var á fjór-
um deildum sjúkrahússins —
hjúkrunardeildunum þremur og
fæðingardeildinni.
Þetta er annað námskeið 1
sjúkrahjálp, sem haldið hefir
verið í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri og hafa nú braut--
skráðst þaðan 31 sjúkraliði.
í sumar munu starfa þar 19
sjúkraliðar.
Vegir víðast ófærir
ÁSTAND VEGA á landinu er
mjög slæmt þessa dagana og víð
ast hvar ófært. Hjörleifur Ól-
afsson, hjá Vegagerðinni sagði
Morgunblaðinu að þeir ættu
alltaf von á því á hverju vori
að vegir skemmdust af aur-
bleytu. Tvennt gerði þetta sér-
lega áberandi í ár, leysingar eru
venjufremur seint og hvítasunn
an, þessa mikla ferðahelgi, hitti
á versta ástandið.
Allir vegir landsins eru meira
eða minna spilltir af aurbleytu
og víðast hvar hafa verið sett-
ar 5 tonna hámarksþungatak-
markanir. Sums staðar hefur
jafnvel öll umferð verið bönn-
uð öðrum farartækjum en jepp
um. Allsæmileg færð er þó um
Suðurlandsveg og ástandið í
Rangárvalla- og Skaftafellssýsl-
um er mun skárra en í Árnes-
sýslu, þar sem ýmsir vegir eru
aðeins færir jeppum, t.d. að
Þingvöllum, Gullfossi og Geysi
og um Grafninginn. Sæmilega
er fært um Borgarfjörð, Snæ-
fellsnes og Dalasýslu norður til
Akureyrar og Húsavíkur um
Dalsmynni. Þó er ákaflega við-
sjárvert að fara þetta á lágum
fól'ksbifreiðum. Aðrir vegir eru
svo yfirleitt ófærir nema Suð-
urnesj avegur, sem hægt er að
fara á jeppum. Víða er unnið
að viðgerðum, heflunum og
slíku. En sums staðar er ekk-
ert hægt að gera, meðan allt
er á floti ofan á klakaskorp-
unni.
Áskorun tog-
araskipstjóra
NÍTJÁN togaraskipstjórar hafa
sent ríkisstjórninni eftirfarandi
ádkorun:
Vegna fenginnar reynslu
margra togaraskipstjóra óskum
við þess eindregið að ríkisstjórn-
in hindri ekki innflutning á þeim
vetðarfærum til togaranna, sem
bezt reynast á hverjuim tíma.
Reynslan hefur sýnt að Hamp
iðjunetin hafa ekki líkt því sama
styrkleika í notkun og portú-
gölsk net, sem togararnir hafa
almennt notað undanfarið.
Við erum ekki á móti því að
íslenzkur iðnaður sé styrktur, en
mótmælum því eindregið að það
sé gert á kostnað togaranna, þar
sem það getur skipt milljónum í
afla að togararnir hafi þau net,
sem bezt reynast á hverjum
tima.
Kennedy-viðræður
hafnar að hausti á ný
Rœtt um vandamál landbúnaðarins
Briissel, 18. maí — NTB —
KENNEDY-viðræðurnar verða
hafnar að nýju næsta haust, að
því er Jean Rey formaður samn
inganefndar Efnahagsbandalags
landanna upplýsti í dag. Verð-
ur þá reynt að leysa vandamál
landbúnaðarins, sem ekki var
lokið við að Ieysa í nýafstað-
inni umferð viðræðnanna. Þetta
er í fyrsta sinn, sem Rey minn-
ist á árangurinn af Kennedy-
viðræðunum. Sagði hann, að
Efnahagsbandalagslöndunum
þætti mjög miður, að samning-
ar varðandi landbúnaðarafurð-
ir með betra skipulag og meiri
aga í huga heppnuðust ekki nú.
En vafalítið hefjast samnings-
viðræður að nýju í Genf í haust,
sagði Rey, — og þá verða þessi
vandamál rædd.
Um samningsviðræður Efna-
hagsbandalagsins og Norður-
landa sagði Rey, að þær yrðu
bæði langvinnar og erfiðar
vegna ósamkomulags um hvern
ig mætti fá jafnvægi milli til-
boðanna. Hann sagði að lokum,
að Kennedyviðræðurnar væru
efnahagslegur og pólitískur sig
ur. Þær sönnuðu, að þrátt fyrir
yfirburði Bandaríkjanna yfir
Evrópu á mörgum sviðum m.a.
hernaðarsviðinu — stæði Ev-
rópu þeim jafnfætis á viðskipta
sviðinu.
Clay í
fangelsi
CASSIUSI Clay var í dag varp
að í fangelsi í Miami. Vegalög-
regluþjónn þekkti kappann og
handtók, en handtökuskipun
hafði verið gefin út vegna þess
að Clay mætti ekki til að svara
saka fyrir umferðarbrot í fyrra.
Brot Clay var fólgið í því
að taka ranglega vinstri beygju.
Og einnig hafði hann ekki gilt
ökuskírteini. Sektin var þá
ákveðin 75 dalir — en Clay hef
ur enn ekki greitt hana og féll
því fangelsisdómur á hann.
Hann hlýddi án nokkurs mót
þróa en sagðist hafa látið til-
greindan mann hafa fé til að
greiða sektina. Sá maður sagði
aðspurður: Það kann að vera
að ég hafi tekið við peningun-
um, en ég bara man það ekki.
Og Clay var settur bak við lás
og slá
- Iþróttir
Framhald af bls. 30
11,5 sek. Trausti er einnig mjög
efnilegur hlaupari sem búast má
við miklu af. Þórarinn Ragnars-
son sigraði í 400 metra hlaup-
inu á 51.6 sek., sem telja má
góðan árangur. Halldór Guð-
björnsson varð annar á 52.1 sek:,
og Trausti þriðji á 53.6 sek.
Mjög hörð keppni varð I
sleggjukasti og skiptust kastar-
arnir á forustu framan af. í
fjórðu umferð náði Þórður B.
Sigurðsson ágætu kasti 50,43
metr. er nægðu til sigurs. Annar
varð Þorsteinn Löve, ÍR, kastaði
49,41, þriðji Jón Magnússon, ÍR,
kastaði 49,20 metr og fjórði Ósk-
ar Sigurpálsson, Á, rfteð 47,38
metr.
Jón Þ. Ólafsson stökk 2 metra
léttilega í hástökki. Hafði hann
ekki einu sinn fyrir því að fara
úr æfingabúningi sínum er hann
stökk þá hæð. Reyndi Jón næst
við 2.04 metr. og var mjög
nálægt að fara þá hæð í tilraun-
um sínum, sérstaklega annaxri
en þá felldi hann klaufalega
með því að slá hendinni í
rána. Virðist Jón í góðri æfingu
nú, og mikið má vera ef met
hans 2.10 verður ekki í hættu 1
sumar, þegar betri skilyrði verða
til keppni.
í hástökki kvenna sigraði Sig-
rún Sæmundsdóttir, HSÞ, stökk
1.45 metr., í 100 metra hlaupi
sveina sigraði Þorvaldur Baldurs
son, KR, á 12,4 sek., en í þvi
hlaupi varð Elías Sveinsson, ÍR,
annar og Rudolf Adolfsson, Á,
þriðji. í 100 metra hlaupi
drengja sigraði Kjartan Kjart-
ansson, ÍR, á 12,0 sek., annar
varð Einar Þorgrímsson, ÍR, á
12,3 og þriðji Pálmi Bjarnason
á 12,4 sek.
í 1500 metra hlaupi sigraði svo
Halldór Guðbjörnsson, KR, auð-
veldlega og náði allgóðum tíma
4:09,3 mín. Virðist Halldór í á-
gætri æfingu nú. Annar varð
Þórarinn Arnórsson, ÍR, á 4:21,8
mín. og þriðji Gunnar Snorrason
á 4:29,4 mín.
stji.