Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1967 STYRJÖLD ísraelsmanna og Araba var heiftarlegri en fyrstu fréttir gáfu til kynna og margt sem óljóst var í fyrstu er nú farið að skýrast. Ýmsar fréttir varðandi styrj- oldina hafa ekki borizt fyrr en síðustu daga, en nú er hægt að sýna hvað raunveru- lega gerðist. Mörg heimshlað anna hafa fjallað ítarlega um stríðið, og hér birtist útdrátt- ur er veitir skýrari heildar- mynd af átökunum en unnt var að fá um leið og athurð- irnir gerðust. Sex daga stríð- ið er nákvæmlega rakið dag frá degi, sagt er frá leiftur- sókn og sigri ísraelsmanna í Sinaieyðimörkinni, töku Jerú salemar, bardögunum við Sýr lendinga og tilraunum Sam- einuðu þjóðanna og stórveld- anna til að koma á vopnahléi. ísraelshermaður horfir yfir Súezskurð á fimmta degi stríðsins. mssKsm inp oW'Mv P'\ hMÉ. iffwHM ^rrlfcíTnÉri ‘ ~ MM 'áPw \ m mB 1 m t áá, f pSstl$ts#lPl Sp^S^PÍiÍ||Í|4S |Íi®ÍgSSÍÍI»« WHMM !m ''.iJteá m§mmém «'{«íSíPMW »PS y.' EfM£&?ái pgpi p&fsgs SfteSs'sS^ 3 nhfcttgjj 8» liHMB , :.ýt- v ;j-: ■ ' '• ;l $C3iaSumð$&$S£!iæi£wt!&& 83? JgS MHlJk. IBfaaíwi KMMfS Mmsmæmmm m í f%!s m fg? gg mUBSSHBamM 9SHSSS 1 Xb dagur SPRENGIKÚLUR sprungu í að- eins noikkur hundruð metra fjarlægð þegar meðlimir ísra- elsþings, Knesset, komu saman til fundar í Jerúsalem á mánu- dagskvöld. Áður hafði verið lagt til, að þingfundurinn yrði hald- inn í kjallaranum, en það var ekki talið virðingu þingsins sam ’boðið. I>ingmennirnir ákváðu að fundurinn skyldi haldinn í myrkvuðum þingsalnum. ■Þingmennirnir létu ekki or- ustugnýinn á sig fá, og blaða- menn kynntust undarlegu sam- biandi af trúareldmóði og hern- aðaranda meðal þingtmannanna þar sem þeir sátu í einu hliðar- herberginu og drukiku sítrónu- vatn í tilefni þeirra tíðinda, sem voru í vændum. „Ég hef verið Gyðingur alla ævi og aldrei séð Grátmúrinn,“ sagði formaður einnar nefndar þingsins. „En ég fæ að sjá hann eftir tvo daga,“ bætti hann við. Annar þingmað- ur sagði: „Sagt er, að við stönd- um í sporum Tékíka. Hitler hélt Tékikum í skrúfstykki, en nú ætkwn við að þjarma að Nasser“. Jafnvel á þessari stundu, þeg- ar aðeins þriðjungi sóknar Gyð- inga yfir Sinaiskaga var lokið og borgin helga hafði enn ekki verið umkringd, voru þeir þess fullvissir, að einhver sigursæi- asta herferð hernaðarsögunnar Landstjóri Egypta á Gazasvæðinu, Munam Abdul Husseini hershöfðingi, tekinn til fanga. ísra- elshermaður heldur á húfu hans. væri hafin. Tíu árum áður höfðu þeir gersigrað Egypta í sjö daga styrjöld með aðstoð Breta og Frakka, og þeir vissu, að þe'ir mundu vinna enn skjót- ari sigur að þessu sinni. En þó er vafasamt, hvort þá hafi órað fyrir þvi, að á fimmtudagskvöid, áttatíu klukkustundum eftir fyrstu loftárásirnar, hefðu ísra- elsmenn náð á sitt vald öi’.um þeim stöðum, sem þeir æriuðu sér að ná — Gazas-væðinu, hæð- unum yfir Súezskurði, Tiran- sundi, borginni helgu og vestur- bakka Jórdanárinnar. Ef til vill liggja fyrir nákvæm ari fréttir um þessa 80 klukku- stunda herferð en nokkra aðra styrjöld á þessari öld. Rannsókn á þeim heimildum, sem fyrir liggja, leiðir í ljós meginein- kenni herferðarinnar, í fyrsta lagi hraða ísraelsku árásarinn- ar og leynd þá, sem hvíldi yfir henni, og í öðru lagi mikil- mennskuóra þá, sem einkenndu varnir Araba. Fyrsta sólarhringinn háðu Arabar draumórastyrjöld, sem bætti upp áætlun ísraelsmanna, því að einn aðalivandi þeirra var í því fólginn að ljúka herferð- inni áður en Sameinuðu þjóðirn- ar samþykktu vopnahlé. ísraels- menn þurftu reykský til þess að tefja alþjóðlegar aðgerðir, og þótt undarlegt megi virðast voru það Arabar sem gerðu þeim k.eift að búa til þetta 'jeykský. „Velkomnir til hinar heilögu styrjaldar fyrir frelsun Pale- stínu,“ sagði Kairóútvarpið á mánudagsmorgun og gaf í skyn að Egyptar hefðu yfirburði í lofthernaðinum. „Ernir ykkar, bræður minir og hermenn, stór- skotalið ykkar, hermenn mínir, skutu niður tuttugu og þrjár flugvélar. Bræður, dragið niður fána ísraels í Tel Aviv.“ Sama dag sendi ísraelska útvarpið út með dæmafárri stillingu mark- orðin, sem táknuðu að útkvaðn- ingu varalhermanna átti að ljúka („Zion“ „Ást“...........,Brúð- kaupsmarz“ .... og „Opið bréf“). Fyrstu klukkustundirnar ráf- aði fólk um göturnar í borgum Arabalandanna og hélt á ferða- útvarpstækjum til þess að missa af engu, en á miðvikudag sagði ítalskur sjónvarpsmaður þegar han kom frá Kairó frá mikil- vægri breytingu. Útvarpstækin hurfu smám saman þegar á dag inn leið. Arabar fóru að gera sér grein fyrir raunveruleikan- um, en það var um seinan. Þegar styrjöldin hafði staðið í aðeins eina og hálfa klukku- stund, var eina von Araba að fá Sovétríkin og fylgiríki þeirra til þess að beita sér þegar i stað fyrir því, að Sameinuðu þjóðirnar fyrirskipuðu vopna- hlé — hvaff sem þaff kostaffi. Það voru fyrstu loftárásir ísra- elsmanna, sem raunverulega réðu úrslitum á mánudaginn, og þeim árásum lauk 12 klukku- stundum áður en fagnaðarlætin hófust í israelska þinginu. Þing- mennirnir vissu það ósjálfrátt þegar heilinn á bak við leiftur- styrjöldina, Moshe Dayan, land- varnaráðherra, gat gefið sér tíma til að taka þátt í fagnaðin- um með þeim að sigur væri trygigður. Flugmennirnir sváiu í flugbúningunum Vopnið, sem Dayan og yfir- m.aður flughersins, Mordecai Hod, herghöfðingi, hiöifðu beitt um morguninn — ísraelski flug- hierinn — er sennilega einn sá bezti í heiminum. Flugmennirn- ir sem fljúga í hinum hrað- fleygu Mystere og Mirage-þot- um hafa að baki fleiri flugtíma en nokkrir aðrir herflugmenn 1 , heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.