Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1967. ^tjörnu- ólzipiÉ EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON gargi. En hvorki gátu þeir íest á honum kló né gogg, því hann smaug í gegnum þá, jafnt sem yfir og undir, og hjuggu þeir og rifu hver annan í ákafanum. Ekki leið á löngu áður en ann- ar eldfugl baettist við og sá þriðji, og varð nú hamagangur- inn svo mikill, að undir tók i öll um kastalanum. Þeirri orustu hélt áfram þar til Meiáfuglarn- ir voru orðnir gjörsamlega ör- magna, og lágu á gólfinu, blóði drifnir, másandi og blásandi. — Þá fór Dumikempan til og fleygði þeim öllum niður um opið á gólfinu. Heyrðist undrun- arkliður að neðan og varð að ópum, er Tamas lét eldgamma sína geysast á eftir hinum og hefja æðislegan dans á gólfi neðri salarins. „Þefcta mun tefja fyrir þeim um stund,“ sagði han-n glofctandi. Síðan tók hann vasablys úr pússi sínu, og kveikti á því. Gátu þeir nú skoðað vistarveru þessa en hún var heilmikið gímald, autt þó að mestu, aðeins fáein- ir bekkir meðfram vegg. Dyr voru í einu horninu, og reynd- ust þær læstar. En Tamas tók upp lítið áhald, ekki óáþekkt skammbyissu, og spjó það hvít- glóandi eldi, er þrýst var á gikk inn. Hinn frumstæði lás varð þegar að ösku, er tóli þessu var beitt að honum, og opnaðist hurðin. Voru þar fyrir tveir varð menn og einn af risafuglunum, en geimfararnir komu nú við lömunarbyssum sínum og varð öll mótstaða að engu fyrir þerm eftir það. Þeir fóru herbergi úr herbergi, og fundu loks Me-lú litlu í sal einum. Var hún hin brattasta, brosmild og Ijúf, eins og ekkert hefði í skorizt. Enginn hafði gert henni mein, og risa- fuglinn aðeins krækt klónum í föt hennar án þess að særa hana á nokkurn hátt. Ómar Holt varð svo glaður við að sjá hana heila á húfi, að hann átti bágt með að stilla sig um að taka hana í faðm sér. Það leyndi sér held-ur ekki, að hún var fegin að sjá hann, því að stór og næturdökk augu hennar ljómuðu við honum, og blítt bros lék um hinar fögru varir. En hann lét sér nægja að taka í hendina á henni og leiða hana, er þau héldu sömu leið til baka. Tamas lért einn af eldfuglum sínum fara á undan þeim, en hvergi urðu þeir varir við Meiá menn að þessu sinni. Er þau komu í salinn yfir anddyrinu, og gægðust niður um opið, sáu þau að árásarsveitin var komin inn og hafði tekið öldungana þrjá, ásamt fleira fólki. Var nú stigi reistur upp til þeirra, svo að þau gátu komizt ofan. Árásarsveitin hafði þá þegar kastalann á valdi sínu, og safn- aði öllu fólkinu saman í hinum mikla anddyrissal. Voru það þrjátíu Meiá, tíu karlar og tutt- ugu konur, en auk þess fjórir tugir Líúmanna. Hafði þeim síð- astnefndu verið rænt í borgun- um. Voru þeir látnir vinna öll störf, er til féUu, í kastalanum, en annars vel með þá farið. Þeir voru meðhöndlaðir eins og hús- dýr; höfðu Meiámenn þann sið að halda þeim aðeins um nokk- urt árabil, og sleppa þeim síðan. En fólk þetta þoldi illa ánauð- SNYRTIVÖRUR ERU ÞEKKTAR FYRIR GÆÐI ÁRATUGA VINSÆLDIR ER SÖNNUN ÞESS. «1rlr> tonic lotion • foundation cream (fyrir normal og viökvæma húö) • torben mask • tissue cream • compact powder • acne cream • acne lotion • shampoo liquid • calmin lotion • skin care emulsion • anti wrinkle cream- ina, og dó ósjaldan úr þung- lyndi eftir stuttan tíma. Þegar farið var að yfirheyra Meiámenn, svöruðu þeir í fyrstu skætingi einum. Voru þeir srtolt- ir mjög og horfðu á geimfarana með hæðnissvip. En árásarsveit- in kunni ráð við því. Var spraurt að í æðar þeirra vökva nokfcr- um, er gerði að þeir urðu að svara öllu er þeir voru spurðir, og gátu ekfcert sagt nema sann- leikann. Ekki var saga þeirra merki- leg að neinu leyti, öðru en því, að þeir sögðu florfeður sína þang að komna- á eldskýi utan úr geimnum, og höfðu þeir haft m.eð sér risafuglana. Þeir voru fremur fámennir á hnettinum, og höfðu sér konung, er bjó þar skammt frá í risastórum kastala. Ekki virtist hann ráða miklu. Komu þeir þó allir til hans einu sinni á ári, á „Hátíð feðranna1, er þeir nefndu svo. En hún fór þannig fram, að allur lýðurinn söng og dansaði, þrjár nætur í röð, kringum hásæti konungs. Ekki iðkuðu þeir aðrar listir en sönginn, og menningu höfðu þeir nálega enga. Sváfu þeir mest- megnis um daga, en voru á kreiki um nætur. Þeir lifðu al- gjöru letilífi, störfuðu nálega ekkert annað en ræna fólki til þrælkunar. Eigi að síður litu þeir stórt á sig, og töldu sig hátt hafna yfir Líúmenn, sem þeir höfðu mestu fyrirlitningu á. Dálitla eðlisgreind virtust þeir hafa, en voru bersýnilega mjög úrkynjaðir, og áhugalaus- ir um flesta hluti. Öldungarnir þrír voru færðir sem gísl til borgarinnar, en Pimm leiðangursstjóri, ráðgaðist við yfirmenn stjörnuskipsins um hvað gera skyldi í máli þessu. Það var afráðið að árásar- sveitin skyldi fara og hitta kon- unginn að máli, krefjast þess að allir Líúmenn væru látnir lausir, og að Meiá hefði engin afskipti af þeim framar. Ef jöfur vildi fallast á þetta með góðu, átti árásasveitin að hafa eftinlit með því að föngunum væri gef- ið frelsi, hvarvetna á hnettinum. En síðan myndu logregluskip Hnattasambandsins sjá þar um löggæzlu. Ómar Holt réðst einnig til far ar þessarar, ásamt Miro Kama, vini sínum, og Tamas sjónhverf- ingarmanni frá Belíó. Var aðeins nokkurra mínútna flug frá borg inni til aðseturs konungsins, sem stóð á fjallssléttu einni hrjóstr- ugri, alllangt frá sjó. Þar voru alls tíu kastalar, en bústaður Meiásjóla þó auðkenndur, því að hann var stærstur þeirra allra, gríðarmikið grjótbákn. Svifu geimfararnir niður að aðaldyr- um hans, en þar voru fyrir nokkrir risafuglar, og réðust þeir þegar á diskinn af mikilli grimmd. En þeir fengu skjótt að kenna á lömunarbysisunum og höfðu sig ekki í frammi úr því. Geimfararnir þeyttu nú lúðra sína og kröfðust þess að fá að tala við konunginn, en lengi vel var þeim alls ekki anzað, og sást ekkert lífsmark í kastalan- um. Brenndu þeir þá lásinn og opniuðu hina miklu hurð, en um leið þusti úr hópur af risafugl- um og réðist á þá. Tók nokkra srtund að ráða niðurlögum þeirra, og er því var lokið réðst árásarsveitin til ingöngu. Lét Tamas sjónhverfingamaður tvo af eldfuglum sínum fara fyrir þeim inn í anddyrið. Var það gríðarstór salur og glitruðu all- ir veggir hans af eðalsteinum. En húsgögn voru fá og léleg, ekki önnur en bekkir og borð. Þar var samankominn hópur Meiámanna, og voru þeir allir skrýddir litfögrum kápum, ofn- um úr sefi. Á upþhækkuðum palli sart aldraður þjór og ekki frýnilegur, en vel mátrti sjá, að hann var þeirra æðstur að tign. Ekki var hann viðtalsgóður, en hvæsti aðeins háðslega, er for- ingi árásarsveitarinnar ávarpaði hann. Það var þó auðséð að hvorki honum né þegnum hans var um eldfuglana gefið, en þeir spígsporuðu um salinn, og létu ófriðlega. En er floringi geimfar- anna bar fram erindi sitrt, og krafist þess að Liumenn væru leystir úr ánauð, hló konungur- inn aðeins, og var hlátur hans einna líkastur því er köttur skirpir. Annað svar vildi hann ekki láta í té. Lét Tamas þá eld- rauða slöngu, ógurtega stóra, hringa sig upp úr gólfinu fyrir framan hann og vagga ógeðsleg- um haus sínum nær og nær jöfri. Fór þá undrunar og illsku kliður um salinn, en kóngur lét sig hvergi og sat sem fastast. Foringi árásarsveitarinnar mælti þá tii hans svofelldum orð um: „Ef þú vilt ekki við okkur tala, munum vér sýna þér vald okkar og afl. Er þér og félögum þínum nú hollast að rýma þenn- an kastala þegar í stað, því að innan stundar munum við fella hann í rúst.“ Meiásjóli glotti við þessari ræðu en svaraði henni ekki einu orði. Gengu þá geimfararnir út og sóttu í disk sinn vél eina, ekki ósvipaða litlu pípuorgeli. Settu þeir hana niður svo sem tíu metra frá framhlið kastalans, og beindu pípunum að bygging- unni. Fyrstu sýnilegu áhrifin voru þau, að fjöldi risafugla komu út um gluggaop nokkur, á efri hæð kastalans, og flýðu sem mest þeir máttu eitthvað út 1 buskann. Voru þeir allóstöðugir í loftinu og féllu sumÍT til jarð- ar eftir stutt flug. Þá tók að braka í byggingunni, og sást að hún hristist öll líkt og í jarð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.