Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1%7. BÍLALE3GAN ■ ÍERÐ- Daggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,30. SÍMI 34406 SENDUM MAGINÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftirlokun s!mi 40381 ~ Hverfisgðtn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigngjald. Bensín innifalið í leigugjaidi. Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Snndlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lnkun 34936 og 36217. f ----7B/IA IF/trAM RAUDARARSTlG 31 SfMl 22022 GARÐASTRÆTi 2.SÍMI16770 ^ Greinargerð M.M.F.R. og tilboðin Kristjón skrifar: „Kæ.ri Velvaikandi! í yfirlýsinguim Meistarasam- bands byggingarmanna og Mál •arameistarafélaigs Reykjavíkur í dagblöðunum nýlega er al- menningur fræddur um mjög merkilegt mál, þ. e., hvernig gengið er frá tilboðum í bygg- ingariðnaðinum, svo og margt annað fróðlegt þessum málum viðkomandi. Sérstaklega athyglisverð er •rúmlega 2000 orða greinargerð M.M.F.R. Mér finnst, að þeir ættu að semja fleiri langlokur ■um byggingamál, almenningi ■tiil fróðleiks, enda margbjóðast þeir til þess, ef tilefni gefst til. Að visu var það óvenjuleg frekja hjá málarameistaranum í Keflavík að bjóðast til að ■selja efni og mála byggingu Rannsóknarstofnunar land'bún- aðarins á Keldnaíholti fyrir nokkra tugi þúsunda lægra verð en félagar í UMFR, og þetta leyfir hann sér að gera, aðeins til þess að verða „hlut- skarpastur í keppninni um málningarvinnuna“. I>að er nokkuð langt gengið að ráðast með lágum tilboðum inn á Reykjavíkursvæðið, því að þar er samstaða um upp- mælingarkerfin og ekki leyfð samkeppni milli einstaklinga. Slíkt myndi aðeins lækka bygg íngarkostnað og rýra allgóðar tekjur meistaranna. Það er svo annað mál, þótt verkin séu misjafnlega vel unnin; iðnað- •armenn eru mistækir, eins og aðrir menn, og vart er það í verkahring mælingamannanna að meta vandvirknina, þegar afköstin eru reiknuð út. Mér finnst það misráðið hjá MMFR að bera sig saman við Dagsbrúnarverkamenn; slíkt er fjarstæða. Verkamenn verða að semja um sín laun við atvinnu- veitendur en málarameistarar taka venjulegast laun sín skv. uppmælingatexta. Við hverja þeir hafa samið um þessa texta veit ég ekki. „ Að loknum lestri greinar- gerðar stjórnar MMFR, dettur manni í hug, hver hinna níu samstöðu-meistara hefði átt að „hreppa hnossið", ef Keflvík- ingurinn hefði ekki farið að undirbjóða Reykjavíkursam- stæðuna. Því miður verður það ekki séð af sfcrifum M.B. og MMFR, að þeir vilji raunverulega stuðla að lækkun byggingar- kostnaðar í okkar góðu höfuð- borg. A.m.k. verður það ekki lesið úr greinargerð M.B., að þeir hafi selt íbúðir á lægra verði en aðrir, og hver er þá munurinn á þeim, sem byggja til að græða, og hinum, sem selja sína framleiðslu jafn dýrt? Kristján“. -Ar Þeir lesa ekki og þeir hlusta ekki „Nölduirskjóða“ skrifar meðal annars: „Og svo er það áreiðanlega alveg rétt, sem ég sá haldið f.ram í dálkum yrðar, að út- varp, myndvarp og blaðamenn, sem einkum þurfa á því að halda að lesa aðfinnslugreinar Um málfar og hlýða á útvarps- þætti um íslenakt mál, gera það aldrei. Þeir endurtaka ein- mitt sífellt sömu ambögurnar og heimskuvillurnar, sem hat- rammlegast er ráðizt gegn hjá aðfinnslufólki og nöldu.rskjóð- um eins og mér. Það er ekki einleikið, að nokkrum dögum eftir að sá barnaskólalærdóm- ur var enn einu sinni þulinn yfir alþjóð, að stríð, óeirðir, pestir og brunar brjótast ekki út, skyldu öll blöðin (og út- varpið auðvitað líka) vera sammála um, að stríð hefði „brotizt út“ milli Gyðinga og Araba. Hvers konar menntun- arleysi er þetta eiginlega? Og ha-fa þessir menn ekki snefil af virðingu og. næmi fyrir móður- máli sínu? Má ég koma með nofckur gullkiorn, sem ég hef séð und- anfarna daga í blöðum og tíma- ritum? (Ég er of sein til þess að geta skrifað útvarpsvitleys- urnar órðrétt niður, en útvarp- ið, sem er ríkisrekið, verður að 'standa vörð um vandað mál- far)i „Hann fékk ungur tilfinningu fyrir gagntakandi krafti bók- inenntanna“ stóð með feitu letri í Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkru. Sá, sem þetta ‘gat skrifað, þyrfti að verða ör- Títið „gagnteknari“ af bók- menntum. „Sumardagurinn fyrsti fór Vel fram“. (Fyrirsögn í blaði). „Hjálpið mér, stundi hann“. „Ég kæri mig ekki um meira rauðvín, örvænti hún“. „Slökkv 5ð þetta ljós, veinaði hann 1 alvöruþrunginni skelfingu“. „Þú hefðir betra af því að missa þesisa byssu, urxaði *hann“. „Farðu ekki frá mér strax, söng hjarta hennar“. „Þú ert sannfæddur djöfull, hvæsti hún og brakaði milli tann- ianna“. „Hinir gömlu virkis- múrar voru yfirgnæfandi hall- ■andi frarn á við yfir ógnþrung- inn og skuggalegan vínekru- dalinn, enda var þetta í miðju •Suð-Austurríki". Ég læt þess'i glæsiiegu tíæmi úr framhaldssögum blaða '(Morgunblaðið þó undanskilið) óg tímarita nægja til þess að Isýna hæfileika þýðendanna. Af nógu er að taka. Sérstak- lega er eftirtakanlegt, að nú órðið er fólk í framhaldssög- óm hætt að hugsa, hvísla, tala eða æpa. Það veinar, stynur, geltir, urrar, hvæsir, brakar, andar, örvæntir, hryllir og sogar inn í sálarlífið (,,hann fcemur aldrei aftur, sogaði hún tíjúpt inn í sálarlíf sitt og •reyndi að gera þessa hræðilegu 'staðreynd að óumflýjanlegum •paunveruleika“). — Meira birtir Velvakandi ekfci úr bréfi Nöldurskjóðu að sinni. Bifvélavirki — rafvélavirki eða maður sem unnið hefur við bílarafkerfi óskast nú þegar eða síðar. Góð vinnuskilyrði. Upplýsingar í síma 81352. BLOSSI S.F., Suðurlandsbraut 10. Til lcigu lager- og iðnaðar- húsnæði rúmlega 200 ferm. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON, Grettisgötu 2, sími 24440. NYGENstriginn er STERKARI EN STÁL INTERNATIONAL 300% söluaukning á GENERAL jeppa hjól- barðanum á sl. ári sannar ótvírœtt ytirburði hans Forðizt eftir- líkingar ADEINS GENERAL HJÖLBARÐINN ER MEÐ NYGEN STRIGA GENERAL. ihternational Opið virka daga frá kl. 7.30 — 22. Laugardaga frá kl. 7.30 — 18. hiólbarðinn hf. LAUGAVEG178 SÍMI3S2G0 í *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.