Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1967.
31
- NÝSTÚDENTAR
Fr.arruhaM al bls. 32
af ýmsum ástæðum próflaust í
næsta bekk, en örfáir fiengu að
fresta prófum til hausts.
Hæstu einkunnir á ársprófum
hlutu:
iHelgi Skúli Kjartansson, 5.-S,
9.39.
Þorvaldur Gylfason, 3.-J, 9.35.
Jakob Simári, 3.-B, 9.26.
Helga Ögmundadóttir, 5.-Z,
9.17.
Kmilía Mar.tinsdóttir, 5.-Z, 9.12.
Mjöll Snæsdóttir, 3.-A.-9.09.
Stúdentspróf var haldið dag-
ana 25. maí til 12. júni, og gengu
undir það 242 nemendur, 230
innan skóla, en 12 utan skóla.
Úr máladeild voru alls 85, úr
Stærðfræðideild 154. Þrír munu
Ijúka prófi í haust, og útskrif-
uðust því 239 nýir stúdentar, og
er það fjöknennasti stúdentahóp
urinn til þessa. ■.
Hæstu einkunn á stúdents-
prófi hlaut Þórarinn Hjaltason,
6.-T, ágætiseinkunn 9.48, og
varð því dux sdholae þetta skóla
ér. Aðrir, sem hlutu ágætiseink-
unn á prófinu, eru: Kolbrún Har
aldsdóttir, 6.-A, 9.43, Jón G.
Háifdánarson, 6.-R, 9.26, Snorri
Kjaran, 6.-T, 9.26, Páll Ammen-
drup, 6.-T, 9.17 Páll Einarsson,
6.-S, 9.11, Ólöf EMjárn, 6.-A, 9.06
og Iaufey Steingrímsdóttir, 6.-A,
9.03.
Nú fór fram afhending próf-
skírteina, og gengu nýstúdentar
tfyrir rektor, sem afhenti þeim
prófskírteini sín. Að afhendingu
lokinni sagði rektor: „Ég óska
ykkur öllum hjartanlega til
íhamingju, er þið nú eftir langt
og erfitt nám hafið fengið í hend
ur þessi dýrmætu skirteini, sem
veita ykkur inngöngu í hinar
æðstu menntastotfnanir — og
veita ykkur rétt til að bera
merki stúdentsins, stúdentshúf-
una, sem þið nú skulið setja
upp.“ Settu þá nýstúdentar allir
sem einn upp húfurnar. Síðan
fór fram verðlaunaaftoending.
Er verðlaunaafhendingunni
rar lokið beindi Einar Magnús-
son máld sínu til nýstúdenta, og
lagði m.a, út af orðum spámanns
ins Jesaja: „Gangið út, gangið
út, leggið, leggið braut, reisið
merki fyrir þjóðina". Minnti
Einar á þau verkefni sem biðu
úrlausnar, þegar hann og hans
kynslóð var á svipuðu reki og
•nýstúdentarnir nú, — þegar á-
þjián styrjaldarinnar þjakaði
íbúa Iandsins, fátæktín var við
Ihvers manns dyr og merki þjóð-
•arinnar haifði fallið niður fyrir
mörgum öldum. En æska þjóð-
arinnar þá befði átt sér hugsjón
og takmark að keppa að, og hún
toefði þegar tekið að vinna að
pví takmarki Og sáðan hefði
margt breytzt — merki þjóðar-
•innar verið reist að nýju og hún
•öðlazt fullveldi og sjáltfstæði, og
íbúar landsins búi nú við góð
kjör.
Síðan sagði Einar: „Stundum
er það sagt, að með þeirri hag-
sæld, sem þjóðin hefur nú um
skeið búið við, hafi hinn óeigin-
gjarni hugsjónaeldur fyrri kyn-
slóðar fölskvazt, — sá hugsjóna-
eldur, sem bvatti til óeigin-
gjarna dláða, þar sem ekki var
krafizt tímanlegra launa fyrir
bvert viðvik og hverja minútu,
sem unnin er og vinna ber fyrir
þjóðina, heldur hafði hin óeigin-
gjarna vinna laun í sjálfri sér.
Mör.gum finnst að orðin: ég, mig,
mér, mín, séu hið eina, sem máli
skiptir hvern einstakling. Sókn-
in eftir fjérhagslegum ávinningi
sé hinn eini aflvaki til starfa.
Hagur og heill þjóðarinnar verði
að víkja fyrir ágóðavon einstakl-
ingsins og mælikrvarði mammons
sé lagður á hvert mál. Meira að
segja sá lærdómur, sem þið haf-
ið öðlazt á ykkar skólagöngu er
reiknaður til fjár fyrst og fremst.
Þegar svo er komið með einni
þjóð að hin,ar óeigingjömu toug-
sjónir eru horfnar og mammons-
dýrkunin ein er komin i staðinn
og dekrið við eigin duttlunga er
eina tafemarkið án tillits til ann-
arra meðbræðra eða þjóðarinn-
ar, er hætt við að merkið falli,
þegar eniginn styður það, án þess
að fá það goldið í mammoni rang
lætlsins, þá er hætt við að veg-
irnir verði a.ftur grýttir, ef eng-
inn kastar steini úr götunni, án
þess að setja það viðvik á reikn-
ing og krefjast gjalds fyrir.
Ungu stúdentar! Þið eruð nú
að leggja út á lífstorautina hver
eftir sinni götu, en allar eiga
þær þó að liggja að einu manki,
því marki að vinna að því að
auka manngiMi sjálfra ykkar og
heill þjóðarinnar. Enginn veit
•hvað framtíðin ber í skauti sínu
og hverjar hættur og háskasemd
ir kunna að vera framundan á
næstu hálfri öld, þeim tíma sem
ykkar starfsaldur mun ná yfir.
En eitt er þó víst, að margvís-
legur vandi mun verða á hönd-
um ykkar. Til þess að vera færir
að mæta þeim vanda þarf óeigin
girni og hugsjón um manngildi
og meiri kærleika, og fórnfúst
starf sem ekki krefst fullra
launa fyrir hvert viðvik.
Og því segi ég við ykkur,
ungu stúdentar, unga æskufólk
í broddi láfsins: „Ganigið út,
gangið út, lieggið, leggið braut,
ryðjið burtu grjótinu, reisið
•merki fyrir þjóðina"
- FRAMTIÐIN
Framhald af bls. 3
— Það er ekki eingöngu
farið eftir einkunum, heldur
kemur þar fleira til greina
t.d. einfeunn í sérstökum
fögum o.fl. Ég hef sérstakan
áhuga á að komast í skóla í
Englandi, en það er mjög
mikil aðsókn að háskólum
þar og nemendur frá Sam-
veldiislöndunum ganga þar
fyrir.
Þórarinn fer nú eftir nokkra
daga ásamt 60 samstúdentum
sínum í skólaferðalag til
Ítalíu, en að því loknu ætlar
hann að vinna almenna verka
mannavinnu í sumar — það
hressir upp á líkamann og
sálina, sagði hann — ég hef
undanfarin sumur unnið al-
menn verkamannastörf og
hefur það bæði borgað sig
Og verið ánægjulegt. Foreldr-
ar Þórarins eru frú Alma og
Hjalti Þórarinsson, bæði lækn
ar.
Kolbrún Haraldsdóittir er
dóttir Þóru Finnbogadóttur
og Haraldar Ólafssonar, for-
stjóra. Kolbrún sagðist alltaf
hafa haft hvað mestan áhuga
á íslenzku og i menntaskól-
anum hefði hún fenigið áhuga
á latínu. Hana langar mest
til að leggja stund á íslenzk
fræði í Háskólanum. Kolbrún
var eins og öll hin, sem við
töluðum við og öll þau, sem
við sáum, en gátum ekki talað
við, mjög glöð og brostoýr
eins og stundin gaf tilefni til.
Stúdentarnir flykktust út úr
bíóinu og inn í bílana, sem
úti biðu. Það rigndi eins og
hvolft væri úr fötu og því
varð ekkert af myndatökunni
í Hljómskálagarðinum og
mun það vera í fyrsta skifti
í mörg ár, sem fresta verður
myndatökunni þar sökum veð
urs. Á morgun verður því
myndin tekin af þestsum fríða
hóp og vonum við þá að
veðurguðirnir verði hvítu koll
unum hliðhollir.
s. ól.
-ALSHERJARÞINGIÐ
Framtoald af blaðsíðu 1.
sitja fundinn en annars Brown
utanríkisráðherra. De Gaulle
Frakklandsforseti hafði einnig
lýst sig fúsan til áð sækja fjór-
veldafund í New York ef af
yrði, en hann á von á Wilson í
heimsókn um næstu helgi og
því ólíklegt að þeir fari vestur
annarhvor þeirra eða báðir fyrr
en eitttovað er liðið á vikuna.
Bandarikin höfðu áður lýst sig
mótfallin því að Allsherjarþing-
ið yrði kallað saman, en létu þó
í ljósi þá von að eintover ár-
angur næðist af störfum þess ef
boðað yrði til fundair. Þá ítrek-
aði Johnson forseti boð sitt til
Kosygins að heimsækja sig í
Hvíta húsinu þegar er hann frétti
að sovézki forsætisráðherrann
undirbyggi för sína vestur um
haf fyrir helgi.
Dayan til S.Þ.
Töluverðar líkur eni taldar á |
því að ísraelsmenn sendi á fund
AJlsherjarþingsins varnarmála-
ráðherra sinn, Moshe Dayan,
sem vasklega hefur gengið fram
á vígvellinum fyrr, en er einnig
talinn harður í horn að taka
þegar stjórnmál eru annars veg-
ar. ísraelsmenn senda nú menn
út um allar jarðir að túlka sjónar
mið þeirra í deilunni við Araba-
ríkin og leggja mikið kapp á að
sýna fram á réttmæti þess að
þeir fái toaldið að minnsta kosti
einhverju af löndum þeim sem
þeir unnu nú af Aröbum.
Fyrsta skipið kemur tU Eilat
um Tiransund.
Olíuskipið „Samson", sem er í
’eigu ísraelsmanna, þótt það sigli
undir fána Líberíu, kom í dag
til ísraelsku hafnarborgarinnar
Eilat við Akabaflóa, fyrsta skip
sem um Tiransund hafa farið
síðan Akaibaflói var aftur opn-
'Eilat við Akabaflóa, fyrst skipa
•aður ísraelskum s’kipum.
í dag komu til Eilat fjögur
fluitningaskip og allt er þar aftur
sem áður var við höfnina, eftir
hlé það, er það varð á öllu
meðan stóð hafnbann Egypta á
Eilat og skammvinn styrjöld
fsraels og Arabaríkjanna. Hafn-
arverkamenn eru aftur mættir
til vinnu eftir herþjónustu í
varaliði fsraelshers og allt geng-
ur þar sinn vana gang, að því
er fregnir herma.
Egypzku hermennirnir í eyði-
mörkinni.
Alítaf gefa fleiri og fleiri
egypzkir hermenn sig fram við
varðstöðvar ísraelsmanna í Sin-
aí-eyðimörkinni aðframkomnir
af þorsta og hungri. Skipta þeir
þó þúsundum sem enn ráfa um
eyðimörkina illa haldnir og ó-
taldir eru allir þeir sem þar
hafa látið lífið undanfarna daga
— fórnarlömb eyðimerkurinnar
— en ekki ísraelshers.
Alþjóðlegi Rauði krossinn hóí
í dag heimflutninga særðra egyp
zkra herfanga flugleiðis frá ísra-
el til Kairó og er það í samráði
við ísraelsstjóm, sem leggur
mikið kapp á að bjarga her-
mönnum andstæðiniga sinna úr
eyðimörkinni og korna aftur heim
yfir Súezskurðinn. Skipta þeir
þúsundum litoa sem yfir eru
ffluttir dag hvern og eru særðir
hermenn að sjálfsögðu látnir
ganga fyrir um heimfluitning.
Þrátt fyrir tal Nasisers Egypta-
landisforseta um að koma upp
öðrum her að berja á fsrael síðar
láta fsraelsmenn hina herteknu
andstæðinga sína úr eyðimörk-
inni fara heim í friði enda óhægt
um vik að koma á fangaskiptum
því ekki er vitað um nema 16
ísraelska fanga í höndum Egypta,
en ísraelsmenn hafa tæp 6000
arabiskra fanga í vörzlu sinni
auk þeirra sem daglega bætast
við utan úr eyðimörtoinni eins
og áður sagði.
Sýrlandsforseti til Alsír
Nureddin el-Atassi, Sýrlands-
forseti kom í dag til Alsír öllum
að óvörum til viðræðna við Hou
ari Boumeddienne, forsætisráð-
herra og er heimsókn el-Atassis
talin standa í sambandi við
hetonsókn Boumeddiennes til
Moskvu nýverið. Skömmu síðar
kom einnig til Alsír sérlegur
sendimaður Bourgiba Túnisfor-
seta að ræða við ríkisstjóm Al-
sír áður en hann heldur áfram
ferð sinni til Marokkó.
Þá herma fregnir frá Kairó að
Nasser Egyptalandlsforseti og
Arif forseti Iraks hafi rætt við
sendiherra Sovétríkjanna í Kairó
og Bagdad og enn herma fregnir
að Libya styðji fram komna til-
lögu um fund æðstu manna
Arabarí'kjanna í Khartoum til
að ræða ástandið í Austurlönd-
um nær.
Heimssamband Gyðinga kallar
á hjálp.
Frá Genf, aðalstöðvum heims-
samhands Gyðinga eða World
Jewish Congress, barst í dag á-
kall til Rauða krossins að hjálpa
nú Gyðingum þeim sem búsettir
væru í Arabalöndunum i nauð-
um þeirra er þeir sættu nú
fjöldahandtökum, misþyrming-
um og oft bana og alls kyns of-
sóknum, en hvergi þó eins mikl-
um og í Egyptalandi og Libýu.
Sovétríkin saka fsraelsmenn nm
fjöldamorð.
Sovétríkin sökuðu í dag ísraels
menn um dráp á arabiskum
föngum og- s’kipulagðar fjölda-
aftökur arabiskra kvenna og
barna. í ritstjórnargrein í „Izvest
ija“, málgagni Sovétstjórnarinn-
ar, segir að ísrael hafi gerzt
sekt um mestu glæpi og hryðju-
verk sem framin hafi verið í
Austurlöndium nær til þessa.
FIcttimanmaaðRitoðin
á bökkum Jórdan
Flóttamannahjálp S.þ. fyrir
palestínsku flóttamennina hefur
'haldið uppi störfum á austur-
toakka Jórdan síðan stríðið
brauzt út og annast þar um 300
þúsund flóttamenn. Á vestur-
•bökfeum árinnar eru flóttamenn
taldir 400 þúsund og þar ráða
nú ísraelsmenn og hefur flótta-
mannafajálpin tatomarkast við
austurbakka árinnar undanfarið
vegna ástandsins sem þarna
ríkir.
Arabísknr harshöfðirogi hrcisar
'hemaðarsnilii ísraelsmanæa
Egypzkur hershöfðingi, Ahmed
Fahimi, sem nú situr í stærstu
*fangatoúðum ísraelsmanna í ná-
grenni Haifa, einn níu hershöfð-
'ingja Egypta sem handteknir
Yoru í Sinaí-eyðimörkinni, hef-
'ur hrósað mjög hertækni ísra-
•elsmanna í átöikunum á Sinaí-
■skaga. „Við bjuggumst við árás
’þeirra þar sem þeir tefldu fram
imestu liði“ sagði Fatomi, „en.
'ekki á þeim tíma sem hún var
gerð“.
Málverkasýiiing
Guimars S.
Maguússonar
Málverkasýninig Gunnars S.
Magnússonar í nýbyggingn
Menntaskólans við Lækjargötu,
sem hefur verið lofeuð vegna
skólaslita, verður enduropnuð í
dag og verður opin í dag og á
morgun frá 2 til 23. Á sýning-
unni eru 136 myndir og hafa 52
myndir selzt. Háftt á annað
þúsund manns hafa séð sýning-
una.
- KÓPAVOGUR
Framihald af bls. 32
dansleikir í Félagsheimilinu fyrir
16 ára og eldri og í Æskulýðs-
heimilinu fyrir 13 — 16 ára ungl-
inga.
Veitingar verða í Félagsheim-
ilinu allan daginn fyrir þá sem
þess óska. Formaður þjóðhátíð-
amefndar Kópavogs er Sigur-
jón Ingi Hilaríusson.
— Skaðabótakröfur
Framhald aif blaðsíðu 1.
Hamilton í Bermuda til við-
ræðna við brezka lögfræðinga
um kröfuna. Krafan er borin
fram vegna hinna mitoki
skemmda, sem olía úr Torrey
Canyon olli á ströndum Bret-
lands og Frakklands. Búizt er við
að skaðabótakrafa Breta verði
tekin fyrir í Hamilton í októ-
ber.
- STYRJOLDIN
Framhald af bls. 20.
Síðla kvölds á fimmtudag var
komið á vopnahléi milli ísraeis-
mana og Sýrlendinga, samtrmis
því sem ísraelsmenn og Egypt-
ar samþyfektu vopnahlé. Og þá
var það sem stórskotalið Sýr-
lendinga réðist á samyrkjubænl
ur í Norður-ísrael, að því er
ísraelsmenn segja.
Brezkur fréttaritari, sem var
með skriðdrekahermönnum og
fótgönguliðum ísraelsmanna,
þegar þeir réðust inn í Sýrland,
segir, að árásin hafi verið gerð
norðan við Galíleuvatn og naut
árásariiðið verndar vélasveita,
er búnar voru öflugum vélbyss-
um, stórra fallbyssna og fjölda
flugvéla, sem gerðu kröftugar
árásir á stöðvar Sýrlendinga.
Fótgöngulið og léttvopnaðir
skriðdrekar sóttu beint í aust-
urátt fró nyrzta horni ísraels.
ísraelsmenn mættu harðri skot-
hríð, en með henni reyndu Sýr-
lendingar að verrida Qanitra,
þar sem stórskotalið þeirra hafð
ist við. Landslagið á þessum slóð
um er eiginlega ekki vel fallið
til skriðdrekahernaðar — en
ísraalsmenn létu það etoki á sig fá.
Jarðýtur, sem herinn hafði feng
ið til umráða, voru notaðar til
þess að ryðja skriðdrekunum
braut þrátt fyrir skothríð Sýr-
lendinga.
Aðalsóknin hófst eftir að
sprengjuárás hafði verið gerð á
stöðvar Sýrlendinga. Centurion-
skriðdrekar sóttu ótrauðir upp
fyrstu hæðina. Síðan skutu
skriðdrekarnir af byssum sínum
um leið og fótgönguliðar réðust
upp næstu brekku og sóttu upp
á sýrlenzku háslétbuna. Seint
um kvöldið höfðu ísraelsmenn
sótt 9—12 kílómetra inn í Sýr-
land.
Brezkur fréttaritari, sem var
með ísraelsku hermönnunum,
segir svo frá, að tunglskin hafi
verið um nóttina. Hvarvetna sá-
ust varðeldar á kornökrunum.
Særðir hermenn voru fluttir aft
ur fyrir vígstöðvarnar í jeppum,
og nýír skriðdrekar og bryn-
varðir vagnar héldu áleiðis til
vígstöðvanna, svo að ekki yrði
dregið úr þunga sóknarinnar.
Orustan var mjög ruglingsleg,
og erfitt var að átta sig á því
hvað væri að gerast.
Önnur ánás fylgdi í kjöltfar hinn
ar fyrri á laugardagsmorgun, en
þá héldu ísraelsmenn sóknmni
áfram þótt hábjart væri. ísraels
menn vildu óðir uppvægir ger-
sigra harðskeyttustu sveitir sýr-
lenzka hersins, en það eru ein-
mitt þessar hersveitir, sem hafa
haldið núverandi stjórn Sýr-
lands við völd. Sýrlendingarnir
voru líka gersigraðir.
Brezkur fréttamaður og banda
rískur félagi hans fundu skýring
una á því, hvers vegna stórskota
lið Sýrlendinga hafði verið eins
nákvæmt og raun bar vitni. Þeir
voru í einum jeppa merkjasveita
fsraelsmanna. Allt í einu heyrðu
þeir í talstöð jeppans, að ytfirmað
•ur einnar stórskotaliðssveitar
Sýrlendinga gaf fyrirskipun um
árás á ísraelsmenn. Þeir töluðu
rússnesku. En þrátt fyrir hina
öruggu og nákvæmu skothríð,
sóttu hermenn og skriðdrekar
ísraelsmanna ótrauðir áfram
upp brekkurnar í átt að Dama-
skus.
FYRRI hluta dags í gær fór
regnsvæði yfir landið en víð
tók S. og SV. átt með skúra-
veðri sunnan lands og vest-
an, en á N- og A-laridi létti
til kl. 15 í gær var viða um
15 stiga hiti á Norður- og
Austurlandi, en um 10
stiga hiti á Suður og Vest-
urlandi. Á Norðurlöndum,
Bretlandseyjum, Frakklandi
Hollandi og í Belgíu var sillt
og gott veður og víðasta sól
skin.