Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR' 16. JÚNÍ 1967.
lETII
KR vann öruggan
sigur á Akranesi
Unnu 3—1. Akranes á botni 1. deildar
KR-INGAR unnu verðskuldaðan
sigur yfir Akurnesingum í fyrra
kvöld er liðin kepptu í 1. deild-
armótinu á heimavelii Akurnes-
inga. Skoruðu KR-ingar 3 mörk
gegn 1 og eru nú eina liðið í 1.
deild sem ekki hefur tapað stigi.
Að vísu eiga KR-ingar ekki nema
tvo leiki að baki, en liðið hefur
sýnt mikla ákveðni í leikjum
sínum og er sannast sagna einna
sigurstranglegasta liðið í 1. deild
eins og sakir standa.
KR-liðið hafði nokkra yfir-
burði í fyrri hálfleik og tryggðu
þá sigur sinn með tveimur mörk-
um. Skoraði Baldvin Baldvinsson
þau bæði, hið fyrra með skalla
eftir góða sendingu frá Kristni
bakverði og hið síðara ef-tir að
Einar ísfeld hafði brotizt í
gegn út á hægri kanti og senit vel
fyrir til Baldvins, sem þar var
óvaldaður.
KR-liðið náði góðum leik-
köflum og höfðu jafnvel tæki-
færi til fleiri marka en raun
varð á í fyrri háfleik. Áttu
tengiliðirnir Eyleifur og Ellert
báðir góðan leik.
í síðari hálflei'k dofnaði hins
vegar mjög yfir leifcmönnum en
vörnin átti þó öruggan leik og
bægði öllum hættum frá. Reyndi
því aldrei verulega á Guðmund
Pétursson í markinu.
Þriðja mark KR skoraði
Gunnar Felixsson eftir að hafa
einleikið að vítateigshorni og
æikið á 2 eða 3 varnarleikmenn
Skagamanna.
Mark Akurnesinga skoraði
Björn Lárusson með glæsilegu
og föstu skoti af stuttu færi.
Fékk hann þarna gott ráðrúm cil
skotsins, sem reyndist óverj-
andi.
Leikurinn var lengstum
skemmtilegur og bauð upp á
mörg tækifæri til marka. Áttu
KR-ingar flest þeirra enda
Akranesvörnin heldur léleg en
Einar Guðleifsson í markinu
bjargaði þó oft meistaralega og
forðaði liði sínu frá stórum
ósigri.
Eftir þetta tap er Akranesliðið
á botni 1. d.eildar — hefur tapað
þremur leikjum — og dýrmæt-
um stigum.
Unga fólkið sem komst í úrslita keppnina.
Vel heppnuð og árangurs-
rík þríþrautarkeppni barna
3580 skólaborn hófu keppnina
ÞRÍÞRAUTARKEPPNI FRÍ Og
Æskunnar lauk að Laugarvatni
10. júni með úrslitakeppni þeirra
36 barna, en sl. vetur fór firam
undankeppni í flestum barna-
skólum landsins. Hefur þessi
keppni án efa orðið frjáls-
íþróttum mikil kynning en aðal-
forsvarsmaður keppninnar ’ hef-
ur verið Sigurður Helgason
íþróttakennari og skólastjóri.
Hann stjórnaði úrslitakeppninni
en Björn Vilmundarson form.
FRÍ setti keppnina.
Kalsaveður vaar að Laugar-
vatni þessa daga sem úrslita-
keppnin stóð og spillti það ár-
angrL En nokkrir hinna ungu
keppenda náðu mjög góðum ár-
angri og sýnir að mörg góð efni
er að finna meðal unga fólks-
ins.
Hóf var að keppni lokinni og
hlutu sigurvegarar í öllum flokk
Frá golfkeppninni. Fremst Pétur Björnsson og kona hans. Að baki keppendurnir: Jón Birgir,
A. St., Hjörtur Gunnarsson, Kristmann Eiðsson og Hallur Símonarson.
Blaðamenn í
golfkeppni
MIKIÐ líf og fjör er í starfsemi
Golfklúbbs Ness nú sem fyrr og
eru nú klúbbfélagar nálega 100
talsins og segja má að klúbbur-
inn sé lokaður orðinn. Félagar
eru við golfiðkun alla daga á
flestum tímum dags, konur, karl-
ar og unglingar.
Pétur Björnsson, form. klúbbs
ins bauð blaðamönnum til ár-
legrar keppni á miðvikudag og
voru nú leiknar fjórar holur,
einni fleiri en í keppninni í
fyrra. Keppnin var geysispenn-
andi og tvísýn til síðasta höggs
og að sjálfsögðu skemmtu menn
sér hið bezta, ýmist við bros-
lega tilburði hvors annars eða
þegar mönnum tókst að ná högg
um, sem hver atvinnumaður
hefði verið fullsæmdui að.
Fyrstu holu (250 m) vann
Hjörtur Gunnarsson Þjóðviljan-
um á 8 höggum en þá næstu
(300 m) Atli Steinarsson, Mbl.
á 7 höggum. Þá tók Hjörtur sig
til og vann þá þriðju á 5 högg-
um og A. St. þá fjórðu og síð-
ustu á 5 höggum.
En þrátt fyrir þessa glæsi'legu
sigra féll endanlegur sigur hvor-
ugum þeirra í skaut, því Hallur
Símonarsonar (Tíminn) hafði
farið jafnast gegnum eldraunina
og var með 28 högg á holurnar
fjórar. A. St. þurfti 2® högg,
Hjörtur 34, Kristmann Eiðsson
(Alþýðubl) 35 og Jón B. Péturs-
son (Vísir) 40 högg.
Blaðamennirnir tóku langa
æfingu að keppni lokinni og
sýndu gífurlegar framfarir og
þessi skemmtilega keppni mun
á komandi árum verða afar tví-
sýn.
Pétur Björnsson og kona hans
veittu góða tilsögn og holl ráð.
um gullpening en allir þátttak-
endur skrautrituð verðlauna-
skjöL
Gunnar Gunnarsson sem náði
beztum árangri drengja og Kol-
brún Kolbeinsdóttir, sem
Úrslitakeppni að Laugarvatni 11. júni.
Stúlkur fæddar 1963 60
1. Sigríður Þorstéinsd., Gagnfr.slk. Hverag.
2. Sigurlaug Sumarliðad., Gagn'fr.sk. Self.
3. Margrét Jónsdóttir, Gaignfr.sk. Self.
Stúlkur fæddar 1954.
1. Kolbrún Kolbeinsd., Barnasfc. Vestm.
2. Sigríður Skúladóttir, Flúðaisfcóla
3. Ingibjörg Guðmundsd., Laugagerðissk.
Stúlkur fæddar 1955.
1. Ragnhildur Jónsdóttir, Laugarlæfcjarsfc.
2. Jónína Jónsdóttir, Barnask. Sauðárkróks
3. Edda Lúðvíksd., Barnasik. Sauðérfcrófcs
Drengir fæddir 1953.
1. Gunnar Guðmundsson, Laugarlækjarsk.
2. Gunnar Geirsson, Læfcjarsfcóla
3. Kristjón Friðgeirsson, Gagnfr.sk Hverag.
Drengir fæddir 1954.
1. Jóhannes Sigurjóns'son, Barnask. Húsav.
2. Gunnar Svanlaugss., Barnask Styfckish.
3. Gunnar Bjarnason, Öldutúnsskóla
Drengir fæddir 1955.
1. Gunnar Einarsson, Öldutúnsskóla
2. Sigfús Haraldsson, Barnask. Húsav'íkur
3. Björn Guðmundsson, Breiðagerðisskóla
bezt stúlfcnanna hljóta Græn-
landsferð í boði Flugfélagsins i
sigurlaun.
Sigurður Helgason flutti loka-
orð og þakfcaði öllum er aðstoðað
höfðu og lýsti ánægju sinni með
þann árangur að 3560 börn hefðu
reynt sig í undankeppninni í
skólunum og hvatti unga fólkið
til að halda áfram iðfcun íþrótta.
í heild hefur þessi keppni verið
eitt af þvi sfcemmitilegasta sem.
FRÍ hefur unnið að á undan-
förnum árum og á án efa eftir
að verða sambandinu styrkur.
Næsta slík keppni hefst með
var undankeppni 196®.
m. Hláist. Knattik. Stig
8,5 1,25 40,09 2727
8,8 1,31 36,68 2642
8,7 1,25 33,36 2499
8,7 1,22 40,15 2904
8,9 1,25 32,37 2694
8,7 1,25 27,49 2632
8,9 1,19 32,54 2889
8,9 1,05 34,60 2730
8,8 1,05 31,00 2670
7,7 1,46 52.83 2802
8,6 1,46 49,76 2470
8,4 1,40 43.93 2324
8,7 1,30 53,41 2568
8,8 1,40 43,57 2492
8,9 1,15 50,43 2224
8,8 1,20 54,10 2697
9,1 1,20 44.09 2407
9,1 1,15 46,54 2380
Landslið valið
gegn Spánverjum
í GÆR var endanlega valið
landslið fslands í síðari leik
gegn Spánverjum í undan-
keppni Olympíuleikanna.
Liðsmenn balda utan eftir
helgina en leikurinn fer fram
í Madrid 22. júní. 14 leik-
inenn fara og eru þeir þessir:
Markverðir:
Guðmundur Pétursson KR
Kjartan Sigtryggsson ÍBK
Bakverðir:
Árni Njálsson, Val
Jóhannes Atlason, Fram.
Framverðir:
Ellert Schram, KR
Magnús Torfason, ÍBK
Sigurður Albertsson, ÍBK
Ársæll Kjartansson, KR.
Framherjar:
Elmar Geirsson, Fram
Hermann Gunnarsson, Val
Ingvar Elísson, Val
Eyleifur Hafsteinsson, KR
Kári Árnason, ÍBA.
Eins og öllum er í fersku
minni varð jafntefli í fyrri
leik liðanna hér, 1 mark gegn
einu. Verður því um hreinan
úrslitabaráttu að ræða i
Madrid.