Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 17
MOR0UNBLAÐIÐ, FöSTUDAGURi 16. JÚNf m II ■ wasam U'k'.v'c íhmmh mmtmm Orusta ísraelsmanna og Araba í Jerúsalem í tyrri viku sú síðasta af ótal mörgum allt frá því er sögur hófust — sagt undan og ofan af töku gamla borgarhlutans og gripið niður í sögu Jórsalaborgar á umliðnum öldum — ferðir norrœnna manna til Landsins helga fyrr og nú SVO segir í fornuim sögium Gyðinga og er haflt eftir vitri'nigiuim þeirra er uppi voru endiur fyrir löngu að einJhverju sinni hafi verið Skipt allri fegurð heimsins í tíu hiluta og öllum hörmung um mannkyns í aðra tíu og hafi Jerúsalem þá fallið í skaut níu tíundiu hluitar hvors tveggja en mannheim ur ailur þar fyrir utan deilt með sér þeim eina tóunda sem eiftir var af hvoru tiveggja. Víst er um það að ekki hief- ur Jerúsalem farið varlhluta af fegurð hieimsins um sína daga og ekki fer hitt heldiur milli mála að fáar borgir aðrar hafa étt að þola eins miklar hörm- ungar og hún á langri ævi og það þrétt fyrir helgi þé sem á henni hafa „allir þeir sem við bðk búa og á bók trúa“ eins og Múlhameðstrúarmenn segja og !eiga þé við kristna menn, Gyð- inga og sjálfa sig og hinar helgu bækur þessara þriggja trúarhreytfinga. En hvonttveggja á sér dýpri rœtur, helgi Jerúsalem og hönmungar þær sem yfir hana hafa dunið, en svo að raktar verði aðeins aftur til þess tíma er Kristur var uppi eða Múha- með eða spámenn Gyðinga. Saga hennar verður rakin allt aftur til steinaldar og hafa fundizt í nágnenni hennar leif- ar 48 by.ggða manna frá því tfyrir söguöl'd. Um 1400 fyrir Krists burð var bongin lénsríki Egypta og þar var þé otft eg- ypzkt herlið til venndar mikil- vægum verzlunarleiðum um eyðimönkina er náði allt að bongarhliðunum. Löngu áður en Davíð konungur náði Jerú- salem á sitt vald í byrjun 10. ald.an f. Kr. var hún helg bong og langt síðan þar sat „prest- ur hins æðsta guðs.“ Salómon og Heródes, btórkonungar ísraelsiríkits Salómon konungun, sonur Daivíðs, lét gera musterið mikla, sem fræigt er af sögum bg hann lét ilíka gena borginni vannarmúra, sem diugðu þó skammt þegar Egyptar tóku borgina eftir dauða Salómons. Bongarmúrarnir vonu bnotnir niður 790 og aftur 586 þegar Nebúlkadnesar konungur Babý- ion hertók borgina og flutti ibúa hennar alla á bnott með sér ánauðuga. Alexander mikli kom til JerúiSialem 332 tf. Kr. og 'fór með friði, en tóitf ánum síð- ar voru Egyptar þar aftur komnir og bnutu múrana, sem reistir voru á ný nokkru síðar í tíð Símons II. Antiökkus her- tólk svo borgina árið 168 f. Kr. og braut múrana og eyðilagði muisteri Salomons að fullu oig var borgin aldrei venn leikin síðan Nebúkadnesar kom þar. Júidas Makkabeus tók borgina aftur og Sdmon Makkabeus braut á bak aftur vinkið Akra, sem ógnað hafði borginni lengi og lét jafna hæð þá er það stóð á við jörðu svo aldrei framar yrði þar reist annað virki. Heródes konungur mikli ætl- aði Jenúsalem og reyndan öllu niki Gyðinga mikinn hLut og um hans daga var borgin sem næst refet af nýju og var öll önnur etftir. Ekki varð þó af stónveldisdriaumum Heródesar og eftinmaður hans missti mik- ið atf völdum þeim sem fyrir- nennari hans hafði haft í hend ur landstjórum Rómverja, þar á meðal til Pílatusar nokkurs, sem þvoði hendur sínar atf knossfestingu Krists. Heródes Agrippa, sem næstur réði fyrir lamdinu, lét sér einnig annt um framkvæmdir allar og um hans daga var reistur þriðji borgarmúrinn en því verki var ekki iokið þegar Rómverjar settust um Jerúsalem árið 70 e. Kr. Síðan sat rómverskt henlið í borginni allt til þess er Gyðinigar hófu Frelsisstríð árið 132 en biðu lœgra hlut. \ Jerúsalem jöfnuð við jörðu Þá jafnaði Títus Jerúsalem við jörðu og lét plægjia landið þar sem áður stóð hin glæsta borg Gyðinga og lét reisa á rústum hennar nýja bong, Aelia Capi- tolina og meinaði Gyðingum að koma þangað. Næstu tvær aldirmar fer litl- um sögum atf Jerúsalem, en ár- ið 326 lét KonstantLn keisari neiisa tvær veglegar kirkjur þar sem Knistur var knosstfestur og yifir gröf hans. Á sjöttu öld lét svo Jústiníanus keiaari gera þar enn veglegri kirkju og sijiúkrahús þar. hjá til aðhlynn- ingar pílagrámum og öðrum sijúkum mönnum. Pensar tóku Jenúsalem 614 og léku hana illia, sivo margt bygginga fór an forgörðum en Heraiklíos inn rómverski ráði henni aft- ur 829. Það var þó skammgóður venmir því nú komu til sfcjal- anna áhangendur Múhameðs spámanns. Omar náði borginni á sitt vald 637 en hlífði svo að öll hús stóðu ‘þar uppi sem áð- ur. Hann lét gera tmosfcu eða guðshús Múhameðstrúarmanna d bonginni og byggði úr tré, en síðar var sú moska endurreisi og stendur enn og er talin mik- ill helgidlómur og kom töluvert við sögu í bardögunum um Jenúsalem nú. Árið 1699 komu krosstfarar til borganinnar í fynsta sinni und ir forustu Gottfreðs af Bouillon og þá varð í borginni hræði- legt blóðbað og sýndu fcristnir menn sem svo kölluðust hvorfci miskunn Gyðingum né Múha- meðstrúarmönnum. Bongin var síðan í höndum kristinna manna í tæpa öld og gekk á ýmsu eða allt til þess er Sala- din náði henni á'sitt vald 1187. Jórsalaferðir norrænna manna fyrr og nú 1 fornum íslenzkum heimild- um segir frá knossferðum non- nænna manna til Landsins Ihelga. Svo segir til d'æmis i Orkneyingasögiu af ferð Há- 'konar jarls suður til Jórsala: „f þeiri ferð fór hann út til Jórsala, sótti þangat hel'ga dóma og laugaðisk í ánni Jórðán, svá sem siður er tilí þálmana". (Pálmari er orð að ‘korndð úr miðaldal'atínu, palm- 'arius, og þýðir pílagrímur, þvi' þílagrímar höfðu með sér heim úr Landinu helga pálmagrein 'til merkis um hvar þeir hefðu verið). Enn segir í OrkneyingasögUi af öðrum jarli er fór suður til Jórsala: „Þeir Rögnvaldr jarl fóru þá ór Akrsborg með lið sitt til Jórsalaborgar og sóttu alla ina helgustu staði á Jórsalalandi. Þeir fóru allir til Jórðánar og lauguðiusk þar. Þeir Röignvaldr jarl og Sigmundr önguil lögð- usk yfir ána og gengu þar á land þang-að til, sem váru hrís- Framhald á næstu síðu ísraelskir hermenn við Grátmúrinn eftir töku gamla borgar- hlutans i Jerúsalem. Herprestur leikur á shofar, hrútshorn, helgt í sið Gyðinga. Kort þetta sýnir afstöðu gamla borgarhluta Jerúsalem til hins nýja og framsókn ísraelsmanna. Til fr- ' leiðbeiningar skal bent á kort það er birtist annarsstaö.. olaðinu og sýnir af- stöðu ísraels og Arabarikjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.