Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1967.
ísraelsmenn unnu hvern sig-
urinn á fætur öðrum. Murrey
Sayle, fréttamaður Sunday Tim-
es, lýsir þessum óvenjulega borg
araher á eftirfarandi hátt, en
hann fylgdi honum fast eftir.
„Herinn sækir fram á einstak-
an hátt. Sumir eru klæddir ein-
kennisbuningi, aðrir ýmsum
borgaralegum flíkum. Margir
eru skeggjaðir og lítið er um
hermannakveðjur. Flutningatæk
in eru margvísleg. Foringjarnir
a'ka flestir í eigin fólksbílum,
sem eru útataðir í aur til að
villa óvininn. Strætisvagnar frá
Tel Aviv merktir egypzkum
nöfnum flytja óbreyttu hermenn
ina, og sömu strætisvagnarnir
flytja fangana til baka. Vopnum
og vistum er ekið á heyvögn-
um, sem dráttarvélar draga og
á vörubílum og flutningabílum
fyrintækja, en það glyttir í nöfn
þeirra undir aurnum. Sendiboð-
ar ferðast á skellinöðrum. Vöru-
bilarnir frá samyrkjubúunum
aka fullhlaðnir Jaffa appelsín-
um fram í víglínuna og dreifa
nærandi ávöxtum meðal her-
mannanna. Liðsforingjar og
óbreyttir ávarpa hvorir aðra m?ð
skirnarnafni, en þeir hafa æft
saman svo árum skiptir. Liðs-
foringi sagði við mig: „Allir
fsraelsmenn eru í herþjónustu,
en við fáum 11 mánaða frí á
friðartímum. Návígissveitirnar
eru skipaðar karlmönnum, en
stúlkurnar eru ekki langt frá
fremstu víglínu, þær þjóna sem
bíLstjórar, matsveinar og her-
lögregla."
Herinn líkist að nokkru leyti
skæruliðahersveit, en foringj-
arnir eru þrautþjálfaðir atvinnu
hermenn. Flestir foringjanna
virðast vera evrópskir Gyðing-
ar, án efa vegna hárrar mennt-
unar. Skipanir eru gefnar á
hebresku, en hermennirnir ræða
sín á milli á frönsku, þýzku,
rúmensku, pólsku og nær öllum
evrópskum tungumálum.
Ég og ljósmyndarinn Neil
Libbert fórum í stríðið á ein-
faldasta hátt, sem hægt er að
hugsa sér. Við tókum leigubíl,
og ökumaðurinn kom bara við
heima hjá sér til að sækja marg-
hleypuna og síðan var þotið af
stað“.
>egar fréttirnar af sigrum
ísraelsmanna urðu tíðari og tíð-
ari breyttist afstaða Sovétríkj-
anna í Öryggisráðinu. Þvælan
um brezkar og bandarískar flug-
vélar hafði dregið úr þolinmæði
Sovétmanna og það var á þessu
tímabili, sem þeir Kosygin og
Johnson ræddust við gegnum
rauðu símana. Á þriðjudags-
kvöld féllst Nikolai Federenko,
sendiherra Sovétríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum á vopna-
hlésályktunina.
Hernaðaraðgerðir ísraels-
manna náðu hámarki á miðviku-
dag. í vesturhluta Jórdanárinn-
ar féll Nablus og hæðunum varð
náð. í mannskæðum bardaga
brutust ísraelsmenn inn í hinn
jórdanska hluta borgarinnar
heilögu, Jerúsalem, upp úr há-
deginu og náðu á sitt vald Grát-
.múrnum, sem sennilega hefur
orkað mest á tilfinningar ísra-
elsmanna af öllu því, sem gerð-
ist i styrjöldinni. Á Sinai var
stórkostlegur sigur framundan.
Á miðvikudagsmorgun var
her Egypta í Sinai kominn í
hræðilega aðstöðu. Mestur hluti
hans var negldur fastur. ef svo
má að orði komast, upp að landa
mærum ísraels nálægt Kosseima
— afleiðing sóknar ísraelsmanna
í hálfhring um E1 Arish — og,
var að hefja hina blóðugu og
vonlausu tilraun sína til þess að
ryðja sér braut til baka til
Egyptalands.
Það sem eftir var af her
Egypta á Gazasvæðinu og mest-
ur hluti af hinum svonefndu
Frelsisher Palestínu var króað-
ur inni nyrzt á Gazasvæðinu. Frá
því að bjart var orðið, rigndi
yfir þá fallbyssuskotum úr þrem
ur áttum.
Lengra í suðurátt var setulið-
ið í Sharm-el-Sheikh sem óðast
að hafa sig á brott til þess að
komast hjá því að verða króað af
af skriðdrekahersveitum ísraels
manna, sem sóttu frá Eilat um
Kuntilla í áttina til Súezskurð-
ar. Kl. 10 árdegis svifu fallhlíf-
arhermenn ísraelsmanna til jarð
ar við Sharm-el-Sheikh og um
sama leyti gekk landgöngulið á
land af tundurskeytabátum, sem
komið höfðu norðan frá Eilat.
Þeir náðu á sitt vald þessu mik-
ilvæga virki, sem gnæfir yfir
Tiransundið og þaðan, sem unnt
er að loka Akabaflóanum, en
það varð ,eins og kunnugt er, til
þess að koma deilunni upphaf-
le>ga af stað. ísraelsmenn komu
að auðu vinkinu. Egypzku her-
mennirnir voru flúnir — höfðu
„endurskipulagt víglinu sína“
var tilkynnt í Kairó.
Kl. 11 um morguninn héldu
fyrstu skriðdrekafylkingar ísra-
elsmanna á Reersheba-Ism-
ailia leiðinni inn í Bir Gifgafa,
aðalstöðrvar hers Egypta á Sinai-
skaga. Hinn ótrúlegi sóknar-
hraði — hinn mesti, sem nokkur
her hefur náð — var því að
þakka, að ísraelsmenn óku
áfram í skriðdrekum sínum dag
og nótt.
Þessi fylking brauzt in í Bir
Gifgafa, á meðan meginher
Egypta var enn talsvert fyrir
austan að reyna að brjótast út,
Fylkingar Egypta lágu vel við
höggi flugvéla ísraelsmanna,
sem héldu uppi hatrömmum ár-
ásum á þær frá sólaruppkomu
til sólarlags.
Leiðin til baka frá Kosseima
varð að kirkjugarði fyrir her-
gögn Egypta. fsraelsmenn halda
því fram, að 1000 egypzkir skrið
drekar hafi verið á Sinaiskaga
í byFjun og þeir fullyrða, að af
þeim hafi þeir eyðilagt 800. Þeir
halda því fram, að á miðviku-
dag hafi þeir eyðilagt 400 skrið-
dreka fyrir Egyptum á meðan
á stóð hinni hroðalegu ferð
hinna síðarnefndu til baka í átt
ina til Súezskurðarins. Þetta eru
háar tölur, en kunna alls ekki
að vera fjarri veruleikanum, því
að eitt er víst; stöðugum árásum
var haldið uppi á Egypta bæði
á jörðu og úr lofti alla leiðina.
Þegar fsraelsmenn, sem höfðu
geystst áfram á undan Egyptum
í þéttu skjóli fflugvéla, höfðu
komizt til Bir Gibgafa var leið-
in til Ismailia og Súezskurðar-
ins opin. Þá var fyklingunni
skipt. Annar hluti hennar héit
í áttina til Bir-el-Romani til þess
að sameinast þeirri fylkingu,
sem sótt hafði áfram með strönd
inni, við norðurenda Súezskurð-
arins. Hinn hlutinn stefndi
áfram í vesturátt til Ismailia.
Á meðan þetta gerðist, hafði
fylkingin frá Eilat náð til Mitla-
skarðs, þaðan sem sézt niður að
Súezborg.
Þegar náttaði á miðvikudag,
hafði hringnum í kringum her
Egypta verið lokað. Annað hern
aðarlega snilldarverkið á Sinai
var fuUkomnað. ísraelsraenn
höfðu náð á sitt vald hinum
þremur venjulegu leiðum í átt
til Súezskurðar og meirihluti
egypzka hersins var röngu meg-
in við þær.
Á einum vígstöðvum höfðu
loftárásir Ísraelsmanna aðeins
fært þeim tímabundinn hagn-
að. Hinn opni vesturbakki Jórd-
anárinnar hafði alltaf skipað
mestu hugsanlegú hættuna fyrir
ísraelsmenn, og jórdanski her-
inn hafði alltaf verið talinn
bezt þjálfaði her Arabaríkjanna.
ísraelsmenn bundu á miðviku-
dag enda á þessar hættur eftir
að bardagar höfðu þar staðið
yfir af hörku í hálfan annan
sólarhring.
Herferðin gegn Jórdaníumönn
um byrjaði sem varnarbarátta.
fsraelsmenn töldu möguleika á.
að Arabar hefðu hugsanlega á
prjónunum gagnárás. sem gerð
yrði í tvennu lagi, annars vegar
í austur yfir Negeveyðimörkina
og hins vegar í vesturátt frá
Jórdan. Ef þetta tækist, myndi
vera búið að búta ísrael i
þrennt, og enda þótt takast
kynni að hninda árás gegnum
Negeveyðimörkina, er lega ísrael
þannig landfræðilega að árás
frá Jórdaníu kynni að enda
með sigri fjandmannanna. Frá
landamærunum við Jórdaníu til
strandar ísraels við Tel Aviv
eru aðeins 12 milur og harðger
vélaherdeild gæti brotizt þá vega
lengd á fáeinum klukkustund-
um.
Enda þótt bardagarnir á
Sinai kunni að hafa ráðið mestu
um úrslitin í þessari fimm daga
styrjöld og sóknin inn í Sýr-
land væri mannskæðust, þá var
eyðing jórdanska hersins misk-
unnarlausust af öllu.
Norðurhluti víglínu Jórdaníu-
manna brotnaði saman á þriðju-
dag, er borgin Jenin féll, eftir að
hafa orðið fyrir árásum skrið-
drekafyllkinga úr tveimur átt-
um. í sama rrvund var sókn ísra-
elsmanna, sem beint var um-
hverfis Jerúsalem tekin að nálg
ast borgina Ramallah úr suðri.
Snemma á miðvikudag voru ísra
elsmenn tilbúnir til þess að
hefja lokaárásina á borgina
Nablus og nutu þar óspart yfir
burða flughers síns yfir flugher
Jórdaníumanna. Jórdanski flug-
herinn hafði aldrei verið veiga-
mikill. í honum höfðu verið um
40 flugvélar og þær höfðu verið
gjöreyðilagðar í loftárásunum á
mánudag á Amman og aðra
staði. Nú, við töku Nablus, var
alLs ráðandi flugher ísraels-
manna beitt með ofboðsleg-
ur árangri. í 18 klukkutíma sam
fleytt kom hver bylgjan af ann
arri af flugvélum ísraelsmanna
og réðst á stöðvar Jórdaníuhers.
Þær beittu flugskeytum og nap-
almsprengjum og að loknum 8
klukkustundum skipti mótspyin
an við Nablus „ekki lengur máli
hernaðarlega“, að því er sagði í
einni tilkyningu ísraelsmanna.
Það var hins vegar ekki fyrr
en seinni hluta dags á miðviku-
dag, að herfylkingar fsraels-
manna, sem sóttu nú fram úr
fjór.um áttum, brutust að lo'k-
um inn í Nablus — og þá fyrst
linnti sprengjuregni flugvél-
anna.
Þegar hér var komið sögu, lék
í rauninni enginn vafi á upp-
gjöf Jórdaníumanna. Jórdanía
átti blátt áfram engan her leng-
ur. Haft er eftir einni heimild,
sem ekki er talin ósennileg, að
af Jórdaníuher hafi fallið eða
særzt 15.000 manns, en í honum
voru upphaflega 55.000 manns.
Hinir voru annað hvort tvístrað
ir eða höfðu gefizt upp. Áskor-
un Öryggisráðsins um vopnahié
varð fyrir Hussein konung eini
möguleiki hans á að halda sam-
an þjóð sinni sem var að gliðna
í sundur.
Þvert ofan í vilja hinna ara-
bísku nágranna sinna féllst
Jórdania á vopnahlé, enda þótt
bardagar á^ miUl Jórdaniu-
manna og fsraelsmanna héldu
áfram að vísu í minna mæli,
jafnvel eftir að fallizt hafði ver
ið á vopnahlé. Síðla þennan
sama eftirmiðdag hóÆust nýjar
aðgerðir hjá Sameinuðu þjóðun-
um. Fullbrúi Sovétríkjanna kom
öðrum fulltrúum á óvart með
því að fara fram á að samþykkt
yrði í skyndi ályktun, þar sem
skorað yrði á aðila að gera
vopnahlé kl. 8 um kvöldið. Á-
stæðan fyrir þessari tillögu var
einföld: Sovétríkjunum var mik
ið í mun að stöðva ísrael, áður
en her þess hefði náð að tryggja
stöðu sína við Sharm-el-Sheikh.
En það var of seint að forða
Egyptum undan síðasta höggi
Ísraelsimanna.
Egyptar gefast upp
Ekki er hægt að segja, að
Egyptar hafi verið huglausir.
Þeir gengu vasklega fram sem
einstaklingar, að því er ísraelsk
ir liðisforingjar segja. En hinn
mikli hraði ísraelsku árásarinn-
ar lamaði þá gersamlega og
ruglaði þá í ríminu.
Frá því í dögun á fimmtudag
héldu Egyptar áfram örvænting-
arfullum tilraunum sínum frá
deginum áður. Skriðdrekar
þeirra gerðu óskipulagðar til-
raunir til þess að brjótast úr
prísundinni og komast til Súez-
skurðar.
Þessi tilraun var í rauninni
vonlaus, þó að nokkrar þeirra
flugvéla, sem Egyptar réðu enn
yfir, færu í sannkallaðar sjálfs-
morðsferðir til stuðnings skrið-
drekadeildunum. En þær urðu
hinum hraðfleygu Mirage-þot-
um ísraelsmanna og flugskeyt-
um þeirra að bráð.
fsraelskar flugvélar eyðilögðu
tugi skriðdreka, er þeir reyndu
að ryðjast gegnum Mitlaskarð á
heimleiðinni. Aðrir hópar skrið-
dreka gerðu örvæntingarfullar
árásir á Bir Gifgafa. ísraelskir
skriðdrekar sprengdu þá í loft
upp með hnitmiðaðri nákvæmni
í miklu rykskýi og reylkjarmökk.
Fréttirnar bárust nógu snemma
til þess, að erlend blöð gátu birt
fréttir undir fyrirsögnum eins og
„Arabar gera gagnárás“. En
henni var hrundið á örfáum
klukkustundum.
Skriðdrekar ísraelsmanna
höfðu nú komið sér rammlega
fyrir Egyptamegin hins háa
fjallgarðs, sem liggur eftir Sinai
skaga vestanverðum. Þeir héldu
ekki áfram til Súezskurðar,
heldur tóku hæðirnar sem gnæfa
yfir hann. Þessar hæðir eru um
það bil 20 mílur frá skurðinum,
á svæðunum við Bir el Romani
og Mitlaskarð.
Þeir snertu ekki á brúnum
yfir skurðinn við Quantara,
Ismailia og Súez. Seinna um dag
inn sendu Egyptar síðustu vara-
liðssveitir sínar yfir þessar brýr
austur á bóginn til þess að
bjarga síðustu strandaglópunum.
Vafasamt verður að telja, að
skriðdrekahermenn ísraels-
manna hafi viljað leggja mjög
hart að sér til þess að koma
í veg fyrir þessar aðgerðir
Egypta, enda voru fsraelsmenn
nú langt frá heimabækistöðvum
sínum. En seint um daginn virð-
ist önnur blóðug orrusta hafa
verið háð við Mitlaskarð (sjá
kortið).
Hér er um að ræða þröngt,
h.lykikjótt skarð, sem er ein af
fáum leiðum yfir veisturfjalls-
hrygginn, sem fær er skriðdrek-
um. Fréttir herma, að ísraelsk-
ir Centurionskriðdrekar og
Shermansskriðdrekar hafi leg.ð
í leyni fyrir hermönnum Egypta
og skotið til bana allmarga
Egypta, sem komizt höfðu lífs af
úr bardögum þeim, sem geisað
höfðu við Kosseina í tvo daga.
Aðeins 100 skriðdrekar eða um
það bil voru teknir herfangi i
stað þess að vera eyðilagðir, og
ber þetta vott um mikla hug-
dirfsku egypzku skriðdrekaher-
mannanna og gífurlega ná-
kvæmni skyttnanna í ísraelsku
skriðdrekunum.
Meðan þessu fór fram, urðu
síðustu leifar Frelsis’hers Pale-
stínu að þola fallbyssuskothríð
fsraelsmanna á norðaustanverð-
urn Sinaiskaga fjórða daginn i
röð. Þótt undarlegt megi virð-
ast, hefðu þeir getað brotizt út
úr eldhring ísraelsmanna, ef
þeir hefðu flúið í norðurátt —
til ísraels, en enginn hafði búizt
við því. Helzti faratálminn voru
jarðsprengjurnar, sem þeir
höfðu sjálfir komið fyrir.
Brezkur fréttaritari. s?m fór
um Ashkelon, þremur mílum frá
Gazasvæðinu, sá íbúana sitja við
borð á gangstéttunum fyrir fram
an veitingahúsin og virðá fyrir
sér orustuna, sem geisaði í ná-
grenninu, meðan þeir drukku
kaffi og borðuðu eplatertú með
stökustu ró.
Þegar Brétinn og fýlgdarmenn
hans komu til landamærastöðv-
arinnar Erez sprakk sprengikúla
fyrir framan bifreiðina. Þeir
stukku ofan í skurð. ísraelsmenn
létu skothríð dynja á einni deild
Frelsishers Palestínu, en fjand-
mennirnir svöruðu í sömu mynt
og skubu frekar óákveðið í átt
að Bretunum.
Allt í einu stukku stúlka og
fimm menn í bláum gallatouxum
og sandölum og vopnuð hand-
sprengjum og vélbyssum ofan 1
skurðinn við hliðina á þeim. Þau
voru úr varnarsveit samyrkju-
búsins Yad Mordecai, sem heitir
í höfuðið á hetju uppreisnarinn-
ar í Gyðingahverfinu í Varsjá
á stríðsárunum og var í aðeins
300 metra fjarlægð.
Þau sögðu Bretunum, að 28 af
starfsfólki samyrkjubúsins
hefðu týnt lífi í árásum, er Frels
isher Palsteínu hefði gert á und
anförnum tíu árum, og nú væru
þau í leiðangri til þess að ná í
minjagripi. Á landamærunum
var glæsilegt hlið, sem á var letr
að á arabísku: „Nasser merkir
sigur“. Egyptar höfðu skrifað
þetta eftir að friðargæzluHð SÞ
lét af yfirráðum sínum yfir
Gazasvæðinu.
Án þess að hirða hið minnsta
um leyniskyttur og fallbyssur
fjandmannanna óðu þau fram,
og þegar þau komu aftur höfðu
þau sigurbogann meðferðis.
Um kafileytið þennan dag var
fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, Arthur
Goldberg, að gera grein fyrir
enn einni friðartillögu á fundi
Öryggisráðsins stuttu eftir að
smáríkið Kuwait hafði lýst því
yfir að það mundi hafa að engu
fyrirskipun þá um vopnahlé, sem
hafði verið gefin skömmu áður.
Á yfirborðinu að minnsta kosti
virtist ágreiningurinn vera jafn
óbrúanlegur sem fyrr.
Síðan las Goldberg hina nýju
ályktunartillögu Bandaríkjanna
lið fyrir lið, og á meðan reis
egypzki fulltrúinn, E1 Kony, svo
lítið bar á úr sæti sínu, gekk til
U Thants, og rétti honum miða.
Framkvæmdastjórinn las yfir-
lýsinguna með hinni blæbrigða-
lausu rödd, sem hann er kunnur
fyrir, og var ekki heyrt á máli
hans, að honum væri brugðið.
Nasser hafði gefizt upp. Egyptar
höfðu fallizt á vopnahléið.
Sendimenn Arabaríkjanna
voru þrumú lostnir, fulltrúar
Breta og Bandaríkjanna stein-
hissa. Öllu virtist vera lokið.
Federenko, sem var næstur á
mælendaskrá, lét þó ekki í Ijós
neina ánægju — þó að yfirlýsing
Egypta losaði Rússa við að svara
háværum kröfum Egypta um að-
stoð. Hann hélt venjulega
skammarræðu og fordæmdi ísra
elsmenn fyrir að „fótum troða
erlenda grund í bandarískum
stígvélum."
Röðin kemur að Sýnendingum
Nú var röðin komin að Sýr-
lendingum. Síðan í byrjun vik-
unnar höfðu hinir harðskeyttu
en tötralegu hermenn Sýrlend-
inga á hæðunum fyrir ofan Galí
leuvatn og aðeins gert óskipu-
legar árásir inn í ísrael. Stund-
um kom þó fyrir, að þeir skut.u
á samýrkjubændur af furðulegri
og uggvænlegri nákvæmni.
Alla vikuna tókst hinni fall-
völtu stjórn í Damaskus að sam-
eina blóðþyrstar yfirlýsingar og
aðgerðarleysi á vígstöðvunum.
Sýrlendingar höfðu sig minna I
frammi en bæði Jórdaníumenn
og' Egyptar.
ísraelski herinn var önnum
kafinn á Sinai ög í Jórdaníu og
mátti ekki vera að því að hugsa
um Sýrlendingana. fsraelsmenn
voru óhræddir við að láta sam-
yrkjubændurnar um að halda
Sýrlendingum í skefjum og ve^ja
norðurlandamærin. Og sam-
yrkjubændunum tókst það með;
prýði. En á fimmtudaginn, dag-
inn eftir að vígstöðvar Jórdaníu
manna hrundu eins og spilaborg,
tóku Sýrlendingar að herða á
stórskotaliðsárásum sínum.
Framhald á bls. 31