Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1967.
t
Jafnvel á „friðartímuTn“ sofa
flugmennirnir í flugbúning um
sínum við hliðina á flugvélun-
um. Á hættutímum fljúga þeir
til skiptis allan sólarhringinn.
l>eir mundu aldrei láta það
þenda sig eins og Arabar gerðu
að láta skjóta flugvélar sínar á
jörðu niðri. (Þeir eiga að
minsta kosti einn flugvöll, þar
sem allar flugvélar eru geymd-
ar í skotheldum flugskýlum).
Laust fyrir klukkan 9 f.h.
■heyrði fólk, sem býr í grennd
við herflugvellina í Tel Aviv,
hvin í þotum, sem hóáu sig á
loft, hver með 12 feta sprengj-
ur undir hvorum vaeng. Þoturn-
ar fóru í aðeins 500 feta hæð og
stefndu vestur Miðjarðarhaf
áleiðis til Egyptalands í boga.
Þær flugu innan við hraða
hljóðsins þótt þær geti flogið
hraðar, svo að þær gætu flogið
rétt fyrir ofan öldur Miðjarðar-
hafsins og sæjust þannig ekki
í ratsjám Egypta. Að nokkrum
mínútum liðnum sveigðu þær
inn yfir Egyptaland og flugu
yfir láglendið á ströndinni við
ósa Nílar, vestan við Alexandríu.
Þegar þoturnar voru komnar
Iengra inn yfir landið og flugu
yfir runnavöxnum hæðum norð-
urhluta landsins og Ijósbrúnum
sandi vesturauðnarinnar, juku
þær hraðann og hækkuðu flug-
ið. Þær smugu í gegnum ytri
varnar Kairó á 1200 míina
hraða á klukkustund.
Þótt lýst hefði verið yfir
„neyðarástandi" í Egyptalandi,
voru flugvellir Egypta auðve’d
skotmörk. Flugvélarnar voru
um, heldur stóðu þær í röðum
svo að það eina sem ísrae'sku
flugmennirnir þurftu að gera
var að láta kúlnadembu úr byss-
uffl sínum rigna yfir MIG-21-þot
ur Egypta, og 10—12 þeirra
sprungu í loft upp í einu.
ísraelsku flugmennirnir virð-
ast hafa sýnt ótrúlegt hugrekki,
þegar þeir nálguðust skotmörk-
in. Sjónarvottar leggia áhe-zlu
á það, ihivernig hinar hraðifleygu
Mystere og Mirage-þotur flugu
hægt og í lítilli hæð yfir flug-
völlum Egypta og drógu úr hrað
anum til þess að vera vissir um
að hæfa skotmörkin með því
að láta lendingarbúnaðinn siiga.
Það var þetta sem o^li því að
nokkrar flugvélar þeirra voru
skotnar niður með venjulegicm
léttum vopnum. Að sögn Moshe
Dayans, voru einhver kúlnaför
á öllum flugvélunum eftir árás-
irnar. Við ósa Nílar varpaði einn
flugmaðurinn sér út úr þotu
sinni í falihlíif, en menn úr ná-
lægu þorpi hjuggu hann til bana
með öxum. AUs misstu ísraels-
menn 19 flugvélar í fyrstu ár-
ásinni.
En þeir gættu þess vand'iega
að þeir hæfðu skotmörkin, en
þeir beittu aðallega flugskeytum
og 30 mm sambyggðum fall-
byssum. En einnig höfðu þeir
hinar sérstöku sprengjur undir
vængjunum. Þessar sprengjur
virðast vera ísraelsk uppfinning,
og hvílir talsverð leynd yfir
þeim. Þetta munu vera nála-
sprengjur, sem hægt er að stýra
úr fjarlægð.
Aðalárásin var gerð kl. 9 að
Hinn aldni leiðtogi Israelsmanna , Davíð Ben-Gurion, heimsotti
helga staði í Jerúsalem skömmu eftir ósigur Jórdaníumanna.
iSlQUR Á
5 DÖQUM
SÓkN FVRSTA DAt$ t=í>
A ÖORUNt ÞCM... +
*■ >
A Fjoroa . 1.11».
4 FlM M r A (SÝlílJ,.
pHoMS
Jy) -
/ SYR-
LAND
a
Damascus
SÚE2
SKUROt/R
.• PoRTi
rSAi o:
-IS R AEL
Tr-
N. .
r \
c^-t> Jerikö
t^'L^jERÚSALEM
QamtaraÍ A/ v '%W
‘Xairo
ýij d Amman
Súst A, J
Pocr * • * >
■ 'A ! w*
AkABA
LAHÖfiSl slVi"" f
/J O RDAm'A \
Maan
EGYfeia
Sú.e.7*'
flöi ->V-
AkccbcL-
SAUD 1
ARAB1&
marga staði samitímis, meðal
annars á Habbaniyah í Aust-
ur-írak. En árásunum var hald-
ið áfram allan daginn, og sumar
flugvélar ísraelsmanna fóru í
átta árásarferðir um daginn. Um
kvöldið hélt Hod hershöfðingi,
því fram, að 280 flugvélar
Egypta hefðu verið eyðilagðar á
jörðu niðri og 20 í viðbót. hefðu
verið skotnar niður í lofti. Hann
hélt því fram, að 52 flugvélum
hefði verið grandað í Sýrlandi,
20 í Jórdaníu og nokkrum í írak.
Þetta virtist vera orðum auk-
ið, en daginn eftir sannaðist að
hann hafði skýrt satt og ré*t frá,
því að þá gátu flugvélar ísra-
elsmanna flogið óhikað yfir öll-
um Miðjarðarhafsbotni, frá
Galíleuvatni til Sinaifjalls, án
þess að mæta mótspyrnu. Fiug-
vélar ísraelsmanna sýndu Ar-
öbum enga miskunn og létu
rigna yfir þá sprengjum og flug
skeytum.
Einkennilegt er, að fsraels-
menn höfðu ekki einungis rétt fyr
ir sér heldur að þeir skyldu
ekki hafa skýrt frá því fyrr um
daginn hve mörgum flugvélum
Araba þeir teldu sig hafa grand-
að. En áróðursvél ísraelsmanna
var furðufáorð um hinn glæsi-
lega loftsigur fyrstu 12 klukku-
stundir stríðsins. Samtímis því
sem Arabar hækku.ðu í sífellu
tölu þeirra flugvéla, sem þeir
kváðust hafa skotið niður, var
lítið gert úr afrekum ísraels-
manna í útvarpsstöðvum þeirra.
Aðeins einu sinni virðist fsra-
elsmönnium haifa gramizt gorgeir
Araba, en það var þegar þeir
héldu því fram, að þeir hefðu
granidað 42 ísraelskum flugvél-
um. Nokkrum mínútum eftir að
þessu hafði verið haldið fram í
Kairóútvarpinu sendi útvarpið ,í
Tel Aviv út þessa háðsbu frétt
á arabísku: „Tvær egypzkar flug
vélar hafa háð loftbardaga. Ann-
ar Egyptinn skaut félaga sinn
niður. Síðan skaut loftvarnarlið
okkar síðari flugvélina niður.“
Frá sjónarmiði ísraelsmanna
var rík ástæða til að leyna hinni
raunverulegu vígstöðu, jafnvel
þótt það yrði til þess að gott
tækifæri til að stappa stálinu í
þjóðina glataðist. Árásin var
fyrst og fremst gerð í því skyni
að koma í veg fyrir að Egyptar
gætu beitt fLugvélum sínum —
og sem slík var árásin líkleg til
að koma velunnurum ísraels á
vettvang SÞ í slæman bobba,
og það sem verra var, orðið til
þess að Rússar flæktust í styrj-
öldina. Áður en árásin var gerð,
höfðu ísraelsmenn dögum sam-
an hvatt til sanngirni, og þeir
höfðu meira að segja gefið í
sbyn, að þeir hygðust draga úr
hervæðingu til að draga úr
spennunni.
Blekking ísraelsmanna
En þegar ísraelsmenn gáfu
þetta í skyn, snerist spurning-
in ekki um það hvort fsraels-
menn ætluðu í styrjöld heldur
hvenær. Síðasta friðaráróðrinum
var haldið uppi á laugardaginn,
þegar Moshe Dayan, hetja styrj
aldarinnar 1956, sem þá var ný-
tekinn við embætti landvarna-
ráðherra, sagði að reyna yrði
allar diplómatískar leiðir. Þessi
yfirlýsing hans hafði róandi
áhrif um allan heim.
Þetta bragð var einkennandi
fyrir Dayan, sem er maður fjöl-
hæfari en flestir hermenn og
snillingur á fleiri sviðum en
hernaðarlistinni. Hann er nú 52
ára að aldri og tileinkaði sér
varkárni og slægð í neðanjarð-
arhreyfingu Gyðinga, Haganah,
á árun.um fyrir heimstyrjöldina
síðari. (Hann fæddist á einu
fyrsta samyrlkjubúinu, sem reist
var í Palestínu).
Auk þess sem hann tók þátt
í þessari neðanjarðarstarfsemi,
var hann lögfræðingur og bóndi
áður en heimsstyrjöldin skail á.
Árið 1939 vörpuðu Bretar honum
í fangelsi vegna starfsemi hans
í Haganah-hreyfingunni, en lét.u
hann lausan þegar styrjöldin
hófst, og gekk hann þá þegar
í brezka herinn.
Það var þegar hann barðist
með Bretum sem hann missti
annað augað. Það gerðist þegar
hann átti í höggi við Sýrlend-
inga, sem fylgdu Þjóðverjum að
rraáluim. Bftir heimissityrjöidina
jók hann við hernaðarreynsliu
sína, bæði í venjulegum og ó-
venjulegum hernaði. Hann var
yfirmaður árásarsveitar í styrj-
öld Araba og ísraelsmanna 1948
og s.vipuiagoi herferðina á Sinai
skaga sem forseti ísraelsba her-
ráðsins 1956. Síðan hóf hann af-
sbipti af stjórnmálum og gerð-
ist einn af samverkamönnum
Ben-Gurions, gegndi meðal ann-
ans um sbeið eimbætti landsvarna
náðiherra. Ferill hans hefur
verið slíkur, að hann var sjálf-
kjörinn í það hlutverk, sem hann
gegndi í síðustu viku.
Það er til marks um það hvað
hann er útsmoginn og hvað ísra-
elsmenn eru snjallir áróðurs-
menn, að svo leit út fyrir að
Egyptar og bandamenn þeirra,
Jórdanir, Sýrlendingar og írak-
ar, væru árásaraðilinn. Arabar
kunna að hafa valdið hættuá-
standinu, sem leiddi til stríðsins,
en ljóst virðist vera, áð Nasser,
sem var eini Arabaleiðtoginn er
gat hrundið af stað heilagri
styrjöld, hafði engan áhuga á að
gera það.
fsraelsmenn virtust hafa ríka
ástæðu til að hefja styrjöld á
mánudaginn. Að því er ísraelsk-
ar útvarpsstöðvar hermdu var
orsök stríðsins sú, að Egyptar
böifðu herviæðzt til þess að gera
stórfellda árás á landi gegnum
Gazasvæðið og MIG-þotur
Egypta voru á leið til Tel Aviv
„í talsvert stór.um hópum“. En
„árás“ Egypta virðist háfa ver-
ið óvenjulega smávægileg — ef
um raunverulega árás hefur þá
verið að ræða.
Loftvarnamerki var gefið kl.
7.55 að mongni í Tel Ajvív en
engin hinna mörgu MIG-þota
Egypta birtist, þrátt fyrir fregn-
ir útvarpsins ,og erlendir blaða-
menn sáu heldur ekki neinar
erlendar flugvélar. Þá virtist
heldur ekki fara mikið fyrir sólkn
Egypta á Gazasvæðinu. Síðar
sagði utanríkisráðherra ísraels,
Abba Eban, þegar blaðamaður
lagði fast að honum að svara því
hvort Egyptar hefðu farið yfir
Landaimærin: „Hvað sem öllu
líður, fóru kúlur þeirra yfir
landamærin.“ Eban var aftur á
móti í essinu sínu þegar hann
gat talað almennt um ástandið.
„Ekkert land hefur nokkru
sinni beitt vopnum sínum í þágu
réttlátari og lögmætari miálstað-
ar,“ sagði hann.
Framhald á bls. 19