Morgunblaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 22
I
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1967.
I *
Agúst Einarsson
Bjólu — Minning
ÁGÚST Einarsson, bóndi að
Bjólu í Djúpárhreppi, andaðist
að heimili sínu 10. þjm. og verð-
ur jarðsunginn frá Oddakirkju
í dag. Hann var fæddur í Rifs-
halakoti í Ásahreppi 6. ágúst
1888. Foreldrar hans voru hjón-
in Guðrún Jónsdóttir og Einar
Guðmundsson, en þau voru fóst-
urbörn Guðmundur á Korn-
brekkum.
Árið 1882 flýði fólkið frá
Brekkum vegna sandfoks, en þá
var Gunnarsholtshverfið kom-
ið undir sand og óbjörgulegt um
að lítast víða um RangárvellL
t
Eiginmaður minn,
Pétur Guðmundsson,
bifreiðastjóri,
Sólheimum,
Seltjarnarnesi,
andaðist í Landaikotsspítala
þann 14. þ.m.
Fyrir rrúna hönd og barna
okikar og annarra aðstand-
enda.
Guðrún Guðmundsson.
t
Eiginimaður minn og faðir
okkar,
Oddur Magnússon,
Suðurgötu 121, Akranesi,
lézt 14. þ. m.
Vigdís Runólfsdóttir
og börn.
t
Hjarikær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Guðni Pálsson,
skipstjóri, Stigahlíð 18,
sem andaðist að Hratfnistu
9. þ.an. verður jarðsunginn
fná Frí'kirkjunni mánudag-
inn 19. júní kl. 13,30.
Jórunn Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn og
barnabörn.
t
Hjartikær maðurinn minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafL
Halldór Pálsson
frá Nesi í Loðmundarfirði,
sem andaðist 13. júni, verður
jarðsiunginn frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 21.
júní kl. 10,30 f.h. Athöfninni
verður útvarpað. Blóm eru
vinsamlega afþökkuð, en
þeim, sem vildu minnast hins
látna er bent á líknarstofn-
anir.
Hólmfríður Björn.sdóttir,
Björn Halldórsson,
Auður H. ísfeld,
Jón Kr. ísfeld,
Leifur Halldórsson,
Ámý Ingvaldsdóttir
og bambörn.
Guðmundur á Kornbrekkum
átti jörðina Rifshalakot. Það
þótti mikið happ að geta flu‘t
þangað, sem venjulega var nóg
gras eins og jafnan var á jörð-
um sem áttu land að safamýrL
Einar Guðmundsson var mikill
dugnaðarmaður, framkvæmda-
samur og hagsýnn. Hann var
bróðir Eyjólfs „landshöfðingja“.
Einar byrjaði búskap með
sinni ágætu konu árið 1881. Árið
1909 flutti Einar frá Rifshala-
koti að Bjólu, sem var þá eins
og ávallt talin kostajörð.
f Rifshalakoti vann Einar
Guðmundsson stórvirki, með því
að ræsa fram Rifshalakotsvatn
og þurrka það upp. Þannig
fékkst víðáttumikið og slétt
stararengi við hlaðvarpann.
Hjónin í Rifshalakoti urðu brátt
efnuð og nutu ávaxtanna af
jarðabótum, sem var nýung á
þeim tíma.
t
Litli drengurinn okkar,
Jón Gíslason,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogsikirkju föstudaginn 16.
júni kl. 15.00.
Petrína BergVinsdóttir,
Gísli Jónsson.
t
Hugheilar þakkir fyrir auð-
sýnda samúð oig vinarhug við
fráfall mannsins míns,
Axels Oddssonar.
Laufey Jónsdóttir.
t
Alúðarþaikkir fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og
útför eiginmanns míns,
Guðmundar Pálssonar
frá Höfða.
Sérstakar þakkir til Gísla
Kristjánssonar, forstjóra
Sundlhallar ísafjarðar, Ás-
geirs frá Æðey og allra
þeirra er glöddu hann með
heimsóknum í veikindum
hana.
Elísa Einarsdóttir, börn,
tengdabörn og fóstur-
sonur.
t
Hugheilar þakkir færum við
ölLum þeim er auðsýndu
Sigrúnu Sigurðardóttur,
frá TorfufeHi,
góðvild og umhyggju og
heiðrað hafa minningu henn-
ar. SérstakLega þökkum við
frú Jórunni Bjarnadóttiur og
Erlendi Konráðssyni lækni,
hjúkrun og umönnun.
Systumar frá Torfufelli,
fóstursonur, tengdabörn
og barnabörn.
Einar og Guðrún eignuðust 8
börn, sjö drengi og eina stúlku.
Þrír drengir dóu ungir en fimm
systkinin, Guðríður, Guðmund-
ur, Ágúst og óskar komust til
manndómsára. Guðríður dó ógift
á blómaskeiði lífsins.
Guðmundur hóf búskap að
Ytra-Hóli í Landeyjum, flutti
síðan til Vestmannaeyja og gerð-
ist athafnasamur útgerðarmaðar
þar.
Guðjón bjó lengi í Rifshala-
koti, hann var bókhneigður og
fróðleiksfús og ágætur fræði-
maður.
Óskar var yngstur þeirra
systkina og var settur til
mennta. Hann hafði áh-uga fyrir
sögu og fræðimennsku eins og
Guðjón bróðir hans, en Óskar
las læknisfræði og var ágætur
læ'knir. Hann var heiisuveill
seinni hluta ævinnar og dó á sl.
vetrL
Ágúst kvæntist 6. júní 1924
ágætri konu, Ingveldi Jónsdótt-
ur frá Stokkseyri. Hófu þau
Innilegar þakkir færi ég
börnum mínum, tengdaiböm-
um og barnabörnum, fyrir
miklar gjafir og veitingar _ á
70 ára afmæli mínu. Ég
þakka vinum mínum allar
gjafirnar og komuna.
Guð blessi ykkur.
Arndís Kjartansdóttir.
öllum þeirn vinum mínum
sem glöddu mig á sjötugs
afmælinu mínu þann 12. þ.m.
með heimsóknum, blómum og
skeytum votta óg mínar inni-
legustu þakkir.
Lifið heil
Ólafur Þorláksson,
Börmum.
Innilegar þakkir og kveðj-
ur til allra sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum,
blómum og skeytum á sjötugs
afmæli mánu 3. júni sl. Sér-
staklega þakka ég börnum
mínurn og tengdabörnum
ánægjulegan dag.
Guð blessi ykkur öll.
Bjarnveig Friðriksdóttir
frá Gjögri,
Strandasýslu.
Innnilegar þakkir færi ég
öllum þeim, er heiðruðu mig
með gjöifum og heimsóknum
á sjötugsafmæli mínu, 3. júni
sl. — Kær kveðja til ykkar
allra.
Jón Jósefsson,
Sámsstöðum, Laxárdal,
Dalasýslu.
búskap á Bjólu það ár. Á Bjólu
hafa þau verið síðan og se+ið
jörðina með sæmd. Hefir Bjólu-
heimilið haldið þeirri rausn og
myndarskap sem þar var áður
en Ingveldur og Ágúst tóku við
búsforráðum. Þau hjónin eign-
uðust átta mannvænleg börn,
eina dóttur og sjö syni. Eru þau
öll á lífi og í fullu starfi við
ýms nauðsynleg verkefni. Öll
bera systkinin ættarmót dugandi
og góðra foreldra og ættmenna,
sem getið hafa sér góðan orðstír,
þar sem leið þeixra lá. Þegar
Ágúst á Bjólu er kvaddur rifjast
upp margt frá fyrri tímum. Ég
sem þessar línur rita man eftir
honum, foreldrum hans og syst-
kinum frá því ég fyrst fór að
muna eftir mér. Upp í hugann
koma margar minningar frá
bernskuárunum, minningar sem
gott er að rifja upp og ánægju-
legt er að geyma.
í Bjólu-hverfinu var gott fólk
á þeim tima og er áreiðanlega
enn.
Þegar samferðamenn kveðja
gefa menn sér jafnan tíma til
hugleiðinga um liðinn tíma, um
samtíðina og framtíðina.
Það er mikils virði að hafa
góðar minningar um samferða-
mennina.
Ágúst á Bjólu var þannig mað-
ur að allir, sem honum kynntust
munu hugsa hlýtt til hans og
geyma góðar minningar um
hann.
Hugur samúðar og velvildar
mun berast til eftirlifandi konu,
barna og annarra vandamanna.
Með Ágústi Einarssyni er geng
inn mætur maður, þeirrar kyn-
slóðar, sem mest hefur lagt fram
til þess að þjóðin megi lifa frjáls
og sjálfstæð við batnandi kjör
í landinu.
I. J.
Árni Árnason, skip-
stjóri — Minning
í DAG verður lagður til hinztu
hvíldar göfugmennið og barna-
vinurinn Árni Árnason Gerðum
í Garði. Þegar ég á slíkum vega-
mótum hugsa um Árna og beim-
ili hans er hugur minn svo full-
ur af þakklæti og ljúfum end-
urminningum að mig brestur orð,
þegar ég vildi festa eitthvað af
því á blað. Heimili foreldra
rninna og heimili Árna og Guð-
rúnar konu hans stóðu á sama
hlaðinu í Gerðum. Ég minnist
þess að þrátt fyrir allar annir
Árna, því honum féll aldrei verk
úr hendi, þá haifði hann alltaf
tíma til að sinna kenjum okkar
krakkanna, leysa vandamál okk-
ar eftir beztu getu, hann gerði
það svo vel og með gloðu geðL
að öll börn hændust að honum,
elskuðu hann og virtu. Ekkí dró
það úr ásókn minni og annara
barna að koma heim til Árna.
Þax var lfka haukur í homi, þar
sem Guðrún kona Árna var,
hún opnaði heimili þeirra fjrrir
okkur og tók okkur af svo mikl-
um Skilningi og ástúð, að eftir-
sóttasta markmiðið var að kom-
ast inn til Gunnu og Árna. Ég
minnist þessara heimsókna
minna til þeirra með sérstöku
þakklæti, því þangað fór ég í
tíma og ótkna.
Árni mun hafa komið mjög
ungur í Garðinn, austan undan
Eyjafjöllum, fór hann fljótlega
að fást við sjóróðra. Hjá athafna-
manninum Finn'boiga á Búðum
var hann lengi skipstjóri á ýms-
um skipum bæði frá Garði og
af Snæfellsnesi. Á heimili for-
eldra minna í Garðinum var oft
mjög mannmaxgt enda rekin
þaðan talsverð útgerð. Árni réð-
ist til föður míns sem skipstjóri
og var þá á heimili okkar í lang-
an tíma. Af Árna fór mikið orð
sem skipstjóra, vegna fiskisæld-
ar og ekki síður hve mjög hann
fór vel með alla hluti. Svo góður
yfirmaður var Árni og vellátinn
að aldrei varð honum manna
vant. Seinna réðist á heimili okk-
ar ung og glæsileg stúlka frá
Akranesi, Guðrún Þórðardóttir,
afburða fjölhæf og dugleg.
Það fór svo að á meðan á
dvöl þeirra hjá foreldrum mín-
um stóð, ákváðu þau að fylgjast
að á lífsleiðinni. Þau giftu sig
í Gerðum og hafa búið þar alla
tíð síðan.
Ég tel það vera einhvert mesta
lán um æfina fyrir oktour syst-
íkinin að leiðir þessara góðu
hjóna skyldi liggja saman um
heimili okkar. Ýmsir erfiðleikar
steðjuðu að eins og oft vill verða
á mannmörgu heimilL við syst-
kinin vorum 14, svo sem veik-
indi o.fl., margt þurfti að at-
huga og bæta úr utan húss og
innan. Alltaf voru þessi góðu
hjón boðinn og búinn til að
leysa allan vanda, og alla hluti
gátu þau. Guðrún saumaði og
matreiddi o.fl. o.fl. Ámii var
slítour hagleikismaður að hann
gat smíðað allt, gert við allt, það
lék allt í höndunum á honum
bæði á sjó og landi.
Minningarnar eru óþrjótandi,
en allar fagrar og uimfram allt
góðar.
Árni minn við systkinin send-
um þér, okkar innilegasta þakk-
læti, fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir okkur og foreldra okkar.
Megi Guðsvegir, verða þínir
vegir bjartir og fagrir.
Kristín Guðmundsdóttir,
frá Gerðum.
Bifvélavirki óskast
AFGREIÐSLA SMJÖRLÍKISGERÐANNA
Sími 11690.
Froskköfun
Námskeið í froskköfun verður haldið í Keflavík
eftir 20 .júní ef næg þátttaka fæst. Þátttaka til-
kynnist í síma 1878 Keflavík.