Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1967. 3 jr Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Þjóö og kristni ENGRI öld hefir verið heilsað á jörðu með heltari vonum en 20. öldinni. Vísindin voru óð- fluga að vekja mönnum nýjar og bjartar vonir. Þjóðfélags- málum var að þoka fram áleiðis til meiri jafnaðar í lífskjörum og meira jafnréttis á mörgum Bviðum. Þorri manns var á góð- um vegi með að sannfærast um, að styrjaldir yrðu ekki fleiri á jörðu. Síðus'tu aldamót einkenndust meiri bjartsýni en nokkurt ann- að tlímabil í gögu m.annkyns, fyrr og síðar. Tveir þriðjungar þessarar ald- ar eru liðnir. Ótal mörgu hefir þokað fram. Margar vonir alda- mótakynslóðarinnar hafa orðið að veruleika, — en vonbri.gðin hafa einnig orðið ægileg. Á rústum margfaldrar reynslu og margra tára erum við samt að reisa hús, nýtt hús mikilla vona og mikilla drauma. Slík hús eru alliar þjóðir að reyna að byggja, — einnig við sem höld- um þjóðhátíð í dag. Vandinn er stór. Það stendur ekki á stjórnmiálaflokkunum að minna okkur á það. En vandinn er ekki stjórnmálalegur, pólitísk- ur, nema öðrum þræði. Hinurn þræði er hann andlegur, sið- ferðilegur. Ef Guð byggir eklki þetta hús, þá hrynur það. Ef Drottinn verndar ekiki þessa borg, vakir vörðurinn til einskis. Svo sögðu hinir fornu Hebrear, Gyðingar, og þeir hafa kunnað sitt hvað annað en að verja með vopnum sitt land. Hvernig fær Guð byggt húsið? Hann þartf til þess menn, — menn gædda, siðferðisþreki krist- ins manns — menin gædda kristinni hollustu við samfélag- ið, — menn gædda trú á skil- yrðislausri ábyrgð okkar gagn- vart Guði og mönnum, ábyrgð, sem nái út yfir gröf og dauða, — menn með heiða sjón yfir himin og jörð, — menn sem eru guðs- börn í Senn og góðir jarðneskir borgarar, — menn sem gæddir eru trúarlegri tilfinningu fyrir heiðarleika, hreinleika og æru, — með sliíkum mönnum getur Guð byggt hús, sem ekki hrynur. Hvert er að horfa eftir slíkum mönnum? Vitanlega til kristind'ómsins. En er það gert? Nefnir nokkur maður í alvöru hann, þegar um vandamál þjóðanna er rætt? Sú sorglega staðreynd blasir við, að ■svo er kristindómurinn orðinn viðskila daglegu lífi og dagleg- um viðfangsefnum, að fæstum kemur hann í hug, þegar við vandamál þjóðlífsins er glímt. Á flokksþingum og við há- tíðleg tækifæri falla um kristin- dóminn hlýleg orð. En á flestra vörum eru þau marklaust hjal og ekikert annað. Þó ætti það að vera öllum hugsandi mönnum Ijóst, að án kristindómisins, kristinna borgara, getur lýðræð- isriki ekki staðizt. Einræðist- Tikið þarf engan kristindóm, Og er ef tiil vill betur komið án hans. Svo hefir vald- höfum í löndum kommúnisma og nazisma litist, a.m.k. sumum. En lýðræðisríkinu verður ekki stjórnað, etf kristindómurinn slokknar í landinu. Ef kristilegar rætur réttlætls- kenndar, bræðralags, trúar og 'hollustu við þjóðarhag deyja er menningin feig. Það falla áreiðanlega mörg orð um það í dag, að við ís- lendingar viljum búa við frelsi og lýðræði. En erum við menn til að fara með það? Ef hollusta við hugsjónir Krists helzt ekki í hendur við frelsið, drukknar það í skefja- lausu sjálfræði, sem setur ein- staklingshagsmuni ofar þjóðar- hag. Ég veit enga leið tii lausn- ar aðra en kristindóminn. Og ég veit ekki til þess að aðrir hafi bent á aðra betri leið. Þessvegna held ég, að sam-. tíðinni sé á engu meiri þörf en voldugum siðbótarmannd, sem hrífi kristindóminn úr gömilum og fúnum fjötrum og geri hann að lifandi nútímaafli í lífi nú- tímamanns. Þess er ekki þörf þjóð okkar einni, sem heldur þjóðhátdð 1 dag, heldur öllum þjóðum heimis. Undir menntamerkinu Rætt við nýbakaða kandidata ÞAÐ eru ekkl aðeins nýstúd- entar, sem fagna próflokum þessa dagana. Nú í vor luku 79 stúdentar lokaprófum við Háskóla tslands og fengu þeir prófskírtieini sin afhent sl. Sigrún Klara Hannesdóttir uiiðvikudag. Fréttamaður frá Mbl. leitaði uppi þrjá af hin- •um nýbökuðu kandídötum, til að heyra í þeim hljóðið eftir lokasprettinn. Að Rauðalæk 4il býr Sigrún Hannesdóttir en hún lauik B.A. prófi í ens'ku, íslenzku og bókasafnsfræðum nú í vor. — Auðvitað er ég fegin yfir því, að þetta sfculi vera búið, siagði Sigrún. Er það ekki svo með alla áfanga, sem maður nær? —Jú, jú, sögðum við, guðs lifandi fegnir yíir að komast inn úr rigmingunni.' — Og þetta hefur auðvitað allt gengið vel fyrir sig? — Vissulega. Annars mætti gieta þess, að við vorum fjög- ur, sem útsikrifuðumst eftdr nýja B.A. kerfinu núna — fjögur þau fyrstu. — I hverju eru br-eyting- arnar fólgnar? — Nú eru sex stig í stað fimm áður, að viðbættum al- mennum málvísindum og lat- ínu fyrir steerðfræðideildar- stúdenta. — Hvernig skiptiist þitt nám eftir stigum? — Ég tók þrjú stig í ensku, tvö í íslenzku og eitt í bóka- safnsfræðum. — Hver var nú erfiðasti hjallinn? — Ætli það hafi ekki verið 3. stigið í enskunni, sem ég tók í fyrravor. Því fylgdi heljanmikil ritgerð og í hana þurftd að leggja mikla vinnu. — Um hvað fjallaði þín rit- gerð? — Hún var um byrjenda- kennslu í ensku, miðað við 9 ára börn. — Og að hvaða niðunstöð- um komst þú? — Það er nú vanla hægt að s>egja, að ég sé upphafsmann- estoja að neinu i þessum efn- um, sagði Signún og hló, en mumnlega námið en það sem giildir á meðan börnin eru ekki eldri. — Hyggur þú á fretoara nám? — Já, ég fer utan f haust — til Ameríku og ætla að fullnuma mig i bókasafns- tfræðum. Ég gieTÍ mér góðar ivonir um að ljúka því námi á einu til tveim árum. Og með það kvöddium við þessa dugmi'klu og vísu konu og héldum aftur af stað í leit að nýjum kandídat. Þórður Harðarson er einn þeirra, sem fengu kandídats- •tignina í læknisfræði. Við heimsóttum Þórð á heimili •hans að öldugötu 34 og smirð 'um hann hvernig nýbökuðum tand. med. liði. — Ekki nerna vel, sagði Þórður. — Þetta hefur verdð stremb ið? — Jú, vissulega var það •það. Annars er læknanámið 'a.lls ekiki eins voðalegt og 'sumir halda. Viðlbrdgðin, að tooma í háskóla úr mennta- 'skóla, eru geysimikil og þau barf að yfirvinna sem fyrst. 'Eftir það eru rétt vinnu- brögð og hæ'fiegur sjálfsagi það, sem með þarf. — Hvenær lauk svo próf- unum hjá þér? — Það voru þarna níu próf i einum ryklk en það síðaata var 8. júní. — Upp í hverju komstu í •síðasta prófinu? — Ég kom upp í blóð- tflokkun í barnsfaðernismál- Um og skyndidauða. Hér fylgdi á eftir mikil út- skýring en vegna ókunnug- leika sdns á læknisfræðilegum hugtökum og útskýringum treystir blaðamaðurinn sér eklki til að hafa þær rétt eftir. Þar gkilur titillinn á milli. — Hvað er nú framundan? — Um mánaðamótin júní- jiúlí fer ég norður á Húsavík til að leysa af þar tvo lækna. — Nú þú ert bara orðinn tveggja manna maki strax! — Ekkii er það nú alveg, 'sagði Þórður og hló. Ég leysi ’annan af í einu. — Er það byrjunin á 'kandSdatisáirinu hjá þér? — Já. Kandiidatsárið er þrettán mánuðir og skiptist í fernt: 2 mánuði á slysavarð- 'stofu, 2 á fæiðingardeild, 4 á þandlætoningadeild og 5 á lyf jadóild. Þeg.ar þetta er að baki getf ég fengið leyfi til 'að stunda lækningar sjálf- stætt. —Og hvað tekur þá við? — Það er nú fullsnemmt að segja noktouð urn það, en það er margt sem leitar 'á mig, sagði Þórður um leið 'og við kvöddum. Sveinn Snæland hlaut kandí diatstignina í verkfræðii. Við 'brugðum ofckur að Túngötu Ö8 en þar býr Sveinn ásamt toonu sinni, Jónínu Margréti Guðnadíóttur. — Mikið skelfing er ég nú 'feginn, sagði Sveinn, þegar 'við sipurðum hann, hvernig 'líið'anin værii eftir prófin. — Það veitir svo sannar- fega ekki af því að taka hlut- dn.a rólega eftir svona törn. — Hvort var það nú véla- eða byggingaverkfræði, sem þú lagðir stund á? — Vélaverkfræði Við vor- um þrír í henni. — Er byggingaverkfræðin þá vinsællii? — Já, eins og er en ég þeld, að það sé nokkuð að 'breytast í yngri árgöngunum. VélaVerkfræðin vinnur alla- vega á. — Nú eru nýstúdentarnir komnir á göturnar. Vekux •það ekki einþverjar endur- minningar hjá þér, þegar þú •sérð hvítu kollana? — Jú. Ég horfi á þá með ’nokkrum söknuði. Stúdents- prótfið er hlutiur, sem ég vildS endurtaka svona tvisvar til þrisvar á ævinni, sagðí Sveinn og horfði angurvær Sveinn Snæland upp í loftið. — En það er víst látið vit í þvi, að hugisa þann- •ig, bætti h.ann svo Við, ldfið verður að hafa sinn gang. — Hvað mundirðu vilja segja við nýstúdentana núna '— miðla þeim af þinni reynsJu? — Ja, það yrði þá helzt að vara sig á hinu .akademíska frelsi, þegar þar að kemur. Það getur verið stórihættiu- 'legt að taka það ekki réttum tökum. Breytingin er svo stórkostleg, að það má gæta (sín vel, ef allt á að fara sam- tovæmt áætlun. — En nú voru fleiri en þú 1 fjölskyldunni að ljúka próf- 0101, etoki satt? — Jú, það má segja að á þesisu beimili hafi rfkt sann- toölluð próföld að undan- tförnu. Konan mín var einnig í prófum en hún les ensku bg sögiu til B.A. prófs og á 'e'it’t ár efft'ir. Pétur H. Snæ- ‘land, bróðir minn, hlaut ■kandídatstignina í viðskipta- tfræðum og Halldór bróðir minn var að útiskritfast fré M.R. — Það rikir þá enginn grátur og gnístran tanna hér á þessum stað! — Nei, öðru nær, sagði 'Sveimn og hló. — Nú. En hvað með se'inni Wutann hjá þér? — í h.ausit fer. ég til Kaup- mannahafnar og glími við geinni hlutann þar. Það verða lim þrjú og hálfft ár, sem í þá gliimiu fara, svo að þið sjáið, að maður er ekkert unglamb lengur, þegar markinu er náð, sagði Sveinn .að lokum. Þórfflur Harðarson og kona hans, Sólrún Jensdóttir, með soninn Hörð. v» — Farmannadeilan Framihaild af bls. 32. skuli vera formaður dómsins. Gerðardómurinn setur starfs- reglur, aflar sér af sjálfsdáðum nauðsynlegra gagna, og er rétt að krefjast skýrslna, munnlegra og skríflegra, af einstökum mönnum og embættismönnum. 2. gr. Verkföll, þar á meðal samúð- arverkföll í því skyni að knýja fram aðra skipan kjaramála, sem lög þessi taka til, eru óheimil, þar á meðal framhald verkfalls Stýrimannafélags fsilands, Vél- stjórafélags íslands og Félags ís- lenzkra loftskeytamanna, sem hófst 25. maí 1‘967. 3. gr. Ákvarðanir gerðardómis, sam- kvæmt 1. gr., skulu að því er varðar greiðslur farskdpaeigenda til félaga í þeim starfsmanna- félögum, sem um ræðir í 2. gr. giilda frá gildistöku laga þessara. Að öðru leyti skulu samning- ar farskipaeigenda og nefndra starfsmannafélaga, dags. 2 sept- ember 1965, gilda, þar til gerðar- dómur fellur. 4. gr. Laun gerðardómsmanna greið- ist úr ríkissjóði, eftir ákvörðun ráðherra. 5. gr. Með brot gegn lögum þessum ska'l farið að hætti opinberra mála, og varða brot sektum. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og skulu kjaraákvæði i úrskurði gerðardómsins gilda frá gildis- tökudegi laganna. 7. gr. Lög þessi gilda þar til nýir samningar hafa tekizt milli farmskipaeigenda og Stýri- mannafélags íslands, Véistjóra- félags íslands og Félags ís- lenzkra loftskeytamanna, þó ekki lengur en til 1. nóvember 1967. Gjört að Bessastöðum, 1& júní 1967. Ásgeir Ásgeirsson (sign) "ggert G. Þorsteinsson (sign).“ t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.