Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1967. BÍLALEICAN -FERÐ- Daggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDU M IVIAGIM ÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftirlokun simi 40381 v®SÍM11-44-44 mttiFim Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigngjald. Bensín innifalið í leigugjaldl. Sími 14970 BÍLALEIGAiM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Stml 35135. Eftir Iokun 34936 og 36217. f~/=*B/lAlF/EAN lÆsíhMy RAUDARARSTIG 31 SfMI 22022 Ms. Kronprins Fred,erik fer til Færeyja og Kaup- mannahafnar fimmtud. 22. júní nk. M.s. Kala Priva fer frá Reykjavík til Dan- merkur 24. júní nk. Tilkynn- ingar um flutning óskast sem fyrst. Skipaafgreiðsfa Jes Zimsen Símar 13025 - 29985. Við vatnsþéttum tjöld. Afgreiðsla: EFNALAUGIN LINDIN Skúlagötu 51, sími 18825 Athugasemdir við athugasemda- bréfið mikla Sl. fimmtudag birtist hér langt bréf fullt af fróðleik og gagnrýni. „Ungur Reykvíking- ur“ gerir nú eftirfarandi at- hugasemdir: „Það er góðra gjalda vert, þegar menn vilja leiðrétta það, sem öðrum kann að verða á. Þá er mikilvægt, að sá, sem leiðréttir, stilli sig um hártog- anir og útúrsnúninga. Sumt af því í málfari manna, sem Rg leiðréttir, er ekki rangt að mín- um dómi, og sjálfur mó hann vara sig á dönskuslettum og ambögum. 1) „baggja vegna“ er ákaf- lega hæpin orðmynd. „Végna“ er alla vega rangt; því að ef. flt. af vegur er vega. „Báðum megin“ hefði hins vegar verið rétt. 2) Hingað tH hef ég ekki vit- að betur en örnefnið væri Hlemmur (ekki Hllemmtorg). 3) Hólmsá. Ég er nú alinn upp að miklu leyti þarna í ná- grenninu, og áin heitir Hólmsá, hvað sem hver segir. Því verð- ur ekki breytt úr þessu. Hún (eða þessi hluti) hennar hefur verið kölluð þessu nafni svo lengi, að það hefur algerlega festst við hana, og hitt ekki nema sérvizka að ætla sér að breyta því. Og getur ekki einn- ig verið, að þessi hluti árinnar hafi alltaf borið þetta nafn? Eins og við vitum, er það ekk- ert sjaldgæft hér á landi (né annars staðar), að ár skipti einu sinni eða oftar um nafn á ferli sínum. 4) Rg hneykslast á því, að talað er um stirðfættar kýr eft- ir kyrrsetur vetrarins, og seg- ir hann kýr aldrei sitja. Þarna er nú óþarflega langt seHzt eftir aðfinnsluefni. „Konungur sait í Dyflinni fram um sumar- mál“. Ekki sat hann allan tím- ann, í bókstaflegri merkingu þess orð. Þá er og talað um, að her hafi vetursetu, án þess að átt sé við það, að hver rnaður sitji á sinni tortu heillan vetur. 5) Þá kemur að eftilætis- athugasemd allra sannra leið- réttingarsérfræðinga: Menn og konur; maður og kona. Enn einu sinni er okkur sagt, að maður merki bæði karlmað- ur og kvenmaður. Já, vitan- lega er þetta alveg rétt, og þeg- ar það er notað í sambandinu „maður og kona“, skilur hver heHvita maður, að það er not- að í merkingunni karlmaður, en ekki í merkingunni kven- maður. Orðið þýðir bæði „menneske“ og „en mand“, og þegar „kona“ fylgir með í ofan- nefndu dæmi, getur enginn misskilningur komið til sög- unnar. Eða heldur Rg e.t.v. að Jón Thoroddisen hafi ekki vitað, hvað hann var að gera, þegar hann kaUaði skáldsögu sína „Mann og kon,u“? 6) Svo langar mig til þess að taka eina málsgrein upp eftir Rg: „Þá vH ég loks benda á eitt orðatiltæki, sem ég aldrei fellt mig við, en sem mikið kveður að bæði í ræðu og riti, og líklega hjá þorra manna, því að það mun vera orðið gamalt í mállinu okkar. Eitt af því marga, sem við höfum lát- ið okkur særna að apa hugs- unarlaust, og að óþörfu, eftir Dönum. Sannast hér sem jafn- an að „auðlærð er H1 danska“, og það bókstaflega“. Svo mörg voru þau orð. Bú- ast mætti nú við því, að bréf- ritari ritaði sjálfur tandur- hreint mál og óspilLt af allri dönsku. Svo er þó ekki. Hann er ekki öruggari en hver ann- ar, og er nóg að vitna til máls- greinarinnar hér að ofan. „Sem ég aldrei get fellt mig við“: Það er danska að hafa neitunina (þarna aldrei) á undan „get“, eða setningin er a.m.k. hugsuð á dönsku. íslenzkullegra hefði verið að segja: „sem ég get aldrei fellt mig við“. Þetta finna flestir á sér og þurfa ekki að læra neina reglu tU þess að fara eftir. Jónas Hallgrímsson segir að vísu: „svo er hún ekki heldur nízk“, en þar er það öfugt í dönsku, því að Danir segja „heller ikke“. í íslenz'ku kem- ur neitunin eins snemma 1 setningunni og kostur er. — Þá grunar mig og, að „fella sig við e-ð“ sé ungt í málinu og að ölium Ifkindum þýðing á einhverju dönsku orðatil- tæki. Það er annað, þótt í Njálu standi: Hallgerðr kvað hann sér vel felldan til verkstjóra. — „sem . . . . „ en sem mikið .......“. Þetta var nú ljóta ís- lenzkan atarna! Það hefur aldrei þótt fara vel að hafa tvær tHvísunarsetningar sam- loðandi, hvað þá er sú seinni hefst nú á „en sem“. — Og það bókstaflega (ög det bok- staveligt). Annars er bréf Rg fróðlegt um upprifjun örnefna hér 1 nágrenninu, sem eru fleiri og fegurri en margir ætla. Nátt- hagaviatn er nafn, sem ekki ætti að faHa í gleymisku. Sama er að segja t.d. um Hólma- skyggni og Dimmu. Einnig er það rétt, að „í dag“ er alltof oft notað í ensku merkingunni (og reyndar dönsku, sænsku og norsku nú orðið) „á vorum dögum“, „um þessar mundir" o.s.frv. Vertu sæll Velvakandi, Ungur Reykvíkingur". Nauðungaruppboð sem auglýst var í 20., 23. og 27. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Meistarvelli 15, hér í borg, talinni eign Benedikts Árnasonar, fer ram eftir kröfu Ara ísberg hdl., á eigninni sjálfri, miðviku- daginn 21. júní 1967, kl. 4 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Verkstæðisvinna Óskum eftir að ráða bifvélavirkja, vél- virkja eða menn vana bifreiðaviðgerðum. ÍSARN HF. Reykjanesbraut 12 — Sími 20720. NYGENstricinn er STERKARl EN STÁL INTERNATIONAI. 300°/o söluaukning á CENERAL jeppa hjól- barðanum á sl. ári sannar ótvírœtt Forðizt eftir- líkingar yfirburði hans AÐEINS GENERAL HJÚLBARÐINN ER MEÐ NYGEN STRIGA GENERAL TIRE INTERNATIOHAk Opið virka daga frá kl. 7.30 — 22. Laugardaga frá kl. 7.30 — 18. hiólbarðinn hf. LAUGAVEG178 SÍMI3S2G0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.