Morgunblaðið - 17.06.1967, Side 16

Morgunblaðið - 17.06.1967, Side 16
16 MORGUNBLAÐIO, LAUGARDAGUR 17. JUNI 1967. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: f lausasölu kr. Áski’iftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á. mánuði innanlands. ÞJÓÐHÁTfÐ ¥ DAG minnast íslendingar stoínunar hins íslenzika lýð- veldis árið 1944 ag votta um leið virðingu sína minn- ingu Jóns Sigurðssonar. Þennan dag horfum við til baka yfir nær 1100 ára sögu íslands byiggðar, hugsum stolt til þeirra, sem fyrstir byggðu ísland, minnumst með virðingu hinna, sem með þrautseigju og hugrekki tryggðu það, að 'þetta land lagðist ekki í auðn, þótt fólkið byggi um aldir við erlenda áþján, sbort og margvísliegt harðæri. Sá íslend- ingur sem nobkru sinni gleymir sögu þjóðar sinnar, gleymir þeim afrekum, sem forfeður okíkar unnu, gleymir þeim ótrúlegu erfiðleikum, sem fólkið í þessu landi átti við að búa fyrr á öldum, er ekki lengur í þeim tengstum við land sitt og þjóð, sem hann þarf að vera. FRÉTTAMYNDIR Israelskir skriðdrekar sækja upp á sýrlenzku hæðirnar 10. júní sl. ísraelsmenn halda því fram að sýrlenzkir hermdarverkamenn hafi gert árásir á ísrael frá hæðum þessum undanfarin ár. En um leið og við heitum því í dag, eins og við höfum svo oft gert áður, að geyma stolta sögu feðra ofckar og kenna hana óbornum kynslóðum, svo að tengsl nútímana og framtíðarinnar við fortíðina rofni aldrei, Itítum við fram á veg og fhugum stöðu lands okfcar og þjóðar í nýjum og síbneytil'egum heimi. Frá því að lýð- veldi var stofnað á Þingvöllum hinn 17. júní 1944 hafa miklar breytingar orðið í veröldinni í kringum okkur. Og þegar þjóðhátíðardagur ísLendinga verður haldinn hátíðleg- ur um næstu aldamót verða breytingarnar orðnar ennþá meiri. Það er hlutverk ungrar og upprennandi kyn- slóðar, stúdentanna, sem hafa verið að útskrifast þessa dagana og jafnaldra þeirra, að tryggja sjállfstæði og fulll- veldi íslands í heimi aldamótaáranna, að varðveita ís-( lenzka tungu og menningararfleifð í veröld, sem veitir einnig Okkur, sem í þessu landi búum, meiri og stærri tækifæri en nökkru sinni fyrr, en skapar um Leið smá- þjóðum miklar hættur. : Þær kynslóðir, sem á þessari öld hafa leitt sjálfstæðis- baráttuna tiil sigurs og leitt þjóðina fyrstu sporin í þeim heimi, sem síðari heimsstyrjöldin skapaði, hafa þegar unn- ið svo mikið starf, að sú æska, sem nú er, verður að taka Handteknir Arabar í gamla borgarhlutanum standa upp vid húsveggi með hendur yfir höfði sér meðan leitað er á þeim. ó öllu því, sem hún á tiil eigi hún að standa þeim á sporði. ísl'enzjk æska hefur búið við betri kjör en foreldrar henn- ar áttu við að búa í sinni æsku. Hún þefckir ekki erfiðleika ög bröpp kjör þeirra tíma, hún er vel menntuð og henn- ar eru tækifærin, hún þekkir ebki þá tíð, þegar ungir og gláfaðir menn urðu að brjótast til mennta með miikluim erfiðleikum og tókst það stundum ekki. Hún þekkir yfirleitt ékkert nema veLmegun og velsæld og að allt- leiiki í lyndi. En einmitt vegna þess, að hún hetfur aldrei kynnzst þeim erfiðu lafskjörum, sem foreldrar hennar þekktu í sinni æsku ríður á miklu, að hún þekki og skilji sögu þjóðar sinnar og geri sér raunsæja grein fyrir þeiim erfiðu verkefnum, sem hún á sjálf eftir að leysa í framtíðinni. En til allrar hamingju hafa nýir og betri tímar ekki spillt íslenzkri æsku. Hún hefur í dag tifl. að bera heil- brigðan þjóðernislegan metnað, um leið og hún er reiðu- búin og fús til þess að njóta þeirra menningarverðmæta, sem orðið hafa til með öðrum þjóðum. Henni hefur e.t.v. tekizt betur að skapa jafnvægi miflli þess, sem íslenzkt er og hins sem er erlent og hún villl njóta, en kynslóðinni á undan henni. Tækifæri hennar tiil þess að vísa íslandi örugga leið inn í nýjan beim næstu aldamót bygigjast ein- mitt á því, að hún kunni í framtíðinni að halda eðlilegu og heilbrigðu jafnvægi milfli þessa. ' Minnumst í dag þeirra, sem fyrst og fremsf hafa skapað okkur tækfæri til þess að lifa sem frjáls þjóð í frjálsu landi. Brýnum í dag þá, sem eiga að ávaxta þennan arf á næstu áratugum, að sú arfleifð sem þeir skili frá sér verði ekki síðri, en sú sem þeir tóku við m ■ // x . ' 'j.,/-' Hermenn ísraelsmanna sækja inn í bæínn Gaza • -~v“ W m 1 ■•••• ??'■£*. mm $£ i * < ’ B

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.