Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1967. Utboð Tilboð óskast í að byggja náttúrufræðideild við Menntaskólann á Akureyri. Útboðsgagna má vitja í skrifstofu Menntaskólans á Akureyri, eftir 18. júní, gegn 3 þúsund kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað 11. júlí kl. 14.00. BYGGINGARNEFNDIN. 17. júní 1967 Hátíðahöld I Kópavogi Kl. 1,30 1. Skrúðganga frá Félagsheimilinu. Kl. 1,50 2. Skemmtunin sett í Hlíðargarði, frú Ragnheiður Tryggvadóttir. 3. Barnagaman: Ingibjörg Þorbergs, Guðrún Guðmundsdóttir o. fl. 4. Ávarp: Nýstúdent, Jón Gauti Jónsson. 5. Kvartett úr Samkór Kópavogs syngur vinsæl lög. 6. Fjallkonan Gyða Thorsteinson flytur kvæði. 7. Skemmtiþáttur: Töframaðurinn Tarento. Ketill Larsen og Davíð Oddsson. 8. Steppdans. 9. Skemmtiþáttur: Auður Jónsdóttir, Guðrún Þór. 10. Söngrur: Samkór Kópavogs, stjórnandi Jan Moravek. Ómar Ragnarsson skemmtir. Kl. 4.00 Knattspyrnukeppni. Kl. 4,00 Dans yngstu bæjarbúa. Kl. 20,00 Dans í Félagsheimilinu og Æsku- lýðsheimilinu. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFNDIN. Auglýsing * um umferð í Reykjavík 17. júní 7967 1. Leiðir að hátíðarsvæði í Laugardal Ökumönnum er bent á að aka einhverja af þremur eftirtöldum leiðum að hátíðarsvæðinu: 1. Frá Suðurlandsbraut norður Reykjaveg. 2. Frá Sundlaugavegi um Gullteig, Sigtún og inn á Reykjaveg. 3. Frá Laugarnesvegi um Sigtún og inn á Reykjaveg. 2. Bifreiðastæði Ökumönnum er bent á eftirfarandi bifreiðastæði: 1. Bifreiðastæði milli íþróttaleikvangsins í Laugar- dal og nýju sundlaugarinnar. Ekið um stæðið frá Reykjavegi við Austurhlíð. 2. Bifreiðastæði við nýju sundlaugina. Ekið inn frá Sundlaugavegi. 3. Bifreiðastæðið við Laugarnesskóla. Ekið inn frá Gullteig. 4. Bifreiðastæði við Laugalækjarskóla. Ekið inn frá Sundlaugavegi. Lögreglan skorar á ökumenn að leggja bifreiðum sínum vel og skipulega og gæta þess, að þær valdi ekki hættu eða óþægindum. 3. Einstefnuakstursgötur 1. Reykjavegur til norðurs. 2. Gullteigur til suðurs. 3. Hraunteigur, Kirkjuteigur, Hofteigur og Lauga- teigur til vesturs frá Reykjavegi. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. júní 1967. SIGURJÓN SIGURÐSSON. „Akvörðun mín er brot á hugsunarhætti nútímans", — sagði biskupsritari, séra Ingólfur Ásfmarsson ------^ í KOSNINGUNUM á sunnu- daginn var hugur fólks í Mosfellsprestakalli í Gríms- nesi ekki bundinn við stjórn- mál eingöngu, því að þann dag kaus það sér einnig prest. Aðeins einn umsækjandi var um prestakallið, séra Ingólf- ur Ástmarsson, biskupsritari, og hlaut hann lögmæta kosn- ingu. Á kjörskrá voru 295, 235 greiddu atkvæði og ef þeim hlaut umsækjandinn 185 atkvæði, 47 seðlar voru auðir, en ógildir 3. Morgunblaðið hringdi til séra Ingólfs Ástmarssonar í gær og spurði hann um þá ákvörðun hans að láta af embætti biskupsritara til að gerast sóknarprestur uppi í sveit. Séra Ingólfur sagði: — Prestsstarfið dregur mig að sér. Ég hef alltaf haft sam- band við þennan söfnuð frá því ég lét af pretsstarfi í Mos- fellsprestakalli fyrir átta ár- Fimmtugur í dag: um til þess að taka að mér biskupsritaraembættið. Þarna hefur enginn annar prestur orðið rótgróinn síðan ég fór. Þetta veldur mestu um þá ákvörðun mína að sækja aftur um prestakallið. Ég get vel skilið, að mönnum komi þessi ákvörðun mín svolítið undar- lega fyrir sjónir, því að þetta er brot í hugsunarhætti nú- tímans. — En mig langar einnig til að taka það fram, hélt séra Ingólfur áfram, að það er mér engan veginn sársaukalaust að láta af biskupsritaraem- bættinu. Hér hefur mér líkað mjög vel að starfa og sam- stari mitt við biskup hefur í alla staði verið hið ákjósan- legasta og ég mun sakna þess nána samstarfs, sem milli okkar hefur verið. Úr starf- inu hér á ég margar góðar minningar, og hér hefði ég gjarnan viljað starfa áfram. En preststarfið laðar mig til sín eins og ég sagði áðan og ég hugsa gott til þess að setjast aftur að á Mos- felli og þjóna mínum fyrri söfnuði. Kjartan Halldórsson frá Bæjum fCJARTAN Halldórsson fram- kvæmdastjóri frá Bæjum á Snæfj,allaströnd á í dag fknm- tugsafmælL Honum nægði ekk- ert minna en mesti gæfudagur íslandissögunnar til þess að Mta Ijós heimsins. Sjálfur hiefur hann einmig reynzt mikill gæfumað- ur. Foreldrar hans, Þorbjörg RrynjóMsdióttir og Halldór Hall- dórsson bóndi í Ræjum við ísa- fjarðardjúp voru sæmdarfólk og ágætir búemdur, sem bomu börn um sdnum til manndóms og þroska af myndansikap. Kjartan var í hópi manmvænlegustu bændaiefna við Djúp í æsku sinni. Hann laulk búfræðinómi og gerðist jarðabótamaður og smiður, stj'órnaði t.d. fyrstu bryggjugerð í fæðingarhreppi sínum til mikils hagræðis íyrir bændur í srveit sinni. En örlögin skáka mönnum til á ýmsa vegu á taflborði Mtfsins. í stað þess að gerast gildur bóndi á óðaM fieðra sinna varð Kjartan bæjarverkstjóri á ísa- firði órið 1947, skömmu eiftir að Sjálfstæðismenm tóku þar við forystu bæjanmála. Gegndi hann því starfi atf dugnaði og fyrir- Útboð Óskum eftir að komast í samband við verktaka, er gætu gert tilboð í byggingu strengjasteypu- eða stálgrindarhúss um 400 rúmm. að stærð. Þeir sem vildu sinna þessu leggi nöfn sín á afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir 8. júní n.k. merkt: „756“. sængurnar KOmSAR A StnúsöluverS 496.00 TCtsölusta&irs VERZL LIVERPOOIj VEHZI, SÍS RAFNARSTRÆTI og KAEPFÉLÖGVS IM ALLT LATSR SAMB. ÍSL. SAMVINISIJFÉLAGA BÚSÁUALBADEILD hyggju um 4 ára skeið. Síðan tók hann við refcstri samkomu- húss Sjálifstæðismanna á ísafirði og rak það um árabil með hinni mestu prýði, ásamt fconu sinni, frú Kristiínu Þorsteinsdóttur, sem er glæsileg kona og frábær atorku manneskja. Hafa þau hjón jafnan verið einkar sam- hent og farsæl, að hverju sem þau hafa starfað og hvar sem heimiili þeirra hefur staðið. Eign- uðust þau þegar stóran og trygg an vinahóp á ísafirði og var heimili þeirra þar rómað fyrir rausn og höfðinigssfcap. Hingað til Reyfcjavílfcur íluttu þau frú Kristin og Kjartan árið 1958. Tóku þau fyrst að sér rekstur ísborgar í Austurstræti en síðar settu iþau á stofn brauð- stofuna „Brauðborg." Bæði þessi fyrirtæki hafa þau rekið af míklum dugnaði og með góð- um árangri. Grundvöllur vel- gengni þeirra hefur ávallt ver- ið sérstæð aitorka og ósérhlífni, ásamt óreiðanleik og lipurð við viðskiptavini sina. Kjartan Halidórsson er vasfcur maður og góður drengur. Hann er vinum sínum tryggur og greiðasamur svo að af ber. Munu margir minnast hötfðings- skapar hans og drenglyndiis. Með honum og fólki hans er gott að vera, hvort heldur er heima í vestfirzkri sveit eða á glæsilegu heimili þeirra hjóna að Flóka- götu 62 hér í borg. Gangi þér svo aUt í haginn á nýjum aldarhekningi, vinur og félagi. Vonandi hittumst við bráðiega uppi undir jöklum eða vestur á feðraslóðum, þar sem sinfónía vorsins Ihljómar nú inm til fjarða og út um eyjar og nes. S. BJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.