Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 17
WTORGFUNBLiAÐIÐ, LAtTGARDAGUR 17. JUNI 1967. ,itr,igy. Marshall-aöstoöin 20 Ávarp Þórhalls Ásgelrssonar i Ríkisútvarpinu 5. júni /967 f DAG er þess minnzt víða um heiin, að 20 ár eru liðin frá «,pphafi Marshall-aðstoðarinnar. A þessum degi fyrir 20 árum Iflutti George Marshall, þáver- «ndi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, ræðu við uppsögn Harvard háskólans, þar sem hann bauð fram efnahagsaðstoð Bandaríkjanna til viðreisnar Hvrópu, svo framarlega sem Evrópulöndin sameinuðust um éform til að nýta þá aðstoð vel. f ræðu sinni sagði Marshall m.a.: JBandaríkjunum ber að gera allt, sem í þeirra valdi stendur «1 að stuðla að því að koma atftur á heilhrigðu efnahags- lástandi í heiminum, því að án þess þróast ekkert öryggi í al- þjóða-stjórnmálum né heldur varanlegur friður“. Ennfremur sagði Marshall: „Áform okkar beinast ekki gegn nofckru landi eða stjórnmálastefnu heldur gegn hungri, fátækt, uppgjöf og glundroða“. öllum Evrópuríkj- u.m, nema Spáni, var boðin þátt- taka í viðreisnarsamstarfinu. Tóku því boði 18 Evrópulönd, sem stotfnuðu með sér Efnahags- »amvinnustofnun Evrópu með aðsetri í París. En Sovétríkin Dg grannríki þeirra höfnuðu boðinu. Ríkisstjórn íslands ákvað strax að taka þátt í þessu sam- starfi á sama hátt og öll ná- grannalönd fslands. Mun hug- myndin um samstarf til sam- eiginlegrar uppbygigngar Evr- ópu hafa ráðið meiru um ákvörðun ríkisstjórnarinnar árið 1947 heldur en þörfin fyrir beina efnaihagsaðstoð. Þetta við- horf breyttist Þó fljótlega. Þeg- ar gjaldeyrissjóðir stríðsáranna voru þrotnir og síldveiðin brást ár eftir ár varð mönnum Ijóst, að þótt ísland slyppi við eyði- leggingar stríðsins á landi, var efnahagslSfið svo úr skorðum gengið fyrir áhrif stríðsins, að fs lendingar voru engu betur settir en margar Evrópuþjóðir,' sem hlutu efna'hagsaðstoð. Auk þess var þörfin fyrir eflingu atvinnu- lífsins og aukna fjölbreytni meiri hér en í flestum Vestur- Evrópulöndum og dollaraskort- urinn var jafn tilfinnanlegur. Marshall-aðstoðin hatfði gíf- urlega þýðingu fyrir íslenzkt efnahagslíf og alla atfkomu landsmanna á árunum 1949— 1953. Þetta voru erfið ár sér- staklega fyrstu tvö árin — stöð- ugt sildarleysi, þorskafli bá'ta lélegur og verzlunarkjörin gagn- vart útlöndum óhagstæð. En Þórhallur Ásgeirsson. þjóðin fann efcki nerna lítið fyrir erfiðleikunum vegna Marshall- aðstoðarinnar. Á árunum 1949, 1952 og 1953 var meir en 1/10 hluti innflutningsins greiddur með Marshall-framlögum Banda ríkjanna. Árið 1951 var Vs hluti innflutningsins og 1950 meir en 14 hluti innflutningsins greidd- ur þannig. Sýna þessar tölur, að lífskjör þjóðarinnar og allt at- vinnulíf var á þessum árum mjög háð Marshall-aðstoðinni. Hún hjálpaði þjóðinni að kom- ast klakklaust yfir erfiðasta hjalla eftirstríðsáranna. En hún gerði líka miklu meir en það. Hún lagði ríflegan skerf til var- anlegrar uppbyggingar ratforku- kerfisins, Áburðarverksmiðjunn ar og allra höfuð atvinnugrein- ára anna. Á þessum árum tvöfaldað- ist raforkuframleiðsla landsins með virkjun Sogsins og Laxár, en % hlutar (74,4% stofn- kostnaðar þessara ratforkufram- kvæmda og áburðarverksmiðj- unnar voru greiddir af Mars- hall-fé. Er það því ekki að ástæðulausu, að þessar stór- framkvæmdir hafa verið kallað- ar minnismerki Marshall-áætl- unarinnar. Ekki er óeðlilegt að spyrja, hvort ekki hefði verið ráðizt í þessar framkvæmdir, þótt engin Marshall-aðstoð hefði komið til. Hvað Áburðarverksmiðjunni við víkur efast ég um, að svo hefði orðið a.m.k. ekki lengi vel, en virkjanirnar hefðu eflaust síðar verið reistar á kostnað ann arra framkvæmda í landinu og með því að stofna til mikilla er- lendra skulda. En sá mikli kost- ur var við Marshall-aðstoðina, að á móti gjafaframlögum mynd- aðist sjóður í íslenzkum krónum — s.k. mótvirðissjóður — og úr honum voru lánaðar 236 millj. króna ti‘1 framkvæmdanna. End- urgreiðsla þessara lána og annað mótvirðisfé rann síðar til Fram- kvæmdalbankans og varð aðal- uppistaða í útlánum bankans, sem hefur bomið öllum atvinnu- greinum og landshlutum að ó- metanlegu gagni. Fjéirmagn það, sem landinu þannig hlotnaðist, hetfur átt mikinn þátt í þeirri aknennu uppbyggingu og vel- JI megun síðan. » Hér var ekki um neina améól muni að ræða. Á árunum 194®—« 1953 nam Marshall-aðstoðin til íslands samtals 38 650 000 doil- urum, þar af voru um 30 millj- ónir dollara gjötf, 5,3 millj. dioll- ara lán til 35 ára með 2%% vöxt um og 3,5 millj. dollara s.k. skil- orðsbundið framlag, sem raun- verulega var greiðsla fyrir út- flutningsafurðir. Gjafaframlögin voru á núgildandi gengi tæpar 1300 millj. króna, sem samsvar- ar 6500 krónum á hvern íslend- ing. Það er því ærið tilefni fyrir Islendinga að minnast Marshall- aðstoðarinnar með þakklæti og væri ósannindi að þegja yfir þvi á þessum degi, sem vel var gert og verðskuldar, að haldið sé á lofti. Ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að minnast 20 ára atfmælis Marshall-aðstoðarinnar með því að gefa, ásamt stofnunum, sem sérstaklega nutu góðs af aðstoð- inni, 50 000 dollara í sjóð, sem kenndur er við Thor heitinn Thors, sendiherra, og hefur þann tilgang að stuðla að vaxandi menningarskiptum fslands og Bandaríkj anna. Dómur sögunar num Marshall- aðstoðina er aðeins á einn veg. Fá eða engin dæmi eru til um jatfn árangursríkt og farsælt alþjóðasamstarf á friðartímum. Hún náði tilgangi sínum á til- settum tíma. Með samstilltu á- taki Vestur-Evrópu og rausnar- legri aðstoð Bandaríkjanna tókst á fjórum árum að reisa við at- vinnulíf Evrópu og koma á sam- starfi um efnahags- og við- skiptamál, sem Evrópa og reynd- ar alltflest lönd heims njóta góðs af enn í dag. vélar hófu millilandaflug f DAG, 17. júní, eru liðin 20 ár síðan fyrsta flugvélin, sem ís- lendingar keyptu til millilanda- flugs, ,Hekla“ Loftleiða h.f. fór sína fyrstu áætlunarferð til út- landa. Mun ýmsum, sem geta nú yalið um margar daglegar ferðir íslenzkra flugvéla austur eða yestur yfir Atlantshafið þykja það nokkuð undarlegt, að fyrir tveimur áratugum skyldi hafa þurft mikinn stórhug og kjark fll þess að afráða kaup á is- lenzkri millilandaflugvél, en vöxtur íslenzkra flugvéla hefir verið svo ör, að fyrir tuttugu árum var ákvörðunin um kaup á millilandaflugvélin talin orka mjög tvímælis, og framkvæmd hennar torveld, einkum vegna þess hve fjárhagsgrundvöllurinn var veikur og þekkingin á þess- um þætti flugstarfseminnar tak- mörkuð. „Hekla“ kom sína fyrstu ferð til Reykjavíkur 15. júní og var þá flugvélinni svo lýst í Morgun- blaðinu: „Hekla er fjögurra hreyfla flugvél og er hver þeirra 1350 hestöfi. Vængjahaf hennar er hvorki meira né minna en 118 fet. Fullhlaðin get- ur flugvélin borið 33 smálestir. f henni eru nú sæti fyrir 46 far- þega, auk farangurs og póst- geymsilu. Áhöfn flugvélarinnar verður 7 manns". Það var við upphaf þriðja starfsárs, í apríl 1946, að stjórn Loftleiða h.f. ákvað að festa kaup á flugvél, sem haldið gæti uppi ferðum milli íslands og út- landa. Fyrir valinu varð fllugvél af Skymaster gerð. Var hún keypt í Bandarík.junum og var kaupverð hennar 125 þúsund dal ir. Vélin hafði áður verið notuð til herflutninga og þurfti því að breyta innréttingu hennar, en gert var ráð fyrir að það myndi kosta um 35 þúsund dali, og átti því verki að vera lokið á tiltölu- lega skömmum tíma. Á þessum tíma voru stopular flugsamgöngur við ísland. Er- 1-end flugfélög héldu þá uppi ferðum milli meginlands Evrópu og Ameríku með viðkamu á ís- landi, og fluttu hingað farþega einungis að eigin geðþótta. Má t.d. lesa það í einu reykvízku dagblaði hinn 10. júní 1947 að félagið Air France „gerði sér vonir um, að geta von bráðar farið að tafca íslenzka farþega hér a.m.k. 2 til 3 sæti með hverri ferð“, en þá komu vélar flug- félagsins hér við 4-5 sinnum í vifcu. 15 manns starfandl hjá Loftleið- um. Kristján Jóhann Kristjánsson, þáv. stjórnarformaður Loftíeiða. f ársbyrjun 1946 voru 15 manns starfandi hjá Lofitleiðum. Félagið átti þá lítinn flugkost, en hafði þó flutt rúmlega 4 þús- und tfarþega árið 1945. Heildar- velta þess varð þá rúmlega 900 þús. kr., en skuldir voru miklar og lánstraust takmarkað. Var þvi um milkinn kjark og stórhug að ræða er félagið ákvað að kaupa milliilandavélina. Þáver- Emil Jónsson, þáv. samgöngu- málaráðherra. flytur ræðu við komu Heklu. andi stjórnarformaður Loftleiða var Kristján Jóhann Kristjáns- son íramkvæmdastjóri og fór hann í apríl, ásamt Altfreð Elíassyni flugstjóra, vestur um haf til að ljúka formlega kaup- unum og láta gera á filugvélinni þær breytingar, er fyrirhugaðar voru. Sú dvöl þeirra félaga var þó lengri en ráðgert hafði verið, og ollu því einkum ófyrirsjáan- íegir örðugleikar á framkvæmd breytinganna, sem ollu félaginu fjártjóni og margvísilegum byrj-, unarörðugleikum. Framhald á bls. 24 Tuttugu ár síðan íslenzkar flug- ÚUendingaeftirUtMli FARÞEG ASKR.Á íPatsangerlist} Dagselning _ ÓT/J</>*//".■ KÍL_____ ‘/fi'SS • <fLvrr-t Jj/Yieiwz; 'S/A cj '%'// íé/KJ/.rí/K ~2$!gSL y»y. <r'/j/4tsr/i\ ftrÆu./L Vi y V/j /)>ji Yú ■Kíhj %>7(, %'V7 SSnj/tr/ÍK /£//// «■ ■'Yi 'te //s »>, /3j>rrr/ W1 /é/ J/Sjl/ Ý^S/"7 /K, - X/Z -m * 7.JZ- /smssxrr Wavb /p—^-Sifs'/ n T/f/rs/ f/uM/ Hluti farþegaskrár frá 17. júni 1947. „Ilekla" á Reykjavíkurflugvelli 15. júní ’47,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.