Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 12
■ 12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1967. 'Áttrœður mánudaginn 19. júní: Jóhann Magnússon skip- stióri Neskaupstað rYRIR um það bfl hálfri öld blómgaðist mikið athafnalíf um byggðir Austurlands. I>jóðin var að vakna til meðvitundar um betri tíma. Vorblær nýrra fyrir- heita barst í lofti. Öld véla og nýrra og stórstígari atvinnu- hátta, hélt innreið sína, Firðir og víkur voru fullar af fiski og bát- arnir stækkuðu og nýting hvers- fconar sjávarafla veitti fólkinu rýimri og betri kjör en áður hafði verið með þjóðinni. Jafnframt sást rofa fyrir tímum frelsis og sjálfstæðis. í landinu óx upp mikið mann- val, er einkenndist af dugnaði og d’áðmi'klum athöfnum í þágu lands og þjóðar. I>essir hug- djörfu hugsjóna- og athafna- menn áttu eftir að móta hið nýja ísland og hafa varandi áhrif á framvindu og framþróun 1 atvinnumiálum til lands og sjávar. Einn þessara manna er Jó- hann Magnússon, sem í dag fyll- ir 8. tuginn, þótt vinum hans þyki með ólíkindum, svo er Jó- hann langt frá þvi að vera öld- ungur, hvað heilsu og krafta áhrærir. Jóhann var einn af vormönn- sin lands vors, á fyrstu tugum þessarar aldar, er hlaut í vöggu- gjöf óvenjulegan þrótt og kraft, tókst ungur á hendur starf braut ryðjandans í vestfirzkri sjó- mannastétt, hóf kyndil nýrri og betri tíma á loft og bar hann tiil seinni kynslóða, er erfa át*u landið. Jóhann Magnússon, er vér hyllum í dag, er fæddur 19. júní árið 1887, að Eyri í Seyðisfirði í Norður-ísafjarðarsýslu. Jóhann er kominn af sterkum stofni ís- firzkra sjósóknara og búhölda. Hann ólst upp hjá móðurafa sín- um Guðmundi Bárðarsyni, út- vegsbónda á Eyri, er á sínum tíma var einn af merkustu at- hafnamönnum við Djúp og höfð- inglundað stórmenni í athöfnum, sjón og reynd. Engum manni unni Jóhann jafn heitt og afa sínum, enda mun hann hafa mót- að hug og sýn hins unga sveins, til framtíðarinnar fremur öllum Öðrum mönnum. Enda reyndist L Jóhann í mörgu líkur honum, er P hann óx úr grasi. Ég hygg að ; honum þakki hann lííslán sitt og óbifanlega bjartsýni í erfiðleik- uan og raunum er verða ein- í> hverntíma á vegi allra manna, á f Jangri og viðburðaríkri ævi. j i Bernskuárin á Eyri urðu Jó- j. hanni, einn af þeim skólum er > ungir ísfirzkir fullhugar sóttu í . harðfengi og dug í fangbrögðum við Ægi konung, en það urðu Mutskipti allmárgra vestfirzkra unglinga á þeirri tíð, að helga Bjósókninni starfskrafta sína, enda munu allflestir aflamenn I togara- og síldarflotans er skar- j að hafa fram úr á undanförnum ; árum vera af vestfirzku bergi brotnir, eins og alþjóð er kunn- Ugt. Aðeins 12 ára að aldri tók Jó- i hann að sækja sjó og ffluittist þá j með móður sinni til ísafjarðar, ; þar sem hann bjó um allmörg ár. f 17 ára gamall verður hann for- j maður á vélb. Sigurfara, en hann var eigandi hans, ásamt fornvini sínum hinum kunna at- hafna og merka vestfirzka sjó- sóknara Páli Pálssyni í Hnífs- dal, en milli þeirra og fjöl- skyldna hafa um árin haldist órjúfandi vináttubönd, þótt vík hafi verið á milli vina, þá hafa þeir í gegnum árin jafnan haldið Ísambandi. í En árið 1913 verða þáttaskil ( ævi Jóhanns Magnússonar, er j hann ræðst á skútu er Duus verzlun í Reýkjavík ábti og hét Hafsteinn. Þá um vorið flytzt hann austur tifl Norðfjarðar, en þa var sjávarútvegur hér eystra ' *neð miklum blóma, e:ns og áður L «r getið. Gerðist hann þá mótor- isti hjá hinum kunna útgerðar- manni Gísla Hjálmarssyni í Neskaupstað, en hann rak all- •uimfangsmikla útgerð hér um þær mundir. Hjá honum var Jóhann formaður um tveggja ára skeið. Síðar á vélbátnum Kraka, er Jón Sveinsson og Magnús Hávarðsson gerðu hér út í félagi. Um margra ára skeið var Jó- hann skipstjóri á bátum Sigfús- ar Sveinssonar, hins mikla aust- firzka athafnamanns. Árið 1924 gekk Jóhann að eiga Ingibjörgu Sveinsdóttux frá Við- firði, hina gerfiflegustu konu, og eignuðust þau eina dóttur barna, Maríu Ingiríði, er gift er og bú- sett í Reykjavík. Konu sína missti Jóhann efitir bveggja ára sambúð. Síðari kona Jóhanns er Kristín Magnúsdóttir, ættuð frá Dalvík, hin mesta sæmdarkona og er heimili þeirra í Neskaupstað víðfrægt fyrir gestrisni og höfð- ingslund. Jóhann Magnússon er í mörgu óvenjulegur maður, sem öllum er kynnast honum, verður jafn- an minnisstæður, er þeir heyra góðs manns getið. Hann er drenglundaður, stór í sniðum, hvar sem hann kemur nærri og höfðinglundaður svo af -ber. Engan mann á hans aldri hefi ég séð njóta sín betur í hópi glað- værra æskumanna og er Jóhann þá oft yngstur í anda í þeirra hópi. Yfir sál hans dregur afldrei ský. Þar ríkir jafnan góðgirni og mannkærleikur. Og ég fullyrði að ég nfæli hér fyrir munn allra hinna mörgu vina Jóhanns nær og fjær á þessum merku tíma- mótum í lífi hans. S.l. 11 ár hef- ur Jóhann verið einn af forstjór- um og meðeigendum söltunar- sitöðvarinnar Sæsilfur hér í Neskaupstað og rækt störf sín þar af árvekni og kappi þrátt fyrir háan afldur. • Jóhann fer aldrei dult með skoðanir sínar, er heill og óskipt- ur í hverju máli. Hann ann fyrst og fremst íslenzkum málstað og styður af alhug þá stórstígu upp byggingu er á sér stað með þjóð vorri í dag. Bugur hans dvelur þá gjarnan með hinum ungu og dugmiklu aflamönnum norð firzkrar sjómannastéttar og get ég fullyrt að til Jóhanns sækja þessir vinir hans, heill og far- sæld á hinum nýju og glæsileg- um skipum sínum, því að góður hugur má sín mikils í lífi mann- anna. Jóhann var eins og áður er get ið skipstjóri lengst ævi sinnar. Hann var farsæll og virtur skip- stjórnarmaður og vinsæll af skipsfélögum sínum. Sjómannsævi Jóhanns mun lengi verða í minni höfð, eigi sízt fyrir atvik eitt er kom fyrir hann, er hann háði hildi við Ægi konung, og ber sú frásaga að sínu leyti blæ helgisagnar. Eitt sinn er Jóhann var skipstjóri á vélb. Gylli er gerður var út frá Neskaupstað, hreppti hann ofsa- veður fyrir sunnan land og var lengi talinn af ásamt skipshöfn sinni og öðrum báti. Heima beið kona hans Kristín í bæn og von og hét því ef maður hennar og aðrir þeir er saknað var yrðu heimitir heilir úr helju, skyldi hún stofna slysavarnardeild á staðnum. Hamingjudísirnar urðu Jó- hanni hliðhollar eins og jafnan á ævi hans og Gyllir og Fylkir, en svo hét hinn báturinn sigldu heilu höldnu í höfn. Slysavarnardeild kvenna í Neskaupstað var stofnuð fyrir tilstilli konu Jóhanns er var formaður hennar, og hefir jafnan starfað af mikilli prýði. Fyrir tveimur árum var hald- ið upp á 30 ára afmæli deifldar- innar af miklum myndarskap og þar sátu þau hjón i öndvegi og voru sérstaklega heiðruð í til- efni afmælisins. Ég nefni þessa heillariku sögu, til þess að leggja áherzlu á, að störfum og lífi Jóhanns Magnús- sonar hefir ætíð fyflgt heill og hamingja, Ég var svo heppinn þe;. . á fyrsta ári mínu hér, að kynnast þessum unga öldungi. Kynni okkar hafa ætið einkennzt af stakri tryggð hans við minningu föður míns og afa og vináttu við ætbmenn mína við Djúp. Margar ánægj ustundir hefi ég átt á heiimili þeirra þeirra hjóna í Neskaupstað. Um margra ára skeið eftir að Jóhann kom í land, veittu þau hjón forustu sjúkraskýli hér í bæ, er rekið var af bæjarfélag- inu, áður en Fjórðungssjúkra- sjúkrahúsið var reist. Hjúkraði Kristín kona hans mörgum sjúklingum, innlendum og er- lendum sjómönnum er hingað leituðu, af mikilli umhyggju, enda eina lærða hjúkrunarkon- an hér um slóðir um árabil. Vóru þau hjón jafnan samhent í þessum líknarstörfum. Þar var eigi fyrst og fremst spurt um hagnað og þóknun í þjónustunni við hina sjúku. Fyrir allt þetta er þeim þakk- að og hið merka starf þeirra hjóna í þágu heilbrigðismála staðarins metið hér í Neskaup- stað af verðleikum. Á þessum merku tímamótum, árna ég og fjölskyldá mín góð- um vini heilla og hamingju og bið honum og hinni göfugu konu hans allrar blessunar á komandi árum og óska þeim langra >g bjantra lífdaga. Mæli ég hér einnig fyrir hina fjölmörgu vini hans hér um slóðir. Á vordegi er sól er hæst á lofti er gott að geta borið þessa ósk fram, enda í samræmi við hug og hjarta afmælisbarnsins, er vér hyllum í dag. Árni Sigurðsson. Afmæliskveðja. Ótrúlegt er það en satt er það samt, að Jóhann Magnússon, út- gerðarmaður í Neskaupstað, fyll- ir áttunda tuginn á mánudag- inn kemur. Það þarf ekki löng kynni af Jóhanni til að sjá og finna og þar fer hetjumenni í sjón og raun. Jöhann hefir marga fjöruna sopið um sina daga en heill og sterkur gekk hann frá leik og starfi. Ég sendi honum mínar innilegustu hamingju- óskir og hans góðu konu um leið og ég þakka honum frábær kynni og elskusemi í minn garð og mikilsverðan stuðning. Megi hann enn um mörg ókomin ár ganga brattstígur fram lífsbrautina, miðlandi bjartsýni, stórhug og vinar- gleði. Sverrir Hermannsson. Aukastarf Gott aukastarf, algjörlega sjálfstætt. Góðir mögu- leikar um að auka tekjur sínar n.æstu ótakmarkað eftir dugnaði hvar á landinu sem er. Jafnt fyrir karla sem konur. Sendið nafn og símanúmer til Mbl. merkt: „Aukastarf 99 —754“. Auglýsing um breytt símanúmer lögreglu- stjóraembœttisins í Reykjavík Frá og með 19. júní verða símanúmer embættisins sem hér segir: Aðalsími (10 línur) 10200 Lögregluvarðstofa 11166 Skráning bifreiða 16834 Sjá nánar í símaskrá. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. júní 1967. SOKKARNIR sem sameina alla góða kosti með langri end- ingu, hóflegu verði, og nýjustu tízkulitum. KOSTAKJÖR Enn á ný hafa hinar miklu sokkaverksmiðjur í Tékkóslóvakíu lækkað verðið á framleiðslu sinni. Hinir viðurkenndu, fallegu og óslítandi 30 DENIER ÍSABELLA-REGINA sokkar kosta nú í smásölu um 34,00 (í stað kr. 42,00 áður) og ÍSABELLA 20 den. um kr. 27,00 (í stað kr. 35,00 áður). — Vöru- gæði getíð hin sömu. — Fallegir sokkar sem fara vel og endast lengi. Notið þessi kjarakaup, sem eru einstök fyrir fyrsta flokks sokka. Heildsala: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.