Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.06.1967, Blaðsíða 32
AUGLÝSINGAR SÍMI 22*4.30 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍIVII 10«10D LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1967 Flugfélag íslands fær Lendingarrétt- indi í Frankfurt I»ÝZKA ríkisstjórnin hefur fallizt á að veita Flugfélagi íslands lendingarréttindi I Frankfurt. Barst skeyti um þetta frá sendiráði íslands í Bonn, en nánari fregnir liggja ekki fyrir um hve víð- tæk þessi lendingarréttindi eru. Áætlun Flugfélags ís- lands fyrir sumarið er löngu ákveðin, og getur því ekki orðið um flug til Frankfurt að ræða fyrr en í fyrsta lagi í haust, að því er Örn O. Johnson tjáði Mbl. í samtali. Hann kvað það frekar lík- legt, að hin nýja þota Flugfé- 2640 lestir lags íslands yrði notuð á þessari leið. í fréttatilkynningu, sem MM. barst í gær frá utanríkisráðu- neytinu, segir: „Samkvæmt til- kynningu frá sendináði íslands í Bonn, befur þýzka ríkisstjórnin fallizt á tiLmæli um lendingar- réttindi til handa Flugifélagi ís- iands í Frankfurt". Morgunblaðið hringdi í for- stjóra Flugfélags fslands, Örn O. Johnson, og spurði hann hvernig Flugfélagið hygðist notfæra sér þessi lendingarréttindi. — Hann sagði: „Það liggur ekki fyrir enn sem komið er. Við höfum ekki enn fengið að vita annað en það, að fallizt hafi verið á tilmæli um lendingarréttindi. Jafnframt var okkur sikýrt frá því, að /ið Framhald á bls. 30 sildar FRÁ hádegi á fimmtudag og þar til í gærkvöldi höfffu þrettán bátar landaff samtals um 2000 lestum síldar á Raufarhöfn, hæstur var Ásgeir RE meff 290 lestir. Bræffsla hófst á Raufar- höfn á þriffjudag og í gær var búiff aff bræffa 5000 lestir. — f gærkvöldi var Guðbjörg ÍS aff landa 60 lestum á Norfffirffi og Börkur 160 lestum. Nokkrir bát- ar voru á leiff inn, Barffi með 170 lestir, Bjartur 140 og Sæ- faxi 110. Seley var að koma til Eskifjarffar meff 230 lestir og Hólmanes á leiðinni þangaff meff 120 lestir. Lislasofn Ásmundar opið f TILBFNI hátíðarhaldanna i Laugardal í dag, þjóðhátíðardag inn 17. júní, mun Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, hafa listasafn sitt opið öllum almenn- ingi, málli kl. 3—6 e.h. þann dag. (Frá þjóðhátiðarnefnd) Farmannadeilan leyst með lögum og skipun gerðardóms SAMGÖNGUMÁLARÁÐCNEYT IÐ gaf í gær út fréttatilkynn- ingu um lausn farmannaverk- falisins meff bráffabirgðalögum og skipun gerffardóms. Frétta- tilkynningin er svohljóffandi: „Samkvæmt tillögu sjávarút- vegsmálaráðherra hefur forseti íslands í dag gefiff út bráffa- birgffalög, um lausn deiiu stýri- manna, vélstjóra og loftskeyta- manna á íslenzkum farskipum og eigenda farskipa, svohljóff- andl: FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Samgöngumálaráðherra hefur tjáð mér, að verkfall hafi stað- ið yfir hjá félögum 1 Stýri- mannafélagi fslands, Vélstjóra- félagi íglands og Félagi islenzkra loftskeytamanna frá 25. maí sl. Hafi sáttati'lraunir ekki borið ánangur og ekki séu horfur á lausn deilunnar í bráð. Verkfall þetta hafi þegar valdið lands- mönnum erfiðleikum og tjóni og vöruskorti víða um land og muni fyrirsjáanlega valda stór- kostlegum truflunum og jafnvel stöðvun í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum landsmanna, verði framhald á því. Þvi tehir ríbisstjórnin, að brýna nauðsyn beri til að koma í veg fyrir frek ari stöðvun á rekstri farskip- anna. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Hæstiréttur tilnefnir þrjá men í gerðardóm, sem ákveði kaup og kjör stýrimanna, vél- stjóra og loftskeytamanna á ís- lenzkum farskipum. Haugabrim í Þorlákshöfn sjór gekk yfir 10 metra háan lýsisgeymi Þorlákshöfn 16. júni. EITT mesta og stórkostlegasta brim, sem menn muna aff hafi komið hér í Þorlákshöfn að sumri til, g eisaðl á fimmtu- dagskvöldiff og fram eftir nóttu. Var erfitt að hemja bátana viff bryggju og varff aff kalla út liff til aff njörfa þá fasta. Eldri menn segjast ekki mnna slíkar hamfarir, jafnvel ekki á vetrarvertiff og er þó suffurströnd in brimsamasti staffur á land- inu. Veður var gott framan af fimmtudeginum, frernur hlýtt og skiptist á með skini og skúrum. Sjólaust var með öllu og báran Jék við fjöru og flúðir. Ms. Arn- arfell losaði nobkur hundruð tonn af lausu komi og fór út um sjöleytið. Troll og humar- bátar, sem gerðir eru út héðan létu til sín heyra og sögðu að sjólag færi versnandi, en þeir voru á veiðum meðfram suður- ströndinn, austan Vestmannaeyja. Um átta leytið fóru stórar öldur að veita inn á höfnina og fóru sjór svo ört vaxandi, að eftir stundarkom var komið foráttu brim. Fimm bátar voru í höfn ■og lágu við ves.tari hafnargarð- inn, þar sem leegi er talið ör- •uggt hvað se<m á gengur. Þessir bátar eru frá 50 upp f '100 tonn og voru menn um borð í þeim flestum. Aðalvéiar s>u<mra voru í gangi. Þegar klukkan var nokkuð egngin í níu kallaði vb. 'Reynir á Þorlákshafnarradáó og 'tilkynnti að hann væri hjálpar 'þurfi. Vb. Þorlákur bað einnig um aðstoð rétt á eftir. Hjálpar- ‘sveit var köliuð út í flýti og send fram á bryggjuna með svera nælionkaðla. Var ætlunin að koma þeim út i bátana og binda þá rækileg.a fa,sta svo að ekki væri hætta á að þeir slitn- uðu frá. Það var hreinn lífsháski að fara um bryggjuna, því að hol- skeflur gengu yfir hana í sífellu •og dekkfylltu suma bátana. Þó urðu engin slys á mannskapn- urn, sem gekk rösklega fram við að festa bátana. Tókst það vel og giftusamlega. Hamfarirnar náðu hámarki um kl. 2i2 en þá ■fór að draga úr þótt haugabrim væri lengi nætur. Til marks um veðurofsann má geta þess, að þegar hann var sem mestur sá 'fréttamaður Mbl. að sjór gekk yfir tíu metra háan lýsisgeymi, sem stendur austan við síldar- verksmiðjurnar og nokkuð frá I 'sjó. — St.e.sig. Hæstiréttur kveður á um, hver hinna þriggja gerðardómsmanna Framhald á bls. 3. Frn almælinu í Kanpm.höfn GEIR Hallgrimsson, borgar- stjóri, flytur ræffu fyrir hönd norrænna borgarstjóra á 800 ára afmæli Kaupmannahafn- ar síffastliðinn fimmtudag. fremstu röff til hægri danska konungsfjölskyldan. (AP-l inahafn- ;udag. I / egri er J yldan. • •-mynd) t Ávísanafalsari í Kópa- vogi handtekinn 1 NÓVBMBER sl. var stolið ávísanahefbi og stimplum á bæj- arskrifstofunni í Kópavogi. Voru ávísanaeyðuiblöð úr heftinu og einn stimplanna notuð til að falsa 3 ávísanir á Bæjarsjóð Kópavogs og gvíkja út úr þrem ban'kaútibúum í Reykjavik sam- tals kr. 50.000,-. Lögreglan í Kópavogi hefur haft mál þetta til rannsóknar gíðan í samvinnu við rannsóknarlögregluna í Rvík og fleiri aðilja. Málið er nú upp- lýst. Maður nokkur, sem fyrir tilviljuTi kom inn í anddyri húss- ins hinn 18. nóv. sl. og aldrei ’hafði komið þar fyrr nema til aS fara í bíó, sem er í sama húsi, hefur játað á sig verknaði þ<á sem að framan er greint frá, en við framsal ávísananna og sölu þeirra í bankaútibúunum naut hann aðstoðar unnustu sinna,r og sambýldgkonu. Vegna fyrri skrifa og umræðna um mál þetta þykir rétt að taka fram, að engin •tengsli eru finnanleg milli brota- rnanna og nokkurs af starfs- mönnum bæjarskrifstofu Kópa- vogs. (Frá lögreglunni í Kóparvogi). Gestamót fyrir V-ís- lendinga á morgun ÞJÓÐRÆKNISFBLAGIÐ held- ur sitt árlega Gestamót á morg- un að Hótel Sögu. Um 130 V.-íslendingar eru nú staddir hér á landi — flestir þeirra vestan frá Kyrrahafs- strönd, börn íslenzku landnem- anna — Þá er hér einnig í heim sókn allmargt ungt fólk sem settist að þarna vestra fyrir 10 — 15 árum. í Seattle-borg halda „Norður- landa“-félögin árlega mikla sýn- ingarhátíð „Nordic Festival11 og koma þar á annað hundrað þús- und manns. — íslenzka deildin á í sumar að taika fyrk verk- efnið „domestic" — þ.e. það sem íisland framleiðir til heimilisnota — t.d. matvæli, húsgögn o. fL — Þetta er mikið verik — og við erum alltaf í vandræðum með sýningarmuni, sagði HaroM Johnson við fréttamann blaðsina í gær. — En við höfum gaman að þessu og við viljum gera ís- landi eitbhrvað til gagns. Á Ge&tamóti Þjóðræiknisfé- lagsins flytur sx. Sveinn Vík- ingur ræðu — og þar koma fram þeir þjóðkunnu listamenn, sem nýlega hafa ferðazt um byggðir fslendinga vestra. Á bls. 14 í dag er birbur listi yfir nöfn Vestur-íslendinganna og ýmsar aðrar upplýsingar um þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.