Morgunblaðið - 29.06.1967, Page 3

Morgunblaðið - 29.06.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JUNÍ 1967. 3 sem mun verða eítirlitsmaður þar NÚ UM mánaðarmótin hefst veiðitíminn í Veiðivótnum og stendur hann til 15. ágúst. í sumar verður Gunnar Bj. Guðmundsson, kennari frá Heiðarbrún í Rangárvallasýslu eftirlits- og gæzlumaður við vötnin. Mbl. átti samtal við Gunnar daginn sem hann lagði á fjöllin á jeppa sínum. — Lengi vel var það þann- ig, sagði Gunnar, að veiði- rétt í vötnumum höfðu aðeins landei.gendur í Land- og Holtahreppi, en nú fyrir tveimur árum var stofnað til veiðifélags og þá var um leið gefin heimild til þess að menn mættu kaupa sér stangaveiði- leyfi í vötnunum. Hafa mjög margir orðið til að nota sér það. — Og eru þá öll vötnin leigð út? — Það er í fyrsta skipti núna sem það er gert'. Reynd- ar eru tvö undanskilin, Litla og Stóra Skálavatn, en þau verða alveg friðuð. Er það gert mest í tilraunas'kyni. — Og hvert verður þitt starf þarna, Gunnar? — Ég verð þarna eftklits- o.g gæzlumaður. Einnig mur ég gefa fólki, sem til mín leit- ar allar þær upplýsingar senn ég hef á reiðum höndum um sögu staðarins, staðhætti 0| staðarnöfn. Mitt aðsetur ver£ ur rétt hjá Tjarnarkoti vií Tjaldvatn. — Er ekki Tjarnarkot fræg- ur reimleikastaður? — f>að held ég ekki. Ég er að minnsta kosti ekki myrk- fælinn þarna. Tjarnarkot er gamall viðlegukofi fjalla- manna og hefur honum verið vel við haldið, og margir hafa gaman af að skoða hann. — Hvernig er færðin til Veiðivatna? — Þegar farið er til Veiði- vatna er um tvær aðalleiðir að velja. Ferðist menn t.d. á jeppnum er hægt að komast norður yfir Tungnaá á kláf- ferj.unni, og er þá síðan ekið norður Búðarháls og yfir Köldu'hvísl. Sé hinsvegar far- in hópferð á stórum hílum er venjulega farið yfir Tungnaá á Hófvaði. Eini verulegi far- artálminn, ef sú leið er farin, Gunnar Bj. Guðmundsson virðir fyrir sér kort af vatnasvæð- ínu. er Tungnaá, en hún er þarna fær stórum bifreiðum með drifi á öllum hjólum, svo og jeppnum, ef lítið er í henni. — Og það þarf auðvitað ekki að spyrja að því, að það er mikil veiði í Veiðivötnum. — Vötnin eru fræg fyrir hversu fiskiauðug þau eru. í gamla daga voru þau matar- forðabú fyrir efstu bæina í Landsveit. f>á tóku nokkrir bændur sig saman og fóru til vatnanna á vorin með marga hesta og sjaldan brást það, að þeir kæmu klyfjaðir kláranir til ba<ka. Þetta þóttu ekki svo lítil hlunnindi. Þeir sem til þekkja segja ekki minni veiði í vötnunum nú. Það er líka dálítið merkilegt, að fiskur- inn er ólíkur eftir því í hvaða vatni hann veiðist. Glöggir menn geta þannig t.d. alltaf sagt til um í hyaða vatni fisk- urinn er veiddur. Og þú hy.g'gur gott til dvaiar innar í óbyggðum? — Það geri ég sannarlega. Það er oft talað um töfra öræfanna, en þá getur enginn þekkt sem ekki hefur kynnzt þeim af eigin raun. Og þó að Veiðivötnin séu fyrst og fremst fræg fyrir fisk þeirra, þá eru þau líka fræg fyrir þá miklu náttúrufegurð, sem þar er. Þá má svo að lokum geta þess, að veiðileyfi í Veiðivötn um er hægt að fá keypt í Um- ferðamiðstöðinni og þar mun einnig vera hægt að fá upp- lýsingar. Vélasalurlnn í Vífilfelli. Þessar vélar geta framleitt tvær flöskur af Coca-Cola> á hverri sekúndu. Verksmiðjan Vífilfell 25 ára r r Arsþing Islenzkra ungtemplara á Siglufirði ÁRSÞING íslenzikra ungitempl- ara verður haldið á Sigi'ufirði 30. júní til 2. júlí n.k. Jafnframt verður 9. lanidsmót ísl. ungtemplara háð þar dag- ana 1. og 2. júlí. Dagskrá mótsinis verður með fjölbreyttu sniði. Mótið verður sett e. h .á laugardaginn (1. íúlí) og hefjast þá íþróttir. Þátt takendur eru úr ungtemplara- félögum víðsvegar að af land- inu. Um kvöldið verður skemmti kvöld og dans stiginn fram eftir nóttu. Á sunnudag heldur mótið áfram. Árla morguns verður gengið á Hólshyrniu. Síðan verð- ur fylgt liði og haldið til kirkju, þar sem hlýtt verður á messu hjá séra Ragnari Fjalar Lárue- syni. Síðari hluta dagsins lýkur iþróttamótinu. Um kvöldið verð- ur kvöldvaka og varðeldur og er mótinu slitið um kvöldið. Þátttakendur munu búa í tjaldiborg meðan á mótinu stend ur. Verksmiðjan Vífilfell er við Hofsvallagötu, þar sem áður var býlið Hagi, en síðar fiskvinnslu stöð. Þarna er búið að framleiða 146.605.584 flöskur £if Coca-Cola á aldarfjórðungi. Ungtemplarafélagið Hvönn, Siglufirði, hefur veg og vanda að undirbúningi mótsins þetta er í fyrsta sinn, sem landsmót islienzkra ungtemplara er hald- ið uitan Reykjavíkur. Ágangur maðkatínslumanna VERKSMIÐJAN Vífilfell h.f„ einkaframleiðandi Coco-Cola á íslandi, tók til starfa í júní árið 1942. Afmælisins var minnst í gær og blaðamönnum boðið að skoða verksmiðjuna og fræðast um starfsemi hennar í fylgd Björns Ólafssonar, forstjóra, Péturs Björnssonar, fram- kvæmdastjóra og Kristjáns G. Kjartanssonar, framkvæmda- stjóra. Maður að nafni J. S. Pemp- erton fann upp gosdrykkinn Coca-Cola árið 1886 í Banda- ríkjunum. Vinsældir þessa drykkjar hafa síðan breiðzt um allan heim. Hann er nú seldur 1 meira en 120 löndum og drukk ið er úr um 75 milljónir flaskna á dag. Þegar framlelðsla hófst hér á landi árið 1942 gat verksmiðjan íramleitt 12.000 flöskur- í dag- vinnu. Núna eru framleiddar og drukkið úr um 60.00 flöskum á dag. Framleiðslan hefst á því, að flöskurnar eru látnar í þvotta- vélina til hreinsunar. Vélin skil ar þeim hreinum og sótthreins- uðum. Siðan flytjast þær á færi böndum þangað sem þær eru skoðaðar í sterku ljósi og tekn- ar eru úr þær flöskur, sem eitt- hvað er athugavert við. Hinar halda áfram í vél, sem fyllir þær og lokar þeim. Annað færi band flytur þær til vélar sem hristir drykkinn. Eftir það breyt ist hann ekki. Því næst renna flöskurnar enn fyrir skoðunar- ljós og síðan á safnborðið, þar sem þeim er raðið í kassana. Mannshöndin snertir flöskurnar ekki frá því að þær eru látnar í þvottavélina og þangað til að þeim er raðað í kassana,-----. í GÆRMORGCN hringdi maður í ritstjórn Mbl. og sagði sínar farir ekki sléttar. Nýlega hafði hann látið garðyrkjumenn snyrta garð sinn, en í gærmorg- un, er hann kom á fætur höfðu ánamaðkatínslumenn troðið all- an garðinn út og sparkað niður blóm. Rifnar höfðu og verið upp túnþökur o-s.frv. Mbl. hafði af þessu tilefni tal af lögreglunini, og spurði, hvort mik'il brögð væru að kvörtunum þessu viðvKkj'andi. Fékk það þau svör að ávailt væri töluvert um þær á þessum táma árs. í vor hefðu ekki verið ýkjamargar kvartanir frá einstaklingum, en töliuverit hefði verið kvartað frá kirkjugarðinum við Suðurgötu. Virtist fólk eteki bera neina virð iingu fyrir leiðum og traðkaði þau út. Aðspurð sagðist Kjgregl- an ’ekkert aðhadast, fyrr en kvartað væri. STáKSTEINAR Ósannindavaðall > * Alþýðublaðsins 4 Alþýðublaðið birti í gær slík- an endemis vaðal um afstöða Morgunblaðsins til fundar sem haldinn var í Austurbæjarbiót sl. þriðjudagskvöld, þar sem full trúar kommúnista í Víetnam svöruðu fyrirspurnum, að með ólíkindum er, og hefði blaðinu verið hollara að láta þessa klausu óbirta, ef það hefði vilj- að hafa það sem sannara er, en birting þessarar furðulegu frá- sagnar bendir ekki til þess að metnaður Alþýðublaðsins stefnl í þá átt. Alþýðublaðið segir m.a.: „Eitt dagblaðanna, stærsta blað landsins, Morgunblaðið sá sér þó ekki fært að senda blaða- mann á fundinn." Mbl. fékk engin tilmæli nm að senda blaðamann á fund þennan heldur hafði einn af forsvarsmönnum Víet- namnefndarinnar samband við einn af ritstjórum Mbl. og tvo starfsmenn þess og skýrði frá þvi, að blöðin myndu ekki beð- in um að tilnefna fulltrúa á þennan fund, heldur yrði leitað til einstakra starfsmanna þeirra og þeir beðnir að taka þátt i þessum fundi á eigin vegum en ekki í nafni þeirra blaða, sem þeir starfa við. Fór hann þess á leit við blaðamennina tvo, hvorn um sig, að þeir tækju þátt í fundi þessum. Þeir neituðu þeirri beiðni, en sú neitun var í engum tengslum við afstöðu blaðsins, heldur al- gjört einkamál þessara tveggja starfsmanna þess. Þegar hér var komið hringdi fyrrnefndur for- svarsmaður Víetnam-nefndarinn ar, aftur til ritstjóra blaðsins og innti hanp eftir því hvort hann gæti fellt sig við að tiltekinn héraðsdómslögmaður, sem áður hefur starfað hjá Morgunblað- inu tæki þátt í þessum fundi, og hafði ritstjóri Morgunblaðs- ins að sjálfsögðu ekkert við það að athuga.' Hins vegar var Morgunblaðinu boðið að senda blaðamann á blaðamannafund, sem fólk þetta efndi til sl. mánu- dagsmorgun og gerði blaðið það að sjálfsögðu og birti frétt af fundi þeim sl. þriðjudag, sem var jafn ítarleg og frétt ann- arra blaða. Heimsóknin til Danmerkur v I þessu sambandi er fróðlegt að geta þess að þessir komm- únisku fulltrúar hafa verið i heimsókn í Danmörku og í frá- sögn danska blaðsins BT mið- vikudaginn 21. júni af samskon- ar fundi, sem fólk þettá hélt þar, kemur fram að aðeins full- trúar tveggja blaða „Land og folk“ og „BT“ beindu fyrirspurn um til þess. Af einhverjum ástæðum voru t.d. blaðamenn „Aktuelts" blaðs danskra jafn- aðarmanna, ekki staddir á fund inum eða a.m.k. beindu þeir engum fyrirspurnum til gest- anna. Og ekki var heldur að sjá neinn fulltrúa Alþýðublaðsins, Vísis né sjónvarps á Austurbæj- arbíófundinum a.m.k. höfðu þeir sig ekkert í frammi. Þessi ósannindavaðall Alþýðublaðs- ins um afstöðu Morgunblaðsins til fundar þessa er eins og ljóst er, einstaklega ómerkilegur og erfitt að skilja hvaða tilgangi hann á að þjóna. Fróðlegt væri að vita hverjar heimildir Alþýðu blaðið hefur fyrir þessum ósann indum og er þeirri fyrirspurn hér með beint til blaðsins. Ef til vill er tilgangur Alþýðublaðs ins með þessum þvættingi sá, aS skapa sjálfu sér orðstir, viðsýns og frjálslynds blaðs, en það mun komast að raun um a| slíkur „gæðastimpill" fæst ekki með því að bera á borð lygar at þessu tagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.