Morgunblaðið - 29.06.1967, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1967.
17
- ERLENT YFIRLIT
Framhald af bls. 15
þorpum og bæjum á vestur-
bakka Jórdanárinnar.
Áður en stríðið hófst dvöldust
1.3 miUjónir flóttamanna frá
Palestínu í grannlöndum ísraels,
flestir í Jórdaníu eða ’ 700.000.
Af þessum 700.000 flóttamönn-
um í Jordaníu dvöldust 450.000
á vesturbakkanum. Nú hafa tug
ir þúsunda flúið yfir Jórdan,
ýmist af ótta við ísraelsmenn,
vegna þess að þeir vilja ekki búa
við ísraelskt hernám eða til þess
að dveljast hjá ættingjum í
Amman eða á öðrum stöðum á
austurbakkanum.
• ísraelsmenn telja, að bezta
lausnin á flóttamannavandamál-
inu á vesturbakkanum sé sú að
útvega flóttamönrium eitthvað
að gera. Komið hefur verið á
fót sérstakri flóttamannastofn-
un í ísrael, og er sagt að til-
gangur hennar sé að binda enda
á 20 ára aðgerðarleysi flótta-
mannanna í flóttamannabúðum,
En þessar ráðstafanir virðast
miðast við þá trú, að flóttamenn
irnir verði aldrei ísraelskir borg
arar.
Svartsýni
í Briissel
í>að hef'ur greinilega komið
fram af ummælum de Gaulles
forseta á undanförnum vikum,
viftræðum hans við Wilson, for-
sætisráðherra í síðustu viku og
nú seinast á fundi ráðherra-
nefndar Efnahagsbandalagsins,
að hann telur ekkert liggja á
að afgreiða umsókn Breta um að
ild að bandalaginu. Aðildarrík-
in önnur en Frakkland — fimm-
veldin svoköiluðu — eru á önd-
verðum meiði og líta. avo á að
verði ekki fljótlega tekin afstaða
tdl upptöku nýrra aðildarlanda í
bandalagið, geti mál þetta dreg-
izt svo á langinn, að frekari
stækkun bandalagsins verði ó-
hiugsandi af ýmsum orsö'kum.
En ef til vill er þetta það, sem
Frakkar vilja.
Fimmveldin krefjast þess, að
umsókn Breta og ef til vill um-
sóknir Dana og íxa verði tekn-
ar til umræðu. Ef til vill fá þeir
vilja sínum framgengt, en slík-
ar umræður geta orðið til þess
eins að sýna fram á þá mörgu
og mikl'U erðileika, sem aðild
Breta og fleiri ríkja hefðu í för
með sér að dómi Frakka. Og
þetta mundu Frakkar gera sig
bæstánægða með.
En fimmveldin knýja fast á.
Löndin, sem sækja um aðild,
geta beðið í eitt til tvö ár enn,
en varla mikið lengur, því að
eftir nokkur ár getur það orðið
tæknilega erfitt að samlaga ný
manna. Mörg áróðursspjöld hafa
verið fjarlægð síðustu daga,
bæði í Saigón og á öðrum stöð-
um þar sem útlendingar eru tíðir
gestir. Bandaríska sendiráðið
hefur lýst því yfir, að það vilji
beita sér fyrir því að kosning-
amar verði réttlátar, og hafa
Bandaríkjamenn lagt fast að Ky
að draga úr „kosningabarátt-
unni“, að minnsta kosti til 3.
ágúst.e-Kvörtunum um starfsemi
Loans hefur fækkað, en sumar
þeirra hafa reynzt réttar-og aðr-
ar rangar.
Töluverðir fáleikar hafa verið
með þeim Ky og Thieu, þar sei»
þeir keppa um forsetatignina, ea
sambúð þeirra hefur batnað að
undanförnu, að minnsta kosti á
yfirborðinu. I>ar til nú fyrir
skemmstu hittust þeir aðeins til
að fjalla um málefni ríkisins, en
undanfarna daga hafa þeir sézt
saman opinberlega, og hefur far-
ið vel á með þeim. Þótt enn sé
óttgzt, að klofningur kunni að
rísa innan hersins þegar Ky og
Thieu fara að bei'jast um at-
kvæði hermanna, er þessi mögu-
leiki ekki talinn eins líklegur og
áður.
Ky-fjölskyldan.
aðildarríki hinu efnahagslega
kerfi, sem „sexveldin" hafa búið
við um árabil.
Ef í Ijós kemur að aðeins
nokkrum árum liðnum, að horf-
urnar á upptöku í bandalagið
hafi ekkert batnað, neyðast lönd
þau, sem standa utan við banda-
lagið, til þess að sætta sig við
slikt ástand og niðurstaðan gæti
orðið sú, að klofningur Evrópu
í markaðsmálunum og ef til vill
einnig á sviði stjórnmála yrði
til frambúðar. Það er þetta sem
fimmveldin ótta-st, og þau lönd,
sem áhuga hafa á aðild, eru einn
ig haldin þessum ótta.
Hin neikvæða afstaða Frakka
hefur spillt mjög fyrir samstarfi
innan bandalagsins einmitt á
sama tíma og mikil þörf er á já-
kvæðu samkomulagi um lausn
ýmissa aðkallandi mála, sem
krefjast skjótrar úrlausnar.
Vegna afstöðu de Gaulles gætir
lítiUar bjartsýni innan banda-
lagsins varðandi lausn mikilvæg
asta vandamálsins, sem við er
að glíma, hina hugsanlegu stækk
un bandalagsins.
Klnverskir
kjarnaoddar
eftir 3 ár?
Eftir fyrstu tilraun Kínverja
með vetnissprengju vaknar sú
spurning hvenær þeir verði
færir um að skjóta slíkri
sprengju með eldflaugum á
fjarlæg skotmörk. Ýmsir banda-
rískir sérfræðingar telja, að þess
verði ekki langt að bíða, og er
talið að þeir byggi skoðun sína
á upplýsingum gervihnatta, er
gefa til kynna, að Kínverjar hafi
þegar ‘hafið undirbúning að
smíði eldflauga, sem skjóta má
heimsálfa á milli.
Enn getur liðið nokkur tími
þar til Kínverjum tekzt að yfir-
stíga þann tæknilega örðugleika
að koma vetnissprengju fyrir í
eldflaug og smíða tæki þau, sem
gera kleift að stýra eldflauginni
úr fjarlægð, þannig, að hún hæfi
í mark. En horfast verður í augu
við þann möguleika, að Kín-
verjar kunni að ráða yfir kjarna
oddum árið 1970, fimm árum
fyrr en hirngað til hefur verið
talið líklegt.
Hér verður annað hvort um
að ræða kjarnaodda, sem komið
verður fyrir um borð í kafbátum,
eða á landi. Hinum fyrrnefndu
yrði sennilega komið fyrir í svo-
kölluðum G-kafbátum Kínverja,
en að minnsta kosti einn bátur
af þeirri gerð hefur sézt við
Dairen. Slíkar eldflaugar munu
draga um það bil 600 kílómetra
vegalengd, en hinar eldflaugarn-
ar um það bil 7.000 kílómetra,
þannig að skjóta má þeim heims-
álfa á milli.
Furðu vekur, hversu skjótt
Kínverjum hefur tekizt að smíða
vetnisisprengju. En raunar hefðu.
Vesturveldin getað áttað sig á
hinni öru tækniþróun Kínverja
fyrir löngu, þar sem í ljós
kom að í fyrstu kjarnorkutilraun
þeirra fyrir þremur árum var
ekki notazt við plútóníum úr
kjarnaofnum, en slik framleiðsia
er tiltölulega ódýr'og einföld. í
þess stað notuðu Kínverjar úran
íum-235, en til þeirrar fram-
leiðslu þarf mikla raforku. Það
sem gerir úraníum-236 mikil-
vægt er, að nota má það é'fni til
þess að framleiða vetnssprengju
engu síður en venjulega kjarn-
orkusprengju.
Ky gagnrýndur
Þótt forsetakosningarnar í
Suður-Vietnam fari ekki fram
fyrr en í september Qg lög kveði
á um að kosningabaráttan skuli
ekki hefjast fyrr en 3. ágúst, hef-
ur Nguyen Cao Ky forsætisráð-
herra hafið mikla áróðursherferð
ti.1 þess að tryggja það að hann
nái kosningu.
Víðs vegar í landinu hefur
verið komið fyrir áróðursspjöld-
um þar sem segir: „Stjórn
Nguyen Cao Kys er stjórn fá-
tæklinganna". Ky hefur ferðazt
víðs vegar um landið og haldið
pólitískar ræður. Stjórnin hefur
ritskoðað blaðagreinar, sem
fjalla um kosningarnar, og orð-
rómur er á kreiki um, að yfir-
maður lögreglunnar, Nguyen
Ngoc Loan hershöfðingi, hafi
lagt fast að ýmsum embættis-
mönnum á landsbyggðinni að
styðja framboð Kys.
Aðalkeppinautur Kys er for-
seti Suður-Vietnam, Nguyen
Van Thieu hershöfðingi, og eru
stuðningsmenn Kys sagðir hafa
gengið svo langt að ritskoða
ýmis ummæli Thieus. Ky hefur
látið svo um mælt, að aillar frétt
ir, sem valdi sundrungu meðal
þjóðarinnar með tilliti til kosn-
inganna, verði látnair sæta rit-
skoðun og engin æsingaskrif
verði leyfð. Þótt fréttir um starf-
semi Loans hershöfðingja og
aðrar aðgerðir af hálfu stjórn-
valda til þess að afla Ky fylgis
kunni að vera orðum auknar eða
rangar, þá eiga íbúar Suður-
Vietnam oft erfitt með að gera
greinanmun á flugufregnum og
staðreyndum.
Andstæðingar Kys hafa harð-
lega gagnrýnt framferði
hans og undanfarna daga
virðist forsætisráðherrann
hafa dregið nokkuð í land
fyrir tilstilii Bandarikja-
Peningakassi
Lítill búðar-peningakassi óskast (má vera
notaður). Upplýsingar í síma 16458.
NYSTANDSETT 4RA HERB. ÍBÚÐ
við ESKIHLÍÐ
Höfum til sölu nýstandsetta 115 ferm. 4ra
herb. íbiið á 1. hæð við Eskihlíð. íbúðinni
fylgir 1 herb. auk geymslu í kjallara. Lóð
frágengin og stigahús teppalagt. 1. veð-
réttur laus fyrir 300 þús. kr. láni. Laus
strax.
r
Skipa- og fasteignasalan
KIRKJrilVOI.I
Sírnar: 14916 og 13842
QQQQQOQQaa
TRÉSMIÐIR
Höfum fyrirliggjandi
SAMBYGGÐAR VÉLAR
10” hjólsog og 6” afréttari.
BORVÉLAR með útbúnaði
fyrir hulsuborun.
CARBIDE hjólsagarblöð
NÓTFRÆSITENNUR
NORTON slípibelti
IGAV harðplastplötur.
I sumarfríið
BUXNADRAGTIR
STAKAR BUXUR
PEYSUR
PIL S
(Oeú&o
Austurstræti 7 — Sími 17201.
Ef þér eigið bil þurfið þér
einnig að eiga gotf tjald,
nefnilega pólskt tjald