Morgunblaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1967. ^J>tjornU‘ óLipiÉ EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON andi í augu faans, og þegar hann brosti við henni iagði hún arm- ana um háls honum og kyssti hann á munninn. Kossinn var mjúkur og hlýr, og hann vafði hana innilega örmum. >á hvísl- aði hún i eyra hans: „Þetta eig- um við að minnsta kosti sameig- ir.iegt, stóri, bláeygði vinur!“ Á leiðinni heim til sín leit hann inn hjá ímennu Kha. Hún tók honum ástúðlega og þau röbbuðu lengi saman, eins og góðir vinir, um vandamál lífs og dauða. >etta fólk :eit raunar ai’t öðrum augum á dauðann en hann og flestir aðrir Jarðarbú- ar. Dauði og fæðing var i aug- um þess nálega hið sama: aðeins bústaðaskipti frá einni bylgju- iengd tilverunnar til annarrar. Vitringar þess og Verðir Hir.na Æðstu Fræða þekktu af eigin- reynd þá heima, er tóku við þegar mannlífinu lauk, og hverju skólabarni var kennt það í bernsku að sérhver skyr.: gædd vera væri eilíf og gæti aldrei misst persónuleika sinn né horf ið úr tilverunni. „í rauninni hef ég víst ekki hræðst endalok mín,“ sagði Ómar Holt. „En samt hefur mér alloft staðið stuggur af því, að eiga fyrir mér að eldast og grotna niður, eins cg kartöflu- gras á hausti, og verða síðan holað niður í moldina, þar sem ógeðslegir maðkar sjá um upp- lausn líikama míns.'* ímenna Kha brosti glaðlega. „Hjá okkur er þetta mik'u ein- faldara," sagði hún. „Líkamir okkar eru leystir upp og látnir gufa út í andrúmsloftið, þar sem allar frumurnar fá þegar í stað tækifæri til að sameinast nýjum samböndum lífs og gróðurs. Við erum ekkert sérstaklega langlíft mannkyn, við lifum í fjögur- fimm hundruð ár, og deyjum þá venjulega í srvefni. Og okkur er vel ljóst að dauðinn er enginn endir á lifinu, heldur flutningur til betra lands en þess er við bú- um í — þó að það sé indælt. Og við getum talað við þá sem við skiljum eftir með hugsanaflutn- ingi, svo að burtfiör okkar veld- ur ekki sorg.“ „Viltu segja mér ei-tt, ímenna?" Ómar Holt leit á stulk una eilítið feimnislegur á svip- inn. .jHvort eigið þið lifandi börn — eða egg?“ ímenna Kha hló ekki oft, en nú skellti hún upp úr. „En hvað ég skil þig! Ég er ekki gömul, en þó hef ég tvisvar sinnum orð ið ástfanginn, af mönnum, sem tilheyrðu eggjafjölskyldunni! >að ætti ekki að vera hægt að ástir tækjust milli ólíkra mar.n- kynja, en samt er því nú svo varið.“ Hún reis á fætur og gekk til hans. „>ér er alrveg óhætt að verða svolítið skotinn í mér,“ sagði hún glettnislega. „Ég er af sama bergi brotin og þú.“ Hún strauk vanga hans og kyssti hann á ennið. „Á hinn bóginn máttu ekki búast við of miklu af mér, því að sízt að öllu vildi ég hryggja þig. Við skulum vera góðir vinir.“ — Miro Kama og Danó voru báð- ir staddir hjá Ómari, er skipið kom út úr geimþyt að þessu sinni. „>að var sem mig grunaði," mælti Miro og brosti til íslend- ingsins. „Hérna sérðu byrjunina! >ú mannst hvað stendur í Bi'blí- unni ykkar: Drottinn sagði: verði ljós, og það varð ljós! Hér er hann alveg nýlega búinn að segja það.“ >eir voru staddir 1 drunga- legu umhverfi; stjörnur sáust engar, né aðrir hnettir. En skammt burtu voru ægileg elds- umbrot, svo langt sem augað eygði. >egar nánar var að gáð, Stabbi uret a.s. Vörukyi ining á ábæt isráttum verður í S./.S. Austursf rœti í dag sást að þetta var óravíð loga- kringla, í mynd og líkingu sjálfr ar vetrarbrautarinnar. Var kjarn inn hvítglóandi og svo bjartur að horfa varð á hann gegnum dökkt gler. En frá röndunum höfðu víða slitnað miklar glóð- ir, og voru þær ystu teknar að roðna, í ískulda himingeimsins. Ein þeirra hafði meira að segja dregist saman í kúlulaga hnött, og fjarlægzt nokkuð upptök sín. „>etta er sólkerfi í myndun,“ sagði Míro Kama. „Hinar verð- andi jarðstjörnur eru byrjaðar að losna frá og þeytast úr í geim inn, þar sem þær kólna smám saman og verða hæfar til að taka við lífinu. >ó mun þess langt að bíða, kannske milljarðar ára, en ekki verður það umflúið, því þetta unga sólkerfi dregur að sér smám saman og notar sem efni- við.“ ómar Holt starði fullur lotn- ingaar á hið ógurlega sköpunar- starf sem þarna fór fram. Eld- kringlan mikla snerist á fleyg.- ferð, mörg þúsund sinnum stærri og bjartari en sólin, og loga- síurnar þyrluðust úr frá henni, í mismunandi stórum slitrum. >ær minnstu drógust að henni aftur, en aðrar stærri fjarlægð- ust. Sjálft eldhafið var svo óskap legt að það orkaði þrúgandi á huga hans, og hann varð að loka augunum um stund. >egar hann opnaði þau aftur var hin mikil- fenglega sýn að hverfa. Stjörnu- skipið faélt á brott. Við kvöldverðarborðið, þenn- an sama „dag“, upplýsti Galott stýrimaður að næst yrði komið við í deyjandi sólkerfi. Skipið var skamma hríð í geimþyt, og er komið var út úr honum sást stór dökkrauður hnöttur, nálega hulinn glóandi grjótskorpu, sem öll var fleyg- uð sprungum og gjám, fullum eldmirju. >etta var gömul sól, er eytt hafði orku sinni og átti ekki neina hlýju lengur handa fylgihnöttum sínum. Nú var hún umvafin rauðu hálfrökkri, drungaleg og dimm í helmyrkri geimsins. „Vitringarnir okkar segja að hér hafi endur fyrir löngu ver- ið blómleg menning á mörgum hnöttum," sagði Miro Kama. Hann sat við firrðsjána í íbúð Omars og starði, ásamt honum, á faina dauðu sól. „Hér var mann þróun, er náði mikilli fullkomn- un, og er nú engin af þeim ver- um lengur í hinu þunga efni okkar. Áður en langt um líður láta máttarvöldin þessa sól rek- ast á aðra slíka, er gengið hefur skeið sitt til enda. Munu þá bæði kerfin brenna í einurn heljar- loga, og yngjast upp atfur í eld- inum, eins og fuglinn Fönix í ævintýrinu, sem þú sagðir mér einu sinni. >að getur líka verið, ef svo er ákveðið, að sól þessi springi án árekstrar, brenni hnetti sína og verði að ljósþoku er síðast þéttist aftur smám sam an. Endalok hnatta eru svo marg vísleg. — En nú mun eiga að skoða jarðstjörnurnar.“ Skipið fjarlægðist hina dumb- rauðu sól og kom hinnan stund- ar að allstórum, helfrosnum hnetti. >að flaug lágt yfir ísi þaktar auðnir, þar sem alger kyrrð rí'kti og ekert var að sjá, nema öldóttan, hvítan snæ. • „Hér náði menningin hæst, einu sinni,“ sagði Miro lágróma. „En nú eru engar minjar eftir, ekki einu sinni grunnfletir hinna miklu, fornu borga, er ljómuðu máltíð! í dýrð og glæsileik. Og þannig fara um síðir núverandi heim- kynni okkar allra. En ekki skul- um við harma það, því að þá verðum við sjálfir komnir langt áleiðis til fullkomnunar ,og lif- um í miklu dýrðlegri bústöðum.“ V >eir komu út úr geimþyt ná- lægt tveimur björtum og fögr- um sólum, er snerust hvor um aðra og voru samtengdar með marglitri eldsúlu. Var önnur gúlhvít, líkt og sunna jarðar, en hin ljósfjólublá. Pimm, leiðangursstjóri farþeg anna, lýsti sól'kerfi þessu yfir borðum sama „dag“. Kvað hann samband sólnanna tveggja mjög óvenjulegt, því að í rauninni hefðu þær átt að rekast á og eyði leggja hvor aðra. „En þær hafa fundið óskeikult jafnvægi sín á milli, og eru í rauninni eitt. >etta nána samband tveggja sólna hefur haft mikil áhrif á trúarbragðaþróun allra mann- kynja í þessu hnattakerfi Eins og þið vitið dýrka allflestir kyn- þættir sól sína sem guðdóm, ein- hverntíma á þroskaskeiði sínu, og er það vel til fundið, því að hin æðstu fræði kenna að stjörnurn ar séu efnislíkamir guðlegra vera. Og sökum þess að sólirn- ar eru hér tvær, í ævarandi ein- ingu, hefur samheldni og ástúð ríkt frá ómunatíð meðal allra líf vera. En því munið þið nú kynn ast nánar, er við lendum á nökkr um hnattanna og heimsækjum fólk það er þá byggir.“ í kerfi þessu voru tíu jarð- stjörnur. Sú er næst var sólun- um skein fögur og ljómandi í fjarlægð, en þegar nær kom sást að hivorki fannst gróður né dýralíf á henni. >ar uxu aðeins krystallar. Hnötturinn var fjöll- óttur og mikil litadýrð hvar- vetna í klettabeltum hans, en hiti mikill og vatn hvergi að finna. Aftur á móti voru þarna hávaxnir skógar af krystalla- trjám, er glitruðu í hinu eilífa sólskini, ótrúlega glæstir og töfr andi. Ú-mann Ga-la sagði farþeg unum að hann hefði oft komið á þennan hnött í ungdæmi sínu. því að hann væri sameiginleg eign allra plánetanna og sæktu menn þangað þá dásamlegu kristalla og gimsteina, er frægir væru um allt sólna'hverfið og veittu fbúum þessa sólkerfis auð og alsnægtir. „Við höfum aldrei fundið neinar lífverur þarna, á okkar bylgjulengd, nema kryst- allana. En eins og allir vita eru þeir miUiliður milli steinaríkis- ns og jurtaríkisins, því að þeir vaxa og tímgast á likan hátt og jurtr. >rátt fyrir gróðurleysið er hér fagurt um að litast, eins og þið sjáið, og skyggnir menn okk- ar á meðal hafa séð miklar byggð ir álfa og tífa, víðsvegar um 'hnöttinn. Á bylgjulengd þeirra er gnægð vatns og gróðurs og mikil náttúrufegurð.“ Næst kristallahnettinum var jarðstjarnan Ell-im-ba, og var faiþegunum leyft að lenda þar. Ómar fór, ásamt Miro, Me-lu og fmennu K'ha, í diski Lenai Dorma. Þau byrjuðu á því að fljúga hringinn í kringum hnött- inn, sem var dálítið stærri en Jörðin og hafði heilnæmt súrefn isandrúmsloft. Þarna var einnig heitt, og vatn af skornum skammti; þó voru víða stórar tjarnir og uppsprettulindir. Landslagið var mjög fagurt, klettahæðir og grasigrónir dalir skiptust á, og runnu víða læk- ir frá lindum fjallanna, en í dal botnunum kvísluðust straum- lygnar ár. Skógar voru litlir og lágvaxnir, en mikið um alls- konar kaktusgróður. Sólskinið var tvílitt — þau flugu yfir svæði ljómuð hvítgulu ljósi, og önnur sveipuðust björtum fjólu bjarma. Ekkert tu-ngl fylgdi hnettinum, svo að nætur voru allmyrkar. Lítil þorp með frumstæðum húsum voru hvarvetna í dala- hlíðunum, en borgir engar. DýraMf var mikið, og víða sáust manneskjur á ferð, en allir fóru sér hægt og friðsæld ríkti alls staðar. Þau lentu í fjallshlíð einni, skammt frá lítilli húsaþyrpingu, og stigu út. Me-lú, sem var kunnug á þessum slóðum frá barnæsku, tók forystuna. „Hér eru flestar skepnur eðlukynjað- ar, og fólkið líka,“ mælti hún. „En allir lifa í sfttt og samlyndi. Dýrin eru jurtaætur, en mann- eskjurnar lifa á þeim brauð- kenndu skófum, er risakaktus- arnir gefa frá sér, og svo hinu sæta vatni í lindunum. Véltækni hafa þær enga, og vilja ekki að- hyllast hana, en eyða sinni löngu ævi í leik og gleði. Þær hafa miklar mætur á heimspeki og skáldskap, og ljóð þeirra eru fræg um allt sólkerfið, en aðr- ar listir iðka þeir ekki.“ Ómar Holt stóð frá sér num- inn og litaðist um: Lillablá heið- ríkja hvelfdist yfir dalnum, en ii ait ú ih a ú míl BAHCO-verksmiðjurnar búa til skiptilykla, rörtengur, skrúfjárn, rörtengur, hnífa, skæri, sporjárn og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.