Morgunblaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1967. Bl LALEIGAN ¦ FERÐ- Daggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDU M IVIAGNUSAR SKIPHOITI21 SIMAR2119Ö éftiriokunsimi 40381 m simi 1-44-44 miEioin Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigug.jald. Bensín innifalið í leigugjaldi Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Síml 35135. Eftir lokun 34936 og 36211. RAUÐARARSTlG 31 SlMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstækl tJtvarps- og sjónvarpstæki Rafmagnsvörubúðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). Perðafélag íslands FerðaféLag íslands ráðgerir 4 ferðir um næstu helgi: Á laugardag kl. 14: 1. Hagavatnsferð 2. Landimannalaugar 3. Þórstnörk A sunnudag kL 9.30 ferð i Haukadal og á BjamarfeU. Lagt af stað í allar ferð- irnar frá Austurvelli. Nánari uppl. veittar á skrHstofu F. í. Öldugötu 3, símar 19533 — 11796. SAMKOMUR dagleiga milli kl. 3 og 7. KFUM. — Vindáíihlíð Hlíðarstúlkur, fundur verð ur í dag kl. 4.30. Fjölbreytt dagskré. Stjórnin. c.....................:::....................... -fc Ár, vötn og örnefni umhverfis Hólm Karl E. Norðdahl, bóndi í Hólmi, skrifar: „Velvakandi! í dálkum þínum fimmtudag- inn 15. júní sl. er birt langt bréf frá bréfritara, sem nefnir sig Rg., og ber það yfirskrift- ina „Litazt um eftir réttu máli (íslenzku) og réttum örnefn- um." Tilefni ritsmíðar Rg. er smágrein, sem birtist í Mbl. 11. maí sl. Rg. hefur fundið sig knú inn til að „fræða" höfund þeirrar greinar sem og aðra les endur Mbl. um ýmis örnefni umhverfis Hólm og gengur hon um vafalaust gott eitt til. Því miður hefur Rg. þó ekki tektet betur til en svo, að óhjákvæmi- legt er að leiðrétta fjolmörg atriði í grein hans. Nafnið Hólmsá er mjög gam- alt. Árið 1S87 var íyrst byggð brú á Hólmsá, þar sem núiver- andi Hólmsárbrú er (og þjóð- vegur austur fyrir fjall). Þá brú, sem var 18 álna löng, tók af í vetrarflóði 1888, sbr. Ár- ferði íslands í þúsund ár, eftir Þorvald Thoroddsen. Upptök Hólmsár eru við Elliðakots- brekkur. Fossvallaá, sem Rg. talar um er nú ekki nema nafnið eitt. Fyrir 1920 rann hún meiri .hkíta ársins en undanfarna árat.ugi hefur húh verið þurr nærri allt árið, rennur aðeins í stór- leysingum." Upptök Fossvalla- árinnar (hún hét reyndar Ibúð- Háaleitisbraut Til sölu 5 herbergja íbúð á 1. hæð í Háa- leitishverfi. Harðviðarinnréttingar. Skip & fasteignir Austurstræti 18 — Sími 21735. Eftir lokun 36329. Beztu þakkir til allra, sem á fimmtugs afmæli mínu glöddu mig með nærveru sinni, heillaskeytum og gjöfum. Einar Dagbjartsson, Ásgarði. Sólbrjóstahaldarar, stuttbuxnasett, sund- bolir, sundhettur, frottésloppar. Xyklafellsá austan Fóellu- vatna) voru í Engidal og Mar- ardal í Hengi (ekki á Bolavöll um) og heitir hún þar Mará. Sú á hverfux í jörð á Norður- völlum. Rg. talar um Selvatnslæk (öðru nafni Selvatns-ós). Þau örnefni eru ekki tíl og hafa aldrei verið það. Afrennsii Selvatns heitir einungis Ós og tellur um Gljúfur og Elliðakots mýrar í Hólmsá, þar sem heitir Óskjaftur. Þaðan rennur Hólmsá norðan við bæinn Gunnarshólma (hann var byggður 1928) undir Hólmsár- brú suður um Heiðartagl. Þar féll Ármótakvísl (stífluð 1961) úr Hólmsá í Suðurá. Hólmsá fellur síðan sem leið liggur vestur með þjóðveginum norð- an við bæinn Hólm. Áin heitir Hólmsá, ekki Bugða, allt vest- ur. á móts við Baldurshaga. Síðan heitir hún ýmist Hólmsá eða Bugða þar til hún fellur í Rafveitulónið. Nafnið Bugða á þessum hluta árinnar var not- að af ábúendum Elliðavatns og Grafar (Grafarholts). Vegagerð ríkisins brúaði Hólmsá og lagði veg af Suðurlandsvegi í Rauð- hóla árið 1926, ekki „setuliðið hér á árunum eftir 1940", eins og greinarhöfundur Rg. kemst að orði. Rg. talar um vað á Hólmsá (eða Bugðu, eins og komizt er að orði) fast neðan við núver- andi Hólmsárbrú, og að þar hafi þjóðleiðin áður legið. Þetta er rangt. Þarna befur aldrei veriö vað. Þjóðleiðin lá hér áður fyrr yfir Ármótakvísl, sunnan við bæinn Hólm og yf- ir Hólmsá um Vz km neðan við Hólm. Hraunsnef er aðeins eitt, ekki tvö eins og greinarhöfund ur telur. f Silungapoll fellur Hraunlækur að norðan og kem ur upp í Hraunsnefi. Úr Sil- ungapolli felhir Silungapollsá sunnan við Höfuðleðurhól, jök ulnúna grágrýtisklettaborg. Silungapollsá sameinast Ár- mótakvísl við Ármót og heitir eftir það Suðurá. Stóra tjörn- in vestur af Gvendarbrunnum heitir Hrauntúnsvatn og því síður Helluvatn eins og Rg. talar um. Helluvatn er vatnið sunnan Rauðhóla. Segja má að Rg. sé nokkur voTkunn að rugla saman örnefnunum Hrauntúnstjörn og Helluvatni, þar sem nafnavíxl hafa orðið á þessum vötnum á herforingja rábskortinu frá 1908 af þessu svæði. Og enn gengur þessi sama vitleysa aftur á endur- skoðuðu korti Landmœlinga ís lands frá' IVSi, útgefnu 1966 (blað 27, mælikvarði 1:100000). Má því segja, að erfiðlega ætli að ganga að kveða þennan draug niður. Suðurá féll áður í Hraun- túnstjörn í tveimur kvíslum um Hrauntúnshólma. Sunnan Hrauntúnstjarnar má enn sjá tóftarbrot af eyðibýlinu Hraun túni. Úr Hrauntúnstjörn féll Krikjuhólmakvísl til norðivest- urs í Helluvatn og Kirkju- hólmakvisl til norðvestúrs 1 Helluvatn og Kirkjuhólmaá til suðvesturs í Kirkjuhólmatjörn og þaðan í norðvestur í Hellu- vatn. Á milli þessara kvísla er KirkjuhólmL Helluvatn (suður af Rauð- hólum) dregur nafn af Hell- unni, sléttri hraunklöpp 1 Helluvaði, sem er neðst 1 Kirkjuhólmaá. Þarsem sú á feU ur í Helluvatn, er mjög djúpur hylur (um 4:—5 faðmar á dýpt) og heitix Helluvatnsker eða Kerið, kunnur veiðistaður. Vatnsveita Reykjavíkur hefur nú „lokað" Hrauntúnstjörn og hefur hún hvorki að- né frá- rennsli. Hefur Suðurá nú venð veitt beint í Helluvatn, Áin, sem fellur úr Helki- vatni í Elliðavatn heitir alls ekki Dimma eins og Rg. held- ur fram og hefur aldrei heitið, heldur EHiðavatnsáll oftast nær kölluð aðeins Állinn. Yfir hann liggur brú af Sundholti og þaðan vegur í Heiðmörk. Áður fyrr voru vötnin tvö, EUiðavatn og Vatnsendavatn. Tanginn Þingnes (nú eyja) skipti þeim að sunnan. Úr Vatnsendavatni féll Dimma og dró nafn af djúpum og dökkum hyljum. Nú er þetta breytt. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur gert stíflu þvert yfir Ell- iðavatnsengjar og báðar árnar (Dimmu og Bugðu) og mynd- að eitt stórt stöðuvatn núver- andi Elliðavatn. Greinarhöfundur Rg. virðist ekki vita, að slakkinn frá Rauðavatni til suðurs, þar sem vegurinn liggur yfir vatns hornið, heitir Margróf (það ðrnefni vantar rcyndar einnig á kort af Reykjavík og ná- grenni, sem út kom í fyrra) og hann talar um dálitla hraun- strýtu með nafninu Hólma- skyggnir þar, sem árnar komu saman. Ekki er þetta hraun- strýta, heldur melhóll, og nafn ið mun vera Vatnsendaskyggn ir, en ekki Hólmaskyggnir. Mun nú látið staðar numið að sinni, en margt er enn ósagt um örnefni á þessum slóðum. Með þökk fyrir birtinguna. Karl E. Norðdahl, Hólmi. AFGREIÐSLtSTÚLKA Afgrciðslusfúlka óskast i húsgagnaverzlun vora nú Jbegar eða slðar — Umsækjendur komi til viðfals i dag eða á morgun á skrifstofu vora Laugavegi 26 K~ » » gpgr>oil*>öl lir» Q~ Q Síml-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.