Morgunblaðið - 27.07.1967, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.07.1967, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1967 13 Kemst Afríka öll í hers hendur? EFTIR DENNIS LEE ROYLE Tveir elztu leiðtogar Afríku, sem mjög greinir á í skoðunum. Til vinstri er Haile Selassie, Ethíópíukeisari, og til hægri dr. Hastings Banda, óvinsælasti forseti í Afríku, þar sem hann hefur neyðzt til að gera við viðskiptasamninga við ríki hvítra manan, sem mnlykja land hans á alla vegu, Suður-Afríku, Rhodesíu og Mozambique. Jóhannesarborg, (Associated Press), FYRSTI áratugur frelsis svertingja í hitabeltislöndum Afríku er lliðinn og hrópið „Uhurn" heyrist sjaldan nú orðið, eftir því sem fleiri negraríki falla undir stjórnir herforingja. Ghana reið á vaðið fyrir 10 árum, er Kwame Nkrumah mótaði frelsi úr hráefni brezkrar nýlendustjórnar. Síðan hafa rúmlega 30 Afríku lönd, flest af meiri vdlja en mætti, dottið hvert um ann- að þvert í kapphlaupinu um að fá sjálfstæði. f dag eru margir brautryðj endur svertingja í Afríku - látnir, eða sitja í útlegð eins og Nkrumah, og bíða í þeirri von, að einhvern tíma nái þeir völdum á ný. Elztu stjórnmálamenn Afríku eru að hverfa úr sög unni, og ný kynslóð herfor- ingja mótar stefnu stjórnmál anna. Fjármálaspilling í upphafi sjálfstæðisins gerði sum Afríkuríki gjaldþrota. Marg- ar milljónir sver.tingja, sem fynir fáum árum glöddust yf- ir sjálfstæðinu, tilbáðu leið- toga sína, er hötuðu hvíta mepn, eru nú mjög vonsvikn ir, vegna innbyrðis baráttu kvnflokka, fátæktar og blóðs úthellinga. Efstur á lista gömlu leið- toganna er „Mzee“ (öldung- urinn) Jomo Kenyatta, fyrsti forseti Kenya. Hann man ekki, hvenær hann var fædd ur, en iæknar telja hann á áit’'æðisaldri. Þótt Kenyatta sætd í fang- eisi Breta fyrir samband sitt við Mau Mau hreyfinguna, leiddi hann ýmsa frumstæða og villimannlega ættflokka inn á virðingarverðari braut- ir, eftir að ofbeldi uppreisn- arinnar lauk. Margar götur í Nairobi heita eftir Mau Mau leið- togum ,sem síðar hafa verið teknir af lífi. Kenyatta komst sjálfur naumlega hjá aftöku í herforingjaupp- reisn árið 1964, — og var bjargað með aðstoð brezks herliðs. Hinn 46 ára gamli forseti Tanzaníu, Julius Nyerere, sem kallaður ér „Mwalimii“ (kennafinn) flýði í felur þegar hinn svarti her hans gerði uppreisn árið 1964. Brezkt herlið koni honutri aftur til valda. Sjálfstæðið hefur ekki bréytt högum hinna 10 millj, íbúa Tanzaníu til háns betra, Mitljónir eru oft að dauða komnar af hungri og vin- átta Nyereres við kínverska kommúnista hefur ekki fært landinu neina björg í bú né linnað þjáningu þeirra, sem svelta. Milton Obote, forseti Uganda, neyddist til að fá aðstoð brezkra hersveita til að bæla niður uppreisn hers síns í byltingafaraldrinum, sem geisaði í Austur- Afríku árið 1964. Síðar sigraði hann uppredsnarher arfakóngsins af Buganda, Freddie konungs, sem nú er í útlegð í Englandi. Fimm af ráðherrum Obotes gerðu uppreisn gegn einræðisvaldi hans og voru þegar í stað fangelsaðir. Hir.n 61 árs gamli forseti Malawi, dr. Hastings Banda, hefur algera sérstöðu með- al aldraðra Afríkuledðtoga. Titill hans „Ngwazi" þýðir höfðingi höfðingjanna. Marg ir ráðherrar hans gagn- rýndu eitt sinn óhlutdræga afstöðu hans til ríkja í Suð- ur-Afríku, þar sem hvítir menn stjórna. „Þeir skulu fá að grotna niður í fangels- inu, þar til þeir biðjast fyr- irgefningar á hnjánum," sagði hann. Hann hefur fyrirskipað öllum 4V2 milljón íbúum Malawis að berjast gegn hvenri uppreisnartilraun gegn stjórn hans. Banda er hataðasti leiðtogi svertingja ríkja Afríku. Hann gerði ný lega viðskiptasamning við hina illræmdu stjórn Suður- Afríku. Aldursforseti Afríkuleið- toga á valdastóli er „Ljónið af Júda“, hinn 74 ára gamli keisari Haile Selassie. Hann hefur stjórnað Ethíópíu, sem 22 milljónir manna byggja, í meira en 25 ár. En þessum aldraða keisara lá við falli, þegar lífvarðasveitir hans gerðu byltingartilraun, árið 1960. Tíu af helztu ráðherr- um Selassies voru drepnir í þessari skammlífu uppreisn. í einhverju versta lofts- lagi á strönd Vestur-Afriku hefur William Vaccanarat Shadrach Tubman, forseti, sem er 71 árs að aldri, stjórnaði Líberíu um 24 ára skeið. Hann býr í 8 milljón dollara (næstum 350 millj. ísl. kr.) forsetahöll. Líbería var stofnuð árið 1822 sem nýlenda fyrír ameríska þræla, sem gefið hafði verið frelsi. Amerískir dollarar eru lögfestur gjáldmiðill Líberíu. Forseti Ghana, Kwame Nkrumah, hrökklaðist frá völdum, vegna herforingja- uppreisnar undir stjórn Josephs A. Ankraíhs, hers- höfðingja, árið 1966. Hann settist að í grannrikinu Guineu, er Ghana sat eftir með 700 milljón dollara al- þjóðlegan skuldabagga. Mis- heppnuð uppreisn gegn hin- um nýju yfirvöldum endaði með opinberum fjöldaaftök- um og handtöku hundruða manna. Nígería, sem eitt sinn virt ist ætla að verða fyrirmynd stjórnarfars í Afríku, hefur einnig orðið fyrir herfor- ingjauppreisnum og kyn- flokka óeirðum. Fyrsti for- setinn, Sir Abubakar Taf- awa Balewa, var drepínn í janúar 1966. Eftirmaður hans, Aguiyi hers- höfðingi, varð sömu örlög- um að bráð sjö mánuðum síðar. Núverandi einræðisherra er hinn 32 ára gamli Ya- .kubu Gowon, hershöfðingi. Hann stendur nú í styrjöld við nýjasta negralýðveldi Afríku, Biafra, austurhérað Nígeríu, sem sagði sig úr lögum við Nígeríu og lýsti yfir sjálfstæði undir stjórn hins 33 ára gamla Ode- megwe Ojukwu. Togoland á vesturstrond inni, hlaut sjálfstæði frá Frökkum árið 1960.. Þremur árum síðar var fyrsti forseti þess ríkis, Sylvanus Olym- pio, myrtur í heruppreisn. Eftirmaður hans, Nieholas Grunitzky, lifði af byltingu árið 1966, en var steypt af stóli snemma á þessu, ári af nýrri herforíngjastjórn, sem Etiene Eyadema stýrir. Eya dema lifði naumlega af morðtilraun í apríl sl. Zanzibar, kryddeyjan úti fyrir Austur-Afríkuströnd, fékk sjálfstjórn í desember 1963. Mánuði síðar setti („Uppreisnarþð þjóðarnnar“ soldáninn af og slátraði þús undum Araba. Leo M‘Ba, forseti Gabon, sem áður var frönsk ný- lenda, sigraðist á byltingar- tilraun árið 1964 aðeins fyr- ir íhlutun franskra her- manna ,sem flogið var með til landsins honum til bajrg ar. Landskiki sá á vestur- ströndinni, sem nefnist Dahomey og er aðeins um 650 km á lengd og 130 km breidd, hlaut sjálfstæði úr henidi Frakklands árið 1960. Þar hafa orðið þrjár mis- munandi stjórnarbyltingar síðan 1963. Á síðastliðnum 18 mánuð- um hafa herforingjar tekið með valdi í sínar hendur stjórn 10 Afríkuríkja: Alsír, Nígeriu, Ghana, Mið-Afríku- lýðveldinu, Efri Volta, Kongó (Kinshasa), Daho- mey, Togo, Burundi og Sierra Leohé. Herforingjar ráða því yfir um 100 milljón um manna í Afríku nú, eða meira en þriðjungi 270 milljón íbúa álfunnar. Smáríkið Sierra Leone var hið tíunda og síðasta til að falla í herforingjabyltingu í apríl sl. án blóðsúthellinga. Hinir hrjáðu íbúar Kongó tóku illa undirbúið sjálfstæði sitt geyst, árið 1960, og þús- undir manna féllu á fyrstu ár- um frelsisins. Fyrsti forsætis- ráðherráhn, Patfice Lum- umba, var myrtur eftir 2% mánuð í embætti. Cyrille Adoulla héít velli í þrjú róst- ursöm ár. Moise Tshombe tók við forsætisráðherraembætt- inu, en Joseph Kasavubu, for- seti, rak hann aftur frá 15 mánuðum síðar. Ewriste Kimba varð næsti forsætis- ráðherra Kongó, en honura var steypt af stóli ásamt Kasavubu, er hinn 36 áfa gamli Joseph Mobutu, hers- höfðingi, brauzt til valda. í júní 1966 voru Kimba, fyrrum forsætisráðherra, og þrír aðrir fyrrverandi ráð- herrar, hengdir opinberlega, eftir misheppnaða tilraun til að bylta stjórn Mobutus, hers- höfðingja. Eitt af erfiðustu vandamál- um Afríku er skortur á sam- hug. Sameiningarbandalag A’fríku er mjög óvirkt. Negrasvæðum Afríku h'efur verið skipt í tugi sjálfstæðra ríkja, e.n lítill gaumur verið gefinn því, hvort jaðrar þessara ríkja fyigja þeim mannfræðilegu iandamærum, sem þarna eru fyrir hendi, þ.e.a.s. svæðaskiptingu eftir kynflokkum, sem eru auk þess venjulega margir í hverju ríki. í Nígeríu einni eru næstum 200 mismunandi kynflokkar, sem margir tala ólíkar mállýzkur. Ríkjum sver.tingja í Afríku er skipt í þrjá aðskiida hópa, ekki eftir innbyrðis skyld- leika, heldur því hvort lönd- in tilheyrðu áður Frökkum, Bretum eða Belgíumönnum. Sumir Afríkuleiðtogar, sem staðið hafa af sér byltingartil raunir herforingja, berjast vasklega við að halda völd- um. Þeir óttast þó stöðugt byltingu hersins. Milljónir Afríkumanna, sem lifað hafa í sigurvímu sjálf- stæðisins, eru teknir að ger- ast bitrir og vonsviknir. Lof- orð leiðtoga þeirra hafa ekki orðið að veruleika. Óteljandi íbúar frumskóganna hafa aldrei séð eða jafnvel aldrei .heyrt nefnda þá stjó'rnmála- menn, sem leiddu þá til sjálf- stæðis. Lífskjör þeirra hafa lílið batnað, hvort sem borg- araleg stjórn eða herforingja- stjórn hefur verið við völd Þá hefur yfirtaka svertingja á ýmsum skipulags- og stjórn arstörfum, sem hvítir menn áður sáu um, valdið ringul- reið í mörgum nýju ríkj- anna. „Afríka er í hers höndum í dag“, sagði forseti Tanzan- íu, Julius Nyerere. „Það er djöfull að verki í þessari heimsálfu, sem varnar okkur framfara og efnda á loforðum sjálfstæðisins".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.