Morgunblaðið - 27.07.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1967
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn og afgreiösla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Áskriftargj.ald kr. 105.00
A VALDI
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími IO-iIOO.
Aðalstræti 6. Sími 212-4-80.
7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
ÖR VÆNTINGAR
1
Torrey Canyon strandaði fyrir vestan England í marz sl. Eins og myndin sýnir brotnaði skip-
ið í tvennt og varð það til þess að olían rann enn greiðar úr því út í sjóinn.
Löghald lagt á systur-
skip Torrey Canyons
ENN er í fersku minni strand
olíuflutningaskipsins Torrey
Canyons vestur af Lands-
enda í Bretlandi í marzmán-
uði sl. Tugir þúsunda tonna
af olíu streymdu þá úr hinu
strandaða skipi út í sjóinn
og varð þetta til þess að
valda gífurlegu tjóni á strönd
um Bretlands og Frakklands
á þeim svæðum, þar sem olíu
brákina rak upp að, fyrir ut-
an það tjón, sem olían olli á
dýralífi í lofti og á legi.
Fyrir skömmu hrósuðu hins
vegar brezk yfirvöld heldur
betur happi, því að brezka
fjármálaráðuneytinu tókst
að leggja löghald á systur-
skip Torrey Canyons, sem
nefnist Lake Palourde,
118.000 tonn að stærð. Þeg-
ar frönsk yfirvöld ætluðu að
fara eins að, gripu þau í
tómt, því að Lake Palourde
tókst að sleppa út úr land-
helgi en naumlega þó, án þess
að hinum frönsku tækist að
feta í fótspor Breta.
Lake Palourde sigldi inn í
höfnina í Singapore sunnu-
daginn 16. júlí sl., og var þá
á leið frá Los Angeles til
Austurlanda nær, þar sem
það átti að taka olíufanm. Við
koma skipsins í Smgapore var
ekki hluti af áætlun þess,
heldur var iþangað farið af
knýjandi nauðsyn til þess að
ná í vírrúllur til notkunar á
skipinu. Viðkoman hafði hins
vegar óvæntar og örlagarík-
ar afleiðingar.
Lögifræðingar brezka fjár-
málaráðuneytisins í Singapore
fóru nefnilega þegar á stúf-
ana, er þeir fréttu um komu
skipsins þangað, og fengu
heimild viðkomandi yfirvalda
þar til þess að leggja löghald
á skipið, unz næg trygging
hefði verið sett fyrr kröfu
brezku yfirvaldanna vegna
tjónsins af völdum Torrey
Lake Palourde, systurskip
Torrey Canyons, en brezka
stjórnin lagði löghald á fyrr-
nefnda skipið í Singapore.
Canyons, en krafan nam 3
millj. sterlingspundum.
Spurningin er, hvers vegna
létu eigendur Lake Palourde
skip sitt sigla til hafnar í
Singapore, þar sem þeir
vissu, að yfir höfði þeirra
vofði 3 millj. punda krafa?
Svarið hlýtur að vera, að
þeir hafa ekki haft vitneskju
um, að eftir að stefnur á hend
ur þeim höfðu verið birtar í
London og Bermuda. (Þar
hafa eigendur skipsins aðset-
ur sitt), þá gaf brezka stjórn-
in út stefnu á hendur þeim í
mörgum öðrum höfnum þar
sem brezk lög rí&ja og sem
Lake Palourde og systurskip
þess, Sansinena (67.000 tonn
að stærð) kynnu að leita
hafnar.
Með aðstoð upplýsingaþjón
ustu flotans, höfðu brezk yfir
völd fylgzt með því á hverj-
um tíma, hvar Lake Polurde
og Sensniena voru stödd og
reynt að grafast fyrir uim,
hvert för þeirra væri heitið.
Þau voru því viðbúinn, er
Lake Palourde hélt til hafn-
ar í Singapore.
Lögfræðingar frönsku
stjórnarinnar voru hins veg-
ar ekki eins vel á verði og
hinnar brezku og urðu því
seinni til. Strax og sett hafði
verið trygging af 'hálfu eig-
enda skipsins fyrir brezku
kröfunni, sigldi s'kipið úr
höfn, en lögfræðingar
frönsku stjórnarinnar eltu
skipið á hraðbát, en voru of
seinir. Það var komið út úr
landhelgi og lögsögu Singa-
pores, áður en þeir gátu náð
því.
Það hefur komið fram af
hálfu eigenda Torrey Cany-
ons, að þeir muni byggja vörn
sína í máli brezku stjórnar-
innar gegn sér sennilega að-
allega á því, að brezka stjórn
in hafi sjálf mestmegnis orð-
ið völd að því að olían fór í
sjóinn og hana rak síðan upp
að ströndum En.giands og
Frakklands með því að lát.a
varpa sprengjum á skipið.
Telja má ifullvíst, að fylgzt
verður með því af athygli,
hver verður framvinda þessa
máls og að það eigi eftir að
koma við fréttir lengi enn.
U’ngum sem þessa dagana
ræðir við forustumenn
Framsóknarflokksins getur
dulizt, að þar fara vonsvikn-
ir menn, menn sem trúðu
því og treystu, að í kosning-
unum í júní mundi Fram-
sóknarflokkurinn vinna sig-
ur, menn sem gera sér nú
orðið grein fyrir því, að flokk
ur þeirra er á undanhaldi og
óttast jafnvel að um fylgis-
hrun verði að ræða.
Og þegar rætt er við
óbreytta Framsóknarmenn,
menn sem um langt skeið
hafa kosið þann flokk, þá
kemur líka í ljós, að þeir
eru margir hverjir orðnir
flokknum fráhverfir eða að
minnsta kosti langar þá ekki
til að halda uppi vörnum
fyrir stefnu hans. Þeir gera
sér grein fyrir því, að undan-
haldið er hafið og lítil von
er til þess, að Framsóknar-
flokkurinn geti héðan í frá
haft nokkur heillavænleg
áhrif í íslenzku þjóðlífi.
Og það er engin furða þótt
Framsóknarleiðtogarnir ör-
vænti um sinn pólitíska hag,
þeim hefur svo gjörsamlega
mistekizt það hlutverk að
mynda heilbrigða stjórnar-
andstöðu, að ekkert jákvætt
er lengur í fari Framsóknar-
flokksins; þar er um að ræða
nöldur og andstöðu við allt
og alla, yfirboð og upphróp-
anir, sem jafnvel kommún-
istar láta sér ekki sæma.
Við raunir Framsóknar-
leiðtoganna bætist það svo,
að allir landsmenn vita nú,
að klíka Eysteins Jónssonar
hefur leikið samvinnufélögin
svo grátt, að þau eiga nú í
mestu vandræðum. Eysteinn
Jónsson hefur notað flokks-
vald Framsóknarflokksins yf-
ir SIS til þess að hindra end-
urskipulagningu og endur-
bætur á rekstri, sem ýmsir af
starfsmönnum samvinnufél-
aganna hafa viljað hrinda í
framkvæmd. Eysteinn hefur
talið, að samvinnufélögin
ættu að þjóna Framsóknar-
flokknum, en ekki meðlimum
sínum og barizt af heift gegn
því að rekstur félaganna yrði
aðlagaður nútíma viðskipta-
háttum, með þeim afleiðing-
um, sem stjórnendur sam-
vinnufélaganna sjálfir hafa
nú upplýst.
Sem betur fer vottar nú
fyrir því, að stjórnendur sam-
vinnufélaganna ætli sér að
brjótast undan oki Eysteins
Jónssonar, bæta rekstur fyr-
irtækjanna og gera þau að
því, sem þau upphaflega
voru, þjónustufyrirtæki fólks
ins í landinu en ekki valda-
tæki pólitískra spekúlanta.
Hvort þetta tekst er enn óséð,
en vissulega hljóta allir vel-
viljaðir menn að óska þess
að unnt verði að endurreisa
fjárhag samvinnufélaganna
og treysta rekstur þeirra, því
að vissulega hafa þau hinu
mikilvægasta hlutverki að
gegna í okkar þjóðfélagi.
En í þeirri baráttu, ,sem
framundan er hjá samvinnu-
félögunum þýða engar smá-
skammtalækningar. Sam-
vinnufélögin verða að losa sig
við áhrif manna eins og Ey-
steins Jónssonar og annarra
Framsóknarforingja og leyfa
hinum ungu og framsýnni
mönnum, sem vissulega eru
margir í þjónustu Sambands
íslenzkra samvinnufélaga, að
ráða stefnu félaganna og láta
hag þeirra en ekki Framsókn-
arflokksins sitja í fyrirrúmi.
Vissulega verður fróðlegt
að fylgjast með átökunum í
Framsóknarflokknum. Gömlu
mennirnir munu áreiðanlega
berjast fyrir völdum sínum
og áhrifum, bæði innan
flokksins sjálfs og í samvinnu
hreyfingunni. Ef þeir sigra
mun Framsóknarflokkurinn
vafalítið verða áhrifalaus í
íslenzkum stjórnmálum héð-
an í frá eins og síðasta tæp-
an áratuginn. Ef yngri menn-
irnir sigra er erfiðara að spá
í spilin, en væntanlega mun
þá takast að rétta Samband
íslenzkra samvinnufélaga við
og treysta fjárhag þess, en
siannarlega er allsendis ósýnt
að það muni takast, ef áhrifa
gömlu mannanna, undir for-
ustu Eysteins Jónssonar, gæt-
ir áfram í svipuðum mæli og
hingað til.
ELLIÆR
|7ngu er nú líkara en að de
Gaulle Frakklandsforseti
sé orðinn elliær. Endaleysan,
sem hann lætur frá sér fara í
hvert sinn sem hann heldur
ræðu, er orðin með þeim
hætti að heimsbyggðin öll
hlær að.
Nú er gamli maðurinn að
reyna að efna til uppreisnar
í Kanada og þverbrýtur all-
ar reglur í pólitískum sam-
skiptum ríkja, svo að jafn-
vel Frökkum sjálfum ofbýð-
ur.
De Gaulle finnst hann sér-
staklega þurfa að gera
Bandaríkjamönnum allt til
miska, og byggist það á
minnimáttarkomplex, sem
hann hefur fyrir hönd þjóðar
sinnar, vegna þess að Banda-
ríkjamenn hafa í tveimur
heimsstyrjöldum bjargað
Frökkum. En svo langt hefur
vitleysa gamla mannsins leitt
hann, að lítill vafi er á því,
að Frakkar muni losa sig við
áhrif hans við fyrsta tæki-
færi.
SJOEFNA-
VERKSMIÐJA
ins og getið var um hér í
blaðinu í gær er nú unnið
að athugunum á því að hefja
vinnslu ýmissa efna úr sjó
hér á landi, og nota til þess
hveraorku, ódýra raforku og
jafnvel orku jöklanna. Hér er
um að ræða hið merkasta
mál, sem rannsaka þarf til
hlítar hið bráðasta.
Við íslendingar erum nú að
hefja stóriðnað. Með bygg-
ingu álbræðslunnar og kísil-
gúrverksmiðjunnar er öld
iðnvæðingarinnar hafin hér á
landi, en þær verksmiðjur
eru þó aðeins fyrsta skrefið.
Við þurfum að koma upp
margháttuðum og fullkomn-
um iðnaði og er sjóefnaverk-
smiðjan einn liður í þeirri
iðnþróun, sem á íslandi er
hafin.