Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JULI 1967 Aldarminning: Gísli Jónsson frv. sóknarprestur í DAG eru liðin 100 ár frá því að séra Gísli Jónsson fæddist að Krísuvík, 27. júlí 1867. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Þór- hallason smiður, bóndi að Skúmsstöðum á Eyrarbakka, ætt aður frá Mörk á Síðu og kona hans Þórunn Gísladóttir frá Gröif í Skaftártungu. Hann varð stúdent 1890 og kandidat í guðfræði 25. ágúst 1892. Var honum þá um haust- ið veitt Meðallandsþing og var þar prestur til fardaga árið 1900 er hann fluttist að Mosfelli í Grímsnesi, en Mosfellspresta- kalli þjónaði hann til dauðadags. Þegar séra Gísli Jónsson varð prestur 1 Grímsnesinu, var byrj- að að rofa til og þjóðin var á framfaraskeiði og brátt varð fyrsti íslendingurinn ráðherra meða aðsetri í landinu sjálfu. Urðu þá brátt mikil umskipti til hins betra hjá þjóðinni. Gríms- nesingar fögnuðu hinum nýja presti sínum að vonum, og ég held að það hafi ekki verið að ástæðulausu. Hinn nýi prestur flu;ti með sér nýjan þrótt og framfaraanda, sem borinn var fram aif eldlegum áhuga og fjöri sem honum var í blóð borinn. Varð hann brátt ástsæll af sókn- arbörnum sínum, er elskuðu hann og virtu að maklegleikum. Honum var margt til Wsta lagt., auk eldlegs fjörs og góðmennsku t Móðursystir mín, Sigríður Jónsdóttir, vistkona á Hrafnistu, andaðist á heimili mínu, Löngulbrekku 4, 25. þessa mánaðar. Jarðarförin ákveðin síðar. Hallfríður Böðvarsdóttir. t Eiginkona mín, Sveinfríður Jónsdóttir, Kambakoti, andaðist á Sjúkrahúsi Sauðér- króks sunnudaginn 23. júlí. Jarðarförin fer fram frá Höskuldsstaða rk i rk j u laugar- daginn 29. júlí kl. 14. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Ólafsson. t Faðir minn, Sigurður Einarsson frá Ferjunesi, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju, föstudaginn 28. júlí kL 15.00. Þedm, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegasf bent á líknarstofnanir. Þórunn S. Doust. t Jarðarför eiginkonu minn- ar, Guðrúnar Jónsdóttur, fer fram frá Fossvogskirkju, 29. júlí kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Jón H. Gíslason, múrari, börn og tengdaböm. sem aldrei brást. Embætti sitt stundaði hann af alúð. Ræður hans voru góðar, en altarisþjón- usta hans bar þó af. Hann hafði djúpa og fagra ba<ssarödd er hann beitti af skilningi og valdi hins fædda söngmanns. Tón hans og meðferð þess var frá- bært og þegar hann söng við guðþjónustu, sem hann tíðum gerði, vakti það unun og hátíð- leik. Hann var mikill málamaður og kom það sér oft vel er erlend skip strönduðu undan Meðai- landi og var hann sæmdur R. af Prússnesku krónuorðunni. Vegna málakunáttu hans og margháttaðra hæfileika, var oft leitað til hans um kennslu fyrir unglinga er hugsuðu til æðra náms. Rithönd hans var fögur og eftirminnileg. Séra Gísli varð brátt áhrifa- maður í málefnum sveitarinnar og í hreppsnefnd sat hann alla tíð. Farkennsla hófst fyrst í sveitinni eftir komu hans. Hestamaður var hann mikill og átti marga gæðinga, enda fór hann ört yfir. Minnist ég þess, að ég lærði ýmislegt af honum í þessu efni. Ég kom í fyrsta skipti að Mos- felli nokkru eftir að séra Gísli kom þangað. Var það á sunnu- degi og setti þá séra Vald. Briem prófastur séria Gísla inn í em- bættið. Minnist ég að prófastur- inn undraðist að hann skyldi um óravegu sækja um þetta presta- kall. „Hefir það sjálfsagt verið af því, að hann hafði heyrt get- ið um „Grímsnesið góða“. Séra Gísli kvongaðist frænd- konu sinni Sigrúnu Hildi Kjart- t Útför konu minnar, Ingibjargar Helgadóttur, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 28. þ. m. kl. 10,30. Fyrir (hönd vandamanna, Björgvin Magnússon. t Jarðarför konunnar minnar, Ólafar Sigurðardóttur, er ákveðin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 28. þ. m. kl. 3 e.h. Blóm vinsamlega afbeðin. Nieljohnius Ólafsson. t Þökkum auðisýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og stjúpföður, Torfa Björnssonar. Margrét Magnúsdóttir, Guðjón G. Torfason, Hjálmar R. Torfason, Guðný Torfadóttir, Stefanía Torfadóttir, Gunnar M. Torfason, Einar K. Torfason, Vilborg Torfadóttir, Hrönn Torfadóttir, Ragnar E. Guðmundsson, Njála Eggertsdóttir. ansdóttur 25. apríl 1893. Foreldr- ar hennar voru hjónin séra Kjartan Jónsson prestur í Ytri- Skógum undir Eyjafjöllum og Ragnhildur Gísladóttir frá Gröf í Skaftártungu. Bæði hjónin, séra Gísli og kona hans voru samvalin um allt, er ein hjón mega prýða og bar heimili þeirra alla tíð þese vitni. Gleði og ein- hugur ríktá meðal heimafólks staðarinis og ölluim gestum var tekið þar með sama hugarfari og allt viðmót og veitingar voru þar í bezta lagi. Ég kom oft að Mosfelli og ég mian aldrei eftir því að nokkur breyting væri þar á, hvorki á gleðibrag eða veit- ingum. Ég kynntist þessu heim- ili þó vel, var þar um vortíma 1904 og veturinn 1904—1905 að læra undir skóla. Þau hjónin eignuðust 12 börn, en 2 þeirra dóu nökkru eftir fæð ingu. Voru 6 barnanna fædd á Mosfelli. Var því heimilið stórt og þurfti mikils. Búskapur var lengi mikill, enda iörðin góð og bætti presturinn jörðina að ýmsu leyti, bæði með áveitu á engjar og landamerkjagirðingu úr gaddavír. Kjör hans voru þó þröng, eins og annarra presta á þeim tíma. En aldrei heyrði ég hann kvarta undan aðbúð þei.ri er 'hann sættL Síðustu 3 árin er séra Gísli lifði sá ég hann sjaldan vegna fjarveru minnaf. En vorið 1917 kom ég síðast til hans á MosfellL Sömu elskusemi var þá að finna hjá þeim heiðurshjónum eins og alltaf áður. Þau eru mér bæði ógleymanleg. Sömu elskusemi og ég mætti hjá foreldrunum, þefi ég notið hjá börnum þeirra. En nú var ævi þessa góða og etskulega manns brátt á enda runnin. Hinn 9. júní 1918 mess- aði hann síðast og fermdi. Síðan skírði han á tveimur stöðum og kom að Kiðjabergi seint um kvöldið og gisti hjá foreldrum Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar, Guðrúnar Davíðsdóttur, Hömrum. Einar Ásmundsson og börn. mínum, eins og oft áður. Um morguninn var hann hress að vanda og talaði um hve vel hann hefði dreymt hjá vinum sínum. Kvöldið eftir 10. júní drukknaði hann í Þverá við Hemlu. Hann var jarðsunginn á Mos- felli að viðstöddu miklu fjöl- menni. Prófasturinn, séra Vald- Briem, jarðsöng og flutti fagra ræðu og að lokum flutti hann langt og fagurt kvæði er lauk þannig: „Þú heill ert kominn harana-djúpið yfir. Þú heim ert kominn, vel'kominn, þú lifir“. f Iþeirri trú hljótum vér að lifa. Steindór Gunnlaugsson. Einar Ólason frá Mjóafirði — Minning í DAG, 27, júlí, verður jarðsett- ur frá Fossvogskirkju, Einar Ólason. Hann veiktist 28. júní sl., var fluttur til Kaupmanna- hafnar 30. s.m., til rannsóknar, en á Ríkisspítalanum þar var gerður á honum uppskurður, og í fyrstu virtist svo sem sú að- gerð ætlaði að heppnast, en sú von brást, og líf hans fjaraði þar út þann 17. þ.m. Dóttir Einars, Kristín María, sem er hjúkrunarkona, fór með honum til Kaupmannahafnar, og annaðist hann af mikilli um- hyggju og nærgætni þar til yfir lauk, og gerði hún það sem hægt var til þess að létta honum síð- ustu stundirnar. Einar Ólason var fæddur 14. okt. 1909 í Borgarfirði eystra. Foreldrar hans voru hjónin Elín Jónatansdóttir og Óli Ólafsson Þökkum af alhug, samúð og vinarhug við útför sonar míns og unnusta, Sigurðar Kristjáns Jóhannesarsonar. Sérstaklega þökkum við Tálknfirðingum fyrir auð- sýnda samúð og vinátitu. Guðrún Kristjánsdóttir, Steinunn Bjarnadóttir og aðrir vandamenn. frá Firði í Mjóafirði. Óli var bróðir Sveins Ólafssonar alþing- ismanns í Firði, og þeirra sys1- kina. Elín var náskyld Óla manni sínum, svo að Einar var af vel- þekktum ættum á Austurlandd og víðar, þó þær verði ekki raktar hér. Meðan Óli Ólafsson bjó í Borg arfirði vann hann við verzlun og útgerð Þorsteins Jónssonar frænda síns. Óli og Þorsteinn voru systrasynir. Árið 1913 flutti Óli Ólafsson að Haga í Mjóafirði, og hóf þar búskap og útgerð, sem hann rak af dugnaði og myndarskap. Hann var smiður góður og hagsýnn. Öll verk fóru honum vel úr hendi. Elín kona Óla var forkur dug- leg og myndarleg að hverju sem hún gekk. Þau voru vel samhent með búskapinn, svo og að fagna gestum sem að garði bar. Síðast bjuggu þau Elín og Óli í Frið- heimi í Mjóafirði. Einar Ólason ólst upp með for eldruim sínum og systkinum í Mjóafirði. Hann vandist snemma öllum störfum til lands og sjáv- ar, og þótti verklaginn og vand- virkur við öll störf er hann hafði með höndum. Hann gekk í Samvinnuskól- ann 1935 og útskrifaðist þaðan 1936 með góðri einkunn, og kom sá lærdómur honum vel síðar. Einar Ólason giftist árið 1941 Sigríði Kristjánsdóttur frá Sand húsi í Mjóafirði. Foreldmr henn ar voru merkis'hjónin Lars Kristján Jónsson, verzlunar- stjóri, og María Hjálmarsdóttir frá Brekku í Mjóafirði, og var heimili þeirra rómað fyrir rausn og myndarskap. Einar og Sigríður fóru svo að búa á Seyðisfirði, og fór Einar að vinna við afgreiðslustörf í Apótekinu þar. Hann var fljótur að komast inn í starfið, og varð bæði vinsæll og vel látinn. Sá sem þá hafði Apótekið á Seyðisfirði fluttist til Keflavíkur árið 1951, og fór Einar með hon- um þangað, og var þar í eitt ár, en fluttist þá aftur austur á Seyð isfjörð og fór aftur að vinna við Apótekið þar, og þar starfaði hann þangað til að hann flutti hingað til Reykjavíkur árið 1964, en þá fór hann að vinna við Austurbæjarapótek, og þar vann hann á annað ár, en hóf þá starf hjá Lyfjaverzlun ríkis- ins og þar starfaði hann meðan heilsa hans leyfði. Sigríður reyndist Einari góð- ur lífsförunautur, hún bjó hon- um og börnum þeirra gott og hlýlegt heimili. Þangað var gott að koma, þar leið óllum vel og þar ’höfum við hjónin átt margar ánægjustundir, sem ekki gleym- ast. Þau hjónin eignuðust 2 börn, Kristínu Maríu, sem er lærð hjúkrunarkona, og Óla Elver. Bæði eru myndarleg og vel gef- in, enda hafa þau sýnt það, bæði við nám og starf. Einar hafði mikið gaman af öllum veiðiskap, bæði á sjó og landi. Hann var ágæt skytta, enda notaði hann hverja stund sem gafst frá sínu fasta starfi til veiðiskapar, enda brást það ekki að Einar kæmi með veiði. Þegar þeir hverfa sem mað- ur hefir átt samleið með, þá sækja minningarnar á hugann, það er margs að minnast og margt að þakka. Við hjónin þökkum Einari af heilum hug allar samverustund irnar, og sendum öllum ástvin- um hans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jón I. Jónsson. Hjartans þakkir til allra sem heimsóttu okkur og sendu okkur gjafir og vinarbveðjuir á 50 ára brúðkaupsdegi okk- ar, 18. júlí, og 75 ára aifmæli mínu. Guðmundur Jónsson, Guðrún Jónasdóttir, Rafnkelsstöiðiuim, Garði. Þakka hér með skyldfólki mínu fyrir fyrirfhöfn og kostn- að, svo og öðrum vinum og kunningjum fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti í sambandi við 80 ára afmæli miitt þann 17. júlí síðastliðinn. Björn Guðmundsson frá Rauðnefssitöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.