Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Utan líkamans? í HBIMILDUM um sögu frum- kristninnar verður víða fyrir okkur furðulegaur heimur. í 5. kap. fyrra bréfs Páls til Kor- intumanna segir frá kynlegum atburði: Maður ein í söfnuðinum varð uppvís að alvarlegu siðferðisaf- broti, og Páll tekur ekki á því mjúkum höndum. Á refsingunni, sem hann fyririskipar, varð síð- ar reist bannfæring rómv. kirkj unnar. Páll verður sjálfur víðs fjarri, en hann býður að hinum stranga dómi skuli fullnægt, „þegar þér og andi minn; eruð saman komnir með krafti Drott- ins vors Jesú“. Páll verður fjarri. Hvernig verður hann þá viðstaddur? Þegar vinir hans í Korintu full- nægja með strangri alvöru dóm- inum, eiga þeir að vita, að Páll er hjá þeim, þótt hann sé fjar- lægur. Síðar í sama bréfi segir hann þá reynslu sína, að til séu aðr- ir líkamir en hinn jarðneski. Og í síðara bréfinu segir hann frá atviki, sem enn fyllir hann lotn- ingu þegar hann minnist á það eftir 14 ár: Hann fór utan líkam ans ti.1 æðra lífssviðs, þar sem hann sá og heyrði undursamlega hluti. Páll var sannfærður um, að utan líkamans jarðneska geti sál in farið til fjarlægra staða, jarð neskra og ekki jarðneskra. Saga kirkjunar geymir mörg dæmi slíkrar reynslu. í Biskupasögum segir af Guð- mundi Arasyni Hólabiskupi, að einhverju sinni er hann var að biðja fyrir sjúkum manni aust- ur á landi hafi sigið á hann svefnhöfgi, og á sömu stundu hafi hann birtzt sýnilegur ungri stúlku vestur á Fjörðum, sem var stödd í lífsháska. Um heil. Antoníus frá Padua hermir samtímaheimild, að hann hafi samtímis sézt í tveimur kirkjum í skírdagsmessu. Merki legri er sagan af spænska guðs- manninum Alfonso de Liguori. Hann sat í fangelsi og hafði fastað í fimm daga. Að lokinni föstu sagðist hann hafa verið viðstaddur andlát Klemenz páfa. Það var vefengt. En síðar stað- festu fréttir, að páfi hefði and- azt þessa nótt í Rómaborg. Og þeir sem voru við banabeð páfa fullyrtu, að þar hefði Alfonso verið hjá þeim. En hann var vestur á Spáni, Úr samtíð okkar mætti nefna mörg dæmi. Ungur maður var á verði á frönsku vígstöðvunum í heims- styrjöldinni. ÍÞá sá hann óvænt móður sína standa nokkuð fram undan. Hann hljóp til hennar, en hún svaf. Samstundis féll sprengja, þar fTem pilturinn hafði staðið. Þetta barg lífi hans. Áður en móðirin gekk til hvílu heima í Englandi þetta kveld, litlu fyrr en sonurinn sá hana í Frakk- landi, hafði hún hugsað mikið um hann og beðið lengi og heilt fyrir honum. Fólk hefir fullyrt við mig, að það færi slíkar ferðir. Enginn með meira sanfærandi rökum en próf. Þórður heitinn Sveins- son. Ég sé ekki betur en þessi reynsla sé samhljóða því, sem postulinn sagði frá sér, og styrki sanleiksgiídi þess, sem hann segir frá. Margir menn og merkir hafa ekki látið sér nægja gamlar sögur af slíkum furðuferðum, en hafið rannsóknir og tilraunir með þessi efni. Upp úr ályktun- um þeirra og niðurstöðum hafa sumir lagt mikið og aðrir lít- ið. Viðhorfin eru svo margvís- leg og mörg. Sumir boðendur kristinnar trúar hafa meiri á'huga fyrir gömlum kennisetningum, skraut legum búnaði og fornum messu- söng en rannsóknum á rökkur- álfum mannssálarinnar. Aðrir telja þeirra hugðarefni hégóma og börnum einum boðlegan, en rannsóknir á sálarlífinu og dul- arfullum tjáningum þess höfuð- nauðsyn. Páll postuli hirti ekki um messuklæði. Ytri búnaður var honum einskis virði. En hið innra líf og auðlegð þess var hon um höfuðmálið mikla. Reynsla hans — og margra annarra — réttlætir orð Shakespeares: „Fleira er á himni og jörðu en heimsspeki þína dreymir um“. Forseti fslands flutti merki- lega og viturlega ræðu við há- skólaguðsþjónustu í Edinborg á liðnum vetri. Hann sagði m.a.: „— — — stór svið, og þá sumt það, sem mest á ríður, eru enn sem komið er lítt eða órann sökuð. Og á ég þá fyrst og fremst við manninn sjálfan, sem enn er stærsti leyndardómurinn .....Menn hafa enn frá ýmsu að segja, sem ekki fellur enn í mót ríkjandi háskólasálarfræði. Það þekki ég frá míhu eigin strjálbýla landi: skyggni, fjar- hrif, draumar, forspár og svipir. Það köllum vér að vísu hjátrú . . .. en merkir þó reynslu, sem lifir við hliðina á nýrri trú- fræð‘i‘. Trúfræði Páls er að mörgu gömul og úrelt. En reynsluheim ur hans er girnilegur til fróð- leiks enn í dag. Einnig það, að hann ætlaði sér, líkamlega fjar- lægur, að vera raunverulega viðstaddur bannfæringuna miklu í Korintu. I stœrstu verstöð landsins: Troll- og snurvoða- bátarnir afla dável — en frystihúsin vantar hráetni Athugasemd frá skipu- lagsnefnd Blaðinu barst í gær eftirfar- andi athugasemd frá skipu- lagsstjóra ríkisins: VEGNA grednar.gerðar Náttúr.u- verndarráðis um vegarstæ.ð'i miilli Reykjalhlíðar ag Grimsstaða í Mývatns'sveit vill S'kipulags- stjórn ríki'sins taka fram, að Jhún mun mjög fljótlega gera grein ifyrir afskdptum sinium af máli þessu. Hún vi.ll á þas.su stigi taka skýrt frarn, að í greinargerð Náttúruverndiarráðis er sagt á mjö'g viil'landi og beinlínis rang- an hátt frá málum. Telur skipu- lagsistjórn þessi vinnubrögð Náttúruve'rndarráðis mjög ámælis verð, þar sem ráðið hiafði öll skil yrði til þess að geta sagt rétt frá af.skiptum skipulagsstjórnar af málum. Slgurður Líndal forseti Hins íslenzka bókmenntafél. NÝLEGA er lokið stjórnarkosn ingu í Hinu íslenzka Bókmennta- félagi. Forseti félagsins, dr. Ein- ar Ól. Sveinsson, hafði beðizt undan endurkosninigu, og var nú kosinn forseti Sigurður Líndal hæstréttarritari. Varaforseti var kosinn dr. Kristján Eldjárn þjó- skjalavörður. í fulltrúaráð voru kosnir Einar Bjarnason ríkisendursikoðandi og Ragnar Jónssoin hæstaréttarlög- maður til 1&72 og Óskar Halldórs son cand. ma. til 1970, en dr. Hall dór Halldórsson, sem nú gekk úr ráðinu, hafði beðizt undan end- urkosningu. Fyrir voru í fulltrúa ráðinu dr. Broddi Jóhannesson, dr. Steingrímur J. Þorsteinsson o gdr. Kristján Eldjárn. (Frétt frá Hinu íslenzka bók- menntafélagi). Moskvu, 28. júlí. Sovétríkin og Iran lýstu því yfir sameiginlega á föstudag, að mikilvægasta skrefið í friðarátt fyrir botni Miðjarðarhafs væri ef ísraelsmenn kölluðu herflokka sína heim frá arabísku lands- svæði. Forsætisráðherra írans, Abbas Hoveida, hefur verið í níu daga opinberri heimsókn í Sovétrik j unum. Týnd í viku TVÍTUG stúlka, Ingibjörg Salome Sveinsdóttir, hvarf að heiman frá sér sunudaginn 23. þ.m. og hefur ekkert spurzt til hennar siðan á hádegi á mánu- dag. Haukur Bjarnason hjá rann sóknarlögreglunni, sagði Morg- unbiáðinu, að Ingibjörg hefði komið heim á sunnudagskvöldið, ásamt nokkrum kunningjum, en farið fljótlega aftur. Síðan haía foreldrar hennar ekki séð hana. Um áttaleytið á mánudags- morgun kom stúlkan til kunn- ingjafólks þeirra og var þar til klukkan tíu. Þá tók hún leigubíl niður að höfn og fór um borð í Krónprins Friðrik og hefur ekki spurzt til hennar síðan. Rannsóknarlögreglan hefur sent skeyti út en ekkert hefur komið í ljós ennþá. Ingibjörg er ca. 1.70 á hæð, dökkhærð og blá eyg. Hú var klædd svörtum síð- buxum, bláum jakka og í brún- um lághæluðum skóm. Þeir, sem Washington, 29. júlí — AP HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum i Washlngton, aS Bandaríkjastjórn hafl í kyrrþei — og eftir diplómatískum leið- um — farið þess á leit við stjórn ina í Kongó, að hún sýni Moise Tshombe miskunn, fari svo, að stjórnarvöldin í Alsír framselji hann í hendur kongóskum yfir- völdum. • Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið hefur ekki staðfest þessa fregn — heldur ekki vísað henni á bug — en heimildir herma, Ingibjörg Salóme Sveinsdóttir kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við rann sóknarlögregluna í sima 21107. að þetta sé fyrst og fremst gert í mannúðarskyni þó það komi einnig til, að aBndaríkjastjórn hefur af því áhyggjur, að af- taka Tshombes kunni að valda aukinni ólgu í Kongó, m.a. í Kalanga, þar sem hann á enn miklu fylgi að fagna. Samúð með Tshombe sjálfum hefur hins vegar, að talið er, minnkað enn í stjórparbúðum bandarískum efiir að hann lýsti því yfir, að bandríska leyniþjón usían hefði átt þáit í ráni hans á dögunum. VIÐ brugðum okkur niður að höfn í sólskininu í gær- inorgun og hittum þar nokkra sjómenn, sem gerðu að netum sínum, eða „dyttuðu að reiðskap sínum“, eins og sagt var í sveitinni forðum daga. Einn skipstjórnarmann hittum við, sem lét heldur vel af afla- brögðum hér, í okkar stærstu verstöð landsins, Reykjavík. Þeir bátar, sem héðan stunda troll- veiðar og snurvoðaveiðar, hafa aflað dável að undanförnu. Nú allra síðustu dagana hefir a'ð vísu verið bræla, en hún er að ganga niður. Síldarbátarnir fóru út í fyrradag og í gær komu þrír að með nokkurn afla, en brælan háði enn allmörgum. Trollbátarnir og snurvoðarbát- arnir voru að fara út í morgun. Annars fer bátúnum alltaf fækkandi, sem þessa veiðar stunda héðan. Það ganga árlega nokkrir (6—8) bátar úr sér, vegna þurrafúa aðallega, og eng- ir nýir eru byggðir í staðinn, af þessari stærð. Annan skipstjórnarmann hitt- um við og var hljó'ðið ekki eins gott í honum. Lét hann að vísu ekki sem verst af veiðiskapn- um, en þótti verðið fara ískyggi- lega, lækkandi. — Ekkert að hafa fyrir lifrina. — Hann hafði ver- ið á línu fyrst og gengið sæmi- lega. Fór síðan á humar, en hann stóð stutt og er svo að fara á irollið. — Þetta er alvarlegt með minni og millistærðina af bótum, sagði hann. — Við höfúm lifa'ð á þessum bátum. En hvað verð- ur ef síldarævintýrið bregzt? Allt stórir bátar? Allt miðast við síld? Frystihúsin okkar hafa ekki nærri nóg að gera. Það mætti segja að það hafi verið gulltíð hjá togurunum að und- anförnu, en þeim fer líka fækk- andi. Mannskapurinn fæst nú á þó, ef siglt er með aflann, því þá fær áhöfnin meira út úr túrnum. Það er hörmulegt að þurfa a'ð senda hráefnið, þegar það er ekki meira. svona óunnið úr landinu. Sem sagt það gengur sæmilega hjá Reyk avíkurútgerðinni eins og er, nema hvað frystihúsin hafa allt of litið hráefni. Bátarn- ir anna engan veginn þörfum þeirra, þótt. aflinn sé allgóður. c,\tf"FST0M fí/ m IT-FEHÐIB: I UTANLANDSFERÐA- BÆKLINGI OKKAR ERU NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ALLAR IT-FERÐIR SKRIFSTOFUNNAR ÁSAMT VERÐUM. EINNIG ERU í BÆKLINGNUM NÁ- KVÆMAR UPPLÝSINGAR UM HINAR ÞEKKTU FERÐ- IR PRESTSINS í TJÆRE- BORG, SEM FERÐASKRIF- S'TOFA RÍKISINS HEFUR EINKAUMBOÐ FYRIR Á ÍSLANDI FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS í IT-FERÐUNUM KAUPIR VIÐSKIPTAVINURINN FLUGFAR, GISTINGU OG JAFNVEL FLEIRA í EINUM PAKKA HJÁ FERÐASKRIFSTOFUNNI. IT-FERÐ- IRNAR VERDA MEÐ ÞESSU MUN ÓDÝRARI HELDUR EN ÓSKIPULÖGÐ FERÐA- LÖG. SEM DÆMI VILJUM VIÐ NEFNA NOKKRAR AF HINUM FJÖLBREYTTU OG HAGKVÆMU IT FERÐUM, SEM VIÐ BJÓÐUM YÐUR í ÁR: Glasgow: 7 öaga ferð, gistingar, morgunv. og kynnisferð um hálendi Skotlands innif., kr. 6.350.— London: Kaupmannahöfn - Amsterdam - London: 8 daga ferð gistingar, morgunv. og kynnisferð um London innif., kr. 7.950.— 14 daga ferð, gist ingar og morgun- v. innif., kr. 10.660— Danmörk - England: 12 dag ferð. gistingar, morgunv. og skoðunarferð innif. , kr. 9.920— Róm - París - London: 17 dasa fer®. gistingar og morgunv. innif. kr 14.790.— Komið, skrifið eða hringið og við munum senda yður eintak. Berið saman verð og gæði, áður en þér ákveðið ferðalagið! LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540 Biðja Tshombe griða?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.