Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967 Úitgefandi: Framkvæmdastjóri: iRitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 0. Sími 10-1100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ER HÆGT AÐ GERA ALLT í EINU? 17'ið fslendingar erum fram- " farasinna fólk, sem krefst mikilla og hraðstígra framkvæmda og umbóta á lífskjörum okkar. Sætir það út af fyrir sig engri furðu. Um aldaraðir má segja að hér hafi ríkt kyrrstaða. Al- menningur bjó við léleg lífs- kjör og fátækt og skortur settu svip sinn á allt þjóðlíf. Verklegar framkvæmdir þekkt.ust ekki. Allt fram á 20. öld áttu íslendingar t. d. enga höfn, enda þótt annar aðalatvinnuvegur þeirra væri sjósókn og sjávarútveg- ur. Vegir voru engir til í landinu og aðeins örfáar ár brúaðar. Skólahús og sjúkra- hús voru aðeins örfá til. Allt líf þjóðarinnar var eins frum- stætt og hugsazt gat. Þjóð, sem lengstan hluta ævi sinnar hefur búið við slíka aðstöðu hlaut að leggja áherzlu á að flýta sér strax og hún eygði minnstu mögu- leika til að rétta úr kútnum. Það er líka staðreynd, sem allir þekkja að hér á landi hafa ein eða tvær kynslóð- ir framkvæmt umbætur, sem margar kynslóðir hafa unnið í öðrum löndum. En enginn sanngjarn maður neitar því að framfarirnar hafa á allra siðustu áratugum orðið hrað- ari en nokkru sinni fyrr. Þær hafa verið svo hraðar, að segja má með sanni að ís- lendingar búi nú við svipuð lífskjör og þær þjóðir sem lengst eru á veg komnar um VPPbyggingu þjóðfélaga sinná. Engu að síður eru þúsund hlutir ógerðir í hinu íslenzka þjóðfélagi. Og mörg- um íslendingum er þannig farið, að þeir sjá miklu bet- ur það sem ógert er, en hitt sem komið er í framkvæmd. En hjá því verður ekki komizt, að lítil og févana þjóð geri sér það ljóst, að það er ekki hægt að gera allt í einu. Þjóðin verður að gefa sér tíma til þess að kunna fótum sínum forráð. Auðvitað er endalaust hægt að deila um það á hverju liggi mest, hvað eigi að ganga fyrir af fram- kvæmdum. Um það finnst einum þetta og öðrum hitt, allt eftir því, hvar skórinn kreppir að, og hvers hags- munir þeirra krefjast. En um hitt geta ábyrgir og hugsandi menn naumast deilt, að fjár- hagsleg geta þjóðfélags þeirra verður að skera úr um það, hve miklu það getur eytt til margvíslegra og nauðsyn- legra framkvæmda á ári hverju. Allir verða ennfrem- ur að gera sér það ljóst, að bjargræðisvegirnir og arður- inn af þeim hlýtur á hverj- um tíma að vera grundvöllur framkvæmda og eyðslu. Það, sem nú skiptir megin- máli, er að þjóðin einbeiti kröftum sínum að þvx að byggja upp atvinnuvegi sína. Til þess hefur hún einnig betri skilyrði en nokkru sinni fyrr. íslendingar eiga í dag stórvirkari og fullkomnari framleiðslutæki en þeir hafa nokkru sinni áður átt. Það er hinn vaxandi arður af þess- um tækjum, sem á undan- förnum árum hefur bætt lífs- kjor fslendinga að miklum mun. Sannleikurinn er sá, að við íslendingar getum á næstu árum haldið áfram stórfelldri uppbyggingu og framförum, ef við aðeins gætum þess að tryggja rekstrargrundvöll at- vinnuvega okkar. Við megum ekki gera svo miklar kröfur á hendur þeim, að fram- leiðslutækin stöðvist. Ef við gerum það, bresta frumskil- yrði framfaranna. Þá glatast einnig möguleikar þess til að viðhalda því félagslega ör- yggi, sem unnið hefur verið að að skapa af miklum þrótti og bjartsýni. Allt þetta verður fyrir- hyggjusöm og framfarasinn- uð þjóð að hafa í huga. Vit- anlega reynir óábyrg stjórn- arandstaða að telja fólki trú um það að allt sé hægt að gera í einu, og það jafnvel án tillits til þess hvernig bjargræðisvegunum vegnar. Um þetta eru fjölmörg dæmi frá síðustu árum. Of margir hlusta á þessar ábyrgðarlausu kröfur, og taka undir þær. Sú staðreynd verður þó ekki sniðgengin að hinir eru fleiri, sem gera sér Ijóst, að þjóðin verður að sníða sér stakk eftir vexti. Þess vegna hefur jafnvægisstefna viðreisnar- stjórnarinnar hlotið trausts- yfirlýsingu frá kjósendum, sem fengið hafa henni völdin þrjú kjörtímabil í röð. SKATTAR OG FRAMEARIR ¥ Tm þessar mundir horfa borgarar um land allt framan í skattreikninga sína og útsvör. Eins og jaínan áður finnst mörgum vafa- laust að þeim séu lagðar þungar byrðar á herðar. Og •s-'.-v VMJ UTAN ÚR HEIMI jv\i. Blaðamanni misþyrmt í Peking í>AÐ er ekkii öfundsvert starf að vera erlendur fréttariitari í Kína um þessar mundir. Svo ofboðsilegt er útlendinigahatur Kínverja orðið, að yfirvöldin geta ekki haft taumhald á því eða vilj.a það ekki. Þetta sagir norski blaðamaðurinn Harald Munthe-Kaas, en nýlega var honum mi'sþyrmt af æsitum múg, sem réðist á bifreið hans . er hann fylgdist með mót- mælaaðgeriðum í Peking. Mó'tm æl a að.ge rðir na r fóru fram á Torgii 'hirrs himneska friðar, og fór Munthe-Kaas þangað í Volkswagenbifreið sinni ásamt fréttaritara kanad íska blaðsins „Toronto Globe and Mail“, David Oancia, og menningarmálafulltrúa sænska sendiráðsins, Jon Sig- urdson. Það hefur verið föst venja erlendra fréttanitara í Pebinig að fylgjiast með hin- um mörgu mótmælaaðgerð- um, siém afnt hefur verið til í Peking, og Munthe-Kaas og Oancia áttu sér einskiis ills von. En þagar þeir komu að torginu, ók jeppi með fimm hermönnum í veg fyrir þá og neyddá þá til að stanza. — Muntihe-Kaas hafði segul- bandstæki meðferðis, og Jon Sigurdson, menningarfulltrú- inn sænski, hjálpaði honum við upptökuna með því að teygja sig út úr bílnum með hljóðnemann til þess að taka upp vígorðin, sem mannfjöld- inn hrópaði. Hræktu og lömdu Hermennirnir hlupu að Volkswagenbifreiðinni og hrópuðu: „Þeir eiru með segul bandstæki“. Eilnn hermann- anna þreif í hljóðnemann, tog aði í enúruna og dró segul- bandstækið út um bílrúðuna og bar það inn í herjeppann. Áður en blaðamönnum gafst rálðx-úm ti.1 að halda ferðinni áfram dreif að miíkiinn fjölda rauðra varðliða. Þeir létu dólgslega, æptu og lömdu ut- an í bifreiðina. Nokkrir þeirra hræífctu á útlendingana í gegnum opnar bílrúðumar. Meðan útlendingarnir flýbtu sér að skrúfa bílrúðurnar nið- ur, ruddu hermenn þeim braut gegnum þvöguna. En vandræðin voru rétt byrjuð. Er þeir höfðu ekið nokkur Harald Munthe-Kaas. hundruð metra og voru komn ir á aðalgötu Peking, Ohang- anbreiðgötu, umkringdu þá borgaralega klæddir Kínverj- ar á reiðhjólum, hrópuðu og létu öllum illum látum, börðiu utan í bílinn og krötfðust þess að þeir stigi út. Aftur reyndu Kínverskir hermenn að ryðja útlending- unum braut, en það tókst ekki fyrr en etftir langa mæðu. Út- lendingarnir héldu nú ferð- inni áfram, en að þesisu sinni undir vernd hermarma. Á undan þeim ók herjeppi og við hliðina á þeim hermienn á vélhjólum. Efcið var til kín- verska utanríkisráðuneytisins. Skrámuðust Fyrir framan hlið ráðu- neytisins stöðvuðu verðiir út- lendingana og fylgdarlið þeirra og beimtuðu skilríki. Á þeim örstutta tíma er verð irnir skoðuðu skilríkki til að ganga úr skugga um hvort ó- hætt væri að hlejrpa þeim inn, kom hópur æstra stúdenita á vtettvanig og umkringdu bif- reiðina. Stúdentarnir hföfiðu au.g- sýnilega elt bifreiðina frá aðal götunni. Þeir torutu bíirúðum ar svo að iglerbrotin þeyttuisit framan í útlendingana, sem skrámuðust. En verra var, að augnabliki síðar klifruðu stúd entiar upp á þak bifreiðarinn- ar og tóku að hoppa oflan á þakinu og berja í það. Þakið lét undan og torundi oían á út lendingana, sem krömdust í sætum sínum. Harald Murathe-Kaas segir, að einn Kínverji hafi þritf- ið í sig og ritfið skyrtuna í tætlur. Seinna náði Kínverj- inn takd í hárið á honum og reyndi að draga Ihann á toér- inu út um gluggann á meðan Kíinverji barði Norðlmanninn í andlitið og hrópaði að toann yrði að stíga út úr bifreiðinni. Nokkrir bermenn reyndu ár- anguTslaust að stjaka stúdenit- unum burtu. „Vilji þjóðarinnar“ Nokkrum Kínverjum tókst að ná taki á Jon Siguirdson, menniinigarfiulltrúa, og reyndu að draga toann' út úr bifreið- inni, en hermennirnir gripu í taumania og björguðu menn- ingarfulltrúanum. Allan þennan tíma voru út- lendingarnir lamdir með knýttum ihnefum og beltum og ólum, og torækt va,r Araman í þá. Á meðan hrópaði mann- fjöldinn andsovézk vígorð. Þegar norsfci fréttaritarinn vakti athygli Kínverja nokk- urs á því hvenrar þjóðar toann væri, varð hann undraindi og saigði: „Já, en þetta er vilji þjó’ðarinnar“. Annar maður, sem var rauður í framan af vonzku, torópað'i: „Njósnarar, njósnar- ar“. Tveir stúdentar, sem klilfruðu inn um bakrúðuna, sögðu að Volkswaganíbifreið- inni og farþegum hennar yrðd ekið til skrifstofu ör- yggisilögreglu.n nar. Það var ekki fyrr en fleiri toermenn kornu á vettvang að útlend- ingarnir vorun leyistir úr prísundinni. Síðan var farið með þá til skrifistoflu öryggislögreglunn- ar, og þar var þeim sagt að þeir hetfðu gert siig seka um la'gabrot og mannfjölddmn hefðd verið í fulluim rótti. En því miiður eru lögin óskráð, sögðiu kínversku lögireglu- mennirnir, og þau hafa ekki verið birt. Þeir sögðu, að út- lendinigarniir hefðu sýnt for- vitni og hnýsts í kíraversk iran anríkásmál- í leytfisleysi. Þireyttir og illa til reika en lítt meiddir fengu blaðamenn- irnir og Jon Sigurdson að fara heiim til sín eftir tveiggja tíma yfirheyrslur. víst er um það að opinber gjöld eru há á íslandi, þó að þau séu sízt hærri en í ná- lægum löndum. Þess ber þó að minnast að á valdatímabili núverandi ríkisstjórnar hafa margvíslegar lagfæringar ver ið framkvæmdar í skatta og útsvarsmálum. En aðalatriði málsins er, að þjóð, sem vill framkvæma mikið, skapa sér fullkomið félagslegt öryggi og bæta að- stöðu sína að öðru leyti á fjölmarga lund á skömmum tíma verður auðvitað að borga fyrir það. Það fé, sem hið opinbera, ríki og bæjar- og sveitarfélög hafa til ráð- stöfunar kemur ekki annars staðar frá en úr vösum fólks- ins sjálfs, með einum eða öðr- um hætti. Þeir sem krefjast mikilla framkvæmda og mik- illa útgjalda hins opinbera á mörgum sviðum hljóta því að gera sér ljóst að það þýðir mikla tekjuöflun hins opin- bera. Þetta eru svo alkunnar stað reyndir, að allir hugsandi menn skilja þær og þekkja. Þess vegna sér almenningur í gegn um málflutning þeirra stjórnmálamanna, sem sífellt segja að allt sé hægt að gera í einu, en krefjast jafnframt lækkaðra opinberra álagna. í þessum efnum sem öðrum verður að hafa á meðalhóf. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur verið sú að nauðsynlegt sé að vinna hiklaust að fjöl- þættum umbótum og upp- byggingu í þjóðfélaginu. Hins vegar megi ekki ofbjóða gjald þoli þegnanna. Atvinnuveg- irnir verði að geta byggt upp hag sinn og einstaklingarnir notið framtaks síns til þess að verða efnahagslega sjálfstæð- ir. Þjóðarheildin geti því að- eins verið efnahagslega sterk að einstaklingar hennar séu það. Aðeins sterkir einstakl- ingar geta skapað sterkt þjóð- félag, sem fært sé um að tryggja borgurum sínum eðli- legar framfarir og uppbygg- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.