Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967 DRANGEYJARSUNDH 31. JÚLÍ1927 Eftir Lárus Salómonsson Erlingur Pálsson. FJÖRUTÍU ár eru nú liðin síðan Erlingur Pálsson yíirlögreglu- þjónn synti frá Drangey til lands, sem var nýtt Grettissund. Mér þykir tilhlýðilegt að minn- ast þess mikla afreks, sem unnið var af hinum fraekna sundkappa, brautryðjanda og bjartsýnis- manni, því að sannarlega trúði Erlingur á æsku-hreysti og feg- urð. Hann dáði íþróttir og ekki síður orðsins listir, bæði söngs og sagna, lags og ljóðs. Erlingur synti við verri skil- yrði en þeir sem síðar syntu, því að engin reynsla var fyrir um þetta sund. Erlingur og fylgdar- menn hans þekktu ekki ýmsa erfiðleika, sem var að mæta og ekki komu í ljós við undirbún- ing fyrr en á síðustu stundu, og gleggst komu þeir í ljós er á sundið leið. — Erlingur fékk harðan mótstraum (fall), úfinn sjó, og síðar hvessti. Einnig mun ekki hafa verið gætt afstöðu sjávarfalla sem skyldi. A þeirri reynslu sem fékkst af þessu sundi Erlings byggðu þeir sundmenn, sem síðar syntu, undirbúning sinn, og tókst þeim öllum vel, og má að miklu þakka það brautryðjandanum, en Drangeyjarsundsmennimir eru allir afburða sundmenn. Til fróðleiks um Grettissundið. Til fróðleiks vil ég geta þess, að talið er að Grettir sé fæddur árið 996, en veginn 1031, þá 35 ára. Talið er að hann hafi synt frá Drangey til lands árið áður, þá 34 ára, að sögn fræðimanna. Skoðun mín er hinsvegar sú, að hann sé fæddur árið 986 og hafi skort einn vetur í hálf-fimmtugt er hann var veginn. Samkvæmt Grettis sögu var hann hálfþrítug- ur, er hann „fell í útlegð“, en í sekt var hann „vel r.ítján vetur“. Nokkrar tilvitnanir í Grettis sögu um merka viðburði, renna stoðum undir, að þetta sé rétt- ara. Yfirlit um Grettissundið. Grettir Ásmundarson synti árið 1030, þá 34 ára. Erlingur Pálsson synti 31. júlí árið 1927, þá 31 árs. Pétur Eiríksson synti 28. júdí árið 1936, tæpra 19 ára (f. 31. júlí). Haukur Einarsson synti 7. ágúst árið 1939, 30 ára. Eyjólfur Jónsson synti 13. júlí 1957, 32 ára. Eyjólfur synti aftur þ. 30. maí 1959, þá 34 ára. Axel Kvaran er sjötti maður- inn, sem synt hefur þessa vegar- lengd, 3. sept. 1961. 29 ára. Axel synti frá landi til Drangeyjar. Sú leið lá’ betur við. Eyjólfur synti Grettissund sitt öðru sinni þegar hann var 34 ára, af því þrennu: að Grett- ir var 34 ára er hann synti, og til að æfa sig í köldum maí-sjó, og loks til að vinna sundíþróttinni heiður og gagnsemi með reynslu sinni. Ég vil skjóta því hér inn, að Pétur Eiríksson verður 50 ára nú 31. júlí. Ég óska þeim ágæta dreng, vini mínum og afreks sundmanni, til hamingju. Ljómi afreksins. Afrek Erlings er sveipað skír- um ljóma, ljóma sem slær sann- leiksbirtu á gildi fornsögunnar um sund Grettis. Frægðarblys það sem Erlingur kveikti hefur lýst öðrum afreks-sundmönnum þá leið, sem Grettir og hann syntu. Ég veit, að kyndlar þess- ara manna lýsa um alla framtíð. Eitt sinn gerði ég þessa vísu til Erlings: Grettis hreysti gafstu rök, gæddur þoli, snilli. Liggja ykkar listatök lands og eyjar milli. Erlingi verður aldrei ofþakkað hans afrek. Meðan • íþrótt er dáð og afrek skráð skal Erlings Pálssonar minnzt. því að sögunnar blað mun sýna það, að sigur á störfum hans vinnst. Hér læt ég fylgja fréttina um sundið 1927, eins og hún kom í Morgunblaðinu 2. ágúst það ár, og frásögn af móttökunum í Reykjavík 5. ágúst er Eriingur og förunautar hans komu að norðari. Lárus Salómonsson. Endurrit af frétt í Morgunblað- inu 2. ágúst 1927: NÝTT GRETTISSUND Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn synti s.I. sunnudag frá Drangey til lands. Vegalengdin 7(4 km. — Tíminn 4 klst. 25 mín. Sjávarhitinn 11 stig. Sauðárkróki, FB. 1 ágúst. Eriingur sundkappi Pálsson svam í gær frá Drangey til lands á 4 klukkustundum og 2'5 mín. — Skemmsta vegalengd til lands er 6 km. 650 metrar, en sund- leiðin er töluvert lengri um sjö og hálf röst, sjávarhiti 11 stig. Sigurjón Pjetursson glímu- kappi, Ólafur Pálssön sundkenn- ari og undirritaður voru leið- sögumenn. Nánar um þessa miklu sundraun kemur í Iþrótta- blaðinu, sem allir landsmenn þurfa að lesa. Förum landveg suður. Vellíðan. íþróttakveðjur. Bennó. (Ég vil benda á að undirskirft- in (Bennó) var Benedikt G. Waage). Til þess að frjetta nánar af þessari sundraun, hringdi Morg- unbl. til Sauðárkróks í gær. Náði blaðið tali af Sigurjóni Pjeturs- syni verksmiðjustjóra, en hann var með í ferðinni. Frásögn Sigurjóns var á þessa leið: Erlingur lagði á stað frá suðurenda Drangeyjar kl. 5,37 síðdegis á sunnudag. Sjór og vindur var hagstæður nærri tvo þriðju hluta leiðarinnar; vindur af austri. En úr því versn- aði veðrið og sjór varð úfinn. Vindur af NV. — Straumur varð harður og sundið því mjög erfitt þriðjung leiðarinriar. En ferðin gekk þó mjög vel. Erlingur náði landi á Hrossa- víkurnefi, sem er innan við Reykjaá í Reykjalandi. Hafði hann þá verið 4 klukkustundir og 25 mínútur á leiðinni. Vegalengd sú er Erlingur synti er áætluð 714 km. Er það nál. 1 km. lengra en beinasta leiðin frá Drangey til lands. Erlingur synti „crawl“-sund alla leið; hvíldi sig aðeins eitt- hvað 6 sinnum á bringusundi, 1-2 mín. í hvert sinn. Þegar Erlingur steig á land var hann hinn hressasti, tók sjer bað í Reykjalaug og gekk síðan heim að Reykjum, borðaði þar pg leið ágætlega. Fengu þeir bestu viðtökur á Reykjum. — Þegar þeir höfðu snætt og hvílzt var lagt af stað á mótoribát til Sauðárkróks. Þangað var komið kl. tæplega 3 í fyrrinótt. Var Erlingur dálítið þjakaður er þangað kom, en leið vel. Sofnaði hann fljótt, og kl. 1 í gær, þegar Mbl. átti tal við Sigurjón, var Erlingur ekki vaknaður. Kil. 6V2 átti Mbl. enn tal við Sigurjón Pjetursson. Skýrði Sigurjón blaðinu frá því, að Er- lingur hefði hvílt sig í allan gær- dag, og sofið mestan hluta dags- ins. Hann hafði vott af hita í gærmorgun, en sá hiti var að mestu horfinn í gærkvöldi og Er- lingur hinn hressasti. Hann nærðist í gær eingöngu á soð- inni nýmjólk með sódavatni í, og vallhumalsvökva með mjólk. Mikill fögnuður var á Sauð- árkróki yfir sundþraut Erlings. — Fánar voru dregnir á stöng um allt kauptúnið. Sigurjón bjóst við að þeir félagar legðu á stað landveg suður seinnipartinn í dag. í fylgd með Erlingi í Drang- eyjarförinni voru þeir fjelagar hans hjeðan, Sigurjón, Ben G. Waage og Ólafur Pálsson; enn- fremur formenn tveir af Sauð- árkróki, Bjarni Jónsson og Lár- us Runólfsson, Sigurður Gísla- son vjelstjóri frá Eyrarbakka og tveir menn frá Reykjum. Á sunnudaginn skoðuðu þeir fjelagar Drangey, nema Erlingur. Hann hvíldi sig undir sundið. Var mælt fyrir minni Grettis gamla í hans gamla bústað á eynni, og ýmislegt fleira gert til skemmtunar. Morgunblaðið vill að lokum flytja Erlingi þakkir og heilla- óskir fyrir þetta glæsilega afrek hans, svo og þeim íþróttafrömuð- um, er með honum voru og styrktu hann til dáða. Útdráttur úr Morgunblaðinu 6. ágúst 1927: Sundkappinn Erlingur Pálsson kom heim í gær. íþróttamen og bæjarbúar fagna honum Kl. 4 síðd. í gær kom Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn heim úr hinni frægu Grettissunds-för sinni norður. Með honum voru fjelagar hans Sigurjón Pjeturs- son, Ben. G. Waage og ólafur Pálsson. Þeir fjelagar fóru land veg suður í Borgarnes, en kornu þaðan á mótorbáti. Þegar sást til terða mótor- bátsins fyrir utan eyjar, fór Valdimar Sveiribjörnsson, leik- fimiskennari, blaðamenn o. fl., út á hraðskreiðum skemmtibáti til þess að fagna komumönnum. Valdimar var sendur af íþrótta- fjelögum bæjarins og klæddur litklæðum. Mikil fagnaðarlæti gullu við, er bátarnir mættust utarlega í Engeyjarsundi. Er- lingur og f jelagar hans stigu síð- an um borð í skemmtibátinn, og var haldið í höfn og lagst að steinbryggjunni. Þegar þangað ÚTSALA HJÁ ANDRÉSI HERRADEILD UPPI (II. hæð). Karlmannaföt Stakir jakkar Stakar buxur HERRADEILD NIÐRI (I. hæð). Peysur verð frá kr. 385.— Nylonskyrtur verð frá kr. 95.— Straufríar bómullarskyrtur verð kr. 250.— Sundskýlur, verð kr. 75.— til 125.— Drengjaskyrtur verð frá kr. 75.— Auk margs annars á mjög hagstæðu verði. DÖMUDEILD: Kápur verð frá kr. 975.-— Dragtir verð frá kr. 800.— Kjólar verð frá kr. 695.— Pils verð frá kr. 350.— Blússur verð frá kr. 150.— Nylonsokkar frá kr. 20.— Stakir drengjajakkar frá kr. 500.— Gerið góð kaup á útsölunni. LAUCAVCCS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.