Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 19«7 BARNASKÓR ítWffWWWp^flSiBWiÖí^... ^ MEÐ IIMNLEGGI % %TEKIMIR LPP % A MANUDAG m Hvítir, drapp og brúnir. ' -. SKOHUSIÐ Hverfisgötu 82. Sími 11788. — Reykjavíkurbréf Framhald af bls. 17. varð að flýja land til þess að halda áfram baráttunni fyrir frelsi Noregs á erlendri grund. Óhætt er að fullyrða að aldrei hafd huigur og hjarta íslendinga staðið norsku þjóðinni eins nærri og á þeim miklu reynslutím- um. Þá var hverju norsku skipi, sem hér leita'ði hafnar innilega fagnað og hverjum Norðmanni heilsað hér á Islandi sem vini og bróður. Og trúlega hefur Snorri Sturluson verið norsku þjóðinni meira virði þá en nokkru sinni, fyrr eða síðar. Norrænt æsku- lýðsmót Arið 1967—68 er norrænt æskulýðsár. Markmið þess er að vekja ungt fólk á Norðurlöndum til umhugsunar um norrænt sam starf og efla tengslin milli æsku- fólks á Norðurlöndum. Stærsti viðburtSur þessa nor- ræna æskulýðsárs er æskulýðs- mót á íslandi, sem hefst nú næstu daga. Þá koma hingað til Reykjavíkur á fjórða hundrað æskumenn frá öllum Norðurlönd unum. Viðfangsefni þessa móts er fynst og freirist kynning á Islandi nútímans, stjórnmálum, atvinnuháttum, menningu og fé- lagislifi. Er tilgangurinn með því að tengja ísland traustari bönd- urn við hin Norðurlöndih, efla VlymouHi VALIANT 1967 BiFREIÐAKAUPENDUR! Það er ótrúlegt en satt — að við bjóðum vandlátum kaupendum hinn stórglæsilega og end- ingaigóða PLYMOUTH VALIANT V100 2ja dyra árgerð 1967 fyrir aðeins kr. 275.000.00 Notið þetta einstaka tækifæri og pantið yður sterkan og traustan 6 manna bíl fyrir álíka verð og venjulegir 5 manna bílar kosta. í ofangreindu verði er m.a. innifalíð: 1. Söluskattur 2. 6 cyl. 115 ha. vél 3. Miðstöð 4. Styrktur f jaðraútbúnaður 5. Alternator 6. Stærri dekk og felgur , 7. Tvöfalt hemlakerfi 8. Stoppað mælaborð 9. Bakkljós og rafmagnsrúðusprautur 10. Sjálfstillandi hemlar. Munið að VALIANT er rúmgóð 6 manna fjölskyldubifreið með stóru farangursrými. Akið á VALIANT í sumarleyfið og takið alla fjölskylduna með. í*"*Ý?«i, CHRYSLER-UMBÖÐIÐVÖI^ULL M Hringbraut 121, sími 10600 — Glerárgötu 26, Akureyri tengal unga fólksins og kynna því íslenzk málefni. Það er Æskulýðsráð Norræna félagsins, sem heldur þetta æsku lýðsmót og hefur veg og vanda af því. Islendingar fagna þessari fjölmennu heimsókn æskufólks frá hinum Nor'ðurlöndunum. Við þökkum þann áhuga, sem koma unga fólksins sýnir á íslandi og íslenzkum málefnum. Þessi heim sókn getur haft verulega þýð- ingu fyrir okkur Islendinga. Mik ill fjöldi forustumanna á hinum ýmsu sviðum félagsmála á Norð- urlöndum eru meðal æskufólks- ins, sem hingað kemur. Norræn samvinna hefur verið að eflast á fjölmörgum sviðum síðustu áratugi. Hún er orðin miklu raunhæfari og jákvæðari en hún áður var. Vitanlega verð- ur vart ýmiskonar hagsmunaá- greinings milli hinna norrænu þjóða. En það afsannar að sjálf- sög"ðu ekki gildi norrænnar sam- vinnu. Þvert á móti gerir það hana ennþá nauðsynlegri og þýð- ingarmeiri en ella. Það er því mesta fásinna þegar því heyrist haldið fram hér á landi að nor- ræn samvinna sé okkur einskis virði, vegna þess að frændþjóðir okkar láta ekki í öllu tafarlaust að okkar vilja og óskum. Sann- leikurinn er sá, að það er ein- mitt vegna stóraukinnar nor- rænnar samvinnu og þátttöku ís- lands í þeirri samvinnu, að ýms af okkar hjartans málum hafa gengið fram og verið leyst í gó'ðu samkomulagi við frændþjóðir okkar. Þannig mun þetta einnig verða í framtíðinni. Sá hagsmuna ágreiningur, sem enn er fyrir hendi á einstökum sviðum verð- ur leystur. Óhætt er að fullyrða að fyrir hendi sé einlægur og gagnkvæmur vilji þessara þjóða til þess að jafna öll sín ágrein- ingsmál í bróðerni og af fyllsta drengskap og sanngirni. De Gaulle og gönu- hlaup hans Framkoma De Gaulle Frakk- landsforseta undanfarnar vikur hefur vakið undrun um allan hinn frjálsa heim. Hinn aldni stiórnmálama'ður hefur notað flest tækifæri til þess að torvelda samstarf vestrænna þjóða. Hann hefur lýst yfir samstöðu við Nasser Egyptalandsforseta, sem skeleggast hefur gengið fram í að kynda elda ófriðar og erfið- leika í Austurlöndum nær. Hann hefur haft nána samvinnu við Sovétríkin um að æsa Araba- þjóðirnar upp til nýrra hertmdar- verka og ófriðar. De Gaulle hef- ur af fremsta megni beitt sér gegn inngöngu Breta í Efnahags bandalag Evrópu og jafnframt reynt að gera Bandaríkin tor- tryggileg og torvelda samvinnu þeirra við Evrópuþióðir. Nú síð- ast hefur Frakfelandsíorseti reynt að æsa franska minnihlutann í Kanada upp gegn stjórn lands- ins. Hafði það þær afleiðingar að forsetinn varð að hætta við háMnaða opinbera heimsókn sína til Kanada, án þess að hafa heim- sótt höfuðborg landsins. Allt hef- ur þetta vakiS andúð á de Gaulle, ekki a'ðeins víða um heim, heldur einnig í Frakklandi siálfu. T.d. virðist frönsk blöð vera sammiála u<m að fordæma framferði forsetans í Kanadaför hans. De Gaulle er mikilhæfur og merkur stjórnmálamaður, sem margt gagnlegt hefur unnið þjóð sinni. En svo virðist sem stór- veldisdraumar hans og mikil- mennskuórar hafi nú hlaupið ^ieð hann í alvarlegar gönur. t>^tta er vissulega ástæða til að barma. Frakkland hlýtur enn sem fyrr að gegna þýðingar- miklu hlutverki í samstarfi vest- rænna þjóða. En de Gaulle hefur með' atferli sínu undan farið lagt alvarlegar hindranir í veg beirrar þátttöku. Hann hefur ¦íkarjað Evrópu og Frakklandi s^álfu margvíslega erfiðleika, 'em haft geta örlagaríkar afleið- ingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.