Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967
21
Söguleg mynd: Grettissundmenn ásamt fyrsta Viðeyjarsundmanninum. Myndin er tekinn 18.
maí 1962 í hófi er stjórn Í.S.t. hélt að Hótel Borg, þegar síðasti Grettissundmaðurinn var
sæmdur afreksmerki Í.S.f. Þetta er eina myndin sem tekin var af sundmönnunum öllum sam-
an. Talið frá vinstri: Erlingur Pálsson Grettissund 1927; Pétur Eiríksson Grettissund 1936;
Haukur Einarsson frá Miðdal Grettissund 1939; Eyjólfur Jónsson Grettissund 1957 og 1959;
Axei Kvaran lögregluvarðstjóri Grettissund 1961 og Benedikt G. Waage forseti I.SÍ. er fyrstur
synti Viðeyjarsund 1914.
kom, var margt manna saman-
komið, til þess að fagna sund-
kappanum. — Frú Elísabet
Waage var þar með mikinn og
fagran blómvönd frá í. S. í., er
hún afhenti Erlingi. Að því
loknu stje Guðmundur Björns-
son landlæknir út úr mannfjöld-
anum og ávarpaði Erling með
ræðu þeirri er hjer birtist:
Erlingur Pálsson!
Allir íþróttamenn og íþrótta-
vinir hjer í bæ segja þig vel-
kominn heim úr þinni frækilegu
Norðurför.
Góðir hálsar! Um afrek Er-
lings er þetta að segja:
Hann lagði til sunds frá suður-
odda Drangeyjar kl. 5,37 síðd.,
sunnudaginn 31. júlí og tók land
á Hrossavíkurnefi innan við
Reykjaá, hafði verið 4 st. 25 mín.
á ileiðinni. Hann synti þol-skrið-
sund alla leið, en hvíldi sig eitt-
hvað 6 sinnum á bringusundi,
1-2 mín. í senn.
Sjór var kyrr og andaði hag-
stætt af austri tvo þriðjunga
leiðarinnar, en úr því hrepti
hann úfinn sjó_ og óhagstæðan
útnyrðing. — Átti hann þá og
að saekja móti sjávarstraumi og
sóttist sundið erfiðilega síðasta
þriðjung leiðarinnar.
Bein vegalengd úr Drangey
að lendingarstað Erlings er því
sem næst 7% röst (km.), en
stysta leið úr Drangey að
Reykjanesi er um 6% röst.
Sjávarhitinn var 11° C.
Þetta er afrek Erlings.
En þið öll, sem orð mín heyr-
ið, gáið vel að því: Ef við sím-
um út um heim það eitt að Er-
lingur Pálsson hafi synt 7%
röst, þá mun öðrum þjóð-um fátt
um finnast. Þess eru sem sje
dæmi, að menn hafa synt 60-70
rastir í einni lotu, hvíldarlaust.
En frægastar eru orðnar sund-
farirnar yfir Ermasund. Erma-
sund er margfalt breiðara en
Drangeyjarsund, það er um 33
rastir, þar sem mjóst er. Og þar
er oft úfinn sjór og erfiðir
straumar.
Hvað ferst okkur um að tala
þá Gretti Ásmundarson og Er-
ling Pálsson, þó að þeir hafi
synt yfir Drangeyjarsund, þeg-
ar við vitum að annara þjóða
menn hafa synt margfalt lengri
leiðir?
Þessu ætla ég að svara, og
svarið verðið þið að muna nær
sem þið talið við aðrar þjóðir
um Drangeyjarsund og Gretti
Ásmundarson og Erling Páls-
son.
Takið eftir: í Ermasundi er
sjávarhitinn yfir 20° um mið-
sumarskeið. En það vita þeir
einir, sem öllti hafa vanist, hví-
líkur feikna munur er á því, að
synda í hlýjum sjó eða svölum.
Jeg veit það, hefi reynt það;
sund var hftsta íþrótt mín á
æskuárum. — Allir íslenzkir
sundmenn vita vel að þrótturinn
þverrar margfalt fljótar í köldu
vatni en vönmu.
í Danmörku er sjávarhitinn oft
13-20° um mitt sumar. Og jeg
var að tala um Ermasund, sem
liggur allmiklu sunnar.
Hjer er sjórinn aldrei hlýr,
síst norðanlands. Þið munið
hvað jeg sagði, að sjávarhitinn
í Drangeyjarsundi var ekki
nema 11°.
Jeg er gamall sundmaður og
læknir og þið megið trúa mjer:
Það er fágætt afrek að synda
4yz stund í svo svölum sjó, að
sjávarhitinn nemur ekki nema
11°.
En ef þið trúið ekki á afrek
Erlings Pálssonar, þá bjóðið
heimsfrægum Ermasundsmönn-
um hingað heim. Jeg leyfi mjer
að efast um það, að margir
þeirra haldi út hál'fa fimmtu
stund í okkar svala sjó, þó þeir
hafi haldið út 14-20 stundir í
heitum sjó — kannske enginn,
líklega enginn. Mjer er nær að
halda að Erlingur okkar sje orð-
inn heimsmeistari á sundi í svöl-
um sjó.
Þá er annað: Hugsum okkur
8 rasta sund og andstreymi, það
mi'kið, að nemi að meðaltali
tveim röstum á stund, og sund-
mann er syndir þetta sund á 4
stundum — þá hefur hann synt
— ekki 8 heldur 16 rastir.
Mig grunar að Erlingur hafi
átt andstrítt, andstreymt, og
hafi sundleið hans í raun og veru
numið allmiklu meiru en 7%
röst — kannske allt að 10 röst-
um. Það veit jeg ekki.
En þetta vitum við um Gretti
Ásmundarson. Hann hafðizt við
í Drangey 4 síðustu ár æfi sinn-
ar, árin 1028-1001.
Nú bar svo við að eldur
slokknaði fyrir þeim bræðrum,
honum og Illuga, á einni nóttu.
Það var 1030. Þá tók Grettir það
til bragðs að leggjast til lands,
því ibát höfðu þeir engan. „Mik-
ið þýkir mjer það,“ sagði Ellugi.
Eigi mun jeg á sundi drukkna",
sagði Grettir.
Veður var gott. Hann fór að
áliðnum degi úr eyjunni, lagð-
ist inn fjörðinn, og var straum-
ur með honum, en kyrrt með
öllu. Hann sótti fast sundið og
kom inn til Reykjaness, þá er
sett var sólu. Hann gekk til bæj-
ar að Reykjum, og fór í laug
tun nóttina, og fór síðan í stofu.
Hann var móður mjög og sofn-
aði fast. Lá hann þar alt á dag
fram.
En er það frjettist að Grettir
hefði lagst viku sjávar, þótti
öllum frábær frækleikur hans.
Þá hafði Grettir fjóra um
þrítugt er þetta gerðist (Erling-
ur Pálsson hefir nú einn um
þrítugt.)
Síðan eru liðin nærfelt 900 ár.
éir. Og hjer stendur Erlingur
Grettismaki — annar maður
síðan land bygðist, sem lagst
hefur til lands úr Drangey.
Okkur þykir frábær frækn-
leikur þinn, góður drengur, og
við segjum þig velkominn heim
til okkar aftur.
Við segjum að þessi unga 20.
öld merki og marki upphaf
nýrra gullalda hjer á landi. Við
lítum á upprisu íþróttalífs for-
feðra vorra sem tímanna tákn.
Við heilsum þjer, Erlingur
Grettismaki, og bjóðum þig
margvelkominn hingað heim
aftur.
Fjórfalt „húrra“-hróp gall við,
er landlæknir hafði lokið ræðu
sinni. Þakkaði Erlingur ræðu
landlæknis með nokkrum orð.um.
Sagði hann, að það sem hefði
komið sjer til þess að reyna
þessa sundraun, hefði fyrst og
fremst verið það, að enn þann
dag í dag væru þeir menn til
hjer á landi, sem ekki tryðu því,
að Grettir hefði synt úr Drang-
ey til lands. Hann vildi sanna
þessum vantrúuðu mönnum að
frásögnin um sund Grettis væri
rjett. Þá óskaði hann þess, að
þetta sund sitt mætti verða til
þess að vekja áhuga meðal
íþróttamanna, styrkja þá til
nýrra dáða.
Var Erlingur síðan borinn á
„gullstól" upp steinbryggjuna.
Fífa auglýsir
Sumarútsalan er hafin 20—50% afsláttur. Meðal
annars telpnamjaðmabuxur, rúllukragapeysur,
peysujakkar, sól- og sundföt, kjólar á 1—6 ára.
Kápur, úlpur og molskinnsbuxur. Drengja tery-
lenebuxur, mjaðmabuxur, gallabuxur, skyrtu-
peysur, úlpur og molskinnsbuxur. Dömustretch-
buxur, blússur, peysur, sól- og sundföt. Herra-
skyrtur, peysur, skyrtupeysur og sundskýlur.
Verzlunin Fifa
Laugavegi 99. (Inngangur frá Snorrabraut).
Gróðurmold
mokuð ókeypis á bíla við Bjarmaland 10
í Fossvogi á mánudaginn 31. júlí og næstu
daga.
Luxor — Radionette
Luxor og Radionette sjónvarpstæki.
Nýjar sendingar.
Húsgagnaverzlunin Búslóð
við Nóatún. — Sími 18520.
ÞJÓÐHÁTÍÐIN
VESTMANNAEYJUM
Hópferðir á vegum ferðaskrifstofu okkar.
TIL VESTMANNAEYJA:
Miðvikudag 2. ágúst kl. 19.
Fimmtudag 3. ágúst kl. 17, 19, 21.
Föstudag 4. ágúst kl. 11, 15, 17, 19.
Laugardag 5. ágúst kl. 9, 11, 13, 15.
Fleiri ferðir ef þörf gerist.
FRÁ VESTMANNAEYJUM
Sunnudag 6. ágúst kl. 14, 16, 18, 20, 22.
Mánudag 7. ágúst kl. 9, 11, 13, 15, 17, 19,
21.
Fleiri ferðir ef þörf gerist.
Verð kr. 1060,00 tram og til baka
Innifalið í verði: Flug, keyrsla af flugvelli
og aðgöngumiði að þjóðhátíðinni. Far-
miðar seldir á ferðaskrifstofunni.
LAND5BN **
FERÐASKRIFSTOFA
Laugavegi 54. — Símar 22875 og 22890.