Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 31
V MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967 31 Litauðgi íslands er mikil Viðtal við Wane W. Parrish, flugmála- stjóra frá Bandaríkjunum og konu hans, yfirmann vegabréfaútg. Bandarikjanna H É R á landi voru fyrir skömmu allmerk bandarísk hjón, sem ferðuðust um land ið. Hann er stórútgefandi í Bandaríkjunum, eigandi American Aviation Publicaíi- ons, Wayne W. Parrish að nafni, en frúin er yfirmaður vegabréfaútgáfu Bandaríkj- anna og starfar undir ættar- nafni sínu, frú Frances G. Knight. Við hittum þau hjón að máli, þar rem þau bjuggu á Loftleiðahótelinu, skömmu áður en þau fóru af landi brott. — Ég er eini maðurinn í 1 heiminum, sem þarf að biðja konuna sína um vegabréf, ætli ég að ferðast utan lands míns þar eð kona min mun vera eina konan, sem hefur þann starfa að gefa út vegabréf — segir hr. Parrish og hlær. — Það eru 30 ár síðan ég stofnaði fyrirtæki mitt — held ur hann áfram. Fyrirtækið gefur nú út 14 blöð og tíma- rit og fjalla þau öll um flug, geimrannsóknir eða hermál. Við fyrirtækið starfa um 170 sérhæfðir menn og einn rit- stjóra minna átti 30 ára starfs afmæli við fyrirtækið á 30 ára afmæli þess. Blöðin heita ýmsum nöfn- um. Hið þekktasta er ef til vill American Aviation Maga zine. Einnig má nefna Aviati- on Daily, Airo-Space Techno logy eða Armed Forces Man- agement. Við blöðin, sem fyrirtækið gefur út starfa alls 40 ritstjórar. Ég hef komið til íslands ef svo mætti að orði komast einu sinni áður. Þá hafði ég við- komu í Keflavík á leið minni til Evrópu. Hins vegar hef ég átt boð frá Agnari Koefod Hansen, flugmálastjóra, síðast liðin 15 ár um að koma til landsins, en af því hefur ekki Tyrkland: Tunceli, 28. júlí — NTB BJÖRGUNARMENN með herlið sér til aðstoðar, sóttu í dag áfram til afskekktra fjallaþorpa í Austur Tyrklandi með lyf og matvæli handa fórnarlömbum Útíör Luthulis gerð ú morgun Groutville, S-Afríku, 29. júlí, AP. t A morgun, sunnudag, verður gerð útför blökkumannaleiðtog- ans Alberts Luthulis í Suður- Afríku, en hann lézt af slysför- um sl. föstudag. f gær var kista hins látna flutt í kirkju nærri heimili hans og skyldi hún standa þar opin í sólarhring, svo að vinir og velunnarár mættu kveðja hinn látna. Eftir athöfn í kirkjunni á morgun verður Luthuli lagður tál hinztu hvíldar undir stóru tré á hæð bak við kirkjuna. Þar sér yfir dalinn, þar sem hann lifði síðustu æviárin. Út fyrir þennan dal mátti hann ekki fara, samkvæmt skipun suður- afrískra yfirvalda. orðið fyrr en nú. Við hjónin höfum ferðazt um landið og notið fegurðar þess. Mest höf um við farið flijúgandi og ég held að óhætt sé að taka und- ir það sem .■-.agt hefur verið Wayne W. Parrish um íslendinga, að þeir séu mesta flugþjóð heims. — Jú, ég hef ferðazt mik- ið. Ég á nú að baki 90 ferðir yfir Atlantshaf, allt frá ár- inu 1944, að ég fór fyrst til Evrópu. Þá þurfti ég að fara miklar krókaleiðir um Ber- muda, Lissabon og síðan til London. Ferðin var dæmigerð ferð á stríðstímum, en nú er öldin önnur. Ég á nú að baki jarðskjálftans, sem þar gekk yf ir á miðvikudagskvöld, Opinberar fregnir herma að 112 manns hafi farizt’ í jarð- skjálftanum, að því er vitað sé nú og 13 til viðbótar hafi beðið bana í flóðum á Svartahafs- strönd, sem komu í kjölfar mik- illa rigninga þar um slóðir og færðu í kaf þrjú þorp. Vitað er sumum þorpunum stendur ekki steinn yfir steini. Um 200 manns hafa slasazt illa. Björgunarmönnum sækist seint ferðin um fjallahéruðin þvi að jarðskjá-lftinn olli tjóni í 100 Sendiráð Tékkóslóvakíu sætir aðkastí. Prag, 28. júlí, NTB — Rauðir varðliðar héldu uppi mótmæla- aðgerðum úti fyrir sendiráði Tékkóslóvakíu í Peking í dag og andmæltu þar „endurskoðun- arstefnu“ Tékkóslóvakíu, að því er sagði í fregnum þeim er bár- ust um aðgerðirnar til Prag. Hrópuðu varðliðarnir and-sov- ézk og and-tékknesk vígorð á kínversku og tékknesku í hálfa klukkustund. 2 milljónir flugmílna víðs- vegar um heim. Frú Knight sagði okkur að henni litist mjög vel á ísland sem ferðamannaland. I aug- lýsingum ættu íslendingar að leggja meira upp úr litbrigð- um landsins. — Litbrigðin eru svo mikil að undrun sætir — sagði frú Knight. Það er sama hve oft komið er á sama staðinn, hann skartar ávallt öðrum lit um. Litrirnir eru djúpir jafnt í fjöllum sem blómum og þeir munu áreiðanlega draga ferðamenn til landsins. Jafn- vel hraunið á sín litbrígði ög mosinn. Fæstir myndu trúa því, fyrr en þeir hafa séð það sjálfir og þá er það Surts ey — hún er einsdæmi í jarð- sögunni. íslendingum hlýtur að líða líkt og foreldrum, sem eignast hafa barn. Við snúum okkur nú að starfi frú Knight, og spyrj- um hana um vegabréfsút- gáfu Bandaríkjanna. — Við gefum út eina millj- ón og sexhundruð þúsund vegabréf ár hvert. — Við segirðu — skýtur hr. Parrish inn í — þú mein- arðu. — Aðalskrifstofan er i Washington — heldur frú Knight áfram — en víðsvegar um ríkin eru skrifstofur, sem einnig gefa út vegabréf. Eru þær undir stjórninni í Washington. Starfsliðið við vegabréfaútgáfuna eru alls 63'0 manns. Annaríkast-i dag- urinn hjá okkur nú í ár var 23. maí, þá gáfum við út 12600 vegabréf. Þá erum við Bandaríkja- menn ákaflega stoltir af vega bréfamyndum okkar. Þær eru í litum og fó'lk á að brosa á þeim. Áður fyrr og meðal annarra þjóða eru allir svo grafalvarlegir, að engu er lík- ara en um glæpamenn, sé að ræða, en við viljum hafa fólk broshýrt og vinalegt — sagði frú Knight að lokum. bæjum og þorpum og jafnaði við jörðu 1000 hús, svo að 1 víða eru skriður á þeim fáu veg- um sem þar eru og mestan hlúta leiðar sinnar verða þeir að fara á hestbaki. Sums stað-ar hafa þyrlur líka verið notaðar til þess að koma lyfjum og matvælum til einangraðra þorpa. iirag fil Rúmeníu Kaupmannahöfn, 28. júlí. NTB. Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Danmerkur, fer í opinbera heimsókn til Rúmeníu síðari hluta ágústmánaðar nk., að því er danska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag. Skortur á faglærðu fólkf í Rhodesíu Salisbury, 28. júlí. AP. UpplýsingamálaráSherra Rho- desíu, Jack Howman, skoraði í gær á hvíta menn í Rhodesíu að hvetja vini og vandamenn sína í öðrum löndum til þess að flytjast til Rhodesíu. Sagði hann, að Rhodesía þarfnaðist faglærðra manna, m.enntamanna, tækni- manna og manna, sem hefðu fé til fjárfesíingar. Eftir að stjórn Rhodesíu lýsti einhliða yfir stjálfstæði árið 1965, fóru margir faglærðir menn og fjársterkir úr landi vegna þess, að efnahagur landsins stóð þá um hríð höllum fæti. Nú hef- ur hann aftur rétt við og verður hvarvetna vart skorts slíkra manna. Sérstaklega er tilfinnan- legur skortur á fagmönnum í byggingariðnaðinum, sagði How- man. — Verður að setja Frh. af bls. 32 IJón sagði, að full ás-tæða virt- ist vera til að gera þegar ráð- sta-fanir til að koma í v-eg fyrir að óhreinin-di kæmus-t í va-tnið. Hætta væri á að það mengaðist af ma-nnavöld'um, sérstaklega stafaði hætta af irmferð með oliu. Voði væri fyrár dyrum, ef olía rynni niður í ja-rðveginn á fyrr- nefndum svæðum, t.d. úr olíu- bílum. Það myndi gera vatnið óhæft til drykkjar, mánuðum og jafnvel árum samian, ef olía kæ-m ist í vatnið að einhverju ráði. Jón sagði, a-ð svo kynni að fara að setj.a þyrfti klór í vatnið til að gena það drykkjarhæift yrðu ekki gerðar ráðistafnir í tím-a til a-ð hindra mengun þess. Vatnið hefði lengi verið eitt aðalstolt Reykvíkinga og þeim brygði í brún, ef setja þyrfti í það klór. „Hér er um svo alvairl-egt mál að ræða, að því verður að veita fulla athygli og taka föstum tök- um“, sagði Jón. Hann bætti þvi við, að Sam- vinnun-efnd um skiip-ulagsmál myndi fjalla um málið áfra-m og þega-r væri búið a-ð auglýisa eftir manni til að hafa eftirli-t með vatnsiból-unum og svæðunum um hverfis þau. New York, 27. júlí. AP-NTB. EIGINKONA Moise Tshombe fór þess á leit við Sameinuðu þjóð- irnar í dag, að samtökin skip- uðu Alsírstjórn að sleppa Tshombe úr haldi í stað þess að framselja hann yfirvöldunum í Kongó, þar sem hann hefur ver- ið dæmdur til dauða. Jafnframt hefur brezka stjórn- in farið þess á leit við SÞ að samtökin beiti áhrifum sínum t-il þess að tveir brezkir f-lugmenn, sem stjórnuðu flugvél Tshom-bes, verði þegar í stað látnir lausix. Aætlunorblll útoí í Hnínorfirði EINN af áætlunarbílum Land- leiða fór fram af metra hárri vegarbrún við Suðurgötu í Hafn arfirði í gærmorgun, splundraði iitlum sltúr, sem var í vatns- hani og einhverjar rafmagnstöfl ur, með þeim afleiðingum að vatns- og rafmagnslaust var á svæðinu í nokkra stund. Ökumáðurinn segist hafa ver ið að taka krappa beygju og stýrið þá festst. Hafi hann þá stigið á hemlana en þeir ekki virkaði og skipti þá engum tog- um að bíllinn þaut út af brún- inni og niður í garð. Engir far- ir farþegar voru í bílnum og ökumaðurinn slapp svo til ó- meiddur. Norræn íþrótto- hútíð í Lougor- dulshöll ÆSKULÝÐSRÁÐ Norrænu fé- laganna efnir til skemmtunar 1 Laugardalshöllinni miðvikudag- inn 2. ágúst kl. 8,30 e. h. Þar munu fara fram leikfimi- sýningar kvennaflokka frá Sví- þjóð og Danmörku, og karla- flokks frá Danmörku. Einnig. kemur fram flokkur glímumanna og sýndir verða þjóðdansar. Á milli sýningaratriðanna leikur hljómsveit létt lög. Skemmtun þessi er þáttur í Norræna æskulýðsmótinu, sem haldi’ð verður í Reykjavík 1.— 8. ágúst og er allt ungt fólk sérstaklega hvatt til þess að koma, sjá og kynnast jafnöldr- um sínum frá hinurn Norður- löndunum. - FORSETINN Frh. af bls. 32 og 1-eit vel út. í kvöld heldur Bowles, fylkistjóri og frú, forset- anum veizlu í forsetabústaðnum, en í því gamla húsi, sem stend- ur við hlið þinghússins, búa for- setinn og utamríkisráðherrann meðan á h-eimsókninni stendur. Síðdegis á laugardag opnar for- setin-n deiild Guttorms Guttorms sonar, en ætingjar hans gáfu bókasafni Manitobaháskóla 800 bin-da safn a-f íslenzkum og ensk- um bókum og afhenda það opin- berlega í dag. Efnir háskólinn til hádegisverðar að því til-efni. Þar sér forsetinn dýfingar á Panam- games og á sunnudag og mámu- da-g verður hann í ísla-ndsbyggð- um við Winnipegvatn, þar sem íslendiingadagurinn verður hald- inn á mánudag. Búizt er við, að þangað streymi þúsundir íslend- inga. Þá má geta þess, að samkvæmt fréttum frá AP-fréttastofunni var forseta íslands mætt með mikilli viðhöfn á flugvellinum er hann kom til Winnipeg og var hleypt af 21 fallbyssuskoti hon- um -til heiðurs. Þessi mynd er tekin nú fyrir skemmstu, þar sem unnið er að því að gera tilraun með nýtt slitlag á kafla af veginum austur um Svínahraun. — (Ljósm.: Ottó Eyfjörð.) Enn óvíst um mann- tjón í jarðskjálftanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.