Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 8
rt 8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÖLl 1967 OLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Kvikmyndir ■ sjónvarpi FRÁ I>VÍ sjónvarp fyrst hófst, íhafa verið sýndar þar kvikmynd- ir. Svo mikið þarf til að fylla allan sólarhringinn, að alltaf hef- ur verið þðrf fyrir kvikmyndir til að fylla upp í eyður. í Bandaríkjunum var byrjað á því að sýna gamlar myndir frá Evrópu, þar sem ameríski kvik- myndaiðnaðurinn fékkst ekki til að selja sínar til sjónvarpsins. Neitað var að selja myndirnar á þeim forsendum, að ástæðulaust væri að hjálpa sjónvarpinu til að Á efstu myndinni sjáum við breiðtjaldsfilmn, eins og hún lítur út nm venjulega linsu. Á neðri myndunum þremur sést sena úr „The Man fram Laramie, með James Stewart. Þar sést vel hvemig velja verður mikilvægustu atriðin af breiðtjaldinu. Enskir og þýzkir skór koma í búðina á þriðjudag og miðvikudag. Fallegir litir, faliegar gerðir. SKOVAL Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara. Þýzkir karlmannaskór teknir upp í fyrramálið. Fallegt og fjölbreytt úrval Verðið mjög hagstætt. SKOVAL Austurstræti 18, Eymundssonarkjallara. drepa kvikmyndaiðnaðinn, með því að láta því í té efni. í fyrstu voru kvikmyndir aðal- lega sýndar á kvöldin og á nótt- umni. Voru þær oft ótrúlega lé- legar, enda nutu þær takmark- aðra vinsælda. >ó voru góðar myndir innanum, en í miklum minnihluta. Upp úr 1950 fóru kvikmynda- framleiðendur að skilja að hægt væri að lifa með sjónvarpinu og fóru að láta því í té kvikmyndir. Var byrjað þar sem talmyndir hófust og komst þá margt fyrir augu almennings, sem eins hefði mátt vera gleymt. Ekki gekk þetta þó hraðar en svo, að árið 1961 voru flestar kvikmyndir, sem sýndnr voru í bandarísku sjónvarpi, gerðar í stríðinu eða fyrr. Sú nýjasta var ellefu ára gömul, eða gerð 1950. Nú er að verða mikil breyting á þessu. Sjónvarpið kaupir æ nýrri myndir og greiðir þá einnig hærra verð, en í stað þess eru þaer sýndar á betri tíma, gjarnan kl. 9. Á komandi vetri verða sýndar kvikmyndir allt niður í eins árs gamlar. Meðal mynda, sem Bandarísk- ir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá á komarvdj vetri eru þessar: Tom Jones, The world of Henry Ori- ent, The Yellow Rolls Royce, How to murder Your Wife, The Pink Panther, The Collector, The Best Man, Tapikapi, A Shot in the Dark, A Hard Day’s Night, Hud og Ship of Fools. Margar af þessum myndum hótfa verið sýndar hér og eru all góðar. Þetta hlýtur að Ieiða til þess að enn aukist samkeppnin við kvikmyndahúsin, sem hafa verið að ná sér nokkur á strik að undanförnu. >á hefur Universal kvikmynda félagið gengið enn lengra. >eir hafa hafið framleiðslu á seríu af kvikmyndum, sem eru gerðar með sjónvarpið fyrst og fremst í huga. >essar myndir hafa verið frumsýndar í sjónvarpi og síð- an sendar út til kvikmyndahús- anna. >essi tilraun hefur gefizt að því leyti vel, að hún hefur borið sig, en er að flestu öðru leyti umdeild. Sumir telja að þessar kvikmyndir hafi verið of lélegar, til þess að framhald geti orðið á þessari framleiðslu. Aðr- ir segja að þær séu ekki góðai, en þó skárri en flest almennt sjónvarpsefni, og enn, aðrir telja þetta ágætar myndir. Myndir þessar hafa allar kost- að um eina milljón dollara í framleiðslu. >að er einmitt sú tala, sem yfirleitt hefur kostað að framleiða svokallaðar ,,B mynd- ir“, sem við höfum séð blessunar- lega lítið af í seinni tíð. Hefur miklu minna varið framleitt af þeim, þar sem reynslan hefur sýnt, að bjóða verður betri hluti, til að keppa við sjónvarpið. >að væri kaldhæðni örlaganna, ef sjónvarpið yrði svo til að endur- vekja þær. Eitt er það enn, sem bendir til að hlutverk kvikmynda eigi enn eftir að vaxa í sjónvarpinu. >að er sú staðreynd, að stöðugi vaxa vinsældir lengri dagskrárliða. >að var þannig fyrir tíu árum, í Bandaríkjunum, að meginhluti alls efnis í sjónvarpi var í hálf- tíma þáttum. >etta breytist nú ört og fjölgar þáttum, sem eru klukkutími og allt upp í 90 mín- útur. Ekki er þó ástæða til að skilja orð mín svo, að ég telji að sjón- varpið muni útrýma kvikmynda- húsunum í núverandi mynd. Með al þess sem veldur ,eru tæknileg ahriði, sem ekki er auðvelt að leysa í sjónvarpi. Einn stærsti erfiðleikiinn við að sýna stórmyndir, eins og til dæm is Boðorðin tíu, Ben Hur, og all- ar aðrar, sem eru teknar í Pana- vision. Cinemascope, eða hlið- stæðum aðferðum, er lögun og stærð myndarinnar. Stærðarhlut- föll sjónvarpsskerms eru þrír á AIMYSISAR SIMI SS>4>8Q hæð og f jórir á rbeidd. En stærð og lögun kvikmyndar fer eftir því hvenær hún var gerð, hvar hún var gerð og svo eftir duttl- ungum mannsins ,sem bjó hana tiL í kviikmynidahúsi þarf ekki annað en að draga tjaldið mis- munandi langt frá, eftir því hvað breitt tjald þarf, en málið er ekki svona einfalt með sjónvarp- «5. Breiðtjaldamyndir er oft not- að, sem safnheiti fyrir myndir sem gerðar eru í Cinemascope, eða Panavision. >essar myndir eru í samþjöppuðu formi, þannig að ef þær eru sýndar í gegn um venjulegar linsur, er allt á mynd inni teygt upp við, eins og sést á minnstu myndinni. Með réttum linsum teygja þær úr sér á þver- veginn um að minnsta kosti helm ing. Vandamál sjónvarpsins er það, að ekki er hægt að nota sam- þjöppuðu myndina, og að ekki næst nema hluti af breiðtjalds- myndinini inn á skerminn. Eins og fyrr segir eru stærðarhlutföll sjónvarpsskerms þrír á móti fjór- um, en breiðtjaldsmyndir þrír á hæð á móti rúmlega sjö. >ar við bætist að skermurinn er boga- dreginn á alla kanta og næst því ekki inn á hann nema rúmur þriðjungur af breiðtjaldinu. Áður en breiðtjaldsmynd er sýnd í sjónvarpi þar því að fara yfir flmuna ramma fyrir ramma og ákveða hvaða hluta myndirn- ar á að sýna og hverju á að sleppa. Síðan er tekiin ný mynd, af þeim hlutum ,sem sýna skal og venjulega er hún svo færð yf- ir á myndsegulband, að minnsta kosti hjá stærri stöðvum. Venjulega eru það starfsmenn sjónvarpsins, sem velja hvernig sýnt er úr breiðtjaldsmyndum. >ess eru þó dæmi að leikstjóri eða framleiðandi kvikmyndar hafi þarna hönd í bagga. T. d. var Ralph Nelson, sem vann Oscar verðlaun fyrir Lilies of the Field, fengitnn til að stjórna endurtöku á myndinni fyrir sjón- varp. ' í Bandaríkjunum eru þrjú sjón varpskerfi, sem ná yfir landið allt, auk smærri stöðva. Á þess- um kerfum eru nú sýndar sex kvikmyndir á viku, á bezta tíma kvöldsins, venjulega milli níu og ellefu. >etta eru nokkru fleiri kvikmyndir, en framleiðslan nem ur á nýjum myndum, þannig að ekki getur orðið endalaus aukin- ing í þessa átt. Á útsölunni Terylenebuxur herra kr. 695.— Terylenebuxur fyrir drengi frá kr. 450.—, herrablússur kr. 595.— herrapeysur frá kr. 250.—, rúllukragapeysur frá kr. 250.— Anorkara frá kr. 220.— nylonúlpur barna frá kr. 375.— og margt fleira. Sérlega hagstætt verð. SIGGABÚÐ, Skólavörðustíg 20. SOKKARNÍR sem sameina alla góða kosti með langri endingu, hóflegu verði og nýjustu tízku- litum. . ' i ■ f+' - * ♦ Hri::i30 *-§»**»« * .... ISABELLA—REGINA SOKKAR eru búnir til úr nýrri gerð af vandaðasta Perlonþræði, er sameinar mýkt og fegurð með óvenjulega langri endingu. Beztu sokkakaupin á markaðnum. Verð kr. 34.00. — Fást í næstu búð. Heildsala: Þórður Sveinsson & Co. Hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.