Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967 17 „Nú er hún Snorra búð stekkur44 Mikinn og merkilegan fróðleik getur að líta í riti Matthíasar Þórðarsonar, þjóðminjavarðar um Þingvöll, alþingisstaðinn forna. Ber þá ekki sízt að nefna íheimilidakönnun hants og niður- stöður um hinar fornu þingbúð- ir. Hinn merki fræðima'ður hefur kannað og dregið fram í dags- ljósið eldri og yngri heimildir um staðsetningu búðanna. Á grundiveRi athugana hans á forn- um heímildum og kenningum ýmissa fræðimanna hefur svo verið dregin upp mynd af hinni fornu búðaskipan, sem veitir ó- metanlegar leiðbeiningar um þennán þátt í sögu þingstaðar- ins við öxará. Matthías Þórðarson minnist á þá staðhæfingu, að Snorrabúð, sem talin er liggja rétt við Lög- berg, hafi verfð notuð sem stekk- ur eftir að þinghald hafði verið lagt niður á Þingvöllum. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að þetta sé mjög ólíklegt og leiðir að því rök. Kemst Matthías Þórðarson m.a. að orði um þetta á þessa leið: „En hvað því viðvíkur, að Snorrabúð hafi verið höfð fyrir stekk eftir að Alþingishaldið lagðist niður, eða „síðast" (Sig- urður Guðmundsson) „seinast" eða um 1830 (Sigurður Vigfús- son), þá er það líklega nokkuð hæpið. — Raunar segir Jónas Hallgrímsson í kvæðinu „ísland", sem prentað var í Fjölni 1. ár- gangi 1835: „Nú er hún Snorrabúð stekk- ur“. Á þeim orðum munu þeir Sigurðarnir hafa byggt ummæli tsín. Útlit tóftanna nr. 8—9 er þannig, að eðlilegt var að menn álitu þær vera stekkjarrúst, og Jónas hefur því vel getað kom- ist þannig að orði, þótt búðar- tóftirnar hafi ekki verið notaðar fyrir stekk einmitt á þeim tíma, er hann orti kvæðið. En um- mælin um, að þær hafi verið hafðar fyrir stekk, kunna að hafa myndast vegna þess, að þær líktuist stekkjarrúst. Harla ólíklegt Hins vegar er það ekki alls kostar líklegt a'ð Snorrabúð hafi REYKJAVÍKURBRÉF í rauninni nokkru sinni verið höfð fyrir stekk. Hún er ekki, og hefur varla verið um 1830 í Þing vallalandi, heldur Brúsastaða, því að öxará ræður mörkum, en ekki Almannagjá, enda var Þing- vallastekkur uppi í Stekkjargjá svonefndri, sem er fyrir norðcm efri fossinn (Öxaráfoss), og þar hefur hann víst verið oftastnær alla síðustu öld. En harla ólík- legt mun flestum kunnugum þykja það, að nokkur ábúandi á Brúsastöðum hafi farið að taka upp á því, að hafa stekk sinn svo langan veg frá bænum, sem frá Brúsastöðum niður í Almanna- gjá. — Brúsasta'ðastekkur er nokkru fyrir norðan bæinn þar, vestan til við Öxará, og ætla menn að þar hafi hann verið lengi, enda er þangað hæfilegur stekkjarvegur frá bænum. Allir, sem ritað hafa um al- þingisstaðinn og getið urn þessa búð, Snorrabúð, geta heitið nolkikiurn veginn á sama miáli um það, að hiún standi einmiitt þar, er „búð Snorra goða“ (sbr. Njáls- sögu) var forðum, og að hún sé kennd við hann, enda getur það komið heim vi'ð frásögn Njáls- sögu, þar sem þessarar búðar er getið nokkrum sinnum". Þetta voru ummæli Matthíasar Þórðarsonar. f framhaldi af þessum hug- leiðingum um hinar fomu búðir og staðsetningu þeirra er ástæða til þess að ítreka þá tillögu, sem ýmsir hafa sett fram, hvort ekki færi vel á því að hlaða upp ein- Laugardagur 29. júlí hverja hinna fomu búða í sam- ræmi við þær hugmyndir og upp lýsingar, sem fyrir liggja um gerð þeirra. Þetta væri hægt að gera, ef vel og hóflega væri á haldið, ðn þess að raska söguleg- um minjum e'ða trufla í nokkru svip hins fornhelga staðar. En með því að byggja upp eina slíka forna þingbúð, væri hægt að leiða fram í dagsljós nútíðar og framtíðar áþreifanlegri og gleggri mynd úr lifi og starfi á Þingvelli en áður hefur verið kostur á. Það ætti að minnsta kosti ekki að geta spillt neinu þótt menn velti þessari ihug- mynd fyrir sér og kæmu henni í framkvæmd ef samkomulag yrði um. Verzlunarfrelsi og þjóðarhagur Þegar íslenzkir verzlunarmenn halda sína árlegu hátíð um næstu helgi er rík ástæða til að minnaist þess að aðstaða verzlunarinnar og hagur þjóð- arinnar hafa á öllum tímum ver- ið nátengdir. Þegar verzlunin var ófrjáls og reirð í viðjar ein- okunar og hafta, bjuggu fslend- ingar við sult og seyru. Þegar verzlunin var gefin frjáls, tók þjóðin að rétta úr kútnum. Framfarir og uppbygging hófst Á ýmsu hefur gengið um að'- stöðu verzlunarinnar hér á landi, jafnvel á síðari áratugum. Gjald- eyrisskortur og haftaskipulag hafa oft og einatt þjarmað að verzluninni, en jafnframt skapað almenningi margvíslega erfið- leika. Eitt af mikilvægustu afrekum núverandi stjórnar er tvímæla- laust það, áð henni tókst strax á fyrstu starfsáruim sínum að skapa það jafnvægi í efnahags- lífinu, sem tryggði frjálsari og eðlilegri verzlunarhætti. Hinn 1. júní 1960 voru 60% innflutnings til landsins gefin frjáflis, það er frílistinn var færður upp í 60% innflutnings. Síðan hefur inn- flutningsfrelsi verið aukið stöð- ugt, þannig að nú eru um 86,4% innflutnings alfrjáls. Meginhluti þess innflutnings, sem ekki er frjáls er þó einungis háður leyf- um til að tryggja viðskipti við nokkur Austur-Evrópulönd vegna útflutningshagsmuna okk- ar, en leyfi til innflutnings frá þeim eru auðfengin og mikið af þeim innflutningi eru vörur, sem ekki skiptir neinu máli hvaðan eru keyptar. Verzlunarfrelsi það, sem við- reisnarstjórnin kom á, hefur haft í för með sér margvíslegt hagræði fyrir allan almenning í landinu. Allar búðir, bæði einka- verzlunar og félagsverzlunar hafa undanfarin ár verið fullar af vörum. Valfrelsi fólksins er þannig meira en oftast áður í verzluninni. Hinar hvimleiðu bið raðir haftaskipulagsins eru fyrir löngu horfnar. Ofurvald nefnda og ráða er þorri'ð, svartamark- aðsbrask er úr sögunni. Hin frjálsa verzlun og jafn- vægi í efnahagslífinu hafa jafn- framt átt mestan þátt í að byggja upp bjargræðisvegi landsmanna og gera þá fjölbreyttari og arð- gæfari. Útvegsmenn og sjómenn hafa getað flutt inn skip og vél- ar að eigin geðþótta. Af því hef- ur leitt stórfellda framleiðslu- aukningu, sem síðan hefur haft í för með sér miklar lífskjarabæt- ur í landinu. Bændur hafa getað aflað sér hvers konar landbún- aðartækja til ræktunar og bú- starfa án þess að knékrjúpa nefndum og rá'ðum í Reykjavík. Bifreiðaeign þjóðarinnar hefur stóraukizt og samgöngur batnaö á fjölmarga lund. Allt þetta og ótal margt fleira er ávöxtur frjálsari verzlunar og viðskiptahátta, sem fylgdi í kjöl- far þeirrar jafnvægisstefnu, sem ríkisstjórnin markaði þegar í upphafi. F ramsókn og g jald- eyrisvarasjóður- inn En til þess að tryggja áfram- haldandi frjálsa verzlun og heil- brigða viðskiptahætti verða aðal- bjargræðisvegir þjóðarinnar að vera reknir á heilbrigðum grund velli. Mikil framleiðsla og gjald- eyrissköpun er frumskilyrði þess, að frjálsræ'ði ríki í verzlun og viðskiptum. Mikill og stöðug- ur innflutningur hvers konar nauðsynja hlýtur alltaf að byggj- ast á þróttmikilli framleiðslu- starfsemi og útflutningsverzlun. Um síðustu áramót nam gjald- eyrisvarasjóður íslendinga tæp- um 2 milljörðum króna. Síðan hafa ýmsir erfiðleikar steðjað að útflutningsframleiðslunni, fyrst og framt af völdum verðfalls á íslenzkum sjávarafurðum. Afla- brög'ð hafa einnig verið lélegri það sem af er þessu ári en und- anfarin ár. Engum dylst að það er gjaideyrisvarasjóðurinn, sem á ríkastan þátt í að koma í veg fyrir erfiðleika í innflutnings- verzluninni, þegar útflutnings- framleiðslan dregst um skeið saman. Þess vegna er það mjög þýðingarmikið að þjóðin eigi á hverjum tíma nokkurn varasjóð, sem hægt sé að nota til þess að mæta með árstíðarbúndnum sveiflum í framleiðslu og útflutn- ingi. Ef til vill sýnir það betur en nckikuð ann'að ábyrgðairlieyisi og al'gera henitistefnu Fraimisóknar- manna, að þeir hafa lagt til að gjaldeyrisvarasjóðinum yrði eytt í einu vetfangi og síðan látið sbeika að sköpuðu um framitíðina. Framsóknarmönnum er að sjálf- sögðu ósárt um það þótt gripii* yrði að nýju til haftaskipulag» og gjaldeyrisskömmtunar. Þa'ð er einmitt það, sem þeir hafa viljað til þess að tryggja pólitískt vald sitt yfir verzluninni og viðskipt um fólksins. Heimsólm Harald- ar ríkisarfa Norð- maima Haraldur ríkisarfi Norðmanna kemur hingað til íslands í opin- bera heimsókn þann 10. ágúst, og dvelur hér í nokkra daga. ís- lenzka þjóðin mun fagna honum af heilum hug. Faðir hans Ólaf- ur Noregskonungur hefur komið til íslands, bæði sem krónprins og sem þjóðhöfðingi Norðmanna. Er íslendingum ekki sízt hug- stæð heimsókn hans, er hann kom hingað til að afhiúpa styttu Snorra Sturlusonar í Reykholti. Mun Haraldur ríkisarfi einnig heimsækj.a Reykíholt, og heiðra þar me'ð minningu hins mikla sagnritara og skáldjöfurs, sem um allar aldir mun skipa önd- vegi á norrænu skáldaþingi. Tengsl íslendinga og Norð- manna eru sterk og náin að fornu og nýju. 1 norskum fjörð- um og dölum stóð vagga íslenzks þjóðernis. Norðmenn eru því í senn forfeður okkar og nánustu frændur. Saga þessara náskyldu þjóða er samofin og samslungin. Islenzka þjóðin vill sem nán- asta og fjölþættasta samvinnu við frændþjóðina í Noregi. Þess vegna er okkur í senn sómi og fögnuður að heimsókn Haralds ríkisarfa, sum er glæsilegur og mikilhæfur fulltrúi þjóðar sinn- ar, og þá ekki hvað sízt norskrar æáku. Hanaldur hárfagri, Noregs konungur, var einvaldskonungur, sem ríkti með har'ðri hendi yfir Noregi. En hann átti ríkastan þátt í að sameina landið, en ein- mitt sú barátta hans varð til þess að margir stórlátir höfðingi- ar stukku úr landi og sigldu um sollinn sæ til íslands, Og stofn- uðu þar hið forna þjóðveldi. Sameining Noregs og landnám íslands eiga þannig sameiginleg- ar rætur. Lýðræðislegasta konungsdæmið Konungsvaldið í Noregi í dag byggist ekki á einræði og ein- veldi. Það er þvert á móti eitt- hvert hið lýðræðislegasta kon- ungdæmi, sem um getur í sög- unini. Afi Haralds ríkisarfa, Há- kon VII. tók við konungdæmi í Noregi áð lokinni þjóðaratkvæða greiðslu, þar sem yfirgnæfandi meirihlu'ti norslku þjóðarinnar óskaði valdatöku hans. Nauit Há- kon VII æ síðan ástsældar og trausts norsku þjóðarinnar. En stærstur og áhrifaríkastur varð hann í síðari heimsstyrjöldinni, þegar hann og ríkisstjóm hans, Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.