Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967 Einn leikur um helgina en Keflavíkurliðið er sigur- stranglegra, þó Akurnesingar séu til alls líklegir. Staðan í 1. delid er nú þannig: Valur 8 5 2 1 16-13 12 EINN leikur verður um helgina Akureyri 8 5 0 3 19-10 10 í 1. deild. Leika Keflavík og Fram 8 3 4 1 10-8 10 Akranes á Keflavíkurvelli í Keflavik 8 3 2 3 7-8 8 dag kl. 4. Verður þar eflaust KR 8 3 0 5 13-15 6 um skemmtilegan leik að ræða, Akranes 8 1 0 7 8-10 2 IMýir froskmenn í Keflavík NÝLEGA lauk námskeiði í froskköfun sem haldið var í Keflavík á vegum Emils Krist- jánssonar, kennsian var bæði bókleg og verkleg. f bóklegu kennslunni var m. a. tekin vand- lega fyrir lífeðlisfræði kafara, en sú kunnátta er lífsnauðsynleg fyrir þá sem leggja í djúpið, því annars er hætt við að þeir verði ekki langlífir. Æft var nokkurn tíma í sund- laug, síðan í sjónum við mismun andj aðstæður. Skriflegt próf var síðan bæði í þvi bóklega og verk- lega. - ELDSVOÐl Framhald af bls. 1 en eftir fjórar klukkustundir. Raunar logaði ennþá í skipinu á stöku stað er það sigldi til ónafn greindrar hafnar í nágrenninu. Meðal skipanna, sem komu á vettvang og fylgdust með elds- voðanum var flugvélaskipið ORISKANY, en eldur kom upp í því 26. október sl. með þeim afleiðingum, að 43 menn biðu bana og 48 meiddust. Skipið var nýkomið aftur til Vietnam eftir viðgerð. Sem fyrr segir er FORREST- AL þriðja stærsta flugvélamóð- urskip bandaríska flotans. Stærri eru ENTERPRISE, 85.350 lestir og AMERICA 77.600 lest- ir. FORRESTAL var fyrsta skip- ið, sem Bandaríkjamenn smíð- uðu til þess að flytja þotur eftir heimsstyrjöldina síðari. Kostaði skipið í smíði 218 milljón doil- ara. Kennslan fór fram um helgar og á kvöldin svo nemendur þyrftu ekki að fá frí frá vinnu. Námskeiðið var sótt af mönnum frá Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík. Þar sem áhugi er nú mikill fyr ir froskköfun mun Emil hafa annað námskeið á næstunni. Á meðfylgjandi mynd er Emil Kristjánsson (t. h.) ásamt nokkr- um nemendum sínum. — h sj — hreiður fjallafinku eftir aldalanga leit Alma Ata, 27. júlí. NTB. TVEIR ungir sovézkir vís- indamenn hafa fundið, í ná- grenni Alma Ata í Khazakhst- an, hreiður fjallafinku, smá- vaxins fugls og einkar sjald- gæfs, sem leitað hefur verið af fuglafræðingum í rúma öld án þess að tekizt hafi fyrr en nú að finna hreiður hans. Vísindamennirnir tveir er áður gat höfðu haft nánar gætur á fjallafinku einni dög- um saman áður en uppvíst varð um hreiður fuglsins í klettasprungu einni í 120 metra hæð í Zaillii Alatau- fjöllum. Urðu þeir að fá til fjallgöngumenn sér til að- stoðar og tók það þá tvo daga að komast að hreiðri fjalla- finkunnar, sem reyndist flétt- að úr grasstráum og dýrahár- um. Hreiður þetta hefur nú verið afhent dýrasafni Vís- indastofnunarinnar í Alma Ata. Dönsk mynd um íslenzkt fuglalíf Danskir veiðiverðir tóku kvikmyndir af 39 íslenzkum fuglategundum Fréttaskeyti frá Kaupmanna- ■höfn, 28. júlí. J. BJERG Thomsen, yfirveiði- vörður í Kalö-veiðigarðinum og veiðidýrastöðinni á Djurslandi (á Jótlandi), er nýkominn frá íslandi, þar sem hann dvaldist í fimm vikur ásamt veiðiráð- gjöfunum Ahlmann Olsen frá Ulfborg, Lerke Möller frá Ribe og skógfræðingnum Niels Moes frá Rönne. Á íslandi tóku þeir kvikmyndir af fuglalífi, sem síð- an verða skeyttar saman í eina kvikmynd, er bera mun heitið „Farfuglarnir“ og verður frum- sýnd í haust. Myndin verður í ÚTSALA llllarkápur með og án skinna. Verð frá kr. 650. KAPAN HF. Laugavegi 35. — Sími 14278. JAMES BOND —K James Bond — - 4f — IAN FLEMING Sá, sem snæðir með andskotanum, skyldi nota langa skeið, hugsaði Bond og flotti kalt. Og ekki varð útlitið á húsi Goldfingers til að bæta skap hans né heldur þjónninn, sem opnaði dyrnar. Hvilíkur leiðindastaður að búa í, hugs- aði Bond. Skelfing er dimmt hérna inni — og hvar í ósköpunum er Goldfinger? litum með tali og hljómlist. — Kosntaðurinn við kvikmynda- tökuna hefur numið 192.000 ísl. kr. Filman, sem tekið var á, er um 1 km á lengd, og bíða því kvikmyndamannanna yfirgrijjs- miklar klippingar. J. Bjeng Thomsen hefur áður komið til ísla.nds, árið 1921, og margt hefur gerzt á þeim tíma. Hann notaði dvölina m.a. til þess að endurnýja kunningsskap við gamla vini og kunningja. Ákveðið var fyrir nofckrum ár- um, að gera kvikmynd um far- fugla og stóð veiðiráð danska ríkisins að baki þeirri ráðagerð. Það var þó fyrst í fyrra að nægilegt fjármagn fékkst til verksins. Sumarið 1966 tófc yfir- veiðivörðurinn og aðstoðarmenn hans nokfcrar kvikmyndir í Lapp landi, af varpstöðvum vað- og sundfugia. Þá tóku þeir einnig myndir af stórum gæsahópum á V-Jótlandi. Á íslandi ferðaðist hópurinn 300—400 km í bifreið. Aðaltil- gangur ferðarinnar var að taka myndir af hinni stuttnefjuðu grágæs, sem hópurinn fann eftir talsverða erfiðleika. Leiðangur- inn fann 3500 pör af þessari fuglategund, sem aðeins verpir á íslandi og Svaibarða. Teknar voru kvifcmyndir af 39 tegund- um af þeim 79 fuglategundum, sem finnast á íslandi. Bjerg Thomsen tók einnig einkáfcvikmyndir frá íslandi, sem skeyttar verða saman við kvikmyndir hans frá Grænlandi. Bjerg Thomsen segir um ís- landsferð sína: — Þetta var prýðilegt og á- hrifarikt ferðalag. Hvarvetna þar sem við komum var tekið á móti okkur með einstæðri gest- risni og hjálpfýsi, sem maður mætir ekki víða. ísland er ævin- týraieg eyja og þar hefur átt sér stað gífurleg framþróun síðan ég var þar fyrir 46 árum. Við feng- um ágæt kvi'kmyndaeifni og er- um nú mjög spennt að ljúka kvifcmyndinni og senda hama á markað. — Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.