Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967 5 Náttúrugripasafnið ií Vestmannaeyjum S — ffakar á sundi — einstœtt þörungasafn I a g ótclmargt fleira ^ Vestmannaeyjum, 28. júlí i NÚ ER aðalferðatími fólks, ? bæði innlends og erlends, og * allt reynir það að komast sem ^ mest og' sjá sem flest. Margir i hafa heyrt um fiskasafnið , lifandi i Náttúrugripasafni * Vestmannaeyja, sem nú hefur fiskanna lifandi, sem alltaf hafa vakið mesta athygli. Þarna eru nú yfir 20 tegundir fiska í 12 búrum. Sex búranna hafa 5 tonn vatns innan borðs hvert, en sex hafa 3 tonn. Fiskasafninu hefur verið komið á fót með vel sam- Friðrik Jessen, safnvörður, virðir örninn fyrir sér. verið opið daglega í nærri því eitt og hálft ár. Mllli 25 og 30 þúsund gestir hafa komið í safnið, þar sem til sýnis eru um 300 tegundir dýra, fugla, plantna og þörunga auk allra Þessir fiskar draga að sér allmikla athygli, ekki síður en stilltum áhuga bæjarbúa og þó sérstaklega sjómanna, sem hafa lagt á sig ærna fyrirhöfn til þess að koma lifandi fisk- um til safnsins, en slíkt krefst mikillar nákvæmni. Einnig hafa margir aðrir, ungir og gamlir, lagt mikið til Náttúru- gripasafnsins í heild, sjald- gæfa fugla og fiska, lifandi og dauða. Meðal nýjustu gjafa til safnsins er hvítur lax (senni- lega hið merkilegasta fyrir- brigði með rauð augu) og fleiri laxar, sem Kristinn Guð brandsson, forstjóri Björgun- ar, gaf safninu, og silungar frá Þór Guðjónssyni, veiði- málastjóra. Þá lagði ungur Vestmannaeyingur fram kambhrísling, sem hann ná'ði í hér í fjörulóni, en þessi fiskur er næsta fóséður. Hinn sami gaf safninu enn fremur hornsíli, sem hann náði í sjó við Vestmannaeyjarnar, en það vita færri, að þau lifa einnig í sjó. Merkilegur hluti Náttúru- gripasafnsins er sérstakt sæ- þörungasafn, sem dr. Sigurð- ur Jónsson, þörungafræðingur og kennari í París gaf. Þessir sæþörungar eru eingöhgu fengnir við Vestmannaeyjarn- ar og Surtsey og að sögn kunnugra sennilega eina safn- ið sinnar tegundar í Vestur- Evrópu, en vitað er um svona söfn í Bandaríkjunum. Þannig hefur safnið eflzt og stórum stækkað á skömm- um tíma með vakandi vilja og áhuga hinna mörgu, sem lagt hafa hönd á plóginn, en alla „lifandi fiskasafnið“. (Ljósmyndir: Sigurgeir.) umsjón og uppsetningu ann- ast safnvörðurinn, Friðrik Jessen, á fínlegan og smekk- legan hátt, svo að ekki ver'ð- ur á betra kosið, hvort sem litið er á uppstoppun fugl- anna eða umhverfi fiskanna í • búrunum. Þeim ferðamönnum, sem koma til Vestmannaeyja, skal því eindregið bent á að líta inn í Náttúrugripasafn Vest- mannaeyja og kynnast þessu öllu með eigin augum. Þjóð- hátíðarvikuna verður safnið opið alla daga frá kl. 5 til 7. Ferðamenn! Góða skemmt- un í safninu! Sigurgeir. Athugasemd VEGNA mótmæla Félags ísl. leikriiahöfunda út af norrænu ieiksíjórnanámskeiði, sem haldið var hér í vor og kennt er við bæinn Vasa í Finnlandi, þykir rétt að taka fram eftirfarandi: í mótmælum félagsins gætir grundvaJlar misskilnings á eðli þessa námskeiðs. Hér var ekki um að ræða opinbert leikhús- þing ,heldur námskeið fyrir nor ræna leikstjóra. Fjöldi þátttak- enda var mjög takmarkaður og þeir valdir úr stórum hópi um- sækjenda. Undirbúningsnefnd námskeiðs ins hér fylgdi í öllu þeim reglum sem gilt hafa á hinum Norður- löndunum um skipulagningu þess. Þó var gerð sú undantekn- ing, að því leikhúsfólki, sem þess óskaði, var gefinn kostur á að hlýða á fyrirlestra, sem haldnir voru á námskeiðinu. Ail margir notfærðu sér þetta, þar á meðal nokkrir leikritahöfundar Guðlaugur Rósinkranz, formaður undirbúningsnrfndar, Sveinn Einarsson, ritari nefndarinnar. Ifflm’gnnMnMt* RITSTJÓRN . PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA síivii iD-ipq m KARNA BÆR — Sími 12937. Klapparstíg 37. SKÓDEILD Nýkomið úrval af VESKJIilU margar gerðir og litir, allt „EKTA“ leðurvara. SKÓR FRÁ ,RAVEL of LONDON‘ PÓSTSEIMDUM IM LAND ALLT SNVRTIVÖR JDEiLD eru hinir eftirsóttu litir í varalit- unum, naglalakkinu, farðanum og augnaskuggunum frá MARY QUANT komnir aftur. EIIMIMIG IMÝTT: ★ LEG-MAKE-UP ★ NAIL-SHINER ★ LOTS OF LASHES Tvímælalaust snyrtivörur ungu konunnar í dag. LOKSiNS Geysilegt úrval fatnaðar fyrir verzlunar- mannahelgina. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Týsgötu 1. — Sími 12330. IMÝKOIUIÐ: HERRADEILD: ★ Skyrtur ★ Jakkar-buxur ★ Peysur ★ Bindi - klútar o.m.fl. DÖMUDEILD: ★ Kjólar ★ Dragtir o.m.fl. Við höfum ,TWIGGY6 umboðið. ★ Peysur ★ Blússur ★ Bicini ★ Sólgleraugu o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.