Morgunblaðið - 30.07.1967, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967
„Spurningin er: verður hægt að vcra í sólbaði í dag?“ (Ljósmynd: Ól. K. Magnússoiu.
Enn nötrar Suður-
landsundirlendi
I fyrrinótt varð enn vart við
alimarga jarðskjálftakippi á
Suðurlandsundirlendi. Snarpasti
kippurinn varð kl. 02.25 í fyrri-
nótt o g fannst hann bæði í
Reykjavík og Hafnarfirði og á
Mýrum í Aiftaveri. Mun sé kipp-
ur hafa fundizt mjög víða eins og
af þessu má sjá.
Ohagstæður
vöruskipto-
jöínuður
FYRSTU sex mánuði ársins var
vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð-
ur um 1508.085.000 krónur, en
var á sama tíma í fyrra óhag-
stæður um 617.784.000 krónur.
Alls var útflutningur þessa
mánuði nú 2065.462.000 krónur
að verðmæti, en innflutningur
3573.574.000, þar af skip fyrir
273.238.000 og flugvélar fyrir
230.720.000 krónur.
í júlímánuði var vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður um 888.-
014 krónur, en þar er meðtal-
inn innflutningur á skipum ög
flugvélum fyrir 503.858.000 kr. í
því sambandi skal tekið fram að
innflutningur á skipum og flug-
vélum er tekinn í skýrslu tvisvar
á ári, með innfluttum vörum í
júní og með innfluttum vörum
í desember.
Allar ofangreindar tölur eru
bráðabirgðatölur frá Hagstofu
ísiands.
1 Surtsey fundu rannsóknar-
menn, sem þar eru staddir, kippi
og á Hellu á Ranárvöllum fund-
ust margir kippir og voru níu
snarpir. í Villingaholti, þar sem
í vikunni fundust 27 kippir,
fundust nú 6 kippir og á Eyrar-
bakka fundust 3.
Ekki gat Mbl. fengið upplýs-
ingaar hjá Veðurstofunni um
styrkieika og upptök jarðskjálft-
anna í gær, þar eð jarðskjálfta-
fræðingurinn var ekki í bæn-
um.
Menzies vill einohagsbandolag
hins enshumælondi heims
Oxford, 29. júlí. NTB.
Sir Robert Menzines, fyrrv,, for-
sætisráðherra Ástralíu, lagði
til í ræðu sem hann hélt
í gækvöldi, að ensku-
mælandi þjóðir og ríki í brezka
samveldinu kæmu á sam-
vinnu í efnahagsmálum, er gæti
komið í staðinn fyrir brezka að-
ild í Efnahagsbandalagi Evrópu.
Menzies sagði, að ef viðræð-
urnar um aðild Breta að EBE
drægjust á langinn eins og allar
líkur bentu til ættu Bretland,
samveldislöndin og Bandaríkin
að ráðfærast um möguleikana á
því að þau gerðu með sér samn-
inga um efnahagsmál. Hinn
enskumælatndi heimur ræður yfir
gífurlegum auðlindum og gagn-
kvæmur skilningur ríkir þeirra
á milli, sagði hann.
Menzies sagði, að aðild Breta
að EBE mundi veikja aðstöðu
þeirra í samveldinu og leiða til
sundrungar hins enskumælandi
heims.
Rólegt eftir óeirðir
í 30 borpm USA
— SamvÍBina um að sporna
gegn nýjum óeirðum
Washington, 29. júlí. NTB-AP.
Leiðtogar blökkumanna og
hvítra manna víðs vegar í
Bandaríkjunum hafa tekið
höndum saman um að koma
í veg fyrir að hinar ofsalegu
kynþáttaóeirðir, sem geisað
hafa í 30 borgum í þessum
mánuði, endurtaki sig. 70
manns hafa beðið bana í
óeirðunum, rúmlega 5.000
hafa slasazt, og eignatjónið
nemur mörg hundruð millj-
ónum dollara.
í dag átti Johnson forseti að
sitja fyrsta fund ráðgjafanefnd-
ar, sem komið var á fót á
fimmtudaginn í þeim tilgangi að
rannsaka orsakir uppþotanna.
Nefndin heldur fund sinn í Hvíta
húsinu, og á hún að gera tiilög-
ur um aðgerðir til að ráða bót
á því ástandi, sem leitt hefur til
kynþáttaóeirðanna.
Skipun nefndarinnar hefur
mælzt vel fyrir á Þjóðþinginu,
en leiðtogar demókrata og repú-
blikana í öldungadeildinni hafa
lýst því yfir, að þingið muni
sjálft rannsaka ástandið þrátt fyr
ir skipun nefndarinnar. Formað-
ur nefndarinnar, Otto Kemer
ríkisstjóri í Illinois, sagði í dag
að í Bandaríkjunum væri ekk-
ert rúm fyrir ofstopamenn, sem
vildu breyta ríkjandi stjórnar-
háttum.
Áður en fundurinn verður
haldinn, mun Johnson forseti fá
skýrslu um ástandið í Detroit frá
Robert McNamara landvarnar-
ráðherra og hinum sérstaka að-
stoðarmanni hans, Cyrus Vance,
sem hefur rætt við George Rom-
ney ríkisstjóra um möguleika á
því að veitt verði sérstök fjár-
hagsaðstoð til þess að ráða bót
■á ástandinu í Detroit.
Hætta á nýjum óeirðum.
Allt er nú með tiltölulega
kyrrum kjörum í Detroit, en í
óeirðunum þar hafa 39 manns
beðið bana. Fallhlífarhermenn-
irnir, sem stjórnin í Washing-
ton sendi á vettvang, hafa yfir-
gefið nokkur hverfi og orðrómur
er á kreiki um. að allir hermenn
og þióðvarðliðar verði fluttir
frá borvinni. f ráði er að sleppa
ilr haldi 1.000 föngum, en alls
Prag, 28. júlí.
Tékkneska utanríkisráðuneytið
hefur mótmælt harðlega meint-
um óeirðum rauðra varðliða fyr-
ir framan tékkneska sendiráðið
í Peking.
Haförnlnn
í GREIN um síldarflutningaskip-
ið Haförninn, sem birtist í Mbl.
síðastliðinn fimmtudag féll nið-
ur nafn skipstjórans, Jóhanns
Sigurbjörnssonar, sem er skip-
stjóri í veikindaforföllum Sig-
urðar Þorsteinssonar.
Aden, 28. júlí.
Brezkur hermaður skaut til
bana á föstudag þrjá Araba í
Aden, er þeir hlupu í átt til
mosku einnar eftir sprengjutil-
ræði í grenndinní.
NORÐANÁTTIN hélzt enn á
landinu í gærmorgun óg voru
ekki horfur á áttarbreytingu
yfir helgina. Á NA-landi var
kalsaveður, slydduél allt nið-
ur í byggð og hiti við frost-
mar á Grímsstöðum. Bjart var
á S- og V-landi og hitinn
kominn í 10—12 stig kl. 9, en
sums staðar var næturkuldinn
nærri frostmarki. Lægðdn S í
hafi var á talsverðri hreyf-
ingu austur, en líklegt að hún
mund: sveigja til, norðausfurs
og, h'Ida við N- eða NA-átt-
inni.
voru 3.000 blökkumenn hand-
teknir.
í mörgum borgum er alvarleg
hætta á ofbeldisverkum, og mál-
gagn þingmanna repúblikana
hermir, a'ð hættan sé mest í
Oakland í Kaliforníu og höfuð-
borginni Washington. Gott dæmi
um ástandið eins og það er nú,
er vesturhluti Chicagoborgar.
Þar aðstoða 300 þeldökkir og
hvítir borgarar lögregluna við að
dreifa hópum óeirðaseggja og
bæla niður óeirðir, þegar þess
gerist þörf. Mörg skemmdarverk
og rán hafa verið framin og
mikið hefur verið um íkveikjur
í hverfinu síðan á fimmtudag,
þegar þeldökkur lögreglumaður
drap blökkumann, sem ógnaði
honum með hnífi.
í ríkinu Tennessee er einnig
mikil hætta á óeir’ðum. Þar hafa
15.000 þjóðvarðliðar verið við
öllu búnir síðan á fimmtudags-
kvöld þegar eldsprengjum var
kastað í Memphis.
Hvítur maður beið bana í kyn-
þáttaóeirðum í Wilmington í
Delaware í gær, þegar skotið
var á hann úr bíl, sem blökku-
menn voru í. Nokkrir þeldökkir
unglingar brutu rúður verzlana
í blökkumannahverfinu í Wil-
mington, og á vínstúkum í bæn-
um slógust blökkumenn og hvít-
ir, 14 voru handteknir.
Þeldökkir óknyttaunglingar
efndu til uppþota á bökkum
Washingtonvatns í Seattle að-
faranótt föstudags, og einnig
hafa orðið uppþot í South Bend
í Indiana, Passaic í New Jersey
og skammt frá Sacramento í
Kaliforníu.
í Washington hefur George A.
Smithers, öldungadeildarmaður
frá Florida, skorað á Ramsey
Clark dómsmálará'ðherra að
svipta blökkumannaleiðtogann
Stokely Carmichael borgararétti,
ekki sízt vegna þess að ýmis-
legt bendi til þess að hann hefði
fengið þjálfun í skæruhernaði í
erlendu ríki.
í riti sem repúblikanar gefa út
hefur Johnson forseti verið kall-
aður „veiklyndur forseti" og sak-
aður um hik. óákveðni og jafn-
vel kæruleysi gagnvart kyn-
báttaóeirðunum.
Eviópuþing
Lionsmanna
í Biussel
LIONSMENN á íslandi eru um
þessar mundir að hefja undir-
búning að þátttöku í Evrópu
Forum í haust. Umdæmisstjóri,
Gunnar Helgason, hefir falið
Ferðaskrifstofunni Sögu (Njáli
Símonarsyni) að annast undir-
búninginn, en Evrópuþingið verð
ur að þessu sinni haldið í Briis-
sel dagana 19.—22, okt. n.k.
Undirbúningurinn verður að
hefjast snemma, vegna þess að
tilkynna þarf þátttöku til aðal-
stöðvanna í Brussel fyrir 1. sept.
n k.
Lionsmenn hyggjast gera meiri
háttar kynnisfer’ð í sambandi við
þingið og ferðast nokkuð um
Belgíu, koma við í Luxemburg,
Amsterdam og London. Gert er
ráð fyrir að ferðin öll taki 1Ö
daga. 1 fyrra fóru um 80 manns
á Evrópu Forum, sem þá var
haldið í London. Eru þar með-
taldir makar og aðrir géstir.
Lionsmenn eru nú orðnir um
1200 hér á landi , 36 klúbbum
víðsvegar um landið.