Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 1967 11 son í Odda, sem að líkindum hefur verið fomvinur biskups. Jón var kvæntur, en hafði tek- ið sér til fylgilags Ragnheiði, systur Þorláks biskups. Þor- lakur hótaði bannfæringu, en Jón hótaði biskupi lífláti og kvaðst skyldu sjá til, að hann bannfærði ekki fleiri. A'ð lok- um bar biskup þó sigur úr být- um, og þau Jón og Ragnheiður slitu samvistum. Þorlákur biskup var mikill fésýslumaður og kirkjuhöfð- ingi, en ekki glæsimenni að sama skapi. Hann var radd- lítill og stirðmæltur. Eftir lát hans voru upptekn- ir tveir messudagar með hans nafni; dánardagur hans, 23. desemiber, og upptökudagur hans, 20. júlí. Eftirmaður Þorláks var Odda verjinn, Páll Jónsson biskup, (1195—1211). Pál Jónsson var ávöxtur þeirrar sambúðar, sem Þorlákur hafði hætt lífi sinu til að fyrirbyggja — sonur Jóns Loftssonar og Ragnheiðar, syst ur Þorláks helga. Han var mikill höfðingi og glæsimenni, og að mörgu leyti ólíkur Þorláki. Hann var radd- mikill og málsnjall og söng- maður góður. Hann tók sótt á yfirreið um landið og andaðist hálfsextugur. Þá er sagt að mikil náttúruundur hafi orðið. Fyrir andlát sitt hafði hann lái ið gera steinkistu mikla, sem hann var grafinn í. Þá stein- kistu er nú hægt að skoða í kjallara Skálholtskirkju. Eftir daga Páls var til bisk- ups kjörinn Magnús Gizurar- son af ætt Haukdæla, en hann sat á stóli á árunum 1216 til 1237. Magnús virðist hafa verið mesti spektarmaður, en himr róstursömu tímar og embættis- bróðir hans, Guðmundur Ara- son, gerðu honum erfitt um vik. Átið 1237 varð biskupslauist bæði í Skálholti og á Hólum. Erkibiskup hafnaði kosningu þeirra, sem voru sendir utan og skipaði tvo Norðmenn á hina íslenzku biskupsstóla. Það er liklegt, að erkibiskup hafi viljað senda hlutlausa menn til að stjóma málum kirkjunnar hér á tandi á þess- ari öld ósættis og vígaferla. Til Skálholts var sendur Sigvarð- ur Þéttmarsson, og gengd' hann biskupsembætti 1238 til 1268. Árið 1209 kom aftur íslenzk- ur biskup til Skálholts, Árni Þorláksson, —■ Staða Árni. Hann var Oddaverji, þriðji maður frá Jóni Loftssyni. Árni biskup jók mjög áhrif og völd kirkjunnar. Hann stóð svo ósveigjanlegur á rétti henn ar, að þar urðu allir undan að láta, almenningur,* Gizur jarl og jafnvel Noregskonungur. Hann fékk nýjan kristnirélt lögtekin árið 1275. Þegar Árni biskup andaðist, var biskups- laust í Skálholti um sex ára skeið, en því ollu deilur milli erkilbiskups og kórbræðra í Nið arósi. En árið 1304 var Árni Helgason skipaður biskup eftir móðurbróður sinn. Ekiki var jafn sviptingasiamt um Árna Helgason og fyrir- rennara hans. Þó var hann hinn merkasti maður. Hann byggði Skálholtskirkju upp af mikilli ráusn eftir brunann 1309, hann var merkur sagnaritari og hann stjórnaði kirkjunnar mál um af skörungsskap og mynd- ugleik. Árni lézt árið 1320, og næsta ár varð umhleypingasamt í sögu Skálholts, því að þá voru kjömir tveir menn til biskups. Báðir hétu Ormur, Þorsteins- son og Sveinsson. Hinn fyrr- nefndi dó fyrir vígslu, en hinn síðari þverneitaði að verða biskup. Þá var skipaður í em- bættið Grímur Skútuson ábóti. Hann hlaut vígslu, en vann sér það eitt til frægðar, að hann hélt svo miklar veizlur að skera varð niður búpening í Skálholti til að standa straum af kostnaðinum. Var hann af þvi nefndur Skurð-Grímur. Framhald á bls. 15. GLÆSILEGASTA FERD ÁRSINS! 16 dagar 16. -31. ágúst - Bergen - Oslo - Khöfn - Amsterd.- London I fyrsta sinn fá nú íslendingar tœkifœri til að sigla með stóru og glœsilegu skemmtiferðaskipi til Norður-Evrópu á yndislegasta og blómrikasta tíma ársins. Örfáum klefum, sem losnað hafa verður ráðstafað eftir helgina. Farkosturinn er m/s Volkerfreundschaft (áður Stockholm, flaggskip sænsku Ameríkulínunnar) 12.442 smálestir, þar sem 250 manna áhöfn veitir 540 farþegum fullkomna þjónustu. Um borð er hægt að veita sér flest lífsins gæði, hlaðin borð af gómsætum réttum og drykkjarföng hvers konar og fjölbreytt skemmtanalíf á hverju kvöldi í hinum gæsilegu veizlusölum, þar sem hljómsveitir leika og margir af vinsælustu skemmtikröftum landsins koma öllum í gott skap. Kvikmyndasýningar verða daglega í kvikmyndahúsi skipsins, setustofur, lesstofur með íslenzku bókasafni, spilastofur og leik- herbergi. Stór og glæsilegur næturklúbbur. Tvær sundlaugar, gufubaðstofa, hárgreiðslustofur, sjúkrahús með læknum og hjúkrunarkonum. Verzlanir hlaðnar margs konar varningi sem seldur er tollfrjáls um borð. Matseðlar á íslenzku við hverja máltíð og sérstök dagskrá er borin daglega á öll herbergi. Dagblað er gefið út og prentað í prentsmiðju skipsins og íslenzk útvarpsstöð er starfandi um borð alla daga. Alli Rúts Margir af eftirsóttustu skemmtikröftum landsins koma öllum í gott skap. Fararstjórar og leiðsögumenn: Guðni Þórðarson, forstjóri, Jón B. Gunnlaugsson, sölustjóri, Gunn- ar Eyjólfsson, leikari, Regína Birkis, frú, Andrés Björnsson, lektor, Guðrún Egilsson, blaðakona, Jón Guðnason, afgreiðslustjóri, Helgi Jónsson, fornleifafræðingur, Tómas Karlsson, blaðamaður, Þor- björn Guðmundsson, fréttastjóri, Vilhjálmur Einarsson, skólastjóri. Jón B. Gunnlaugsson Karl Einarsson Perðaskrifstofan Bankastrœti 7 — Símar 16400 — 12070. Gunnar Eyjólfsson Bessi Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.