Morgunblaðið - 02.08.1967, Side 2

Morgunblaðið - 02.08.1967, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. AGÚST 1967 Gísli Gestsson, safnvörður fyriir framan hellinn. (Mynd: Þór Magnússon). Fundu ekkert nýtt ,beinahelHnum i GÍSLI Gestsson, safnvörður fór suður undir Grindavík í gær til þess að kanna hellinn, sem beinagrind og ýmsir smáhlutir fundust í fyrir skömmu. Gísli sagði fréttamanni Mbl. að þeir hefðu ekkert fundið athyglis- vert á staðnum, þar hefðu ekki verið neinar frekari leifar. Bandaríkjainennirnir þrír, sem fundu beinin, höfðu farið nokkru áður til þess að 44 fundu þá fatadruslur, sem þeir kanna hellinn betur og fóru með til Hafnarfjarðar og afhenti lögreglunni. Gísli sagði, að erfitt væri að átta sig á aldri þeirra, en þær væru nokkuð fornlegar í útliti, eins og hníf- urinn og beltissylgjan sem fannst í hellinum. Ekki hefur enn verið skorið úr um aldur heinanna og ekki ákveðið hvort frekari rannsókn á þeim fari fram. ELDING VERÐUR 10 BÖRNUM AÐ BANA Tókíó, 1. ágúst, NTB ELDING varð í dag tí« japönsk- um skóladrengjum að bana sem voru í fjallgöngu í japönsku Ölpunum svo nefndu, ásamt 22 öðrum skólafélögum sínum. Er spurðist um slysið voru björg- unarsveitir þegar sendar af SAMLÐAR- VERKFALL ENGINN samningafundur hefur verið boðaður í vinnudeilunni í Straumsvík ennþá, en á hinn bóginn hefur verið boðað til sam úðarverkfalls hjá verkamönnum sem vinna við uppskipun og út- skipun á varningi til Straums- víkur. Kemur samúðarverkfaliið til framkvæmda 7. ágúst. i stað, en sökum veðurs töfðust j þær í nokkra klukkutíma. Fjallgöngumaður, sem kom á I slysstaðinn skömmu eftir að eld- I ingunni laust niður, sagði, að engu hefði verið líkara, en | sprengju hefði verið varpað á 1 drengjahópinn. Börnin, sem eft- I ir lifðu, og kennari þeirra, sem fór fyrir þeim, voru lömuð af I hræðslu og gátu sig ekki hreift I tii þess að hefja björgunarað- gerðir. Forstöðumaður skólans, sem börnin eru frá, í borginni Mat- sumoto, sagði í dag, að allar ör- yggisráðstafanir hefðu verið gerðar áður en börnin lögðu af stað og þau hefðu verið vel út- búin til fjallgöngunnar. Þrumuveður eru tíð á norðan- verðum japönsku Ölpunum á þessum tíma árs og talið er, að börnin hafi lent í slíku veðri. If/t /029 'iA LLi V!o. ■!° L23< 6 13 3! n < ItiV Um nónbilið var hæg aust læg átt og léttskýjað á land- inu, og á S-v-landi var 14—16 stiga hiti. Við norður- og austurströndina var hitinn hins vegar aðeins 5—7 stig. Á Austfjörðum var stinnings kaldi og víða rigning. Horfur eru á að góðviðrið haldist enn um sinn hér suð- vestan til á landinu, því að lítilla breytinga er að vænta á afstöðu hæða og lægða á mánudag við landið. Jarðsérfræöingur á vegum Rannsóknarst. Landbúnaöarins Prófessor Steenbjerg með ísle nzkum landbúnaðarsérfræðing- um t.v. Pétur Gunnarsson og að baki þeirra Pálmi Einarsson landnámsstjóri. Ljósm. Sv. Þ. Mikil leit ai írskri konu nyrira UM ÞESSAR mundir dvelur hér á landi danskur prófessor við Landbúnaðarháskólann 1 Kaupmannahöfn. Er það pró- fessor Folmer Steenbjerg. Hann er hér á vegum Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins og í boði hennar. Prófessor dr. Steenbjerg er öðrum landbúnaðarprófessorum fróðari um ísland, og einkum íslenzkan jarðveg, þar sem hann vann hér að jarðvegsrannsókn- um á vegum dró Lauge Koch árið 1936 og tók þá m.a. á þriðja hundrað jarðvegssýnishorn hér á landi. Pétur Gunnarsson for- stöðumaður Rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins vann á þeim árum að þessu verkefni með dr. Steenbjerg bæði hér heima og er Pétur dvaldist við Landbún- aðarháskólann í Kaupmanna- höfn. Sl. mánudag flutti prófessor dr. Steenbjerg fræðilegan fyrir- lestur um efnagreiningu á jarð- vegi og grÖsum hvernig notfæra ætti sér þá efnagreiningu í sam- bandi við næringarþörf jarðvegs og jurta. Erindi þetta var vís- indalegs eðlis og hlýddu á það allmargir landbúnaðarsérfræð- íngar hér. Pétur Gunnarsson kynnti prófessorinn og að loknum fyrir lestri hans voru lagðar fyrir hann spurningar, er hann síð- an svaraði. Prófessor dr. Folmer Steenbjerg Sviíflugo luskuðist í lendingu LÍTIL sviffluga laskaðist í lend ingu skammt frá Leirvogsvatni í gær. Flugmanninn sakaði ekki. Svifflugan var að koma úr langflugi og ætlaði að lenda á Sandskeiði. En áður en hún náði þangað hafði hún misst svo mikla hæð, að flugmaðurinn var tilneyddur að reyna lend- ingu á túni við Leirvogsvatn. Við lendingu vildi svo óheppi- lega tii, að flugan skall á steini með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Washington, 31. júlí NTB Gullforði Bandaríkjanna minnkaði um 45 millj. dollara í júlí og er það mesta lækkun gullforðans á einum mánuði síð- an í október í fyrra. MIKIL leit var gerð að írskri konu, sem hvarf frá Völlum í Seyluhreppi hinn 14. síðasta mánaðar og fannst ekki fyrr en í gærkvöldi. Kona þessi heitir Virginia Barcley, er útlærð, hjúkrunarkona, rúmlega fertug að aldri. Hún kom hingað til lands í júnímánuði síðastliðnum og var um stund hjá kunningja- fólki sínu að Laugarvatni. Þaðan fór hún að Þorsteinsstöðum í Skagafirði, þar sem hún átti kunningjafólk og var svo ráðin að Völlum, í sumarvinnu. Þang- að kom hún 11. júlí og ætlaði að vera í einn til einn og hálfan mánuð. Fjórtánda júlí hafði hún orð á því, að hana langaði til að sjá Aík'ureyri og ætlaði að taka sér FRANSKI vísindaleiðangurinn, sem hér er staddur á landi við rannsóknir á rafögnum, sem berast út úr geimnum inn í há- loftin, hefur nú þegar sent tvo loftbelgi á loft í þessu skynL Leiðangursstjóri er prófessor Cambou frá háskólanum í Tou- louse, en vísindamennirnir hafa far með áætlunarbifreið þang- að. Ekki fór hún þó með áætlun- arbílnum en fékk far með einka bifreið, sem í var einn karl- maður. Hún hafði sagt, að tún yrði Kklega tvo til þrjá daga í burtu, svo þegar hálfur mánuður var liðinn var fólkið á Völlum orðið mjög hrætt um hana. Var þá haft samiband við Jóhann Salberg Guðmundisson, sý-slu- mann, sem hóf eftirgrennslan, ásamt lögreglunni á Akureyri. f gærkvöldi kom svo í ljós, að Virginia hafði heimsótt kunn- ingja sinn í Eyjafirði og var komin heilu og höldnu aftur til Akureyrar. En henni hafði alveg láðst að léta vita um ferðir sín- ar. — bækistöð við Reynisfjall, skammt frá Vík í Mýrdal. Áform að er að senda þriðja loftbelg- inn á loft í kvöld, en síðan er ætlunin að senda nokkra upp til viðbótar eða þar tll Frakk- arnir fara héðan af landi brott um miðjan þennan mánuð. Á myndinni eru tveir leiðang ursmanna ásamt tveimur ís- lenzkum túlkum við bækistöðvar sínar á Reynisfjalli. Þriðji loftbelgurinn á loft i kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.