Morgunblaðið - 03.09.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPT. 1967
5
GltH Guhmvndsson:
Sjón er sögu ríkari sannaðist rækilega í þessari ferð minni um
Austur-Skaftafellssýslu. Þegar á heildina er litið tel ég, að þar
sé að finna meiri og stórbrotnari náttúrufegurð, og fleira athyglis-
vert að sjá og njóta, en í nokkru öðru héraði á Islandi. Og þetta
er ekki ut í bláinn sagt, því að ég hefi ferðast um allar byggðir
landsins, og flestar oft.
Á næsta ári stendur þett hérað öllum opið til ferðalaga og á
komandi árum mun það verða fyrir sívaxandi aðstreymi gesta, inn-
lendra og útlendra. Því verða allir aðilar, sem hér eiga hlut að
máli, héraðsbúar með sýslunefnd í fararbroddi, Ferðamálaráð,
Náttúruverndarráð og aðrir, að hefjast handa um, að skipuleggja
nauðsynlega ferðaþjónustu á sem hagkvæmastan hátt, en jafnframt
því, ákveða hvaða staði á að vernda, og á hvern hátt. I von um að
svo megi verða, og vel til takast, lýk ég þessu spjalli. Mínum
ágætu samferðamönnum og öðrum, sem greiddu götu mína, sendi
ég alú'ðarkveðjur ag þakklæti.
SUÐURSVEIT ber fallegt nafn,
í ætt við sól og hlýju, og mér
finnst hún eiga það skilið. Ljóð
línan alkunna, „Þér skýla fjöll,
þig faðmar haf“ lýsir henni vel
og þó að undirlendisræman í
fjallaskjólinu sé óneitanlega mjó
og gróðurlendið slitrótt, þá hef-
ur sveitin á sér yfirhragð bú-
sældar og snyrtimennsku. Sú
var þó tíðin og búsældin var
heldur rýr og björg úr fangi
sjávar hélt byggðinni við lýði.
Við ána Kolgxímu endar undir-
lendi Mýranna, vestan hennar er
fyrst Skálafellshnúta en suður
af henni Borgarhafnarfjall. Néð-
an við brattar hlíðar er grösugt
hjallaland, sem fer mjókkandi
suður að Hegggerðishnútu (Hest
gerðishnútu). Þar gengur bratt-
lendið alveg fram að stóru sjáv
arlóni, Hegggerðislóni (Hest-
gerðislóni), en framan við það er
hólóttur sjávargrandi, Hálsar.
Fjögur býli eru á þessu svæði,
Merkurbæir.
Bærinn Skálafell er framan
undir hnútunni, þar fæddist
bóndasonurinn Jón Eiríksson, sá
er Harboe biskup tók með sér
til Kaupmannahafnar og setti til
mennta. Vegna yfirburða hæfi-
leika og mannkosta komst hann
til valda og metorða, í kóngsins
þjónustu, og reyndist þjóð sinni
bjargvættur á hennar mestu
neyðartímum, á síðari hluta 18.
aldar. Kolgrímug voru áþjánar-
öflin, sem hann átti við að stríða
og margur hefur fengið bauta-
stein fyrir minni verðleika.
Nokkru vestar fellur Smyrla-
tojargará fram af fjallsbrúninni,
í 100 m háum fossi, og þar er
bærinn Smyrlabjörg. Fyrir
nokkrum árum var ákveðið að
virkja þennan foss, framkvæmd
ir hafnar, digrar vatnsleiðslur
fluttar á staðinn en vélar biðu
flutnings í Reykjavík. Svo datt
botninn úr öllu saman, en rör-
staflarnir standa við veginn,
sem nokkurskonar minnisvarði
um afrekið, það vantar bara
snotran skjöld með nöfnum af-
reksmannanna. En fossinn held-
ur áfram að prýða bergið.
Utan við bæinn Uppsali þreng
ist undirlendið stöðugt, þar eru
Tröllaskörð og þóttu varhuga-
verður staður að fara um í
myrkri. Bærinn Hegggerði (Hest
gerði) er framan undir hnútunni
og vakti þessi staður athygli
mína, ekki sízt hinar kynlegu
hamramyndanir í fjallinu. í miðj
um hlíðum trónaði vígalegur
grjóthaus, Kleykir, en í brúnum
var fagurt stuðlabergsþil, Fall-
stakkanöf. Þessi staður á einn-
ig að baki sér langa og viðburða
ríka sjóferðasögu. Vestan undir
lágum klettarana er gróin lægð,
er nefnist Kambstún, og þar
sést til fornlegra rústa. Hér
höfðu Norðlendingar verstöð fyrr
á öldum, og fóru miklar sögur
af henni og misjafnar. Gleðskap
ur var þar oft mikill og háski
á ferðum fyrir dyggðugar heima
sætur (Komdu í Kambstún ef
þér leiðist). En endalok þeirrar
sögu urðu hörmuleg, er sagt, að
í hroðalegu mannskaðaveðri, ár
ið 1957, hafi farizt 53 menn og
sú mannfórn bundið endi á sjó-
sókn Norðlendinga frá Kambs-
túni. En heimamenn héldu áfram
sinni sjósókn í aldir.
Vestan við Hegggerðishnútu
opnast töluverður undirlendis-
sveigur og í honum er megin-
byggð sveitarinnar. Að baki
hennar rísa tignarlegustu fjöll-
in í suðurbrún Vatnajökuls, að
Öræfajökli undanskildum. Fáir
staðir á fslandi hafa upp á ann-
að eins að bjóða. Undir lágum
hlíðum, hægra megin, standa
Borgarhafnarbæir í fallegri hvirf
ingu en Vagnsstaðir eru sjávar-
megin. Frekar grunnur dalur,
Staðardalur, gengur norður í
fjöllin og upp úr honum er greið
fær leið inn á Vatnajökul, segja
munnmæli að það sé hinn forni
Noirðlendingavegur. Vestan við
þennan dal gnæfa hin háreistu
Kálfafellsfjöll með hamrabelt-
um, eggjum og tindum. Hæstir
þeirra eru Kaldárnúpur og
Birnudalstindur (1406 m).
Framan undir þessum fjöllum
er önnur bæjarhvirfing (Mið-
þorp) og þar er kirkjustaðurinn
Kálfafellsstaður, skóli og félags
heimili. Leizt mér þarna vera
álitlegur áningastaður ferða-
manna. Ég spurði Þorstein um
völvuleiði, sem ég hafði heyrt
um, að væri á þessum slóðum og
hann benti mér á staðinn, fram-
an undir Hellnaklettum. Að því
er sagnir herma, þá er þessi
fornkona búin að liggja þar und-
ir grænni torfu í ein 1000 ár,
en er ennþá það máttug, að hún
getur launað prestinum á Kálfa-
fellsstað fyrir að hlaða upp leið
ið. Síðast mun það hafa verið
gert um síðustu aldamót, þá laun
aði hún með rekatré, svo vænu,
að það dugði til að viða upp nýtt
íbúðarhús. Það er óneitanlega
hagur í því, að hafa slíkan ná-
granna. Þegar ég svo spurði Þor-
stein um huldufólk og álfa vildi
hann lítið um það segja, virtist
meira fyrir sannfræði en huldu-
fræði.
Vestan við Kálfafellsfjöll opn
aðist Kálfafellsdalur, sem ég
tel eiga mikilfenglegri umgjörð,
en flestir aðrir dalir landsins.
Upp af sléttum, hallalitlum
botni rísa vesturhlíðar Kálfafells
fjalla, snarbrattar og hömróttar,
þverskornar af hrikalegum
gljúfxagiljum (þeirra mest er
Kaldárgil). Vestan við dalinn er
fyrst Staðarfjall en fjær gnæfir
hæsta fjallið á þessum slóðum,
Þverártindsegg (1554 m),
skreytt miklum hjarnbreiðum.
Skriðjökulstunga hangir í bratt-
lendinu fyrir botni dalsins og
undan henni koma Steinavötn
(Miðvötn). Þau hafa skilið eftir
sig samfellda aura um allan dal
inn og framan við hann Steina-
sand. Fyrir 3—4 árum voru
vötnin brúuð og þá var ýtt upp
mörgum varnargörðum, til að
halda þeim í föstum farvegi. Þá
hófu bændurnir nýtt landnám og
nú gladdi augað víðáttumikið og
fagurt graslendi. Ef vötnin tolla
á sínum stað verða þeix búnir
að klæða dalinn, eftir áratug eða
svo.
Þó að Staðarfjall sé rúmir 900
m á hæð virðist það næstum lág-
reist í samanburði við skýjakljúf
ana báðu megin. Það hét að
fornu Papýlisfjall, hér vax bú-
setusvæði hinna lítt kunnu frum
byggja landsins okkar. Sem ég
var að horfa á þetta fjall, þá
fékk ég skrýtna hugdettu. Þeim
skyldi þó aldrei hafa tekizt,
þessum frómu sálum, að bregða
yfir sig huliðshjálmi, til að kom
ast undan hinum norrænu heið-
ingjum, og þannig orðið forfeður
huldufólksins okkar. Ég skal við
urkenna, að þetta er nokkuð
gamansöm tilgáta, en á hinn bóg
inn finnst mér það alveg gaman
laust, hversu fræðimenn okkar
hafa leitt hjá sér rannsóknir á
>essum merkilegu frumbyggj-
um.
Vestan við Staðarfjall sést í
endann á miklu gljúfri, sem heit
ir Klukkugil, og eru um það
margar sagnir, t.d. um eina tröll
skessu, sem átti 7 dætur. Það er
fallegur dalur, Hvannadalur,
innan við gljúfrið, Dalsá rennur
í það en heitir svo Kaldakvísl,
þegar hún kemur fram úr því.
Steinafjall lokar þessum
fallega sveig að vestan, girt mdkl
um hamraflugum að framan,
sem sízt draga úr tign myndar-
innar. Úr þessum hömrum, hef-
ur kortiið mikið grjóthrun og
sumt af því heljarbjörg. Við fór
um að skoða nokkur ferlíki, sem
'höfðu hrunið í fyrra, og hrun-
sáxið sást uppi undir brúnum.
Við þá skoðun hrundi jarðfræði
kenning, sem mér var kennd í
skóla, sú, að gabbróið væri elzta
bergmyndun landsins. Þessi
björg voru úr dökku, grófkorn-
óttu gabbrói, komin úr lögum,
sem lágu ofan á mörgum basalt-
lögum.
Þorsteinn sýndi mér rústirnar
af gamla Steinabænum, sem varð
að yfirgefa vegna vatnagangs úr
Steinavötnum. Heimilisfólkið
varð að yfirgefa bæinn í skyndi
og þá ól húsmóðirin barn í hell-
isskúta, þarna ofan við. Báðum
heilsaðist vel. Bærinn var flutt-
ur vestur með fjallinu og nafn-
inu breytt í Sléttaleiti, það er nú
í eyði.
Svo er Breiðabólstaður, land-
námsjörð Hrollaugs jarlssonar,
frá Mæri. Þó að bærinn beri
ekki nafn hans mun það þó geym
ast, Hrollaugseyjar eru undan
landi og Hrollaúgshólar heitir
hólaþyrping í austurjaðri Breiða
merkursands. Þar sá einn Norð-
lendingur hóp af huldufólki,
sumarið 1962. Á Breiðabólstað
eru 4 myndarleg býli og bænd-
urnir þar stunda landnám. Á
einum þeirra, Hala, sleit Þor-
bergur Þórðarson barnsskónum,
einn mesti landnámsmaður ís-
lenzkrar ritlistar á þessari öld.
Þarna ofan við eru hamrar
Steinafjalls rismestir, en fram-
undan er víðátta úthafsins.
Reynivellir eiga sér fagurt
bæjarstæði undir fjallinu,
nokkru vestar. Svo kemur Fells
fjall, útvörður byggðarinnar í
vestri, og snýr rammgervum
hamravegg að jötninum Breiða-
merkurjökli. Við Þorsteinn héld
um heimleiðis, það var bjart yfir
Suðursveitinni en sarna dumb-
ungsveðrið í Nesjum. Svo kvaddi
ég þennan merka bónda og fræði
mann með virðingu og þakk-
læti.
Nú var Lónið (Bæjarsveit)
eina sveitin í Aust.ur-Skaftafells
sýslu, sem ég átti eftir að skoða,
og því gerði ég mér ferð þang-
að. Þá fékk ég þriðja Þorstein-
inn í fylgd með mér, son Þor-
steins frá Reynivöllum. Frá sjó
og úr lofti, hafði ég oft dáðst
að útvörðum Lónsins í austri g
vestri, Austurhoxni og Vestur-
horni; þessum tignarlegu, tind- w
óttu fjallaskögum, sem bjóða öll
um stormum og stórsjóum byrg-
inn. Inni í hinum fagurdregna
sveig á milli þeirra, þar sem lág
lendið á svo nauma fótfestu
framan við stóxbrotið ' hálendi,
með jökla að baki, þóttist ég
vita, að finna mætti fagra og
sérkennilega staði, enda reynd-
ist svo vera.
Það var þoka á fjöllum er við
komum í Almannaskarð svo að
ég naut ekki hins fagra útsýn-
is þaðan, var enda búinn að sjá
það allt af öðrum sjónarhólum.
En fagurt hlýtur það að vera f
bjartri morgunsól, öll hin stór-
kostlega suðurbrún Vatnajökuls
vestur að Öræfajökli, með sveit
ir, lón og sanda hið neðra, kögr-
aða af hvítu brimi. En ökumenn v
vil ég vara við hinni hættu-
legu beygju, niður út skarðinu
að vestan, og um leið lýsa sök
á hendur þeim yfirvöldum, sem
bera ábyrgð á þeirri vítaverðu
vanrækslu, að þarna eru engin
hættumerki. Það eru fallegir
tindar á báðar hendur, Skarðs-
tindur að norðan en Fjarðar-
fjall með Klifatind (889 m) að
sunnan. Vegurinn liggur niður
Skarðsdal, Fjarðarheiði er fram
undan en Endalausidalur opnast
til vinstri, stórskorið landslag
og litskrúðugt. Papafjörður er á
hægri hönd, innan við mjótt
standrif og hliðarvegur, til
hægri, framhjá bænum Syðra-
Firði, að Papós, þar sem sjá má
rústirnar af fyrsta verzlunarstað
sýslunnar (1860—97). Enn sunn-
ar eru Papatættúr, en munu
orðnar ógreinilegar.
Það fer lítið fyrir graslendinu
í vesturhluta sveitarinnar, þó
eykst það nokkuð austan við
bæinn Þorgeirsstaði, í kring utn
| Volasel. Þorgeirsstaðatindur er
nakinn og dökkbrýnn, svo er
Gjádalur og bærinn Hvammur í
j mynni hans, framan undir
Framhald á bls. 31
<§> KARNABÆR
TÍZKUVERZLIJIM UIMGA FÓLKSINS
SLMARSALAN
Aðeins á morgun
— Allra síðasti dagur
Allt að 50% afsláttur
HERRADEILD
NÝJAR VÖRUR
• STAKAR BUXUR
FRÁ 400/-
• PEYSUJAKKAR
FRÁ 500/-
• SKYRTUR FRÁ 150/-
• STUTTJAKKAR 1400/-
O. M. FL.
STORKOSTLEGT TÆKIFÆRI FYRIR
SKÓLAFÓLK TIL AÐ KLÆÐA SIG FYRIR
LÍTIÐ VERÐ.